Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Ljóðatónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson ELLY Amelinn og Dalton Bald- win fiuttu á tónleikum Tónlistar- félagsins, sl. laugardag söngverk eftir Schumann, Fauré, Poulenc, Granados, Guastavino og Turina. Það hefur ekkert upp á sig að vera tíunda einhver smáatriði, svo sem fróðleik um verkin eða að flytjendum hafi tekist bezt upp í þessu eða hinu verkinu, því hér bar hvergi skugga á. Elly Ameling og Dalton Baldwin eru snillingar og tónleikarnir voru ein samfelld snilld, án allrar áreynslu eða tæknisýndar- mennsku, þar sem ögun og innlif- un beggja flytjenda var svo vel geirnegld að söngur og undirleik- ur varð ekki aðskilinn, heldur óx í samfelldan hljómbálk fegurðar og glæsileika. Snillingarnir Elly Ameling og Dalton Baldwin. Elektxoniska ritvélin Olympia ES ÍOO Rafeindaritvél sem valdió hefur straumhvörfum vió vélritun og ritvinnslu. Alsjálfvirkur leióréttingarbúnaóur meó minni, endurtekning á öllum lyklum, elektronisk pappírsísetning, tvær íslenskar leturgeróir meó hverri vél á verói sambærilegu vió eldri geróir ritvéla. 4» 'ymmmmHmmmmmmmmmmmmmmKKmmmmmmr' Rafeindaritvélin er byggó upp á aóeins 7 grunneiningum og hefur einn tíunda af hreyfanlegum hlutum eldri geróa. Prenthjólió er nýjung próuó af Olympia fyrir ES 100. Þaó er oft kallaó "hvíslhjólió" pví samanborió vió háværar kúluritvélar er paó hljóólaust og aó auki miklu hraóvirkara. Kynnið yður Olympia raíeindarit- vélina, e.t.v, íinnst yður eldri gerðir rit- véla hdlígerðir íornaldargripir. KJARAIM HF Áimúli 22 — Reykjavík — sími 83022 Hús Kirkju- sands hf. við Laugarnes- veg of hátt Á FUNDI Byggingarnefndar Reykjavfkur 29. okt. sl. var tekin fyrir umsókn frá Kirkjusandi hf. um leyfi til að byggja skreiðar- skemmu úr stáli á lóðinni Vest- ari-Kirkjusandi við Laugarnesveg. Stærð hússins mun verða 652,9 ferm. Málinu var frestað og sent Borgarskipulagi til umsagnar. Að sögn Gunngeirs Péturs- sonar, skrifstofustjóra hjá byggingarfulltrúa borgarinnar, fengust þær upplýsingar að ver- ið væri að reyna að finna húsinu betri stað á lóðinni en vegna hæðar hússins á áður fyrirhug- uðum stað munu íbúar við Laugarnesveginn missa eitt- hvert útsýni. Mun Kirkjusandi hf. liggja mikið á að reisa þetta hús því þeir eiga í vandræðum með skreiðina. Charles Ives Háskólatónleikar: John E. Lewis flytur verk eft- ir Charles Ives Englendingurinn John E. Lewis, sem í vetur kennir píanóleik í Stykkishólmi, leikur á píanó verk eftir ('harles Ives á Háskólatón- leikum í Norræna húsinu í hádeg- inu á morgun, fostudag. Lewis hefur frumflutt sum af verkum Charles Ives í Bretlandi, en á tónleikunum í Norræna húsinu flytur hann ýmis verk tónskáldsins ásamt skýringum og tóndæmum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Berjast fyrir stofnun kommúnistaflokks Þann 17. október sl. voru stofnuð hér á landi Baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks (BSK). í fréttatilkynningu frá hinum ný- stofnuðu samtökum segir að þau byggi stefnu sína á marx-lenínisma og berjist gegn endurskoðunar- stefnu og hvers konar hentistefnu. Þá segir í fréttatilkynningunni að markmið samtakanna sé að sameina framsækna menn og konur um marx-leníniska stefnuskrá sína til stofnunar flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.