Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 21 Hvað segja þeir um efnahagsráðstafanirnar Davíð Sch. Thorsteinsson formaður Félags ísl. iðnrekenda: Brúar ekki bilið milli kostnaðarhækk- ana og gjaldeyrisverðs „IÐNAÐURINN er um þessar mundir rekinn með 10—19% halla, misjafnlega miklum eftir greinum. 6,5% gengislækkun á vegnu meðalgengi íslenzku krónunnar brúar ekki bilið milli innlendra kostnaðarhækkana og verðs á erlendum gjaldeyri. Inn- lendur tilkostnaður iðnaðar hef- ur aukist um 25—30% það sem af er þessu ári, en sem dæmi má nefna að sterlingspund er nú selt á svo til sama verði og um síðustu áramót. Hvernig á iðnað- urinn að geta keppt við innflutn- ing við þessi skilyrði?" sagði Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags íslenskra iðn- rekenda. Hann sagði einnig: „Lækkun tilkostnaðar útflutningsat- vinnuveganna, þar með talið útflutningsiðnaðar, með til- færslum úr Seðlabanka er hagstæð aðgerð fyrir þessar greinar atvinnulífs, en aug- ljóst er að ekkert tillit hefur verið tekið til þess hluta iðn- aðarins sem keppir hér á heimamarkaði. Samkeppnis- aðstaða hans versnar sem nemur þessum tilfærslum og var þó ekki á það bætandi. Þessu til viðbótar skerðir enn frekari niðurgreiðsla vaxta á afurðalánum sam- keppnisaðstöðu iðnaðarins þar sem aðeins einn fjórði hluti rekstrarlána hans er afurða- lán en meira en helmingur rekstrarlána sjávarútvegsins eru afurðalán. Það sem sýnir þó kannski bezt hvernig ríkisstjórnin hundsar gersamlega vandamál framleiðsluiðnaðarins er sú staðreynd að mesta tap iðnað- arins er um þessar mundir hjá þeim greinum sem búa við svokallaða „verðstöðvun" þessarar ríkisstjórnar. I þess- um ráðstöfunum felst ekkert sem réttir hlut þessa hluta iðnaðarins. Atvinnuöryggi og afkoma þeirra þúsunda sem við framleiðsluiðnaðinn starfa er enn í voða vegna stefnu rík- isstjórnarinnar." „Gengisbreytingin dregur úr tapinu“ - segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH „ÞESSI gengisbreyting og þær ráðstafanir sem hafa verið gerð- ar stuðla að því að draga úr tap- inu á árinu, en engu að síður verður áframhaldandi tap hjá frystingunni," sagði Eyjóifur Is- feld Eyjólfsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, þegar hann var spurður álits á efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar. „Það felst tvennt í þessum aðgerðum, annars vegar 6,5% gengisfelling og hins vegar, að gengistryggðu afurðalánin breytast ekki, verða óbreytt. Gengisbreytingin er of lítil, hún hefði þurft að vera 10—11% til þess að frystihús- in geti lagfært stöðu sína verulega. Það er búinn að vera taprekstur á frystihúsunum allt árið og fjárhagsvandræðin því mikil, sem kemur ekki síst fram í því að óreiðuskuldir hafa hlaðist upp, auk þess sem vaxtabyrðin hefur verið klafi á húsunum. Bindingin á afurðalánunum er mjög jákvæð ráðstöfun og virkar því gegnisbreytingin meira aftur fyrir sig og gengur að nokkru upp í það, sem tap- ast hefur á árinu,“ sagði Eyj- ólfur Isfeld Eyjólfsson að lok- um. að nokkur gengisfelling væri franiundan. Þessi framkoma rýrir álit almennings á ráðherrunum og ríkisstjórninni í heild,“ sagði Kjartan Jóhannsson formaður Al- þýðuflokksins. Hann sagði einnig: Ákvörðun- in ein sér um gengisfellingu og hugsanlega breytingu afurða- lána yfir í íslenzkar krónur framlengir aðeins núverandi ástand. Við höldum áfram í sama farinu og þessi bráða- birgðaákvörðun endist aðeins í einn til tvo mánuði, enda er því beinlínis lýst yfir í fréttatil- kynningu Seðlabankans að þannig eigi staðan aðeins að vera í tvo mánuði. Ríkisstjórnin státar af ákveð- inni og öruggri efnahagsstefnu. Þessi stefna er í reynd aðeins ein bráðabirgðalausnin sem tekur við af annarri. Því til sönnunar má benda á skrípa- leikinn með niðurgreiðslur landbúnaðarvara. Landbúnað- arvörur lækka og hækka til skiptis, allt eftir því hvað hent- ar hverju sinni. Kjartan sagði í lokin: Alþýðu- flokkurinn hefur lagt áherzlu á að þessum bráðabirgðaaðgerð- um verði hætt og að tekin verði upp ný vinnubrögð sem nái var- anlegum árangri í stað þess að við hrekjumst nú úr einni bráðabirgðalausninni yfir í aðra. Skekkir mynd- ina en breytir ekki kröfum - segja forystumenn í verkalýds- hreyfingunni um gengisfellinguna TALIÐ er að 6,5% gengisfelling hækki vísitöluna um 2—3%, en áhrif gengisfellingarinnar verða þó eigi bætt í kaupgjaldsvísitölu fyrr en 1. marz. Athugun á vöruverði vegna vísitöluútreiknings, sem kemur á laun 1. desember, fór fram fyrstu vikuna í þessum mánuði þannig að gengisfellingin kemur ekki inn í þann útreikning heldur frestast fram á næsta ár þó svo að gengisfellingarinnar fari að gæta í verðlagi strax á næstu vikum. Einn verkalýðsforingi, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, sagði það ekki fara á milli mála að gengis- fellingin hefði verið tímasett þannig að hún næði ekki inn í vísitöl- una fyrir 1. desember og í annan stað til að stjórnvöld gætu sýnt fram á lægri verðbólgu í ár en í raun væri hér á landi. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands íslands, sagði er hann var spurður hver áhrif gengisfellingin hefði á kröfu- gerð ASÍ, að gengisfellingin myndi ekki breyta kröfugerð- inni. Hins vegar kvað Guð- mundur samninganefnd ASI myndu standa mun fastar á þeirri kröfu, að engar breyt- ingar yrðu gerðar á útreikn- ingi verðbóta, þ.e.a.s. að ekki komi til Ólafslagavísitölu á ný, en lögum samkvæmt á hún að taka gildi að nýju um ára- mót. Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, sagði að kannski myndi gengisfellingin breyta viðhorfum manna í sjálfri samningagerðinni. „Að skella á gengisfellingu er brot á þeim fyrirheitum, sem gefin voru um að halda stöðugu gengi, og hún skekkir mjög myndina fyrir okkur. Við fáum hana ekki bætta fyrr en eftir á, tímasetningin er þann- ig úthugsuð og kannski er það fyrirfram ákveðið að fella gengið á þeim tíma, er samn- ingaviðræður eru að hefjast, til að draga kjark úr fólki," sagði Jón Helgason. Jón Kjartansson í Vest- mannaeyjum sagðist ekki reikna með að gengisfellingin breytti kröfum verkalýðsfé- laga, en hún færi beint út í verðlagið. „Einu sinni kölluð- um við þetta íhaldsúrræði, en það virðist vera alveg sama hverjir sitja við stjórnvölinn. Auðvitað er þarna ekki um annað en staðdeyfingu að ræða. Svo líður deyfingin frá og sjúklingurinn er jafn þjáð- ur og áður. Þetta er engin lækning," sagði Jón Kjart- ansson. Morgunblaðið spurði Þor- stein Pálsson framkvæmda- stjóra VSÍ hvort gengisfell- ingin breytti i einhverju við- horfum vinnuveitenda. „Þessi gengisfelling um 6,5% sýnir vel hve staða atvinnuveganna er erfið og þrátt fyrir þessa gengisfeilingu er viðurkennt að rekstur fyrirtækja kemst ekki einu sinni upp í núllið. Um hvað höfum við þá að semja,“ sagði Þorsteinn Páls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.