Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
Minning:
■
Gunnar Oskars-
son móttökustjóri
Fæddur 17. september 1927
Dáinn 1. nóvember 1981
Við andlátsfregn Gunnars
Óskarssonar kom mér fyrst í hug
yfirþyrmandi harmur. En jafn-
framt minntist ég orðanna í 15.
sálmi Davíðs:
Drottinn, hver far aó j»isla í tjaldi þínu,
hver fa r ad búa á fjallinu þínu hclga?
Sá er fram gengur í flekkleysi og idkar réttlæti
og talar sannleik af hjarta
Sá er eij;i talar róg meó tungu sinni
og eigi gjórir öórum mein
— mun eigi haggast um aldur.
Að hafa átt að vini jafn grand-
varan og sannan dreng sem Gunn-
ar var, auðgar hvern mann. Því
mega vinir hans nú þakka Drottni,
þess fullvissir að Gunnar gistir nú
tjald hins hæsta og mun þaðan
fylgjast með ástvinum sínum
þessa heims og lýsa þeim „áfram
veginn".
Gunnar Óskarsson var fæddur í
Reykjavík 17. september 1927,
sonur hjónanna Sesselju Þórðar-
dóttur, prests á Söndum í Dýra-
firði, og Óskars Árnasonar, stýri-
manns í Reykjavík. Hann var
miklum hæfileikum gæddur,
gáfaður og músikalskur drengur.
Mun móðurbróðir hans, Sigurður
Þórðarson tónskáld, snemma hafa
áttað sig á hvað í honum bjó og
stuðluöu þau hjón, Sigurður og
Áslaug, að þroska hans á tón-
listarbrautinni. Mörgum er í
fersku minni hve hann söng frá-
bærlega vel „Ökuljóð" aðeins tólf
ára gamall og síðar „Ave María"
eftir Franz Schubert og fleiri lög.
Hann gekk í Verslunarskólann í
Reykjavík. Einnig dvaldist hann
erlendis við söngnám. Þegar
heilsa Gunnars fór að bila, átti
hann ómældar ánægjustundir við
slaghörpu frænda síns, sem hon-
um hafði hlotnast að Sigurði látn-
um. Þannig sameinuðust þeir
áfram í listinni þótt móðan mikla
skildi á milli í bili. En aðalstarf
Gunnars var gestamóttaka á hót-
elum, fyrst í Keflavík, síðan, frá
því Bændahöllin var byggð, á Hót-
el Sögu til hinsta dags.
Gunnar kvæntist 1947 Guðríði
Pétursdóttur og eignuðust þau tvo
syni, Gunnar Örn listmálara, f. 2.
desember 1946, og Þórð Steinar
lögfræðing, f. 23. janúar 1949. Þau
Guðríður slitu samvistum.
Gunnar kvæntist aftur 17. sept-
ember 1959. Síðari kona hans var
Elísabet Finnbogadóttir, dóttir
hjónanna Jóhönnu Sigríðar Hann-
esdóttur frá Stóru-Sandvík í Flóa
og Finnboga Sigurðssonar frá
Meira-Garði í Dýrafirði. Finnbogi
var þá nýlega látinn, en óvenju-
mikið ástríki varð milli Jóhönnu
og Gunnars. Þekktu þau og mátu
að verðleikum hvors annars
mannkosti. Elsa og Gunnar stofn-
uðu sitt heimili hjá Jóhönnu og
bjuggu þau félagsbúi á Flókagötu
14 í Reykjavík þar til Jóhanna
lést, 26. desember 1971. Elsa og
Gunnar eignuðust þrjú börn. Þau
eru: Finnbogi, f. 6. júní 1958, hann
er kvæntur Sigríði Stefánsdóttur
og eiga þau einn son, Frey, Finn-
bogi er við nám í viðskiptafræði í
HI, Sigríður Jóhanna, f. 10. októ-
ber 1959, ógift en á einn son, Jó-
hann Örn, hún er að ljúka hjúkr-
unarnámi og Sigurður Már, f. 4.
október 1970. Öll eru börn Gunn-
ars vel gerð og mannvænleg.
Heimili Jóhönnu Hannesdóttur
á Flókagötu 14 stóð alla tíð opið
gestum og gangandi hvaðanæva.
að, sem einhverra hluta vegna
þurftu þess með í Reykjavík. Naut
þess m.a. fjölskylda hennar og
aðrir að austan. Þegar Elsa og
Gunnar stofnuðu sitt heimili þar,
varð engin breyting þar á. Gunn-
ari þótti slíkt ónæði sjálfsagður
hlutur og var líka einstaklega
gestrisinn og skemmtilegur heim
að sækja.
Það er svo ótal margs að minn-
ast: Tengsl okkar Elsu frá því við
frænkurnar vorurn skírðar saman
austur í Sandvík og svo strax í
bernsku bættist í hópinn Sigríður
Lýðsdóttir í Litlu-Sandvík sem
vinkona okkar. Samvistir okkar
þriggja á hverju sumri og í fríum
fram undir tvítugt. Traust vin-
átta, sem aldrei hefur borið
skugga á. Þegar Elsa giftist, fyrst
okkar þriggja, bættist okkur vin-
ur, sem við erum forsjóninni
þakklátar að hafa kynnst.
Nú að leiðarlokum þökkum við
Kristinn af alhug allt sem þessi
blessuðu hjón gerðu fyrir okkur á
námsárum Kristins í Reykjavík og
börnin okkar, sem ávallt voru þar
velkomin. Einnig fyrir fjölskyld-
una alla að austan.
Það sýnir vel hugarfar þeirra
hjóna og samhug að þau tóku á
heimili sitt á Hjallalandi 12,
vandalausa, einstæða konu á ní-
ræðisaldri og hjúkruðu henni þar
mörg undanfarin ár meðan mögu-
legt var og mundu henni þannig
handtök löngu liðinna ára.
Öldruðum föður, eiginkonu,
börnum og ástvinum öllum votta
ég og fjölskylda mína dýpstu sam-
úð.
Blessuð sé minning göfugs
manns.
Rannveig Pálsdóttir
Það er erfitt að setjast niður
með penna í hönd til að kveðja
jafn kæran vin og samstarfsmann
og Gunnar Óskarsson var. Hann
hafði átt við veikindi að stríða síð-
ustu ár og var líklega miklu veik-
ari en maður gerði sér grein fyrir,
svo vel bar hann sig, síkátur og
léttur í lund. Og þó búast mætti
við að kallið kæmi hvenær sem
væri, er maður aldrei viðbúinn.
Síst var okkur það í huga er við
kvöddumst á vinnustað á föstu-
degi að sunnudagurinn yrði hans
síðasti.
Gunnar fæddist í Reykjavík 17.
september 1927 og lést í Landspít-
alanum 1. nóvember sl. Hann var
sonur hjónanna Sesselju Þórðar-
dóttur og Óskars Árnasonar. Móð-
ir hans lést fyrir nokkrum árum
en Óskar sér nú á bak öðrum syni
sínum á skömmum tíma. Gunnar
ólst upp hér í bæ og vakti athygli
strax á barnsaldri fyrir fallegan
söng sinn. 12 ára gamall söng
hann einsöng með Karlakór
Reykjavíkur undir stjórn móð-
urbróður síns, Sigurðar Þórðar-
sonar tónskálds. Einnig söng hann
í barnatímum útvarpsins og inn á
plötur. Rúmlega tvítugur fór
Gunnar fyrir áeggjan Sigurðar og
með aðstoð góðra manna til
söngnáms á Ítalíu. Þar var hann
við nám í um 4 ár, en kom þó heim
á þeim tíma og hélt konsert í
Gamla bíói. Hann fékk góða dóma
og þá hafði sópran-barnsröddin
breyst í tæra tenórrödd. Ekki varð
þó úr því að hann legði sönginn
fyrir sig að loknu námi, en haslaði
sér völl á öðrum starfsvettvangi.
Gunnar var kvæntur Elísabetu
Finnbogadóttur, mikilli dugnaðar-
og mannkostakonu, sem mikið
reyndi á í veikindum hans. Þau
höfðu búið sér fallegt heimili að
Hjallalandi 12, en nýlega ákveðið
að skipta og keypt annað minna
hús, sem Gunnar hlakkaði mikið
til að flytja í, en ekki auðnaðist
honum það. Þau eignuðust þrjú
börn, Finnboga, nú við nám í
viðskiptafræði, Sigríði, sem er að
ljúka hjúkrunarnámi og Sigurð,
sem aðeins er 11 ára. Einnig átti
Gunnar tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi, Gunnar Örn listmálara og
Þórð lögfræðing.
Kynni okkar Gunnars hófust
fyrir rúmum tuttugu árum er við
hittumst í Kaupmannahöfn, þar
var ég á ferðalagi en hann var að
kynna sér það markverðasta í
sambandi við það starf er hann
var þá nýráðinn í, sem móttöku-
stjóri Hótel Sögu, er átti að opna
ári síðar. Við löbbuðum og röbbuð-
um lengi saman og fann ég þá
strax hversu gott og gaman var að
tala við hann. Mig grunaði ekki
þá, að við ættum eftir að verða
nánir samstarfsmenn í nærri tvo
áratugi.
Gunnar hóf störf fyrir Hótel
Sögu árið 1961, ári áður en hótelið
var opnað, og annaðist erlendar
bréfaskriftir fyrir hið nýja hótel,
auk þess sem hann undirbjó sig
fyrir hið erilsama starf sem í
vændum var. Er því nú kvaddur
elsti starfsmaður Hótel Sögu í
blóma lífsins, aðeins 54 ára gam-
all. Starfi móttökustjóra gegndi
hann til ársins 1976, eða þar til sá
sjúkdómur ágerðist sem nú lagði
hann að velli. Þá flutti hann sig á
skrifstofu hótelsins og gegndi þar
ýmsum störfum. Allt, sem Gunnar
tók að sér, vann hann af alúð og
gleði, enda var samviskusemi hans
einstök.
Starf móttökustjóra hótela er
vandasamt og erfitt starf. Það má
segja, að gestamóttakan sé andlit
hótelsins. Þangað koma gestir
fyrst og þar kveðja þeir og er því
mikilvægt að þar sé maður sem
allra vanda vill leysa, en þannig
var Gunnar. Gaman var að fylgj-
ast með þegar fastagestir, íslensk-
ir sem erlendir, birtust og sáu
Gunnar. Þá urðu ávallt miklir
fagnaðarfundir, því allir hændust
að honum sökum sérstakra per-
sónutöfra hans og ótakmarkaðs
vilja til að gera öllum til hæfis.
Það var ekki verið að líta á klukk-
una þó starfsdegi ætti að vera lok-
ið, ekki farið heim fyrr en gengið
hafði verið úr skugga um að allt
væri í lagi, enda fyrstu árin oft
afkastað tveggja manna starfi.
Gunnar var góður tungumálamað-
ur og var gaman að vera í gesta-
móttökunni þegar t.d. ítalska
ferðamenn bar að garði, því mikil
varð undrun þeirra þegar þeir
hittu mann sem talaði móðurmál
þeirra jafn vel og Gunnar gerði,
enda oft leitað aðstoðar hans við
túlkun og ítalskar bréfaskriftir.
Að sjálfsögðu skiptast á skin og
skúrir hjá slíkum gleðinnar
mönnum sem Gunnar var, en alla
t
Eíginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir,
JOHANN FRIDRIK VIGFÚSSON,
vélstjórí,
andaöist aöfaranótt 10. nóvember.
Steinunn Jana Guöjónsdóttir,
Frímann Jóhannsson,
Jóna S. Jóhannsdóttir, Kristínn E. Guönason.
t
Útför fööur okkar og tengdafööur,
f JÓNS ÓLAFSSONAR
ram frá Fossvo ,ré Y,ri Bakka-
fer fram frá Fossw-§5I'írkiu. föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30.
Gíslína Jónsdóttir,
Steinunn J. Steinsen,
Eggert Steinsen.
t
Utför moður okkar,
FILIPPÍU ÓLAFSDÓTTUR,
Grettisgötu 35B,
veröur gerö frá Dómkirkjunni, föstudaginn 13. nóvember kl. 10.30.
Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlega beönir að láta
Hallgrímskirkju njóta þess.
Þórunn Bergsteinsdóttír,
Baldur Bergsteinsson,
Sigríöur Skuld Bergsteinsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns,
^HALLDÓRS JÓNSSONAR,
Hrannargötu 10, ísafiröi,
veröur gerö frá Isafjaröarkirkju föstudaginn 13. nóv. kl. 14.00.
Kristín Sv. Guöfinnsdóttir.
t
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu,
OLGU EGGERTSDÓTTUR,
Rauöagerði 40,
verður gerö frá Bústaöakirkju, föstudaginn 13. nóvember kl. 4.
Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Haraldur Jónsson,
Gyóa Haraldsdóttir, Jón Torfason,
Guóberg Haraldsson, Sigurlaug Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faöir minn, móöurbróöir og mágur,
KRISTINN GUDMUNDSSON,
málarameistari,
Langholtsvegi 34,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 13. nóvember
kl. 15.
Brynhildur Kristinsdóttir,
Álfhildur Ingímarsdóttir,
Ingimar Sveinsson.
t
Aluöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför
SOFFÍU JÓHANNESDÓTTUR,
fyrrum kaupkonu á ísafirði.
Sigríóur S. Jónsdóttir, Jón G. Halldórsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát unnusta, fööur,
sonar og bróöur okkar,
ELÍASAR VALS BENEDIKTSSONAR,
Laufhaga 5, Selfossi,
er lést 4. október síðastlíöinn.
Ása Gréta Einarsdóttir, Þórunn Berglind Eliasdóttir,
Hanna Brynjólfsdóttir
Fjóla Benediktsdóttir,
Freyja Benediktsdóttir
Birna Benediktsdóttir,
Logi Benediktsson,
og aðrir aðstandendur.
Benedikt Sigurbergsson
Hreggviöur Davíðsson,
Guðjón Örn Benediktsson,
Símon Viggósson,
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin-
manns míns. fööur okkar, tengdafööur, tengdasonar, bróður og
afa.
VALDIMARS ÞÓRHALLS KARLS ÞORSTEINSSONAR,
Sörlaskjólí 60.
Sigrún Guóbjörnsdóttir,
Margrét Valdímarsdóttir, Sigurjón Ingvason,
Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson,
Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteínn Þorvaldsson,
Unnur Valdimarsdóttir, Eyþór Benediktsson,
Margrét Gissurardóttir, Guóbjörn Sigurjónsson,
Stefán Þorsteinsson,
og barnabörn.