Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 39 fclk i fréttum selunum þessir áhugamenn um verndun sela, og reyndu að sprauta alls 1200 dýr þar sem er Kuskholm á Orkneyjum. Kn þó þetta séu fallegar skepn- ur, þá þekkja íslendingar nú hvað það myndi þýða fyrir fiskveiði hér við land, ef sjórinn unihverfis landið væri fullur af selum, svo við myndum ekki leggja til aljjera friðun sela, heldur skynsamlega nýtingu. Á heiðursmerkjaaldri + Victor Borge, píanóleikarinn og húmoristinn heimsfrægi, er kominn á heiðursmerkjaaldurinn. Nýlega var hengd á hann orða í Finnlandi og sagði hann við það tilefni, að nú ætti hann loksins tveggja vikna birgðir af orðum (hvað sem það þýðir nú) — en hann hefur þegar a.m.k. fengið orðu í heimalandi sínu, Danmörku, og líka í Svíþjóð og Noregi. James Bond + Þeir hittust nýlega í Lundúnum, Sean Connery og Roger Moore, fyrrverandi James Bond og núverandi. Það fór vel á með þeim og þeir gerðu að gamni sínu eins og sjá má af þessari mynd. Bjargið + Dýraverndunarsinnar láta einskis ófreistað í baráttu sinni fyrir verndun dýra. I»essi mynd var tekin af einum skoskum manni, sem ber mikla umhyggju fyrir velferð sela og ofbýður allur veiðiskapur á þeim skepnum. Hann sprautar þarna á veslings kópinn blárri máln- ingu, svo skinnið verði ónothæft til iðnaðar framleiðslu, og þá láta veiðimenn þennan selskóp kannski í friði. I»eir voru sarnan í hópi, Victor Borge í Iláskólabíói 1974. Hann á eftir að fá íslenska orðu! Er hún svo ekki stúlka? + Þessi fagra stúlka er -kannski engin stúlka. Tula Cossey heitir hún, en illar tungur segja að hún sé Barry, sem hafi fæðst í bænum Brooke nálægt Norwich á Knglandi fyrir 27 árum síðan og látið breyta sér í konu. Foreldrar Barys segja aftur á móti að hann lifi í góðu yfirlæti í Kómaborg, en meðan Barry lætur ekki sjá sig opin berlega, getur Tula illa sannað, að hún sé Tula og hafi ævinlega verið stúlkan Tula, því eitthvað virðist á reiki um fortíðina. Þetta mál er allt saman mjög leiðinlegt og enginn botn hefur fengist í það ennþá, en Roger Moore, „Dýrlingurinn" gamli og núverandi James Bond, sagði aðeins: — Hún Tula puntar uppá lífið eins og aðrar fallegar stúlkur. Nýr James Dean? + I»essi ungi piltur heitir Matt Dillon er ný stjarna í Bandaríkj- unum. Hann er aðeins 17 ára gamall, en Bandaríkjamenn sumir spá honum mikilli vel- gengni. Hann er þegar kallaður „framhaldið af James Dean- goðsögninni" — en James Dean var frægur kvikmyndaleikari hér í eina tíð, en átti auma ævi. l»á kalla menn hann líka hinn „nýja Marlon Brando“ — svo strákur má hafa sig allan við, ef hann á að standa undir þessu öllu sam- an... Til móts við atómsprengju + Hermenn í viðbragðsstöðu. Þetta eru sænskir hermenn á strandstað rússneska kafbátsins, sem sigldi fullur af kjarnorku- sprengjum upp í landsteinana þar sem Svíar hafa sína helstu flotastöð. Ekkert hefur komið um það í blöðum, hvernig svona nokkuð getur skeð, að óvinakafbátur siglir á land í helstu herstöð Svía og enginn veit neitt fyrr en hann „finnst" allt í einu mar- andi í fjöruborðinu. Sænsk hermálayfirvöld hljóta að spyrja sig margra spurninga í kjölfar þessarar heimsóknar kjarnorku- vopna á sænskt land. En þessir menn, í viðbragðsstöðu og ekki í viðbragðsstöðu, eru lítil fyrirstaða atómsprengjum. Hér er Tula standandi í mið- ið með stöllum sínum úr mynd- inni nýju um Jamcs Bond ,For Your Kyes )nly“. apo Skallapopp er safnplatan sem þú hefur veriö aö bíöa eftir. Á Skallapoppi eru 14 lög meö jafmörgum flytjendum. Þetta er einhver pottþéttasta partýplatan, sem gefin hefur veriö út hér á landi. Skallapopp er plata með fjölbreytni og góðri stuðtónlist. Heildsöludreifing stttÍAorhf Símar 85742 og 85055 WLJÓMDEILD Uyj) KARNABÆR W Laugavegí 66 — Glœstbe — Austurstraeti 22 w Sími fré skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.