Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
5
Togaraafgreiðsl-
an leggur niður
kranaþjónustuna
Togaraafgreiðslan í Reykjavík
hyggst á næstunni leggja niður
kranaþjónustu sína, sem hún hefur Í
veitt togurum í fjölda ára þegar þeir 1
landa afla sínum. Af þessum sökum
hefur reynst nauðsynlegt að segja 7
kranastjórum upp störfum sínum.
Sigurjón Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Togaraafgreiðsl-
unnar tjáði Mbl. að þar sem allir
nýir togarar hefðu löndunarkrana
um borð og verið væri að setja þá
í marga af eldri togurum færi nú
verkefnum fyrir krana Togaraaf-
greiðslunnar óðum fækkandi.
Flestir hafa kranarnir verið 10 til
12, en hafa að undanförnu verið 5
og á þeim unnið 7 menn. Verða
þeir að láta af starfi sinu 1. febrú-
ar nk. Sigurjón sagði að mönnum
hefði verið boðið að kaupa krana
til að hefja eigin rekstur. Þeir
hefðu ekki svarað þessu tilboði, en
hefðu það til athugunar. Aðra
löndunarþjónustu Togaraaf-
greiðslunnar sagði Sigurjón verða
óbreytta.
Vargfugl ógnar
ædarvarpstödvum
Midhúsum, II. nóvember.
ÆÐARVÉ hélt aðalfundi sinn í
Króksfjarðarnesi sl. sunnudag. A
fundinn mætti formaður Æðarrækt-
arfélags íslands, Ólafur E. Ólafsson.
Á árinu voru skotnir á annað þúsund
svartbakar og greiðir Æðarvé 4 kr.
fyrir vinstri væng.
Skoðað var í meltingarfæri
margra skotinna fugla og kom þá í
ljós, að þriðji hver svartbakur var
með æðarunga í meltingarfærum.
Einnig var þar nokkuð af laxaseið-
um. Verð á dún var fyrir gengis-
fellingu kr. 4.000 pr. kíló. Fundur-
inn ákvað að kanna alla möguleika
á því að koma upp dúnhreinsun-
arstöð á Reykhólum eins fljótt og
kostur væri og mundi vélakostur
sem nauðsynlegur er kosta innan
við 100 þús. krónur.
Fundarmönnum varð tíðrætt
um vargfugla og hefur hrafni t.d.
fjölgað mjög mikið. Hann er mik-
ill skaðvaldur í æðarvarpi svo og
hjá öllum mófuglum og má senni-
lega rekja fækkun þeirra til
hrafnaplágunnar. Formaður æð-
arræktarfélagsins Æðarvé er
Eysteinn Gíslason bóndi í Skáleyj-
um.
Sveinn
Helgarskákmótin
hefjast að nýju
HELGARSKÁKMÓTIN eru nú að
hefjast að nýju, eftir hlé síðastliðið
sumar. Það II. í röðinni verður að
þessu sinni haldið næstu helgi á
Hellissandi og verða þátttakendur
fjölmargir, þar af margir af beztu
skákmönnum landsins.
Að sögn Jóhanns Þóris Jónsson-
ar, umsjónarmanns helgarskák-
mótanna, verða þeir Guðmundur
Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannsson,
Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og
Jóhann Hjartarson meðal annars
meðal þátttakenda, en öllum er
heimil þátttaka. Jóhann sagði að
mótið hæfist klukkan 14.00 á
föstudag í nýjum skóla, sem verð-
ur vígður við sama tækifæri. Mót-
inu líkur svo á sunnudag með
hraðskákmóti. Þá sagði hann að
nú yrðu nokkrar breytingar á til-
högun mótsins, tefldar yrðu 9 um-
ferðir eftir Monrad-kerfi í stað 6
áður og væri umhugsunartími ein
klukkustund á keppanda. Verð-
laun yrðu nú 5.000, 3.000 og 2.000
krónur auk sérstakra kvenna- og
unglingaverðlauna. Þá hefðu
Flugleiðir ákveðið að gefa vegleg
verðlaun, sem annað hvort yrðu
veitt fyrir efsta sætið, eða að dreg-
ið yrði um þau þannig að hver
hálfur vinningur kæmi sem eitt
atkvæði í pottinn og ættu því allir
keppendur einhverja möguleika á
að hreppa þau.
Gunnar Pórðarson
H1MIHH
F *
JORD
Gunnar Þórðarson er kominn á
i kreik með vönduðustu plötu,
I sem út hefur komið á íslandi
Söngvarar á „Himinn og jörð“ eru
Björgvin Halldórsson, Shady Owens, Pálmi
Gunnarsson, Eiríkur Hauksson og Ragnhildur
Gísladóttir, auk söng-
tríósins „Klíkan'*.
Gunnar
Eirikur
Shady
Björgvin
Ragnhildur
BESSI BJARNASON
BESSI BJARNASON
[ segir sögur og syngur fyrir börnin
segir sögur
og
syngur
fyrir börnin
Bessi sló í gegn
í fyrra með
„Bessi segir
börnunum sögur*
BESSI
segir börnunum sögur
Nú syngur Bessi líka
SÖGURNAR Á PLÖTUNNI ERU:
Einkennilegur piltur, Kiölingurin sem gat taliö upp
aö tíu, Kýrin Huppa, Óskirnar þrjár, Brúöur her-
mannsins og Svanirnir sex.
4
OUEEN
GREATEST HITS
17 beztu Queen-lögin á einni plötu
Lög eins og ...
„Bohemian Rhapsody"
„Killer Queen“
„Another One Bites the Dust“
„Crazy Little Thing Called
Love“ og
„We Are the Champions.
Beint á toppinn um allan heim
FALKIN N
® HLJOMPLÖTUDEILD
Suöurlandsbraut 8, sími 84670
Laugavegi 24, sími 18670
Austurveri sími 33380