Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 13 Sérstæð sýning Myndlíst Valtýr Pétursson A Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sérstæð sýning, sem Þórður Ben Sveinsson hefur sett saman. Sýning þessi fjallar nær ein- göngu um skipulag Reykjavík- urborgar og bendir á nýjar leið- ir, sem listamaðurinn telur þess verðar, að um sé hugsað. Það eru frumhugmyndir Þórðar Ben, sem hér eru settar fram í teikn- ingum hans, og ef ég hef rétt skilið, eru líkindi á, að þessar hugmyndir eigi eftir að þroskast og taka breytingum í samræmi við framvindu mála, hver svo sem hún verður. Þórður Ben segist miða hug- myndir sínar við íslenskar að- stæður, og má þar fyrst og fremst benda á hugmyndir hans um ylstræti. Nafnið eitt ber með sér, að þörf er á slíku í landi þar sem svalir vindar næða megnið af árinu og kuldi er öruggari en varmi sólar. Það er auðvitað jarðvarminn, sem Þórður Ben er hér að byggja á, og ekki veitir nú af hugmyndum í því sambandi. Garðhús, sem eiga að koma í stað blokka, eru einnig mjög at- hyglisverð, og er fjöldi útlits- teikninga af þeim á þessari sýn- ingu. Megnið af því, sem þarna er til sýnis, eru árituð spjöld með texta, þar sem listamaður- inn kemur athugasemdum og hugmyndum sínum á framfæri. Þeir, sem áhuga hafa á arkitekt- úr, ættu að finna sér umræðu- efni á þessari sýningu, og margt er það, sem listamaðurinn tekur þarna til bænar Sá sem þetta ritar hefur um langan aldur haft mikla skemmtun af verkum Þórðar Ben, allt frá því er hann byrjaði feril sinn. Hann er hugmynda- ríkur og blandar gjarnan saman alls konar hlutum til að koma hugmyndum sínum í viðunandi form. Hér gerir hann raunveru- lega sama hlut og nokkuð er það áberandi að teikningar hans feli í sér fleiri en einn stíl. Ég fæ vart betur séð en að Þórður Ben sé upptekinn af að skapa fram- hald af því, er þýskir nefndu í eina tíð Jugendstíl. Það gerir hvorki til eða frá, þótt ég hafi ef til vill rangt fyrir mér í þessu, en funkís og grískar stoðir hljóta í einni og sömu byggingu að gefa alls konar hugmyndir. Lesmálið er mikið á þessari sýningu, og hver og einn verður að melta það og meðtaka á sinn hátt. Þrjú myndlistarverk eru þarna einnig, og eru þau mjög ólík í eðli sínu, enda þótt íslensk birta sé undirstaða þeirra, eins og listamaðurinn segir í fáum orðum. Sýningarskrá er engin. Ég kallaði þetta sérstæða sýn- ingu hér í upphafi og man ekki eftir að hafa séð hliðstæða sýn- ingu frá hendi íslensks lista- manns áður. Þórður Ben hefur lengi dvalið erlendis og ef til vill lært þessa aðferð þar, en þetta er áhugaverð sýning og á sér áreiðanlega hljómgrunn. TEFPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN beriö sanian verð og gæði Gram Teppi £yrir: Stigahús Skri£sto£ur Verslanir Bamaherbergí Stofur Ganga * DONSKGÆfiAVARA ÁLÁGU VERÐI AFRAFMÖGNUÐ -VATNSVARIN TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN StDUMÚLA23 ®86S80-86aee Hljómflutningstækin þin veióa aldrei betrí en hátalaramir sem þú tengjr við þau! Það er næstum því sama hvað tækin þín heita - Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips, Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast mest megnis upp á hátölurunum. Auðvitað skiptirtalsverðu máli hversu góð tækin eru, en þó er miklu mikilvægara hvaða hátalara þú notar. Þess vegna ber öllum „stærri spámönnum” saman um að verð hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði samstæðunnar. Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose, því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af áhugamönnum sem atvinnumönnum. Komdu og kíktu á okkur • og Bose Bose 301 hátalarasett OSA Sérstök hljómskyggnusýning í verslun okkar að Sætúni 8 segir þér allan sannleikann um Bose. Yfirburðir Bose felast í fullkomnu samspili beinna og endurkastaðra tóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.