Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 3 Óperutónleikar hjá Sinfónfuhljómsveitinni FJÓRÐU áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 12. nóv- ember og hefjast þeir kl. 20:30. Eru þetta óperutónleikar og verda flutt atriði úr ítölskum óperum, eftir Don- izetti, Bellini, Puccini og Verdi. Ein- söngvarar eru Dorriet Kavanna og Kristján Jóhannsson og stjórnandi l'áll P. Pálsson. I’essir tónleikar verða endurteknir mánudaginn 16. nóv. kl. 20:30 í Háskólabíói. Páll P. Pálsson hefur starfað að tónlistarmálum hérlendis í 30 ár og hefur í áraraðir stjórnað Sin- fóníuhljómsveit Islands æ oftar. Einnig hefur hann stjórnað Karlakór Reykjavíkur, sem er nýkominn úr tónleikaför til Bandaríkjanna og Kanada. Dorriet Kavanna og Kristján Jóhannsson hafa áður sungið á tónleikum hérlendis, en hún er sópransöngkona og býr nú á ít- alíu. Lagði hún stund á leiklist í bandarískum leikhúsum, kvik- myndum og sjónvarpi. Kristján Jóhannsson hóf söngnám á Akur- eyri og hefur síðan 1976 stundað söngnám á Italíu og komið fram á tónleikum og við óperur í mörgum Evrópulöndum. Dorriet Kavanna sópransöngkona og Kristján Jóhannsson tenórsöngvari. SAAB-Turbo, þessi tvö orö standa fyrir tæknilega fullkomnun í bíla- framleiðslu. Hvort þeirra um sig nægir til þess aö vekja aðdáun, en það sem þau standa fyrir saman, slærflestannað út. SMB Turbo vélin er með rafeinda- stýrðri forþjöppu sem eykur kraft hennar og minnkar bensíneyðslu. SMB Turbo með 145 hestafla vél nær 195 kílómetra hraða á klukku- stund og það tekur aðeins 8.9 sekúndurað ná 100 kílómetra hraða. Bensíneyðsla er 7-11 lítrar á hundraðið. SAABTURBO SMB Turbo - er bíll sem skipar sér í flokk með þeim bestu - Bens og öðrum slíkum- en kostar svipað og venjulegirbílar. _________SAABTURBO Paö tekur því aö skoöa og taka í slíkan bíl. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.