Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.11.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 27 Hinn nýi skuttogari ísbjarnarinsins hf. í Reykjavík, Ásþór Re 10 kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn fyrir skömmu. Skipið sem er um 10 ára gamalt hefur ad mestu verid ónotað mörg undanfarin ár, þar sem aflakvóti norskra skuttogara hefur verið skorinn mikið niður. Viðdvöl Ásþórs verður væntanlega ekki mjög löng í Reykjavík áður en haldið verður á veiðar, aðeins þarf að breyta lest togarans til að hún rými kassa betur, en að öðru leiti er skipið að mestu tilbúið á veiðar. Ljósm. Mbi.: Emiif*. Umræður um Tjörn- ina í Reykjavík Óðal feðranna hlýtur sænsk kvikmyndaverðlaun “ heföi þótt vænna um hefðu þau verið íslensk, segir Hrafn Gunnlaugsson FÉLAGSFUNDUR Nátturuverndar félags Suðvesturlands verður hald- inn í Árnagarði, stofu 201, fímmtu- daginn 12. nóv. og hefst hann klukk- an 20.30. Aðalefni fundarins verður Tjörnin í Reykjavík og næsla ná- grenni hennar og verður leitað svara við ýmsum spurningum er varða sögu Tjarnarinnar, núverandi ástand hennar, lífríki og framtíðar áætlanir varðandi Tjörnina. Þorleifur Einarsson jarðfræð- ingur fjallar um jarðfræði Tjarn- arsvæðisins og næsta nágrennis. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir frá sögu Tjarnarinnar og þróun, þá mun hann einnig koma inn á núverandi Fyrirlestur um Frakkann Feydeau FIMMTUDAGINN 12. nóvember, kl. 20.30 flytur Gerard Lemarquis er indi um franska leikskáldið Fevde- au (1862—1921), en fá gamanleikja- skáld hafa náð viðlíka vinsældum á íslandi og hann. Auk erindis um leikskáldið munu leikarar flytja valda kafla úr nokkrum verkum Feydeau þýddum á íslensku. Dagskráin fer fram í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12 og er öllum opin. ásigkomulag Tjarnarinnar. Árni Einarsson, líffræðingur mun flytja erindi sem hann kallar „Fuglar for Tjarnarinnar" og loks mun fulltrúi frá Borgarskipulagi ségja frá tillögum borgarskipu- lags um framkvæmdir við Tjörn- ina í náinni framtíð. Á eftir verða almennar umræður. Röng dagsetning í FRÉTT frá Félagi bókagerðar manna í þriðjudagsblaðinu var sla-m villa, sem þarf að leiðrétta. Þar stóð að kröfugerð félagsins hefði verið dagsett 27. október. Hið rétta er að kröfugerðin var dagsett með bréfi 28. september. Þetta leiðréttist hér með. KVIKMYND Hrafns Gunnlaugsson- ar, Óðal feðranna, fékk fyrir skömmu verðlaun sænsku kvik- myndastofnunarinnar, Svenska Filminstitutets pris, að upphæð um 480.000 íslenzkar krónur (348.000 sænskar). Voru verðlaunin veitt fyrir leikstjórn myndarinnar, en aðspurð- ur hvaðst Hrafn ekki vita hvort upp- hæðin kæmi til með að skiptast eitthvað á milli hans og sænska rétthafans, eða hvort hún rynni öll til hans eða ekkert. Hrafn sagði ennfremur, að hon- um væri ekki vel kunnugt um upp- byggingu sænska menningastofn- anakerfisins, en hann byggist við að þessi stofnun væri hliðstæð sænsku bókmenntastofnuninni. Myndin hefði fengið 84 stig, en hann hefði ekki hugmynd hvað það þýddi í raun og veru. Hann hefði ekki haft tækifæri til að vera viðstaddur afhendinguna og hon- um væri því fremur ókunnugt um hvernig þetta hefði gengið fyrir sig. Sér fyndist það vissulega ágætt að Svíar hefðu álit á mynd- inni og vildu verðlauna hana, en það skipti hann litlu máli. Myndin væri gerð fyrir íslendinga og sér hefði þótt mun vænna um ef verð- launin hefðu verið íslenzk. Hún fjallaði um ákveðna þjóðfélags- þróun á íslandi, sem hann hefði upplifað og hafði einhverja per- sónulega köllun til að túlka og vara við, miðstýringuna og einok- unina, og þar sem maður væri alltaf anarkisti innst inni, þá fyndist honum svona viðurkenn- ing frá þessari stofnun eins og kafbátur úr heiðskírum sauðar- •egg. Leiðrétting í FRÉTT í blaðinu í gær um BÚH misritaðist nafn eins bæjarfull- trúa í Hafnarfirði. Það var auðvit- að Markús Á. Einarsson sem greiddi atkvæði gegn frestun til- lögunnar en ekki Markúr Örn Anton'sson. Eru þeir nafnarnir beðnir velvirðingar á þessum rugl- ingi. ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GLYSINGA- SIMINN KR: 22480 SYENSK \ FII.MINSTm TK/I'S PRIS 1 1 #i7/ llrjtn (ruiiuUu(>Min ftirJUmrn "Drúnnwn oin e*f annat liv” Viðurkenningin, sem Óðal feðranna hlaut fyrir leikstjórn frá sænsku kvikmyndastofnuninni. Stjórn SVR: Samþykkt að biðja um sérakrein strætis- vagna um Laugaveg STJÓRN Strætisvagna Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum í gær að fara fram á það við borgaryf- irvöld að gerð yrði sérstök akrein fyrir strætisvagna um Laugaveg frá Snorrabraut í vesturátt. Ef Skáksambandið með bingó SKÁKSAMBAND Islands heldur í kvöld bingó í Sigtúni og verður þar margt góðra vinninga. Meðal vinninga verða 2 utanlandsferðir með Úrval, ferð fyrir 2 hér innan- lands með gistingu og mat. Alls verða vinningar 15, og auk þess aukavinningar. Bingó Skáksambands íslands hefst kl. 20.30. beiðnin nær fram að ganga verður að taka burtu milli 80 og 90 bíla- stæði við stöðumæla á þessum kafla götunnar. Tillagan var sam- þykkt með 3 atkvæðum gegn einu og einn sat hjá. Fyrirlestur um áætlanagerð í KVÖLD heldur félag viðskipta- og hagfræðinga 3. fund sinn í ákveðinni fundarröð. Eggert Ágúst Sverrisson mun fjalla um áætlanagerð en Eggert hefur mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Fundurinn er í kvöld kl. 20.00 í félagsheimili FVH að Lág- múla 7, 3. hæð. ad allir notaðir MAZDA bílar, sem teknir eru til sölu í sýningarsal okkar, eru yfirfarnir gaumgæfilega á verk- stæði okkar og allar þær lagfæringar gerðar, sem þörf er á? Þegar bíllinn er siðan seldur fylgir honum ábyrgð i 6 mánuði frá kaupdegi og fær kaupandinn i hendur ábyrgðarskírteini þvi til staðfestingar. Við eigum jafnan til úrval notaðra MAZDA bíla af flest- um árgerðum i sýningarsal okkar. Taktu því ekki óþarfa áhættu þegar þú kaupir notaðan bíl... Kauptu notaöan Mazda hjá okkur meö 6 mánaöa ábyrgð. BÍLABORG HE Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.