Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Hvað segja þeir um efnahagsráðstafanirnar „Þad sem er athyglisverdast við samþykkt ríkisstjórnarinnar er sú ákvörðun hennar, að hagnaður af starfsemi Seðlahankans verði með einhverjum hætti hagnýttur í þágu útflutningsatvinnuveganna,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins. „Þá sagði hann: „Ríkisstjórnin gerði um þessi efni samþykkt í nokkrum liðum og þar er þetta at- riði sérstaklega ákveðið. Að öðru leyti var um það rætt að ríkis- stjórnin stefni að því, að höfðu samráði við útflytjendur, að afurðalán verði ekki gengistryggð, heldur verði þau flutt á nýjan leik yfir á innlendan grundvöll. Þá var og samþykkt að það verði ekki um að ræða gengisuppfærslu Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Hagnýting hagnad- ar Seðlabankans athyglisverðust á þeim afurðalánum sem menn eru nú með, þannig að afborganir af þessum afurðalánum verði þeim mun léttari. Hér er um að ræða á milli 50 til 60 milljónir króna fyrir útflutningsatvinnu- vegina. Síðan var samþykkt þessi 6,5% gengisfelling. Þessi samþykkt ríkisstjórnar- innar að því er varðar hagnað Seðlabankans af viðskiptum við ýmsa aðila i þjóðfélaginu er í framhaldi af fyrri samþykktum hennar um svipað efni, sem gerðar hafa verið á þessu ári og þar nefni ég í fyrsta lagi ákvörðun sem tek- in var í kringum gengisbreyting- una seint í ágúst. Eg nefni ákvörð- un um uppbætur til þeirra sem selt hafa sínar vörur í Evrópu- gjaldmiðlum á fyrri hluta ársins og ég nefni ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að lækka vexti af gengisbundnum afurðalánum frá síðustu áramótum um 4%. Sam- tals er hér um að ræða ráðstafanir upp á 100 til 150 millj. nýkróna, sem koma útflutningsatvinnuveg- unum beinlínis til góða.“ — Þú talar um gróða Seðla- bankans. Hvar eru þeir peningar? „Það er hægt að setja það dæmi upp á ýmsa vegu, en samkvæmt því sem liggur fyrir í reikningum bankans sýnist ávinningur Seðla- bankans á síðsta ári hafa verið 150 millj. króna umfram verðbólgu- uppfærslu á eiginfjárstöðu bank- ans. í sambandi við það, þá liggur fyrir, að á sl. ári voru vextir af gengisbundnum afurðalánum, eða greiðslur fyrir gengisbundin af- urðalán, annars vegar gengisupp- færsla og hins vegar vextir, með 60-70% álagi." — Er hægt að taka þessa pen- inga, án þess að það komi til seðla- prentunar? „Þetta eru fjármunir sem hafa myndast í bankakerfinu sem hagnaður þess af viðskiptum. Það á ekki að hafa neina verðbólgu í för 'með sér, — . alla vega ekki meiri verðbólgu heldur en sam- svarandi gengislækkun hefði haft í för með sér. Enn gripið til skammtímalausnar efnahagsvandans: „Gengið á eftir ad falla um áramót og meira en nú * * - segir Kristján Ragnarsson formaður LIU 'U „ÞESSI gengisbreyting færir út- gerðinni ekki annað en kostnað arhækkanir til næstu áramóta, en eykur líkur fyrir því að útgerðin fái það fiskverð greitt sem ákveðið hefur verið. Hér er enn gripið til skammtímalausnar á þeim efna- hagsvanda sem við er að fást, „sagði Kristján Ragnarsson for maður Landssambands ísl. útvegs- manna þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. „Allur tilkostnaður atvinnu- veganna hefur hækkað um 40—50% á þessu ári. Gengi krónunnar hefur hins vegar ekki lækkað nema um 9% að meðal- tali áður en gengið féll í dag. Tekjur útflutningsatvinnuveg- anna markast af gengi krónunn- ar og verðlagi á afurðum erlend- is. Mjög óveruleg verðhækkun hefur átt sér stað á mikilvæg- ustu útflutningsvörunum, eins og frystum fiski, miðað við þá breytingu, sem hefur orðið á til- kostnaði. Liggur því fyrir stöðv- un atvinnuveganna," sagði Kristján. Þá 'sagði Kristján, að enginn ráðherra í ríkisstjórn geti haldið genginu stöðugu, nema með því að stöðva innlendar kostnaðar- hækkanir, „gengið er því löngu fallið". „Við síðustu fiskverðsákvörð- un hækkaði fiskverð til sjó- manna og útgerðarmanna ekki nema um 5%, þegar laun höfðu hækkað um 9%. 1. des.hækka laun um 9—10% og 1. janúar nk. þarf fiskverð að hækka hið minnsta um 9—10%, eins og laun, að viðbættum þeim 4% sem vantaði 1. okíober. Gengið á því eftir að falla um næstu ára- mót og mun meira en nú, en það er þó engin lækning á þeim vanda, sem við er að fást. Öll aðföng útgerðarinnar, olíur, veiðarfæri o.fl. hækka með geng- islækkun og allar fjárskuldbind- ingar eru gengistryggðar. Það sækir því fljótt í sama farið,“ sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Matthías Bjarnason alþingísmaður: Ríkisstjórnin hefiir farið vill vegar „ÞESSI lækkun krónunnar kemur engum á óvart því það er búið að auglýsa svo rækilega að krónan væri fallin. Þetta er eðlileg afleiðing þeirrar miklu verðbólgu sem hér er og þeirrar ákvörðunar að stöðva gengið eins og gert hefur verið með Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Mun bæta verulega stöðu frystihúsanna „Eins og kunnugt er hafa sumar greinar atvinnuiífsins átt við veru- lega erfiðleika að etja að undan- förnu, sérstaklega frystihúsin og nokkrar greinar útflutningsiðnað- ar. Síðustu daga og vikur hefur það svo bætzt við að dollarinn hef- ur heldur lækkað í verði og Seðla- bankinn mat stöðuna þannig, að hann lagði til við ríkisstjórnina að gengi íslenzku krónunnar yrði lækkað um 6,5%,“ sagði forsætis- ráðherra, Gunnar Thoroddsen. Hann sagði síðan: „Þessi til- laga Seðlabankans var rædd ít- arlega á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að viðstöddum aðal- bankastjóra Seðlabankans, Jó- hannesi Nordal, og tillaga bank- ans var samþykkt. Þessi ákvörð- un mun bæta verulega stöðu frystihúsanna, en eins og kunn- ugt er, þá eru þrjár vinnslu- greinar, þ.e. frystingin sem átt hefur í erfiðleikum, en hins veg- ar bæði saltfiskverkun og skreið sem hafa verið rekin með nokkr- um hagnaði undanfarið. Eftir þessa breytingu þá er vinnslan í heild með nokkrum hagnaði. Ekki miklum, en nokkrum. Þetta er einnig veruleg bót fyrir út- flutningsiðnaðinn. I öðru lagi var fjallað á fund- inum um afurðalánin sem hafa nú í tvö til þrjú ár verið gengis- bundin eða gengistryggð og með 4% vöxtum. Það er ákveðið að stefna að því að þessu verði breytt í lán í íslenzkum krónum, það er án gengistryggingar, og gert ráð fyrir að þessi nýja skip- an komi til framkvæmda um áramót, en það eru ýmis fram- kvæmdaatriði þar sem þarf að ræða nánar. Verður það gert á næstunni í samráði við Seðla- bankann og samtök útflytjenda. Þá er einnig rétt að taka það fram í sambandi við gengis- bundnu lánin, að þessi lán verða ekki hækkuð eða færð upp vegna gengislækkunarinnar nú. I þriðja lagi var svo rætt ítar- lega um hagnað Seðlabankans og hann var töluverður á síðasta ári og kom meðal annars fram í því að eigið fé bankans jókst veru- lega mikið umfram verðbólgu. Ríkisstjórnin telur það eðlilegt að eigin fjárstaða bankans í ár haldi raungildi frá síðustu ára- mótum þannig að eigið fé hækki í samræmi við verðbreytingar, en hins vegar að það sem um- fram er verði notað til þess að lækka vexti á afurðalánum og bæta á annan hátt stöðu at- vinnuveganna." — En eru þessir peningar til í Seðlabankanum? Þarf ekki að koma til seðlaprentun til að fá peningana út í atvinnulífið? „Nei, þessar ráðstafanir sem nú hafa verið gerðar auka ekki seðlaprentun," sagði forsætis- ráðherra að lokum. tveimur undantekningum á þessu ári, sem komið hefur útflutningsat- vinnuvegunum, bæði sjávarútvegi og iðnaði, í mjög mikinn vanda,“ sagði Matthías Kjarnason alþingismaður. Þá sagði Magnús: „Ofan á tap- rekstur tveggja síðustu ára í sum- um þessum greinum hefur verið stofnað til stórfellds taprekstrar á þessu ári. Ástandið er nú þannig að flest fyrirtæki eru langt komin eða búin að éta upp eigið fjármagn og það hefur verið farið verst með einkareksturinn, eins og fyrri dag- inn. Ymsir aðrir hafa sótt til opinberra sjóða og stofnana eins og t.d. Byggðasjóðs og á það aðal- lega við um félagsreksturinn. Þetta sýnir auðvitað að stefna ríkisstjórnarinnar er röng og þeir horfast nú í augu við það, þá loks- ins þegar þeir þora að horfast í augu við erfiðleika, að þeir hafa farið villir vegar. Þessi gengis- breyting ein út af fyrir sig, eða með því sem boðað er, er engan veginn nægjanleg, því kauphækk- anir verða 1. desember að ég tali nú ekki um 1. janúar þegar nýtt fiskverð þarf að liggja fyrir og við er að bæta mikilli óánægju sjó- manna og útgerðarmanna. Matthías Bjarnason sagði að lokum: Slík stjórnarstefna hefnir sín og fólkið kemur til með að sjá það að nokkur hluti verðbólgunn- ar getur verið falinn í taprekstri opinberra stofnana og þá sérstak- lega atvinnuveganna. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: Hrekjumst úr einni bráðabirgda- lausn yfir í adra „AKVÖRÍHJNIN um gengisfell- ingu er í raun ekkert annað en viðurkenning á því ad gengið sé fallið. Auðvitað er þetta áfall fyrir þá margrómuðu efnahagsstjórn, sem stjórnarliðar segja að ríki hér. Þá finnst mér athyglisvert í samhandi við gengisfellinguna að ráðherrarnir kepptust við fyrir nokkrum dögum að mótmæla því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.