Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
Hagvöxtur eða
verðbólga?
Menn þagna og leggja við hlust-
irnar, þegar Jónas H. Haralz
bankastjóri kveður sér hljóðs.
Bæði er það, að maðurinn er
mælskur og vel menntaður, og
hitt, að hann hefur aflað sér mik-
illar reynslu á langri starfsævi.
Hann lauk meistaraprófi í hag-
fræði, tölfræði, stjórnfræði og
heimspeki frá Háskólanum í
Stokkhólmi 1944 og hefur síðan
starfað í Alþjóðabankanum í
Washington, verið ráðgjafi ríkis-
stjórnar íslands 1957—1969 og
kom ekki síst við sögu, er viðreisn-
arstefnan var mörkuð, hann hefur
verið ráðuneytisstjóri, hagrann-
sóknastjóri og bankastjóri lang-
stærsta viðskiptabankans. Það var
fyrir löngu kominn tími til að gefa
út í einni bók athugasemdir hans
við það, sem er að gerast á Islandi
og í nálægum löndum. Þetta hefur
Félag frjálshyggjumanna gert,
gefið út úrval greina hans og er-
Jónas hefði sennilega svarað þvi
svo á sjöunda áratugnum, eins og
flestir aðrir hagfræðingar, að
skynsamleg hagstjórn í anda
Keyness lávarðar hefði valdið
þessu, mönnum hefði tekist að
koma á hæfilegu jafnvægi, sem
kenna mætti við „blandað" hag-
kerfi eða „velferðar“-ríki.
Þetta er þó ekki svar Jónasar í
bókinni. Hann dregur aðrar álykt-
anir, ekki síst af staðreyndum,
sem urðu því greinilegri sem leið á
áttunda áratuginn. Það, sem olli
þessu, var ekki skynsamleg hag-
stjórn — en í fróðlegu erindi í bók-
inni, sem ekki hefur áður birst á
íslensku, greinir hann skorður
hennar — heldur dreifing valds,
atvinnufrelsi, samkeppni á al-
þjóðamörkuðum (það höfðu menn
þó lært af kreppunni að hætta
haftabúskap) og sá sjálfsagi, sem
varð til í styrjöldinni og í kalda
stríðinu eftir hana. Og þetta skýr-
ir einnig þá kreppu, sem við höf-
um orðið vitni að á nýliðnum ára-
tug, þær villigötur, sem við höfum
V elferðarríki
á villigötum
inda frá áttunda áratugnum, sem
hefur um margt verið sögulegur;
bókina Velferðarríki á villigötum.
Eg ætla í þessari grein og tveimur
öðrum að ræða um þessa bók, en
hana hljóta allir þeir, sem hafa í
alvöru áhuga á stjórnmálum, að
lesa.
Villigöturnar
Af bókarheitinu má ráða, að
Jónas telur þróunina á nýliðnum
áratug heldur óheppilega. Hann
lýsir því í bókinni, hvernig vest-
rænum þjóðum tókst að stjórna
sér sæmilega á árunum
1950—1970. Sameignarsinnar
höfðn búist við því, að svipuð
krep, yrði á Vesturlöndum eftir
styrjöldina og hafði verið fyrir
hana, rotinn ávöxtur séreign-
arskipulagsins hlyti að falla í
hendur þeirra. En reyndin varð
önnur, hagvöxtur var ör, hag-
sveiflur voru litlar, og menn höfðu
næga atvinnu. Hvað olli þessu?
lent á. Hagvöxtur er hægur, verð-
bólga mikil, sums staðar næstum
því óviðráðanleg, atvinnuleysi
verulegt. Það, sem veldur þessu, er
umfam allt, að ríkið hefur safnað
til sín valdi, sem áður dreifðist á
fyrirtækin, atvinnufrelsi hefur
verið takmarkað, og sú hófsemi,
sem áður var, er horfin, en þrýsti-
hópar hafa eflst. Hagstjórn hefur
alls ekki verið óskynsamlegri en á
árunum 1950—1970. Henni er
varla um kreppuna að kenna, og
henni var varla heldur hagsældin,
sem áður var, að þakka.
Rökin fyrir hagvexti
En hvað veldur því, að þetta
gerðist, að ríkið safnaði til sín
valdi, atvinnufrelsið var takmark-
að, þrýstihóparnir komu til sögu,
og ábyrgðarkennd manna varð að
engu? Tvær ástæður, sem Jóns
nefnir, skipta að mínum dómi
einkum máli. Fyrri ástæðan er sú,
að „mikið vill meira". Sá mikli
eftir Hannes H.
Gissurarson - 1. grein
árangur, sem náðist, vakti vonir
um enn meiri árangur, menn
héldu vegna þess, að þróunin skil-
aði þeim hraðar áleiðis en áður, að
þeir gætu flýtt sér enn, stytt sér
leið, og að til þess væri ríkisvaldið
tilvalið. Þeir þökkuðu skynsam-
legri notkun rikisvaldsins það,
sem var í rauninni markaðnum —
samleik óteljandi einstaklinga,
sem samkeppnin knýr til þess að
leggja sig fram — að þakka.
Seinni ástæðan felst í sjálfu lýð-
ræðinu. Menn tortryggja ekki það
ríkisvald, sem fulltrúar meiri
hlutans fara með, eins og þeir tor-
tryggðu og reyndu að takmarka
vald yfirstéttarinnar forðum. Og
stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum
keppa um atkvæði með því að nota
almannafé, bjóða ódýra þjónustu
(en minnast ekki á kostnaðinn,
enda reyna þeir að leggja hann á
30 ÖLGLÖS
o ERU FRAMLEIDD HJÁ iittala O
KYNNING
Viö kynnum ölglös frá iittala
í verslun okkar viö Smiöjustíg kl.
4—6 nk. miðvikudag og fimmtu-
dag. Jafnframt veröur veitt í sam-
vinnu viö verksmiðjuna Vífilfell hf.
TUB0RG á þessum tíma.
Komdu og kynntu þér ölglösin frá
iittala og Þiggöu tuborg öi
í leiöinni.
KRISTJflf)
SIGCEIRSSOn Hfi
l AUGAVEGI13. REVKJAVÍK. SÍMI 25870
ÞAÐ ER ÖRUGGLEGA TIL GLAS FYP.IR ÞITT ÖL FRÁ Q
JÓNAS H. HARALZ
VELFERDARRÍKI
AVILUGÖTUIVI
l -............
Allir þeir sem hafa áhuga á stjórn-
málum, hljóta að lesa bók Jónasar
H. Haralz, Velferðarríki á villigöt-
um, enda hafa fáir jafnmikla reynslu
og hann af viðskiptum og hagstjórn.
fyrirtækin, sem hafa ekki atkvæð-
isrétt).
Einn þrýstihópurinn, sem komið
hefur til sögu síðustu árin, er sá,
sem berst gegn hagvexti. Jónas
notar heilan kafla í bók sinni til
að færa rök fyrir hagvexti, og sá
kafli er mjög gagnlegur, svo há-
værir sem núllvaxtarsinnar eru.
(Mig grunar, að áróður þeirra sé
talinn fullkominn sannleikur í
kennslustundum í framhaldsskól-
um í líffræði, vistfræði og „félags-
fræði“.) Hann segir í fyrsta lagi, að
hagvöxtur sé æskilegur, því hann
fjölgi þeim kostum, sem um sé að
velja:
Hafi einhver lesandinn talað við
aldrað fólk, sem farið hefur í
fyrsta sinn á ævinni til Mallorca
í sumarleyfi, held ég, að hann
ætti erfitt með að segja, að þær
breytingar á hagsæld, sem gera
fjölda aldraðs fólks úr öllum
stéttum landsins kleift að fara
til Mallorca á hverju ári, séu
einskis virði.
Hann segir í öðru lagi, að það sé
mikill misskilningur að telja
mengun eða sóun náttúruauðlinda
einhver rök gegn hagvexti og
markaðsbúskap, því að slíkan
vanda megi leysa með skynsam-
legri verðlagningu. Hann segir í
þriðja lagi, að atvinnuleysinu verði
ekki útrýmt nema með hagvexti,
og svo sé um margt annað böl.
Hann segir í fjórða lagi, að hag-
vöxturinn sé nauðsynlegur til þess
að friður haldist, því að með hon-
um megi leysa vanda eins manns
eða hóps, án þess að það sé á
kostnað annarra. Öll eru þessi rök
sterk fyrir hagvexti.
Eðli verðbólgunnar
Ekki hefur síður kreppt að ís-
lendingum en öðrum þjóðum á
nýliðnum áratug. Það, sem hefur
verið atvinnuleysi í öðrum lönd-
um, hefur orðið að landflótta með
okkur, við höfum m.ö.o. flutt út
atvinnuleysi okkar, en síður en svo
sloppið við það. Verðbólga hefur
einnig verið meiri hérlendis en
víða erlendis, hún hefur verið
stærsti vandi okkar. Jónas ræðir
um verðbólguna í tveimur síðustu
köflum bókar sinnar. í fyrri kafl-
anum lýsir hann helstu kenning-
um fræðimanna um hana, en í
hinum síðari ræðir hann um
reynslu íslendinga, en sá kafli hef-
ur ekki áður birst á íslensku. Hvað
er verðbólga? Ég er ekki viss um,
að allir þeir, sem skrafa um hana,
hafi lagt það á sig að lesa kenning-
ar fræðimanna um hana. Þeir
skrafa um hana eins og óskiljan-
legt fyrirbæri, sem enginn stjórn-
málamaður fái við ráðið, þótt þeir
berjist allir gegn henni. Mikill
fengur er því að greiningu Jónas-
ar, þótt ég sé ekki sammála hon-
um í öilu. Hann leggur að mínum
dómi ekki nægilega áherslu á, að
allir baráttuglöðu stjórnmála-
mennirnir eru í rauninni að berj-
ast við draug, sem þeir hafa sjálfir
vakið upp, því að verðbólga verður
aldrei til án óhóflegrar seðla-
prentunar, og stjórnmálamenn-
irnir ráða yfir prentvélunum.
Jónas lýsir verðbólgunni svo:
Einingar þjóðfélagsins, ein-
staklingar, fyrirtæki og marg-
vísleg samtök þessara eininga,
leita hver og ein að ákveðnum
og sérstökum markmiðum.
Þessi markmið geta ekki farið
saman að öllu leyti, og tekin
saraan í heild eru þau langt um-
fram raunverulega getu. Hafi
einingarnar og samtökin tæki í
höndunum til að hrinda mark-
miðum sínum áleiðis og sé ekki
fyrir nægilega styrk stjórn, sem
geti samrýmt markamiðin,
verður niðurstaðan togstreita,
sem verðbólgan leysir að lokum.
Ég er ekki í neinum vafa um, að
þessi lýsing Jónasar er rétt. Þetta
er hlutverk verðbólgunnar í „vel-
ferðar“-ríkinu. Hún er sátta-
semjarinn í kjarabaráttunni, leys-
ir á sinn hátt dæmið, sem menn
neituðu að leysa sjálfir, eins og
Jónas segir. Og ég er sammála
Jónasi um það, að hagvöxturinn er
miklu heppilegri sáttasemjari í
kjarabaráttunni en verðbólgan.
Við leysum vandann betur með
fleiri vörum en fleiri peningaseðl-
um. Hitt er annað mál, að þarfir
manna hljóta altaf að rekast á, og
þá árekstra verður að leysa með
því að setja fastar reglur — líka
um peningamál. Reglan um gull-
fót gilti forðum og takmarkaði
notkun prentvélanna, en á okkar
dögum hefur nóbelsverðlaunahaf-
inn Friedrich Hayek lagt til, að
hafin sé samkeppni í peningamál-
um, en það feli í sér, að ríkis-
stjórnir (og jafnvel einkafyrir-
tæki) keppi um það hver við aðra
að prenta trausta peningaseðla og
aðra ekki. Þannig komist regla
markaðarins á í peningamálum.
Þessi tillaga er athyglisverð, þótt
flestum finnist hún enn óraunhæf.
Verðbólgan er að sögn Jónasar
vísitala sjálfstjórnar okkar. Því
betur sem við höfum stjórnað
okkur, því lægri er verðbólgan. Is-
lendingum hefur samkvæmt þessu
ekki tekist að stjórna sjálfum sér
mjög vel síðustu áratugi, og eru
það orð að sönnu. í síðasta kafla
bókarinnar dregur Jónas þá álykt-
un af viðburðum síðustu ára, lík-
lega einkum kosningunum 1979 og
stjórnarmyndun Gunnar Thor-
oddsens, að almenningur kæri sig
enn ekki um raunverulega baráttu
gegn verðbólgunni, en hún getur
ekki verið annað en aðhald í pen-
ingamálum og ríkisfjármálum.
Þess vegna verði að leggja áherslu
á að örva hagvöxt, virkja fallvötn-
in og reisa stóriðju, en reyna að
milda afleiðingar verðbólgunnar
án þess að ráðast á orsakir henn-
ar. Þetta kann að vera rétt, og
mjög er a.m.k. sennilegt að þessi
leið verði valin. Meginástæðan til
þess, að almenningur kærir sig
ekki um raunverulega baráttu
gegn verðbólgunni, er sú, held ég,
að hann veit ekki, hvað hún kostar
hann. Jónas nefnir eina tölu um
þennan kostnað. Giskað var á það
1974, að verðbólga hefði næsta
aldarfjórðunginn á undan dregið
úr hagvexti um 1% á ári. Þetta
felur í sér, að lífskjör almennings
eru að minnsta kosti fjórðungi
lakari en þau hefðu getað verið, ef
verðbólgan hefði ekki verið! Og
það verður eitt stærsta verkefni
okkar á næstu árum að finna hinn
falda kostnað af „velferðar“-rík-
inu.
Ey þakka innileya öllum kunninyjum mínum oy vinum
fjær oy nær, ásamt sonum mínum oy fjölskyldum
þeirra, sem sýndu mér hlýhuy oy vináttu á 75 ára
afmæli mínu 3. nóvember sl.
Guö blessi ykkur ölL
Ásta Sigurðardóttir,
Kleppsvegi 4.