Morgunblaðið - 12.11.1981, Page 45

Morgunblaðið - 12.11.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 45 St. Ki'vins-kirkja í (ilendalout;h á írlandi. byggd úr steini þegar á 9. öld, eða á þeim tíma er írskir papar tóku aó leggja leió sína hingað til lands, eins og getið er um í bókum Kin- ars l’álssonar. Myndina tók Ijósmyndari Morg- unblaðsins, Olafur K. Magnússon fyrir nokkrum árum. menningararfleifð þeirri er hingað barst með Keltum fyrir landnám norrænna manna. Kenningar þessar þykja mér athyglisverðar, þó mig raunar bresti sérþekkingu til að dæma um gildi þeirra. Mig langar því til að beina þeirri fyrirspurn til prófessors Sigurðar Líndal, á hvern hátt verði gerð grein fyrir þessum kenningum, eða á hvern hátt verði tekið tillit til þeirra, í ritverki því er hann er ritstjóri fyrir og nú er að koma út smám saman, Saga íslands, er Hið ísl. bókmenntafélag gefur út. F'orvitnilegt þætti mér að vita hvernig kenningum Einars Páls- sonar verða gerð skil, en' sé ekki ætlunin að gera það í ritum þeim er Sigurður Líndal ritstýrir, þætti mér vænt um að fá rök- stuðning fyrir ákvörðunum í þá áttina. Einhverjar rannsóknir hlýtur Háskóli Islands að hafa gert á verkinu. Og ef ekki, er það þá ekki í verkahring Sigurðar að láta gera það? Fyrirspurn til Sigurðar Líndal Ung kona, er nefnir sig „Áhuga- maður um íslenzk fræði“, hefur beðið Velvakanda að koma á fram- færi eftirfarandi fyrirspurn við Sig- urð Líndal prófessor: „Fyrir nokkru kom út í Reykja- vík sjötta bindi mikils ritverks, Rætur íslenzkrar menningar, eft- ir Einar Pálsson skólastjóra. Arf- ur Kelta nefnist þetta sjötta bindi, og hefur að geyma niður- stöður kannana höfundar á Með fyrirfram þökk fyrir greinargóð svör frá Sigurði eins og jafnan er von á úr þeirri átt.“ Velvakandi kemur fyrirspurn- unum hér með áfram til Sigurðar Líndal. Ekki á vegum Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra Sigurður Magnússon, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra: — Það hringdi hingað kona í gær og greindi frá því, að heim til þeirra hjóna hefði komið maður að bjóða myndir til sölu. Hún sagði að bóndi sinn hefði verið einn heima og hann tæki yfir- leitt vel á móti sölufólki. Fyrrgreindur maður sagðist vera að selja myndir til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem er hreinn upp- spuni og tilbúningur. Það er engin slík sala í gangi á okkar vegum. Það er rétt að þetta komi fram um leið og fólk er varað við þeim sem sigla þann- ig undir fölsku flaggi. Hvaðan á að taka þessa peninga? Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var búinn að hlakka til þess Þessir hringdu . . . að fá stöðugan gjaldmiðil með breytingunni um áramótin. Því urðu vonbrigði mín mikil þegar farið var að narta í krónuna strax að nokkrum mánuðum liðnum, og vonbrigði mín hafa vaxið með hverri gengisfellingu. Nú stefnir í al- veg sömu átt og áður og maður spyr sjálfan sig: Til hvers var þá verið að þessu? Það er líka sama hvert litið er, alls staðar er verið að kvarta og kveina. í hverju blaði, hverri frétt, ár eftir ár: Tap á atvinnurekstr- inum, allir þurfa sérstaka fyrirgreiðslu og styrki. Ég man ekki eftir því að þetta hafi ver- ið svona. En hvað hugsa menn sér að þetta geti viðgengist lengi, að ríkið standi undir öll- um atvinnurekstri með styrkj- um á styrki ofan? Hvaðan á að taka þessa peninga? í mínu ungdæmi var það þung raun að vera það sem kallað var þurfa- lingur eða sveitarlimur. Fara þessi orð að fá endurnýjaða merkingu? Góð matarkaup Okkar tilboö kr. kg 53,00 58,00 29.50 20.50 39.70 40.70 49.70 49,70 60.00 Skraö verö kr. kg 112,00 142,00 40,70 36,20 Bacon á hálfvirði i 1/1 Bacon í sneiöum Ný lambalifur Kindalifur Geitarkjöt 1/1 skrokkur Kindabjúgu á tiiboði Saltaðar nautatungur Saltaðar kálfatungur HeimalÖguð lifrarkæfa 50,70 71,50 71,50 74,80 Næsta laugardag er opiö til kl. 4 KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 1. s„ 86511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.