Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreröslunm er
83033
Jíloröunlilnbiíi
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
Áhrif gengisfellingar hjá Hitaveitu,
Rafmagnsveitu og Landsvirkjun:
Hækkun erlendra
Ævisaga Ólafs Thors er
komin út í tveimur bindum
Músaplága í
Reykhólasveit
Miðhúsum, II. nóvember.
IIÉR UM slóðir hefur verið mikill
músagangur og kom hingað nýlega
meindýraeyðir frá Reykjavík til
halds og trausts heimamönnum.
Fyrir 3 til 4 árum gerðust blágráar
mýs innflytjendur hér og hefur þeim
fjölgað með ógnarhraða og eru
sannkölluð plága.
Þessar litlu mýs hafa beittar
klær og klifra veggi og þurfa litlar
smugur til að komast leiðar sinn-
ar, enda miklu minni en húsa-
músin. Þessar blágráu mýs munu
hafa bæði lýs og flær svo að fólk
vill fyrir hvern mun losna við þær
og er ástæða til að hvetja heil-
brigðisnefndir til að vera vel á
verði enda verður að flokka það
undir lágmenningu og sóðaskap að
ala þessi meindýr til langframa.
Fólk sem vill fækka þessum ófögn-
uði getur leitað til Jóns Atla Ját-
varðarsonar á Reykhólum.
Sveinn
AI.MENNA bókafélagið hefur sent á markað ævisögu Olafs Thors eftir
Matthías Johannessen, mikið rit í tveimur bindum, samtals um 950
blaðsíður. Spannar ævisagan, sem ber titilinn „Olafur Thors. Ævi og
störf“, ævi þess manns, sem um áratugi var helzti forystumaður íslenzkra
stjórnmála á þewsari öld. í inngangi lýsir höfundur hvernig umhorfs var í
þjóðfélaginu er Olafur fæddist og í lokakafla bókarinnar fjallar höfundur
um hlutskipti stjórnmálamannsins og hugleiðir efni bókarinnar.
Á bókarkápu segir: „Ólafur
Thors er „hinn pólitíski sjarm-
ör“ í minningu margra, ekki síð-
ur andstæðinga en samherja og
ýmsir tóldu hann snjallasta
stjórnmálaforingjann á Nqrður-
löndum um sína daga. Hann var
mjög ákveðinn og harður
haráttumaður, þegar því var að
skipta, og samtímis dáðúr langt
út fyrir raðir eigin flokks og átti
nána vini í hópi þeirra, sem
hann þurfti mest við að kljást.
Ólafur Thors var í forystu-
sveit íslenzkra stjórnmála þann
aldarþriðjung, sem viðburðarík-
astur hefur orðið í Islandssög-
unni. Þá var stundum deilt svo
hart, að því var líkt við stríð
Sturlungaaldar. En á þessum
tíma var einnig stofnað lýðveldi
og unnið að margvíslegri um-
bótamálum en dæmi voru áður í
landinu.
Bók Matthíasar Johannessens
er saga Ólafs Thors. En hún er
jafnframt stjórnmálasaga
landsins þann tíma, sem Ólafur
starfaði. Hún byggir á heimild-
um frá honum sjálfum, þ.e.
einkabréfum og minnisblöðum
hans sjálfs, og hefur fæst af því
komið fyrir almenningssjónir
áður. Svo er t.a.m. um skjölin um
stofnun lýðveldis, Keflavíkur-
samninginn 1946, forsetakosn-
ingarnar 1952, myndanir ríkis-
stjórna, einkasamtöl við stjórn-
málamenn o.s.frv.
Jafnframt er stuðzt við fjölda
annarra heimilda og heimild-
armanna úr hópi þeirra sem
þekktu Ólaf, og hefur Ingibjörg
Thors, kona Ólafs, lagt þar mest
af mörkum."
Sjá miðsíðu.
skulcla 150,6 m.kr.
KKLKNDAR skuldir nokkurra veitustofnana, þ.e. Landsvirkjunar, Kafmagns-
veitu Keykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur hækka alls um 150,6 milljónir
króna vegna gengisfellingarinnar sl. þriðjudag. Mest er hækkunin hjá Lands-
virkjun, en erlendar langtímaskuldir hennar hækka um 143 m.kr., en þær námu
fyrir gengislækkun um 2.200 milljónum króna.
Skuldir Hitaveitu Reykjavíkur
nema alls 65 milljónum króna og
munu þær hækka um 4,2 m.kr. sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars
Kristinssonar, en skuldir þessar eru
í flnndaríkjadölum og sagði Gunnar
þetta ekki bæta rekstrarfjárstöðu
Hitaveitunnar. Þá sagði Gunnar að
ha'kkun á taxta Rafmagnsveitu
Reykjavíkur myndi hafa mikil áhrif
hjá hitaveitunni. Við síðustu hækk-
un var taxti til vélarekstrar hækk-
aður einna mest og sagði Gunnar
j)að hafa í för með sér 2,5 m.kr.
útgjaldaaukningu á næsta ári.
Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
upplýsti Aðalsteinn Guðjohnsen
rafmagnsveitustjóri að erlend lán
væru nú að upphæð 20,1 m.kr.
Myndi sú upphæð hækka um 1,4
m.kr. og með lántökuheimild að
upphæð um 7 m.kr., sem Raf-
magnsveitan myndi nýta sér á
næstu dögum, væru erlendar skuld-
ir komnar í 28,5 m.kr. Sagði Aðal-
steinn þessar erlendu lántökur eina
móguleikann til að koma í veg fyrir
rekstrarstöðvun.
Halldór Jónatansson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Landsvirkjunar
sagði skuldir fyrirtækisins vegna
erlendra lána til langs tíma nema í
dag um 2.200 m.kr. bæði vegna
virkjana í rekstri og nýbygginga,
einkum Hrauneyjafossvirkjunar,
sem í dag hefur aðeins að nokkrum
hluta verið tekin í rekstur.
Lauslega áætlað hækka skuldir
þessar alls vegna gengisbreytingar-
innar um 143 m.kr. eða þar um bil.
Afleiðingin er að sjálfsögðu aukinn
rekstrarkostnaður sem kemur til
með að vega þungt við næstu beiðni
Landsvirkjunar um gjaldskrár-
hækkun, en eins og kunnugt er hef-
ur fyrirtækið orðið að búa við
rekstrarhalla undanfarin ár og enn
eykst þessi samansafnaði vandi,
sagði Halldór Jónatansson.
Vetrarstillur við Hofsós.
Ljósm: Snorri Snorrason.
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ:
Auglýsendur
athugið
Vegna boðaðs verkfalls
bókagerðarmanna mun
sunnudagsblað Morgun-
blaðsins ekki koma út um
næstu helgi. Síðasta blað
fyrir verkfall verður laugar
dagsblaðið 14. nóvember.
\ iðskiptamenn vinsamlegast
skili auglýsingum fyrir kl. 18,
í dag, fimmtudaginn 12. nóv-
ember.
Gengið fellur aftur og
mun meira um áramót
„GENGIÐ á eftir að falla um næstu áramót, og mun meira en nú, en það er
þó engin lækning á þeim vanda, sem við er að fást,“ sagði Kristján Ragn-
arsson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, þegar Morgunblaðið
leitaði álits hans á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Gengisbreytingin
er of lítil, hún hefði þurft að vera 10—11%, til þess að frystihúsin geti
lagfært stöðu sína verulega, en tapið heldur áfram, sem nemur 4,5%,“ sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þegar
rætt var við hann. Morgunblaðið hafði samband við nokkra forystumenn
atvinnulífsins, verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og spurði þá um þeirra
afstöðu til efnahagsráðstafanna.
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasambands-
ins sagði, að gengisfellingin myndi
ekki breyta kröfugerð ASÍ, en
samninganefnd ASImyndi standa
fastar á kröfunum, um að engar
breytingar yrðu gerðar á útreikn-
ingi verðbóta, þ.e.a.s. að ekki komi
til ólafslagavísitölu á ný.
“Einu sinni kölluðum við þetta
íhaldsúrræði, en það virðist vera
alveg samam hverjir sitja við
stjórnvölinn," sagði Jón Kjart-
ansson í Vestmannaeyjum.
„Ástandið er nú þannig að flest
fyrirtæki eru langt komin eða bú-
in að éta upp eigið fjármagn og
það hefur verið farið verst með
einkareksturinn," segir Matthías
Bjarnason alþingismaður og fv.
sjávarútvegsráðherra.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra segir: Eftir þessa breyt-
ingu þá er vinnslan í heild með
nokkrum hagnaði. Ekki miklum,
en nokkrum."
Kjartan Jóhannsson formaður
Alþýðuflokksins segir að þessi
ráðstöfun endist í einn til tvo
mánuði, enda sé því lýst fyrir í
tilkynningu Seðlabankans, að
þannig eigi staðan að vera í tvo
mánuði.
„Atvinnuöryggi og afkoma
þeirra þúsunda, sem við fram-
leiðsluiðnaðinn starfa, er enn í
voða vegna stefnu ríkisstjórnar-
innar,“ segir Davíð Scheving
Thorsteinsson formaður Félags
ísl. iðnrekenda.
Sjá viðtöl bls. 20—21.