Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
fltofgttiilFliifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Tjaldað til
einnar nætur
Það umræðuefni sem talsmönnum núverandi ríkis-
stjórnar hefur verið tamast á tungu er verðbólguhjöðn-
un. Var þá gjarnan gripið til staðhæfingarinnar um 40%
verðlagshækkanir frá upphafi til loka árs 1981. Vegurinn að
þessu marki hét á máli þeirra „stöðugt gengi“. Steingrímur
Hermannssonar, formaður Framsóknarflokksins og hönn-
uður margfrægrar niðurtalningar, þreyttist ekki á að þylja
í eyru þjóðarinnar, að 1% gengisfelling þýddi 1% verð-
bólguauka. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, sagði í
stefnuræðu á Alþingi 22. október sl.: „Ríkisstjórnin stefnir
áfram að stöðugu gengi íslenzku krónunnar." Og Svavar
Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, réðist, í fram-
haldi af stefnuræðunni, harkalega á þau öfl, sem hann
sagði vilja „stuðla að kollsteypu gengislækkana".
Verðlagsþróun, mæld á umdeildan mælikvarða fram-
færsluvísitölu, með skammtíma niðurgreiðslum eða annari
ámóta verðstýringu á vísitöluvörum fram yfir útreikning
verðbóta á laun, segir hvergi nærri alla sögu um verðbólgu
í þjóðarbúskapnum. Matthías Bjarnason benti réttilega á
það í Morgunþlaðsgrein nú í vikunni, að verðbólga ársins
1981 hefði að hluta til verið falin í taprekstri atvinnuveg-
anna og taprekstri fjölmargra ríkisrekinna fyrirtækja og
stofnana. Þessa staðreynd hefur ríkisstjórnin nú neyðst til
að viðurkenna, meðal annars með 6.5% gengisfellingu, sem
er hin þriðja á árinu, en dollarinn hefur hækkað um 44,3%
frá 10. nóvember fyrra árs.
Það leynist engum, sem til efnahagsmála þjóðarbúsins
þekkir, að stefna ríkisstjórnarinnar hefur beðið alvarlegt
skipbrot. Atvinnuvegirnir stefndu í samdrátt og stöðvun
vegna vaxandi hallarekstrar af völdum innlendra tilkostn-
aðarhækkana, langt umfram verðþróun á sölumörkuðum
framleiðslu okkar erlendis. Þessar tilkostnaðarhækkanir
vóru og langt umfram það verðlagsstig, sem mælt var á
mælikvarða framfærsluvísitölu, eða um 50%. Talsmenn at-
vinnuveganna, sem tjáð hafa sig um boðaðar efnahags-
ráðstafanir ríkissljórnarinnar, fella þær í ramma orðanna
„of lítið of seint", enda er halli frystiiðnaðarins talinn verða
rúmlega 4%, þrátt fyrir þessar aðgerðir, — og framundan
eru almennir kjarasamningar á vinnumarkaðinum og ný
fiskverðsákvörðun um nk. áramót. Þessar aðgerðir tjalda
því aðeins til einnar nætur, en leysa engan vanda til fram-
búðar.
Eftir sem áður hlýtur það að vera meginmarkmið í hug-
um fólks, að atvinnuvegunum, sem verðmætasköpun þjóð-
arbúsins, atvinnuöryggi og lífskjör fólks hvíla á, verði
tryggð viðunandi rekstrarstaða. Það er ekki nóg að þeir
hangi á horrim, sem virðist sjónarmið stjórnvalda, heldur
þurfa þeir að hafa vaxtarskilyrði og möguleika til að þróast
og tæknivæðast. Að öðrum kosti verða atvinnuvegirnir ekki
þeir hornsteinar vaxandi þjóðartekna og bættra lífskjara,
sem þjóðin vill sá til.
Þær efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur nú
kunngjört, svipta og blekkingarhulinni ofan af þeirri
meintu 40% verðlagsþróun 1981, sem verið hefur helzta
áróðurstátyll ráðherranna. Til viðbótar þegar viðurkenndri
verðbólgu — og dulinni verðbólgu, sem mælikvarði fram-
færsluvísitöiu nær ekki til, koma nú áhrif 6.5% gengislækk-
unar, sem sjávarútvegsráðherra segir að þýði vöxt verð-
bólgu um jafn mörg prósentustig. Þar með brást það verð-
þróunar-„krosstré“ sem aðrir viðir stjórnarsáttmálans. Það
er því lítið skjól, nú orðið, í þeim „nýju keisarafötum",
gerðum úr gerfiefnum útsmogins áróðurs, sem ríkisstjórnin
hefur skartað framan í fólk. Við blasir nakinn veruleikinn:
ríkisstjórn almennra vonbrigða, sem tjaldar til einnar næt-
ur á eigin hrakhólum.
Það þolir
enga bið
eftir Guömund
H. Garöarsson
Það er satt að segja nokkuð ein-
kennilegt að hlusta stundum á
umfjöllun manna um erfiðleika
atvinnuveganna. í umræðum,
jafnvel á Alþingi, vill of oft gleym-
ast, að íslendingar eru ekki einir í
heiminum og sú staðreynd, að þeir
eru mjög viðskipta- og efnahags-
lega háðir öðrum þjóðum. Þetta á
auðvitað ekki við um íslendinga
eina. Þetta á við um flestar þróað-
ar þjóðir.
En það er ef til vill enn meiri
þörf fyrir Islendinga að hafa þessa
staðreynd í huga, heldur en fyrir
flestar aðrar þjóðir vegna þess
hversu lífskjör okkar eru háð út-
flutningi vöru og veittri þjónustu
á erlendum mörkuðum.
Það er því rangt að tala "um
rekstrarerfiðleika útflutningsat-
vinnuveganna, sjávarútvegs, fisk-
iðnaðar og almenns iðnaðar, sem
sérstakt vandamál þessara at-
vinnugreina í þjóðfélagi, þar sem
innlend verðbólga er 40—50%
meiri en í helztu markaðslöndum.
Hér er um að ræða vandamál,
sem á rætur sínar að rekja til
þjóðfélagsins í heild en ekki til
einstakra atvinnugreina. Skæling
á samkeppnisaðstöðu útflutnings-
atvinnuveganna á sér stað innan-
lands en ekki erlendis. Orsakirnar
eru margþættar og alls konar víxl-
áhrif, samspil ólíkra afla og hags-
muna, koma hér við sögu.
Þegar verið er að ræða um það
að leiðrétta þurfi stöðu útflutn-
ingsatvinnuveganna, þá er ekki
um að ræða einhverja sérstaka
þrönga hagsmuni útgerðar, fisk-
iðnaðar eða almenns iðnaðar. í
raun og veru er verið að fjalla um
ranga stöðu alls atvinnu- og efna-
hagslífs landsmanna. Það er verið
að fjalla um það, hvað við kunnum
að hafa ofreiknað okkur í verð-
lagningu á vöru og þjónustu sem
við verðum að selja til að geta lif-
að. í þeim efnum verðum við að
hlíta settum leikreglum eins og
aórir.
Það er tilgangslaust að telja
sjálfum sér trú um að unnt sé að
hækka verð útflutningsvöru um
40—50% á erlendum mörkuðum á
sama tíma og keppinauturinn býð-
ur sama verð, eða aðeins 5—10%
hækkun. Það jafngildir því að
„I>að er tilgangslaust
að telja sjálfum sér trú
um, að unnt sé að
hækka verð útflutn-
ingsvöru um 40—50% á
erlendum mörkuðum á
sama tíma og keppinaut-
urinn býður sama verð,
eða aðeins 5—10%
hækkun. Það jafngildir
því að selja ekki neitt.
Afleiðingar: framleiðslu-
stöðvun og atvinnu-
leysi.“
selja ekki neitt. Afleiðingar: fram-
leiðslustöðvun og atvinnuleysi.
Það þýðir heldur ekki til fram-
búðar að éta upp fjármagnið með
óraunhæfri verðlagningu þess eða
að neita að viðurkenna að vegna
erlendra verðhækkunaráhrifa
hafa ýmsir kostnaðarliðir þrengt
að afkomu þjóðarinnar. Nægir í
því sambandi að minna á, að olíu-
verð á heimsmörkuðum hefur
tólffaldast á aðeins 8 árum miðað
við dollara. Hefur það haft gífur-
leg áhrif á kostnaðarsamsetningu
í rekstri útgerðar. Þeim vanda
verður ekki velt á útgerð eða fisk-
iðnað. Þetta er þjóðfélagsvanda-
mál sem allir verða að axla.
Hár fjármagnskostnaður út-
flutningsatvinnuveganna, sem
kemst upp í allt að 30—40% af
heildarkostnaði hjá einstökum
fyrirtækjum, er verðbólgunni að
kenna, en ekki einstaka atvinnu-
greinum.
Það er einnig þjóðin í heild, en
ekki einstakar atvinnugreinar,
sem ber ábyrgð á rangri tekju-
skiptingu milli stétta og einstakl-
inga.
Þess vegna fer sú umræða, sem
nú á sér stað um fyrirgreiðslu úr
þessum sjóði eða hinum til útgerð-
ar og fiskiðnaðar, eða stuðning við
þetta fyrirtæki eða hitt, fram á
röngum forsendum.
Það er enginn að biðja um styrk
eða framfærslueyri. Þess er hins
vegar krafist af forráðamönnum,
sem öðrum er um þessi mál fjalla,
að hlutirnir séu nefndir nöfnum.
Þess er einnig krafist að fólki sé
gert ljóst, að nú er komið fram á
ystu nöf, verði ekki viðeigandi
leiðréttingar gerðar á tekjuskipt-
ingu þjóðarinnar atvinnuvegunum
í vil. Góð efnahagsleg staða
atvinnuveganna er forsenda góðra
lífskjara og fullrar atvinnu.
Atvinnuvegirnir er fólkið sjálft
og þau framleiðslutæki, sem þar
eru til staðar. Það er staða þess-
ara aðila og lífsafkoma alls fólks í
landinu, sem er í veði, ef ekki
verður gripið til réttra ráðstafana
til að rétta við rekstrarafkomu út-
flutningsatvinnuveganna.
Þær ráðstafanir þola enga bið
eða langa umræðu um óskyida
hluti.
Dr. Jóhannes Nordal í samtali við Morgunblaðið:
Mjög vafasamt að
erfiðleika með því
Tilraunin með gengisbundin
afurðalán hefur mistekizt
Á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag var samþykkt, að hagnadur af
starfsemi Seðlabankans yrði með einhverjum hætti hagnýttur í þágu
útflutningsatvinnuveganna og Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að gróði Seðlabankans á sl. ári
hefði numið 150 milljónum króna umfram verðbólguuppfærslu á eig-
infjárstöðu bankans.
Morgunblaðið sneri sér í gær til dr. Jóhannesar Nordals, Seðla-
bankastjóra, og spurði hann, hvort þessi hagnaður, sem um væri rætt,
væri í raun og veru til og hvort hægt væri að ráðstafa honum með
einhverjum hætti.
— í umræðum um þessi mál að
undanförnu hefur mönnum hætt til
að blanda saman tveimur lítið
skyldum málum, sagði dr. Jóhannes
Nordal. Annars vegar þeim kjörum,
sem útflutningsatvinnuvegirnir
hafa búið við á endurseljanlegum
afurðalánum en hins vegar eigin-
fjáraukningu Seðlabankans, sem að
langmestu leyti hefur orðið til
vegna endurmats á erlendri gjald-
eyriseign bankans en bókhaldslegt
verðmæti hennar í íslenzkum krón-
um hefur að sjálfsögðu hækkað
mjög verulega á síðustu tveimur ár-
um vegna ört lækkandi gengis ísl.
krónunnar.
— Hefur Seðlabankinn hagnazt
mikið á afurðalánum til útflutnigsat-
vinnuveganna?
— Um gengisbundnu afurðalánin
er það að segja, að þau voru tekin
upp snemma árs 1979 en fram að
þeim tíma voru öll endurkaup mið-
uð við íslenzkar krónur og með
vöxtum, sem miðuðust við gildandi
vaxtastig hér. Þessi breyting var
ákveðin vegna óska sjávarútvegsins,
sem taldi, að hagstæðara væri fyrir
útflutningsframleiðsluna að búa við
afurðalán í erlendum gjaldeyri með
tiltölulega lágum vöxtum í stað lána
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
25
Almenna bókafélagið:
í samfylgd við hann verður þjóð-
arsagan aldrei langt undan
Matthías Johannessen ritar um „ævi og störf ‘ Ólafs
Thors forsætisráðherra og formanns Sj’álfstæðisflokksins
■
ALMENNA bókafélagið hefur gefið
út ævisögu Ólafs Thors, „Ævi og
störf í tveimur bindum, eftir
Matthías Johannesscn. Bókin er
„mikið stórvirki alls ta'par 950 blað-
síður og hefur verið lengi í smíðum,“
eins og segir í fréttatilkynningu frá
AB. A blaðamannafundi, sem boðað
var til í gær, kynntu þeir bókina
Brvnjólfur Bjarnason, forstjóri bóka-
útgáfunnar. höfundurinn og Kiríkur
Hreinn Kinnbogason, cand. mag.,
sem bjó hana til prentunar.
Á blaðamannafundinum kom
fram, að Matthías Johannessen
hóf að rita ævisögu Ólafs Thors
árið 1965 eða fyrir 16 árum. Hann
sagði á blaðamannafundinum í
gær, að hefði hann þá vitað, hvað
hefði beðið sín, hefði hann að öll-
um líkindum snúið sér að öðrum
verkefnum, því að hann hefði ekki
vitað, hve mikið verk biði hans.
Drjúgur hluti ritaðra heimilda eru
einkabréf Ólafs sjálfs og minnis-
blöð, sem hafa ekki áður birzt, fyrr
en nú, að þau eru lögð til grund-
vallar ævisögunni. Sem dæmi má
nefna bréf og minnisblöð um stofn-
un lýðveldis 1944, Keflavíkursamn-
inginn 1946, ríkisstjórnarmyndan-
ir, einkum Þjóðstjórnarinnar 1939,
Nýsköpunarstjórnarinnar 1944,
Stefaníu 1947 og stjórnar Stein-
gríms Steinþórssonar 1950. Þá má
nefna einkasamtöl Ólafs við
stjórnmálamenn, svo sem Her-
mann Jónasson og Ásgeir Ás-
geirsson og bréf um undirbúning
forsetakosninganna 1952 o.s.frv.
I þessum einkaheimildum kemur
fjölmargt fram, sem gerðist bak
við tjöldin í stjórnmálunum og
leggur höfundur áherzlu á að sýna,
hvaða augum Ólafur Thors leit at-
burðarásina og þá einstaklinga,
sem störfuðu að stjórnmálum með
honum. Rækilega eru skýrð stór-
pólitísk átök fjórða áratugarins,
svo sem Kveldúlfsmálsins 1936 og
37, sem að áliti höfundar var hin
stórpólitíska eldraun Ólafs Thors.
Höfundur byggir bókina þannig
upp, að hann lætur Ólaf Thors
sjálfan lýsa atburðarásinni sem
mest, en styðzt svo jafnframt við
fjölda annarra heimilda um gang
mála og viðburði. Eru þar drýgstir
heimildarmenn, sem þekktu Ólaf
bezt, þ.e. Ingibjörg kona hans og
vinur hans og frændi, Kristján Al-
bertsson. Ritverkið spannar ævi
Ólafs Thors. Það hefst með inn-
gangi um hvernig umhorfs var í
þjóðfélaginu um það leyti, sem
hann fæddist og í lokakafla bókar-
innar fjallar höfundur um hlut-
skipti stjórnmálamannsins og hug-
leiðir efni bókarinnar.
I fréttatilkynningu, sem lá
frammi á blaðamannafundinum
segir m.a.: „Ýmsir telja Ólaf Thors
hafa verið snjallasta stjórnmála-
foringjann á Norðurlöndum um
sína daga. Honum tókst hér það,
sem hvergi reyndist unnt annars
staðar á Norðurlöndum á þessum
tíma, að móta og halda saman
stærsta og voldugasta stjórnmála-
flokki landsins, borgaralegum
hægri flokki, sem rúmaði allar
stéttir þjóðfélagsins, meirihluta
atyinnurekenda, embættismenn,
drjúgan hluta bænda og svo margt
verkamanna, að fylgi flokksins í
verkalýðshreyfingunni slagaði
hátt upp í fylgi þeirra flokka, sem
kölluðu sig verkalýðsflokka.
Hvernig Ólafi tókst þetta, meðan
borgaralegu flokkarnir í flestum
lýðræðisríkjum Evrópu voru marg-
klofnir, er að sjálfsögðu ekki ein-
falt mál, en því eru gerð rækileg
skil í þessari bók.“
Matthías Johannessen sagði á
blaðamannafundinum, að áður en
hann hóf gagnasöfnun í bókina,
hafi ekki verið vitað, að Ólafur
hafi skrifað hjá sér á minnisblöð
ýmislegt, sem hann vildi varðveita,
svo sem eins og samtöl er hann átti
við menn. „Það sem mér fannst
Bókin um Ólaf Thors.
Frá blaðamannafundinum í gær, er ævisaga Ólafs Thors var kynnt. Við borðið sitja Eiríkur Hreinn Finnboga-
son, cand.mag., Matthías Johannessen, ritstjóri og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Almenna bókafélagsins.
Lengst til vinstri er einn blaðamannanna, sem sátu fundinn. Ljósm. Mbi. ói.k.m.
einkar skemmtilegt," sagði Matthí-
as, „var að sjá hve samkvæmur
hann var sjálfum sér. Hann segir
ekki eitt á Alþingi eða opinberlega
og annað í þessum plöggum sínum.
Hann er geysilega ihugull, raun-
sær og djúpur stjórnmálamaður.
Hann er mjög pragmatískur
stjórnmálamaður, í góðri
merkingu, sem helgaði líf sitt
stjórnmálunum og Sjálfstæðis-
flokknum."
í bókinni segir Matthías Johann-
essen: „„Af hverju ertu að skrifa
sögu Ólafs Thors?,“ spurði mig eitt
sinn ungur maður. „Finnst þér það .
skapandi?" Hverju átti ég að
svara? Að sjálfsögðu engu. Og enn
hef ég ekkert svar á reiðum hönd-
um.
í framhaldi af samtölum við
margt fólk langaði mig að tala við
Ólaf Thors með þeim hætti, sem
gert er í þessari bók. Af þeim
ástæðum hefur mér þótt bezt fara
á því, að hann kæmist eins oft að
sjálfur og unnt er. Ég vildi eiga við
hann samtal. Mig langaði ekki að
standa við þögula gröf; hafa sjálf-
ur alltaf orðið og láta í raun og
veru eins og Ólafur og samtíð hans
skiptu ekki máli, heldur ættu það
eitt erindi við okkur, sem mér
þóknaðist. Ef einhver metnaður er
í þessu riti af minni hálfu, er hann
sá að leyfa liönum tíma að taka til
máls. Og umfram allt að veita
þeim, sem ekki muna Ólaf Thors,
tækifæri til að hlusta á hann; segja
frá helztu átökunum í lífi sínu;
vekja upp gamlan tíma; neita því
sem sagt að síðasta orðið sé tor-
tíming." „Mig langaði til að ein-
hverjir gætu dregið nokkurn lær-
dóm af lífi Ólafs Thors og störfum,
og til þess þurfti að fylgja honum
eftir. En í samfylgd við hann verð-
ur þjóðarsagan á þessari öld aldrei
langt undan.“
Á blaðamannafundinum bætti
Matthías Johannessen við, að hann
hefði unnið þetta verk í tómstund-
um undanfarin hálfan annan ára-
tug. Hann hafi unnið að verkinu í
lotum. Heimildir hafi verið óað-
gengilegar, en þetta hafi verið sitt
hugsjónamál. Ólafur Thors hafi
verið búinn að lofa sér að eiga við
sig samtöl, skömmu áður en hann
lézt, og Matthías sagðist hafa
hlakkað til. „Ég sætti mig ekki við,
að dauðinn hefði síðasta orðið,“
sagði Matthías og benti á bókina:
„Því er hann hér.“
Matthías gat þess að lokum, að
ættingjar Ólafs Thors hafi veitt
honum ómetanlega aðstoð vegna
heimildasöfnunar. Stæði hann í
mikilli þakkarskuld við þá og aðra
heimildarmenn ritsins.
tímabundna rekstrar-
inga á gjaldeyrisforðann
í íslenzkum krónum með háum
vöxtum. Menn höfðu þá hliðsjón af
því, að allar afurðabirgðir sjávar-
útvegsins eru raunveruleg gjaldeyr-
irseign og verðmæti þeirra breytist
í samræmi við gengisbreytingar.
í árslok 1978 voru sett lög, sem
heimiluðu Seðlabankanum að veita
innlend afurðalán með gengis-
ákvæði. Því miður varð reynslan sú,
að gengisbundnu afurðalánin urðu
sjávarútveginum ekki eins hagstæð
og vonir stóðu til, þrátt fyrir hag-
stæða vexti og var ástæðan ört fall-
andi gengi íslenzku krónunnar, sem
hafði í för með sér samsvarandi
hækkun þessara lána. Þetta var
sjávarútveginum sérstaklega óhag-
stætt á árinu 1980, enda féll krónan
þá óvenju hratt gagnvart dollar.
Þegar þetta varð ljóst, var þegar
byrjað að huga að leiðum til þess að
bæta stöðu sjávarútvegsins að þessu
leyti.
Haustið 1980 var hluti af gengis-
uppfærslu þess árs felldur niður og
um áramót var ákveðið að lækka
vexti af þessum lánum úr 8Vi% í
4% og var sú lækkun afturvirk frá
1. september 1980. Vegna erfiðleika
útflutningsatvinnuveganna á þessu
ári var enn gripið til hliðstæðra
ráðstafana með því að failið var frá
gengisuppfærslu þessara lána vegna
gengisbreytingarinnar 26. ágúst sl.
og með leiðréttingum fyrir þá út-
flytjendur, sem tekið höfðu lán í
dollurum en selt í Evrópugjaldmiðl-
um.
Allar þessar ráðstafanir sýndu í
raun, að tilraunin með gengis-
bundnu afurðalánin hafði mistekist
og ekki orðið sjávarútveginum til
hagsbóta eins og að var stefnt, svo
augljóst er að taka verður þessi kjör
enn á ný til gagngerðrar endurskoð-
unar. Bankastjórn og bankaráð
Seðlabankans hafa fyrir sitt leyti
fallizt á að lánunum verði aftur
breytt í lán í íslenzkum krónum með
sömu kjörum og önnur afurðalán en
jafnframt yrði þá fallið frá gengis-
uppfærslu þessara lána vegna
gengisbreytingarinnar í gær. Verð-
ur haft samráð við fulltrúa sjávar-
útvegsins áður en endanlegar
ákvarðanir verða teknar í þessum
efnum.
— Hvað um eiginfjáraukningu
Seðlabankans?
— Eins og ég sagði áðan er veru-
legur hluti af eigin fé Seðlabankans
á svokölluðum endurmatsreikningi
vegna gengisbreytinga en það fé,
sem á honum stendur, er bundið í
gjaldeyrisforða bankans, enda hefur
reikningurinn myndazt vegna þess,
að bókhaldslegt verðmæti gjaldeyr-
isvarasjóðsins hefur hækkað vegna
gengislækkunar íslenzku krónunnar
á undanförnum árum. Þessum sjóði
er því ekki hægt að ráðstafa nema
þannig að gengið sé á gjaldeyris-
eignin sjálfa og verðmæti hennar í
erlendum gjaldeyri lækkað.
— Hvað er gjaldeyrisforði okkar
mikill um þessar mundir og er óhætt
að ganga á hann án þess að stofna í
hættu viðskiptum okkar við aðrar
þjóðir?
— Gjaldeyrisforði okkar var í lok
septembermánaðar um 1700 millj-
ónir króna og hann nægði þá fyrir
rúmlega 3ja mánaða innflutningi og
hefur farið heldur vaxandi hlut-
fallslega miðað við þjóðarfram-
leiðslu og innflutning á þessu ári.
Þótt ekki sé hægt að segja, að hér sé
um óviðunandi stöðu að ræða er rétt
að hafa tvennt í huga: í fyrsta lagi
var gjaldeyrisstaðan mun betri en
þetta fram til ársins 1973 miðað viö
innflutning og í öðru lagi hafa er-
lendar skuldir íslendinga og
greiðslubyrði vegna þeirra farið
mjög ört vaxandi. En með auknum
erlendum skuldum og greiðslubyrði
eykst að sjálfsögðu þörfin fyrir
traustan gjaldeyrisforða, ef eitt-
hvað bjátar á. Það verður því að
teljast mjög varasamt, að leysa
tímabundna rekstrarerfiðleika með
því að ganga á eign þjóðarinnar í
erlendum gjaldeyri og rýra þannig
efnahagslegt öryggi hennar.
— Hvaða áhrif munu slíkar ráðstaf-
anir hafa á efnahagslíf þjóðarinnar?
— Sannleikurinn er sá, að sú
spurning, hvort leysa eigi tiltekinn
efnahagsvanda með fjármagni úr
Seðlabankanum verður alltaf fyrst
og fremst að skoðast frá því sjón-
armiði, hvaða áhrif slíkar greiðslur
mundu hafa á efnahagslegt jafn-
vægi. í sjálfu sér skiptir það engu
máli, hvort féð sé að nafninu til úr
einhverjum tilteknum sjóði, efna-
hagsleg áhrif af ráðstöfun þess
væru nákvæmlega þau sömu og
fylgja mundu skuldasöfnum ríkis-
sjóðs við Seðlabanka svo að dæmi sé
nefnt. Ástandið í peningamálum
hér á landi eins og nú standa skakir
er þannig, að það mundi sízt verða
til bóta að auka enn á þenslu og
gjaldeyriseftirspurn með ráðstöfun
fjár úr eiginfjársjóðum Seðlabank-
ans.
— Hvernig er eiginfjár hlutfall
Seðlabankans hér miðað við seðla-
banka á Norðurlöndunum?
— Það hefur nokkur verið vitnað
til þess að undanförnu að erlendir
seðlabankar greiði hluta af tekjum
sinum í ríkissjóði. Það er vissulega
rétt enda engin ástæða til að halda
því fram, að slíkt geti aldrei komið
til greina. Seðlabankinn greiðir
raunar árlega hluta af tekjum sín-
uní m.a. til Vísindasjóðs. Meginatr-
iðið er hins vegar hvaða efnahags-
leg áhrif slík skattJagning mundi
hafa. I samanburði við Seðlabnka á
hinum Norðurlöndunum er eigin-
fjárstaða Seðlabankans ennþá veik
og gjaldeyrisforði okkar minni en
æskilegt væri. Samanburður á eig-
infjárhlutfalli seðlabankanna á
Norðurlöndunum kemur fram í
þessum tölum.