Morgunblaðið - 14.07.1981, Qupperneq 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ1981
— súrálsskýrslan enn trúnaðarmál
SÚRÁLSSKÝRSLAN svonefnda frá brezka endurskodunarfyrirtækinu
Coopers ok Lyhrand var IökA fram á rikisstjórnarfundi i KærmorKun.
ásamt KöKnum vikomandi málinu. Skýrsla fyrirtækisins mun vera mikil art
vöxtum. Ilún er i tvennu laKÍ ok fjallar annars vegar um meinta
veröhækkun súráls í hafi frá Ástraliu til íslenzka álfólaKsins i Straumsvik,
en hins ve^ar um mat á verðlaKninKU á súráli i viðskiptum óháðra aðila.
Niðurstöður skýrslunnar eru að söKn iðnaðarráðherra trúnaðarmál ok
verður fjölmiðlum ekki Kreint frá þeim fyrst um sinn. Samþykkt var i
ríkisstjórninni i Kær að kynna formönnum ok þinKflokksformönnum
stjórnarandstöðuflokkanna niðurstöðurnar sem trúnaðarmál i daK-
Skýrslan verður til framhaidsmeðferðar á rikisstjórnarfundi á fimmtudaK-
Fulltrúi iðnaðarráðuneytisins fór utan á sunnudaK til að afhenda
forráðamönnum Alusuisse i Zúrich eintak af skýrslunni.
í útvarpsfréttum í gærkvöldi gaf
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð-
herra í skyn, að niðurstöður skýrsl-
unnar væru hagstæðar fyrir mál-
flutning hans í upphafi. Samkvæmt
öðrum heimildum Morgunblaðsins
mun þó erfitt að fullyrða neitt um
slíkt, án þess að taka tillit til margra
þátta við endanlegt mat. Cooper og
Lybrand munu hafa valið þann kost
Tilmæli ríkisstjórnar:
Byggðasjóður
aðstoði Iðunni
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun var samþykkt að
skora á stjórn Byggðasjóðs, að
sjóðurinn láni Skóverksmiðjunni
Iðunni á Akureyri 400 þúsund
krónur vegna mjög erfiðrar
rekstrarstöðu fyrirtækisins og til
að auka haKræðingu i verksmiðj-
unni.
Ráðamenn fyrirtækisins telja, að
ein milljón króna sé nauðsynleg tii
að tryggja rekstur þess og í bréfi til
Byggðasjóðs, Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs og Akureyrarbæjar fór
Iðnaðardeild Sambandsins fram á
þá upphæð. Reiknað er með, að
Atvinnuleysistryggingasjóður láni
Iðunni 400 þúsund krónur og 200
þúsund krónur komi frá Akureyrar-
bæ í formi lána eða framlags.
að tíunda álit iðnaðarráðuneytisins í
niðurstöðu skýrslu sinnar, án þess
þó að gera það að sínu. Kemur fram,
að því er ein heimild Mbl. fullyrðir,
að fyrirtækið telji sig ekki hafa tök á
að staðfesta þær ásakanir iðnaðar-
ráðherra, sem hann hefur sett fram,
m.a. á erlendum vettvangi, að Alu-
suisse hafi brotið aöalsamning fyrir-
tækisins við íslenzk stjórnvöld. Onn-
ur heimild fullyrðir að hækkunin í
hafi sé meira en helmingi minni en
iðnaðarráðherra og sérfræðingar
hans fullyrtu á sínum tíma.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra sagði í samtali við Mbl. í
gær, að ráðuneytið myndi ekkert
láta frá sér fara um niðurstöður
málsins, fyrr en ríkisstjórnin hefði
fjallað um það á sínum vettvangi.
Fulltrúum Alusuisse hefði verið af-
hent eintak af niðurstöðunum. Að-
spurður sagði hann, að Islenzka
álfélagið væri ekki beinn aðili að
málinu og því væri ekki ákveðið
hvort það fengi eintak af niðurstöð-
unum á þessu stigi málsins.
Þá mun það hafa komið til tals, að
skipuð verði sérstök nefnd allra
stjórnmálaflokkanna til að ræða við
Alusuisse og kanna skýrsluna. Morg-
unblaðið hafði í gær samband við
fjölmarga aðila vegna máls þessa og
reyndi m.a. að ná sambandi við
Weibel forstjóra hjá Alusuisse í
Ziirich, en hann verður ekki til
viðtals fyrr en a föstudag. Þá tókst
ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,
að ná sambandi við Gunnar Thor-
oddsen forsætisráðherra.
Atlantshafsflug rætt í ríkisstjórn:
Aframhaldandi aðstoð
afgreidd á fimmtudag
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í
gær lagði Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra,
fram tillögu um áframhaldandi
stuðning ríkisstjórnarinnar við
flug Flugleiða á N-Atlants-
hafsleiðinni, en islenzk stjórn-
völd miðuðu sem kunnugt er
tillögu sina i þessum efnum sl.
ár við stuðning í þrjú ár.
Eins og fram hefur komið í Mbl.
telja Flugleiðir sig þurfa 3 millj. $
styrk frá íslenzka ríkinu á þessu
ári og sama frá Luxemborg til
þess að unnt sé að reka Atlants-
hafsflugið á meðan erfiðleikarnir
eru mestir.
Samkvæmt upplýsingum Pálma
Jónssonar, landbúnaðarráðherra,
var tillagan um styrkinn ekki
afgreidd á fundinum í gær, en
ráðherrann kvað stefnt að því að
afgreiða tillöguna á ríkisstjórn-
arfundi nk. fimmtudag.
Borgarfulltrúar um útitaflið:
Mun stærra í snið-
u m en búist var við
„BORGARRÁÐ samþykkti á sin-
um tima gerð útitafls á Lækjar-
torgi, en ég minnist þess ekki að
hafa samþykkt allt þetta jarð-
rask, sem nú á sér stað á
Bernhöftstorfu ... Ég verð að
segja að þetta er mun stærra i
sniðum en ég bjóst við og ég er
ekki frá því að þetta sé e.t.v. of
stórt í sniðum að því er bezt
verður séð,“ voru ummæli nokk-
urra borgarfulltrúa er Mbl. innti
þá eftir áliti þeirra á fram-
kvæmdum við útitafl, sem nú er
unnið að á Bernhöftstorfu.
„Ég held að bezt sé að hafa þann
háttinn á, að klára verkið úr því
sem komið er. Það má þá breyta
því aftur ef menn eru mjög
óánægðir með útkomuna," voru
ummæli Kristjáns Benediktssonar
borgarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins. Byggingarnefnd hefur gert
tillögur um að minnka hellulagða
svæðið kringum útitaflið og er
gert ráð fyrir að það verði m.a.
rætt á fundi borgarráðs í dag.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
þessar kosti alls kringum 500
þúsund krónur.
Þá sagði Þorsteinn Bergsson
formaður Torfusamtakanna í
samtali við Mbl. í gær, að samtök-
in hafi verið í þeirri aðstöðu að
verða að samþykkja að útitaflið
yrði sett niður á þessum stað.
Samtökin teldu sér ekki fært að
ganga í beina andstöðu við vilja
borgaryfirvalda í þessu máli þar
sem samtökin þyrftu að sækja til
borgarinnar um fjárstuðning til
uppbyggingarstarfsins á Bern-
höftstorfunni, en Þorsteinn lagði
áherzlu á að framkvæmdir við
útitaflið væru ekki á vegum Torfu-
samtakanna.
Sjá einnig á miðopnu og bls. 2.
Samningarnir við starfsmenn Graskögglaverksmiðjanna:
Verulegar launahækkanir og landbúnaðarstörf í
fyrsta sinn metin við niðurröðun í launaflokka
„VIÐ erum ánægðir með þessa
samninga. það náðust verulegar
launahækkanir ok ýmsar endur-
hætur á fyrri samninKum, auk þess
sem reynsla af landbúnaðarstOrf-
um er nú i fyrsta skipti tekin til
Kreina vjð niðurröðun i launa-
flokka.
Hve launahækkunin er
mikil Ket ók ekki sagt að svo
stöddu, þetta er eins og i læknadeil-
unni að erfitt er að reikna hana út.
en hún er veruleg," sagði SÍKurður
óskarsson, framkvæmdastjóri og
varaformaður verkalýðsfélagsins
RanKæinKs er Mbl. ræddi við hann
um nýgerða samninKa starfs-
manna KrasköKKlaverksmiðjanna
ok fjármálaráðuneytisins.
„Það náðust miklu rýmri starfs-
aldurshækkanir en áður voru, árs-
mennirnir eru í 13. launaflokki d, og
sumarmennirnir í 13. a. Þá fengust
ferðapæningar fyrir þá, sem ekki
búa á staðnum, 15% vaktafor-
mannsálag á vaktatímabili og 10%
álag á sömu menn, sem flokksstjór-
um annað tímabil. Þá er það, sem
kannski er merkilegast, að ólaunuð
landbúnaðarstörf fengust metin allt
að þremur árum eftir 16 ára aldur
og er það algjört nýnæmi í samning-
um, sem kemur Jteim mjög vel sem
vanir eru sveitastörfum. Þá er í
samningnum ákvæði um það að allt
sem unnið er umfram 48 stundir á
viku, það er 6 vaktir, teljist nætur-
vinna, þannig að sjöundu vaktina
verður þá að leysa með afleysingar-
mönnum eða borga fyrir hana fulla
næturvinnu. Þá er í samningum
ákvæði um að hann skuli endur-
skoða á samningstímabilinu með
viðmiðun við aðra samninga í huga
og að vaktaformannskerfi og sláttu-
kerfi í Dölunum verði endurskoðað.
Ásakanir iðnaðarráðherra á Alusuisse:
Engin staðf est-
ing lig-gnr fyrir
Þegar forseti íslands, Vigdis
Finnbogadóttir, var á Húsa-
vik, leit hún inn til heiðurs-
borgara bæjarins, Guðrúnar
Þórðardóttur. Guðrún er 102
ára gömul og bað forsetanum
og þjóðinni allrar Guðs blessun-
ar og þakkaði henni sérstak-
lega fyrir að hafa litið inn til
sin. Sagðist hún hafa meira
gaman af að sjá hana i sjón-
varpinu eftir að hún hefði
heimsótt sig. Sjá nánari frétt-
ir af ferð forseta íslands á bls.
46 og 47.
LjÓKm. Mbl. Sigurúur P. Hjörnsson