Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 18
■■ i 18 *j_L_------------- MORGUNBLjÍIITð! FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Leitum leiða sem við myndum sjálf una við eftir Margréti S. Einarsdóttur Nú þegar „ári fatlaðra" er um það bil að ljúka er taisvert farið að bera á auknum umræðum um næsta ár sem kallað verður „ár aldraðra“. Umræður um málefni aldraðra eru ekki nýjar af nálinni. í umræðum og skrifum varðandi þetta mikils- verða mál hafa á undanförnum ár- um komið fram marjíar tillöjíur til úrbóta, sumar (jóðar aðrar misvitr- ar, eins oj; nengur og gerist. Orð eru að vísu til alls fyrst en hafa lítið gildi sé þeim ekki f.vl({t eftir með raunhæfum aðderðum. I sannleika sagt hefur lítið orðið úr fram- kvæmdum núverandi meirihluta bor(;arstjórnar til úrbóta fyrir aldr- aða. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur fyrst o({ fremst verið að f.vl(ua eftir þeim framkvæmdum sem þegar hafði verið ýtt úr vör af sjálfstæðismönnum, meðan þeir höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Lö){ð hefur verið áhersla á að Ijúka byggingu íbúða fyrir aldraða, það er f.vrst og fremst fyrir þá einstaklin(;a sem (;eta verið nokkurn ve(;inn sjálfbjar(;a. Það framtak er vissule(;a (;óðra (yalda vert oj; hefur leyst ákveðinn vanda, en eftir sitja þeir sem enn verr eru á ve);i staddir. Það eru þeir ein- staklin(;ar sem lokið hafa da);sverki sínu en eru nú einhverra hluta vegna ekki len);ur færir um að sjá um sitt daglega líf. Það er staðreynd að á öllum sjúkrahúsum borgarinnar 0(; raun- ar um allt land er stór hluti aldrað- ra sem lagðir eru inn tTl meðferðar sem ílengjast þar jafnvel svo árum skiptir. Sumir þessara sjúklin(;a eru þannig farnir að útilokað er að útskrifa þá til dvalar í heimahúsum og engin sjúkrastofnun er til sem f;etur eða vill taka við þessum ein- staklingum. Það „kerfi" sem hér ríkir í sjúkrahúsmálum almennt Kerir hreinle(;a ekki ráð fyrir þessu fólki, það er utan við myndina. Bent hefur verið á sem lausn fyrir þessa einstaklinga að kaupa megi, eða taka í notkun húsnæði sem þegar er fyrir hendi og gera á því breyt- in);ar, sem henta muni til vistunar langlegusjúklinga og þá fyrst og fremst öldrunarsjúklingum. Það er gott og blessað svo langt sem það nær. Að mínu mati er mjög mikið vafamál hvort rétt er að stefna að uppbyggingu sjúkrastofnana, sem eingöngu er ætlað að hýsa langlegu- sjúklinga. Slíkar deildir verða þungar og erfiðar og því oft ekki unnt að halda hæfu starfsfólki í starfi til lengdar. En ef á annað borð á að stefna að slíkum lang- legudeildum tel ég að byggja eigi þær vistunardeildir frá grunni, með þarfir þessa fólks sérstaklega í huga. Það hafa verið gerðar breyt- ingar á húsnæði í þessum tilgangi og tekist með nokkrum ágætum en þó engan veginn svo unnt sé að kalla það fullnægjandi. Það sem ekki er fullnægjandi er að mínu mati ekki nógu gott fyrir þá þegna sem skilað hafa löngum starfsdegi í þágu okkar þjóðfélags. Það er lítið til að hæla sér af hversu dregist hefur úr hömlu bygging þeirrar deildar Borgarspítalans sem ætluð er langlegusjúklingum og þá fyrst og fremst öldrunarsjúklingum. Til- koma þeirrar deildar mun þó engan veginn leysa allan vanda sjúkra- húsa og heimila. Það er þörf stór- átaka í þessum málum svo viðun- andi lausn verði í sjónmáli. En þar með er ekki öll sagan sögð. Á öllum sjúkrastofnunum borgarinnar er aldrað fólk, sem hæglega gæti dval- ið í heimahúsum eða þar til gerðum stofnunum, þar sem fyrir hendi er viss aðhlynning og eftirlit. Slíkar stofnanir eru af skornum skammti og fullnægja engan veginn þörfinni og heimilin virðast þess ekki um- komin að hafa þetta fólk. Og þá vaknar sú spurning, hvað er orðið af heimilinu, kjarnafjölskyldunni í hinu frjálsa nútíma samfélagi? Hvers vegna beinast allar lausnir í átt til stofnana sem eiga að sjá okkur fyrir öllu frá vöggu til graf- ar? Hvað er orðið um gagnkvæma framfærsluskyldu foreldra og barna? Hvert stefnir það þjóðfélag sem alfarið vill losa einstaklinginn undan allri ábyrgð? Slíkt þjóðfélag Margrét S. Kinarsdóttir hlýtur smámsaman að glata ein- staklingsfrelsinu, stefna alfarið í átt til stofnanaþjóðfélagsins. Áður fyrr var fjölskyldan lítið einangrað samfélag, þar sem innan veggja heimilisins fór fram samspil ungra og aldinna, samvinna sem tengdi saman kynslóðir og treysti fjölskyldubönd. Samfara flótta úr strjálbýli í þann ys og þys, sem óneitanlega er samfara lífi í þétt- býli nútímans, hafa fjölskyldu- tengslin breyst, jafnvel rofnað. Það er sjaldséð í dag að margir ættliðir búi undir sama þaki. I staðinn fyrir þá ágætu hefð að ein kynslóð miðli annarri af reynslu sinni innan fjöl- skyldunnar, er öll slík miðlun nú í höndum hins opinbera. Konur sjá sér nú ekki lengur neinn hag í því að sinna húsmóð- urstörfum eingöngu, en fara í æ ríkari mæli út á vinnumarkaðinn í launuð störf, þjóðfélagið sér um uppeldi og umönnun barnanna. Afi og amma sem ekki geta lengur með góðu móti séð um sig sjálf eiga einnig að fara inn á stofnun þar sem samfélagið hefur fólk á launum til að annast þau. Eru margir sem spyrja afa og ömmu hvað þau vilja helst sjálf? Það er einfaldlega ekki frekar gert ráð fyrir þeim öldruðu innan fjölskyldunnar, fremur en í samfélaginu í heild. í þeirri miklu baráttu, sem fram hefur farið fyrir jafnrétti kynjanna, jöfnum rétti foreldra, réttindum barna, hefur orðið útundan réttur hins aldraða. Réttur þess sem lokið hefur löngum starfsdegi til þess að finna sig ekki óvelkominn, óþarfann og utanveltu í þjóðfélaginu. Það þarf að sporna við þeirri þróun að yngra fólk þrýsti því eldra inn á stofnanir. I því skyni verður að efla til muna heimahjúkrun og heimilishjálp. Bæta verður kjör þeirra stétta sem þau störf vinna en þessar stéttir eru fyrst og fremst skipaðar kon- um. Launamál þeirra eru dæmigerð - um það hve kvennastörf eru lítils metin og hve lítill skilningur er á mikilvægi þessara starfa. Það verður að viðurkennast, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að ekki verður hjá því komist að reisa stofnanir til vistunar fyrir aldraða. Slíkar stofnanir á að hanna af natni og með hliðsjón af þörfum þeirra sem þar eiga að vera. Það ætti að vera lítill vandi fyrir lífeyrissjóði að leggja fram fé til slíkra bygginga, með því móti geta þeir sem greitt hafa áratugum sam- an í lífeyrissjóðina notið þeirra, einmitt þegar þörfin er mest. Hins vegar ætti það að vera verð- ugt verkefni okkar sem berum ábyrgð á nútimanum að leita leiða er miða að því að gera öldruðum kleift að dvelja sem lengst í heima- húsum, innan um sína nánustu. Leita leiða sem við myndum sjálf una við, í sömu sporum. Stefna afturhaldsflokkanna er að halda niðri lífskjörum til að auka eigin völd - eftir Davíö Sch. Thorsteinsson Hér fer á eftir ræða sem Davíð Sch. Thorsteinsson flutti á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins: Fundarstjóri, formaður, góóir sjálfstæðismenn Þau drög að stjórnmálaál.vktun, sem liggja fyrir þessum fundi, eru ágæt svo langt sem þau ná og ég er sammála bæði fyrsta og öðrum hluta þeirra. Þeir þankar um stefnu Sjálfstæð- isflokksins, sem ég kem með hér á eftir, eru þó það framúrsteínulegir, að ég mun ekki gera það að tiilögu minni að þeir verði teknir inn í stefnu Sjálfstæðisflokkins nú, en vænt þætti mér um, ef þið, sem heyrið orð mín, vilduð hugleiða þessar hugmyndir fram að næsta landsfundi. Öfund — þjóðarböl Islendinga Sá eilífi samanburður, sem tíðk- ast hér á landi og sú úlfúð og öfund sem af því sprettur, er einn helsti þjóðarlöstur og þjóðarhöl okkar ís- lendinga. Á þetta ekki síst við um atvinriu- vegi okkar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að eitt af því, sem bæði skapar og viðheldur þessu ófremd- arástandi, eru öll þessi fagráðuneyti og allir þessir lagráðherrar, sem rembast við að sýna dugnað sinn í að pota áfram málum, góðum eða slæmum, fyrir sinn atvinnuveg. Vegna þessa er um endalaus hrossakaup og baktjaldamakk að ræða og sá talinn bestur ráðherra, sem mestu kemur í gegn fyrir sinn atvinnuveg, alveg án tillits til þjóð- trhags. Leggja niður „fag“-ráðuneytin Þetta verður að hætta. Ég álít að ■ina leiðin til að bæta úr þessu tandi sé að: ■ leggja niður iðnaðarráðuneytið embætti iðnaðarráðherra, - leggja niður landbúnaðarráðu- neytið og embætti landbúnaðarráð- herra, — leggja niður sjávarútvegsráðu- neytið og embætti sjávarútvegs- ráðherra, — leggja niður samgönguráðu- neytið og embætti samgönguráð- herra og að leggja niður viðskipta- ráðuneytið og embætti viðskipta- ráðherra. Þess í stað að stofna eitt atvinnu- vegaráðuneyti og hafa skal einn at- vinnuvegaráðherra. Á þann hátt og þann hátt einan ætti að vera von til þess að yfirsýn fengist yfir alla atvinnuvegi lands- manna, sem eru jú tengdir órjúf- andi böndum og eiga að vinna sam- an, því vegur og viðgangur hvers þeirra er tengdur vegi og viðgangi hinna. Leysa atvinnuvegina úr Læðingi Þessu til viðbótar þurfum við líka að ganga mun lengra í því að losa atvinnuvegina undan krumlu emb- ættis- og stjórnmálamanna, heldur en gert er ráð fyrir í þessum drög- um og heldur en gert var ráð fyrir í þeirri stefnu í atvinnuvegamálum, sem samþykkt var hér í gær. Við þurfum ekki aðeins að leggja niður verðlagsstofnun iðnaðar, þjónustu og verslunar. Við þurfum líka að Ieggja niður verðlagsráð landbúnaðarins og verðlagsráð sjáv- arútvegsins. Hugsið ykkur annað eins öfugmæli — undirstöðuat- vinnuvegurinn okkar, sjávarútveg- urinn, sem selur nær alla fram- leiðslu sína í harðri samkeppni er- lendis, er ofurseldur einhverju ís- lensku verðlagsráði, þar sem ríkis- valdið hefur bæði tögl og hagldir með því að egna saman fulltrúum veiða og vinnslu, sem sagt deila og drottna. Sjávarútvegur með betlistaf í hendi Þessi fáránlega tilhögun gerir það að verkum að fulltrúar sjávar- útvegsins, sjávarútvegsins okkar, sem hefur mesta framleiðslu á starfsmann í heimi, neyðist til að ganga á þriggja mánaða fresti, með betlistaf í hendi, milli ráðuneyta og stofnana til að biðja þá pótintáta, sem þar sitja, um lausn sinna mála og sama á við aðra atvinnuvegi. Hef ég oft furðað mig á því langlund- Davíð Sch. Thorsteinsson argeði, sem við, sem störfum í þess- um atvinnuvegum, höfum sýnt með því að gangast sí og æ undir þetta jarðarmen. Verðlagsráð — gangráður í eilífðarvél verðbólgu Þessu verður að linna, meðal ann- ars af þeirri ástæðu að þetta kerfi verðlagsstofnunar og verðlagsráða er einn helsti gangráður í þeirri völundarsmíð, sem tryggir viðhald og vöxt óðaverðbólgu og sem við Is- lendingar höfum af mikilli snilld dundað við að smíða undanfarin ár. Ég hef oftast kallað kerfi okkar eilífðarvél verðbólgunnar, því enga smíð þekki ég, sem kemst nær því að vera eilífðarvél, og það getið þið verið viss um að sú eilífðarvél verð- ur ekki stöðvuð með neinum sjón- hverfingum, eins og nú eru ástund- aðar af ríkisstjórninni. Og nú langar mig til að gera ör- fáar athugasemdir við ræður þeirra Gunnars Thoroddsen og Pálma Jónssonar frá því í fyrradag. Kæða Gunnars Gunnar sagði að misgengi er- lendra gjaldmiðla á þessu ári og þeir erfiðleikar, sem þetta misgengi hefði valdið sumum greinum at- vinnulífsins, væri „ríkisstjórninni gjörsamlega óviðkomandi". Ég er ekki sammála þessari skoð- un Gunnars. Kosning Reagans og sú hækkun dollarans, sem fylgdi í kjölfarið, er einmitt uppistaðan í þeim blekk- ingarvef, sem ríkisstjórnin hefur ofið allt þetta ár og nefnt „hjöðnun verðbólgu". Þessi hækkun dollarans var eitt mesta happ, sem okkur gat hlotn- ast, en í stað þess að nota þetta happ — þennan happdrættisvinn- ing — til að styrkja íslenskt atvinnulíf, hefur stefna ríkisstjórn- arinnar gert það að verkum, að allir þeir atvinnuvegir þjóðarinnar, sem keppa við erlenda keppinauta hér- lendis eða erlendis, eru nú reknir með botnlausu tapi, og ganga ýmist á eignir sínar, eða safna skuldum. Orsök þessa er ekki misgengi er- lendra gjaldmiðla, heldur stefna ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Kæða Pálma Pálmi Jónsson talaði um að eig- infjárstaða íslenskra fyrirtækja væri ekki nógu góð og að því væri um að kenna að menn hefðu ætlað sér um of í verðbólgufjárfestingu. Ég er honum sammála um að eig- infjárstaða allt of margra íslenskra fyrirtækja er of veik, en skyldi ástæðunnar ekki fyrst og fremst vera að leita hjá óvinveittu ríkis- valdi, sem sér til þess að íslensk fyrirtæki fá ekki aö njóta eðlilegra starfsskilyrða? Ég álít að eiginfjárstaðan sé svona slæm vegna þess að íslensk fyrirtæki hagnast ekki nóg. Hagnaður fyrirtækja er grund- völlur allra framfara í landinu og — engin von er til þess að lífskjör batni hér á landi, — engin von til þess að hægt sé að bæta enn félagslega þjónustu, — engin von til þess að atgerfisfólk hætti að flytja burt af landinu, — engin von til þess að þeir tugir þúsunda ungmenna, sem koma á vinnumarkaðinn á næstu árum, fái atvinnu við sitt hæfi hérlendis, — nema að atvinnuvegirnir séu reknir með hagnaði og það miklum hagn- aði. Vill ríkisstjórnin atvinnuvegum illt? Þú spurðir, Pálmi, hvort einhver tryði því að ríkisstjórnin vildi at- vinnufyrirtækjum illt. Já, ég trúi því. Ég trúi því að kommúnistar vilji íslenskum atvinnurekstri allt illt, því ég álít að þeir vilji leggja allt heilbrigt atvinnulíf í rúst, til þess að geta reist Sovét-ísland — draumalandið — á rjúkandi rústum íslensks atvinnulífs. Og þó að Framsóknarflokkurinn — ég held nú raunar að sú nafngift sé mesta öfugmæli i allri íslands- sögunni — vilji að vísu ekki koma hér á Sovét-lslandi, þá er eitt þó víst að þeir vilja koma hér á SÍS-Islandi, og því miður hafið þið nokkrir flokksbræður mínir tekið að ykkur það hlutverk að hjálpa þessum aft- urhaldsflokkum við þessa þokkalegu iðju þeirra. Arturhaldsflokkarnir og stefna þeirra Ég álít að stefna og allt starf beggja þessara afturhaldsflokka byggist á því að neyta allra bragða til að halda niðri lífskjörum á ís- landi, til að auka og viðhalda eigin völdum. Þess vegna er það höfuðnauðsyn og algjör forsenda þess að ganga til samstarfs við þá, að Sjálfstæðis- flokkurinn standi allur, heill og óskiptur, að slíku samstarfi og geti þannig veitt þessum flokkum það aðhald, sem nauðsynlegt er. Fer stjórnin frá í vor? Nú er það trú mín að þessari herleiðingu ykkar vina minna, sem eruð stjórnarsinnar, fari senn að ljúka, því svo segir mér hugur um að kommarnir séu farnir að ókyrr- ast i stólunum, þykjast ef til vill vera búnir að gera allan þann skaða, sem þeir geta gert í bili, og ég reikna frekar með því að þeir segi af ykkur ráðherradómi nú með vorinu. Við stjórnarandstæðingar höfum te.vgt okkur eins langt og okkur hef- ur verið unnt til að ná sáttum við ykkur hér á þessum landsfundi. I morgun var spurt — „Hvað ætl- ið þið að gera í staðinn?" Ég vil ítreka þessa spurningu og bið ykkur nú að verða fyrri til en kommarnir. Gefið kommunum langt frí Ég bið ykkur um að drepa ykkur úr þeim Dróma, sem þið eruð njörv- aðir í, og gefa þeim Svavari, Hjör- leifi og Ragnari frí, — helst langt frí, frá ráðherradómi, enda þótt þeir séu sagðir vera drengir góðir. Heill þjóðarinnar krefst þess, að þið segið af ykkur — komið svo til okkar aftur — við þurfum á ykkur að halda og þið á okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.