Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 23 Vignir Benediktsson framan við hið nýja kvikmynda- og veitingahús í Mjóddinni í Breiðholti. (Ljósm. Emilfa.) burðar má svo nefna að dansgólfið er 130 fermetrar. Það var geysilegt mál að steypa plötuna milli hæðanna, enda er á henni halli í ýmsar áttir vegna bíósalanna. Það þurfti vist alls 1160 stálstoðir til að halda uppi þeim 1500 tonnum af steypu sem fóru í hana. Jú, þetta er svakalega stressandi, en það gefur þessu starfi visaulega gildi að geta séð verk sín standa um ókomin ár. Það eru þegar orðin allmörg hús hér og þar um bæinn, sem ég hef byggt, en aldrei svona hratt. I raun er þetta þó fundið fé að byggja á sem skemmstum tíma vegna þess vaxtakostnaðar sem unnt er að losna við á þennan hátt. Þetta er vel hægt, eins og sjá má. Það hefur bara háð mér upp á síð- kastið að mig vantar verkamenn. Skólastrákarnir eru hættir og ég er í hálfgerðum vandræðum. Húsið væri ennþá lengra komið hefði mig ekki vantað menn. Ég þarf að fara að auglýsa eftir verkamönnum. Það hefur haft mikið að segja að góð samvinna hefur verið milli hinna ýmsu aðila sem standa að þessari byggingu, teiknistofunnar ARKÓ, Almennu verkfræðistof- unnar, sem hefur annast eftirlit, eigendanna, ólafs Laufdal og Árna Samúelssonar, mín og undirverk- taka. Iðnaðarmennirnir sjálfir og verkamennirnir eiga þó hvað mest- an heiður skilinn." frumkvæðið. Þá segja ísraelar, að ýmsar vestrænar þjóðir séu hér að vinna að sama hlut. Þetta hefur orðið hvati að svo mikilli beizkju í ísrael að langt er síðan andað hefur jafn köldu í garð Bandaríkjamanna og nú. Enn eitt verður til að auka á mæðu Israela, þar sem er af- staða Bandaríkjaforseta til PLO. Hörð afstaða Reagans og hans manna til samtakanna hefur mildast og ísraelar saka hann um að vera að viðra sig upp við PLO — rétt eins og Carter 1977. . Vegna þess hve mikið hitamál þetta er í þessum heimshluta nú, sakar ekki að rifja upp í stórum dráttum friðaráætlun Sauda (en það orð hafa Israel- ar raunar innan gæsalappa). 1. Israelar hverfi á braut frá öllum herteknum svæðum úr stríðinu 1967, þar á meðal Austur-Jerúsalem. Hér skal tekið fram að ekki er minnzt á landssvæði sem féllu til ísraels 1948 og 1956. Þessum fyrsta lið hafa ísrael- ar svarað á þann veg að ljóst sé að Saudar geri ekki ráð fyrir neinum samningaum- leitunum heldur skuli þeir ein- hliða hypja sig á braut. 2. Landnemabyggðir Israela á herteknu svæðunum (frá 1967) verði lagðar niður. Israelar svara enn: einhliða aðgerð þar sem ekki er hvatt til friðar. 3. Tryggt verði að allir hafi aðgang að helgum dómum í Jerúsalem hverrar trúar sem þeir eru. 4. Viðurkenndur verði réttur Palestínumanna og bætur greiddar þeim, sem ekki kæra sig um að snúa aftur. 5. Akveðinn aðlögunartími verði á Vesturbakka og Gaza undir eftirliti SÞ en þó ekki lengri en nokkrir mánuðir. Israelar svara þessu til að jafnskjótt og SÞ væru farnar af svæðinu væri Israelsríki ógnað. 6. Sett verði á stofn Palest- ínuríki og Austur-Jerúsalem verði höfuðborg þess. Israelar segja og hafa alltaf sagt að þeir myndu aldrei skila aftur gömlu Jerúsalem, en hún telst vitanlega til Austur- Jerúsalem. 7. Staðfestur og tryggður réttur allra ríkja á svæðinu til að lifa í friði. Israelar segja að þetta orðalag sé villandi og j)ar sem ekki sé minnzt á rétt Israela sé ekkert sem bendi til að Saudar eigi við þá enda hafi þeir aldrei viðurkennt tilveru Israelsríkis. 8. Sameinuðu þjóðirnar tryggi að þessi áætlun taki fullt og óskorað gildi. Nú er þess að geta, að fæstar Arabaþjóðir hafa tekið vel þessari áætlun, einfaldlega vegna þess að þrátt fyrir hörkuleg viðbrögð Israela fel- ur hún í sér ákveðna viður- kenningu á tilveru þess. Sýr- lendingar segjast t.d. ekki reiðubúnir að fallast á þetta, að ekki sé nú talað um Iraka, en líkast til myndu Jórdanir geta samþykkt þetta enda er þeim málið skylt, þar sem meirihluti íbúa Jórdaníu eru Palestínumenn sem hafa flutt og flúið þangað frá 1948. Það myndi hins vegar fátt bæta þótt Jórdanir féllust á þetta ef sterku ríkin í þessum hluta heims eins og Sýrlendingar og Irakar þverkölluðust við og þótt Saudar hafi vinsamlega afstöðu til Bandaríkjastjórnar er ekki að vita hversu lengi þeir myndu heldur vilja hafa þessa áætlun í boði án þess að fá annað en vammir og skammir fyrir. Því er það margra mat, að því hættuástandi sem hefur verið á þessum slóðum í áratugi, linni ekki í bráð og um langar tíðir enn verði Miðausturlönd ekki sá sælureitur sem Sadat Egyptalandsforseta dreymdi um. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Loksins getum við boðið þér upp á lítinn og nettan skrif- stofu- og heimilissíma sem er einstakur í sinni röð. Electroniskan Plip-Phone síma, með takkavali á aðeins kr. 853,00. Við veitum fullkomna viðgerðarþjónustu. Sendum í póstkröfu um land allt. Sími 17811, Hafnaretræti 18,101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.