Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
17
„Ráðherra byggir á
þekkingu og reynslu,
þegar hann hafnar ítrek-
uðum umsóknum Jó-
hönnu Tryggvadóttur.“
Loksins
I öllum þessum orðaflaumi,
sem frá Jóhönnu hefur komið
virðist þó loks í lok þessarar
greinar koma fram niðurstaða
sem er nokkuð nærri sanni, en
það er meðalverð saltfisksins í
Mávinum, sem strandaði í
Vopnafirði. Þar kemst hún,
enda ævareið, að þeirri niður-
stöðu, að SÍF sé með hærra
verð en hún. „En hvernig stend-
ur þá á því,“ spyr hún, „að svo
gífurlegur munur er á því verði
sem SIF kveðst hingað til hafa
fengið fyrir Grikklandsfiskinn
og því verði sem í ljós kemur,
þegar skip strandar með
Grikklandsfisk í Vopnafirði."
Munurinn liggur í því, að hér er
hún að bera saman sitt verð og
verð SIF og nú loksins er verð
beggja umreiknað á líku gengi
og því kemur hið sanna í ljós.
Það er alltaf best þegar sam-
anburður er gerður að bera
saman samanburðarhæfar töl-
ur. Ekki satt?
Upphrópanir
Flestar greinar Jóhönnu eiga
það sammerkt, að þar fer hún
frægi Viktor Baturinsky með
harðri hendi.
Korchnoi til aðstoðar eru nú
stórmeistararnir Stean frá
Englandi og hinn ungi Banda-
ríkjamaður Seirawan. Þá er
ísraelski alþjóðameistarinn
Gutman, sem flutti frá Sovét-
ríkjunum fyrir tveimur árum,
einnig með honum. Um tíma
dvaldist bandaríski stórmeistar-
inn Shamkovich með Korchnoi,
en eftir að missætti hafði komið
upp með honum og félögum
hans, sendi Korchnoi hann hpim
til New York um síðustu helgi.
„Eg er ekki eins góður og
Korchnoi, ég get ekki rannsakað
afbrigði á tveimur borðum í
einu,“ sagði Shamkovich háðs-
lega er hann var spurður um
ástæðuna fyrir brottförinni.
Ummæli, sem benda til þess að
hann hafi ekki verið alls kostar
sáttur við aðferðir Korchnoi-
sveitarinnar við undirbúning
fyrir skákir. Liðsstjóri Korch-
nois er enn einn fyrrverandi
Sovétbúi, Emanuel Stein, geð-
þekkur maður um fertugt, sem
stundum virðist blöskra öíl lætin
og ásakanirnar. Hinn eitilharði
svissneski lögfræðingur Brod-
beck er fulltrúi Korchnois í
klögumálunum og ekki má
gleyma konunum tveimur í liði
hans, Petru Leeuwerik, ritara
hans með meiru, og Victoriu
Shepherd, sem sér um að halda
áskorandanum í andlegu jafn-
vægi.
Dags daglega hafa liðin tvö
engin samskipti sín á milli, en
fylgjast í fjarlægð með aðgerð-
um hinna. Korchnoi-liðið verður
t.d. ótt og uppvægt þegar ein-
hver Rússanna dirfist að stíga
fæti inn á Hótel Palace, þrr sem
áskorandinn býr. Þannig sagði
Petra Leeuwerik t.d. þvert nei,
er það var borið undir hana
hvort Irina, eiginkona Karpovs,
mætti ekki láta snyrta hár sitt á
Palace-hótelinu.
Blaðamennirnir
lifa eins og
blómi í eggi
Skákmenn hafa að vonum
mikinn áhuga á einvíginu og til
þess að skákirnar komist til
skila til áhugamanna víðs vegar
með upphrópanir svo sem, að
hún hafi þurft að kalla til al-
þjóðalögregluna Interpol eða
óskað í öðru tilviki eftir lög:
reglurannsókn í Portúgal. I
septembergrein átti að draga
ráðherra fyrir Landsdóm og nú
skal Alþingi láta til sín taka.
Er von að menn spyrji: „Hvað
næst?“
Lokaorð
Núverandi viðskiptaráðherra
hefur margsýnt það og sannað
að hann skilur fullkomlega
nauðsyn þess, að framleiðendur
sjálfir fái að standa vörð um
framleiðslu sína og sölu hennar
og tryggja með því hæsta fáan-
legt söluverð hverju sinni.
Viðskiptaráðherra ber vissu-
lega mikla ábyrgð gagnvart sjó-
mönnum, útgerðarmönnum og
fiskverkendum og íslenzku
þjóðinni allri, því að viðskipta-
ráðuneytið er sá aðili í íslenzka
stjórnkerfinu sem gætir þess að
afurðir okkar seljist fyrir bezta
fáanlegt verð hverju sinni.
Viðskiptaráðherrar, ekki sízt
Tómas Arnason, hafa gert sér
far um að kynna sér þessi mál.
Ráðherra byggir á þekkingu og
reynslu, þegar hann hafnar
ítrekuðum umsóknum Jóhönnu
Tryggvadóttur um útflutnings-
leyfi, jafnvel í blóra við vilja
annarra ráðherra. Enda er
hann trúr sínu verkefni og læt-
ur ekki blekkjast af fagurgala
um betri sölukosti.
um heim, er fjöldi stórmeistara,
alþjóðameistara og annarra
skákblaðamanna í Merano til
þess að fylgjast með einvíginu
fyrir dagblöð, tímarit og skákrit
sín. Sem dæmi um hinn mikla
áhuga fyrir einvíginu skal þess
getið, að frá upphafi þess hafa
500 slíkir heimsótt Merano og
allmargir hafa dvalist hér frá
upphafi þess og eru staðráðnir í
að vera allt til loka þess.
Það eru því engir liðléttingar
sem dveljast í blaðamannaher-
berginu og fylgjast með skák-
inni. Nú þegar hafa stórmeistar-
arnir Timman og Sosonko frá
Hollandi, Dachman, Pfleger og
Unzicker frá V-Þýskalandi,
Najdorf frá Argentínu, Denker,
Byrne og Alburt frá Bandaríkj-
unum, Júgóslavarnir Gligoric og
Janosevic, Svíinn Andersson,
Tékkinn Hort og Daninn Bent
Larsen komið til að fylgjast með.
Þegar þessi fjöldi bætist við að-
stoðarmenn keppenda og Friðrik
Ólafsson, forseta FIDE, er fjöldi
stórmeistaranna orðinn hátt á
þriðja tug talsins.
Það er því að vonum mörg
spekin sem hrýtur af vörum
stórmennanna í blaðamanna-
herberginu og við sum borðin
komast færri að en vilja. Við eitt
borðið sitja t.d. rússnesku
stórmeistararnir heldur ábúð-
armiklir og þangað hætta sér fá-
ir nema toppstórmeistarar.
Sumir hafa verið á mörgum ein-
vígjum áður. Hinn 71 árs gamli
Najdorf, sem alltaf er reiðubú-
inn til þess að ljá fréttariturun-
um sniðuga setningu í blað
morgundagsins, var bæði í
Reykjavík og Baguio og sama er
að segja um Byrne, sem skrifar í
blöð Times-samsteypunnar.
En það er ekki teflt nema
þrisvar sinnum í viku og á frí-
dögunum bjóða framkvæmdaað-
ilar blaðamönnum upp á ýmiss
konar afþreyingu, enda best að
hafa þá góða til að Merano fái
rétta lýsingu í heimspressunni.
Skákkeppnin er þó öllum efst í
huga og kl. fimm á keppnisdög-
unum er blaðamannastúkan allt-
af troðfull. Það er því engin
hætta á öðru en að sá þeirra
Karpovs og Korchnois sem fer
með sigur af hólmi verði hylltur
nægilega á öldum ljósvakans.
Hinn verður að byrja hið erfiða
klif á tindinn á nýjan leik ...
Maddit og Beta
Ný barnabók eftir Astrid Lindgren
MÁL OG MENNING hefur sent frá
sér nýja barnabók eftir hinn ástsæla
barnabókahofund Astrid Lindgren.
Þetta er bókin MADDITT OG BETA
og er hún framhald bókarinnar
MADDITT sem kom út hjá forlaginu
fyrir ári.
Madditt er stelpa sem hugkvæm-
ast uppátækin fyrr en hendi er veif-
að og ekki vantar hana kjarkinn, en
stundum hefði nú verið betra að hún
gæfi sér tíma til að hugsa sig um.
Það gerist margt á þessu eina ári í
lífi Maddittar sem bókin segir frá og
sumt af því gerir Madditt gramt í
geði. En langflest er það skemmti-
legt og hefur þau áhrif á Madditt að
hún finnur lífið ólga í sér. „Þú ert
alveg klikkuð Madditt,“ segir Beta.
Samt fylgir hún systur sinni í gegn-
um þykkt og þunnt, það gildir einu
hvaða fífldirfsku Madditt finnur upp
á.
Margar myndir eru í bókinni og
þær hefur Ilon Wikland teiknað, en
hún hefur myndskreytt margar af
bókum Astrid Lindgren. Sigrún
Árnadóttir þýddi bókina sem er 257
bls. að stærð, prentuð í Prentstofu
G. Benediktssonar. Bókfell hf. ann-
aðist bókband.
Apaskinns- og
stretch-denim buxur
Apaskinnsbuxur herra st. 29—36 kr. 219.—.
Stretch-denim buxur st. 26—32 kr. 299.—.
Herravesti margar teg. st. S-M-L kr. 129.-.
Herraskyrtur margar teg., allar stæröir, verö frá kr. 79.95
Dömubómullarbolir margirlitir, margar stæröir kr. 159.—.
Opið til kl. 22.00 fimmtudags og föstudagskvöld og til
hádegis laugardaga í Skeifunni 15.
HAGKAUP Póstsími 30980.
Akureyri, Kjörgarður, Lækjargata, Skeifan.