Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 26
2(> MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Staðgreiðsla skatta 1983 eða 1984? Fjölgun Hæstaréttardómara Kunðir vóru í báðum þingdeildum í gær. í efri deild mælli Kagnar Arnalds fjármálaráðherra fyrir stjúrnarfrumvarpi að lánsfjárlögum 1982, sem urðu lilefni langra umræðna er síðar verður vikið að á þingsíðu Mbl. I»á mælti Salome l»orkelsdóltir fvrir frumvarpi til breytinga á kosningalögum (til að tryggja náms- mönnum erlendis betur en nú er möguleika á að nvta kosningarétt, laugardags- kosningu í stað sunnudagskosningar, notkun stimpils við utankjörstaðakosningu o.n.). í neðri deild ma lti Kagnar Arnalds fyrir stjórnarfrumvarpi um staðgreiðslu opinberra gjalda. Staðgreiðsla opin- berra gjalda Stjórnarfrumvarp um stað- greiðslu opinberra gjalda nær til 10 Xjalda, þ.á m. tekjuskatts og útsvars, og fjallar um meginreglur stað- greiðslu, tilhögun hennar, hlut launagreiðenda, skil á staðgreiðslu, stjórnun staðgreiðslu, viðurlög og málsmeðferð, skiptingu á inn- heimtufé, álagningu skatta og upp- gjör staðgreiðslu, innheimtu og ábyrgð og loks ýmis ákvæði. Lög þessi koma ekki til fram- kvæmda, þó samþykkt verði, „fyrr en Alþingi hefur sett sérstök lög um gildistöku þeirra", eins og segir í 60. grein frumvarpsins. Ráðherra gat þess sérstaklega að að því væri stefnt, þó ekki væru ákvæði um í þessu frumvarpi, að all- ir skattar á landsmenn yrðu lagðir á í einni miðstöð, en almennar skatt- stofur sinntu áfram öðrum þáttum skattamála, s.s. eftirliti með tekju- skatti félaga og söluskatti. Ákvæði um þetta efni gæti komið inn í gild- istökulög staðgreiðslu. Ef þetta frumvarp verður sam- þykkt fyrir áramót, getur stað- greiðsla komið til framkvæmda í ársbyrjun 1983, sagði fjármálaráð- herra, en ef ekki varla fyrr en á þar næsta ári. Olafur G. Kinarsson (S) sagði þing- flokk sjálfstæðismanna ekki hafa mótað formlega afstöðu til frum- varpsins. Það væri í meginatriðum byggt á frumvarpi, sem flutt hafi verið 1978, en þá ekki verið afgreitt. Hinsvegar vóru skattalögin 1978 miðuð við að stefna að staðgreiðslu, en ný ríkisstjórn, sem mynduð var það ár, fylgdi málinu ekki eftir, sem leiddi til þess að breyta þurfti inn- heimtukafla laganna í meginatrið- um. Fyrirmyndir frumvarpsins eru sóttar bæði til V-Þýzkalands og Bandaríkjanna, en þar hefur stað- EFTIR GUOMUND HAGALÍN Par verpir hvítur örn Fjörleg frásögn, snilldarleg samtöl og umfram allt kímni eru einkenni þessarar bókar. Hagalín bætir enn viö þann fjölskrúðuga persónugrúa sem hann er búinn að lýsa á 60 ára ritferli. Hér er það Hreggviður sóknarnefndarformaöur, kona hans Arnkatla og skozki presturinn sem rísa upp af blaösíöunum í fullu fjöri, og auk þess margar aukapersónur. Sagan gerist á stríðsárunum, fólkið er fariö aö hugsa nokkuð nútímalega. Almenna Bókafélagid, Austurstræti 18, Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 23544. sími 73055. flér ganga í þinghús Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, sem brosir við myndavélinni, og lljörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, sem er þyngri á brúnina, enda fylgir vandi vegsemd hverri. „Stresstaskan" virðist hið samciginlega stöðutákn þessara fulltrúa stjórnarliðs og stjórnarand- stöðu, þó innihaldið vísi sennilega sitt til hvorrar áttar. greiðsla gefið góða raun, sagði Ólaf- ur, en kostir hennar eru m.a. jafnari og öruggari innheimta, hún virkar til jafnvægis í efnahagslífinu og hagur þeirra sem hætta störfum, vegna aldurs eða annars, er betur tryggður. Sjálfgefið er að þetta frumvarp gangi til þingnefndar og umsagnar aðila í þjóðfélaginu. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði Alþýðuflokkinn hlynntan stað- greiðslu skatta, sem væru m.a. for- senda þess að hægt væri að takast raunhæft á við verðbólgu, en flokk- urinn hefði hinsvegar ekki fengið tækifæri til að kanna frumvarpið til hlítar né móta afstöðu til þess sem slíks. Uppbygging nýidnaðar á Vestfjörðum Sighvatur Björgvinsson (A) og Matthías Bjarnason (S) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eflingu atvinnulífs og uppbyggingu nýiðnaðar á Vestfjörðum. Sam- kvæmt tillögunni skal ríkisstjórnin láta gera áætlun um eflingu og fjöl- hæfingu vestfirzks atvinnulífs. í áætluninni skal taka tillit til sér- kenna atvinnulífs á Vestfjörðum, áherzla lögð á fyllri nýtingu vest- firzkra náttúrugæða ásamt með þekkingu og reynslu Vestfirðinga á sviði útgerðar og fiskvinnslu og þeirri aðstöðu, sem þar hefur verið sköpuð, til frekari úrvinnslu sjávar- afurða og til nýiðnaðar. Að lokinni áætlunargerð skal leggja hana fyrir Alþingi ásamt tillögu um fram- kvæmd hennar, þ.á m. um hvernig að hugsanlegri fjármögnun skuli staðið. Hæstiréttur íslands Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp, samið af dómurum Hæstaréttar, sem gerir ráð fyrir fjölgun hæstaréttardómara upp í 8. Þrír dómarar eiga að geta skipað dóm í opinberu máli, ef hin almenna refsing, sem við broti liggur, er eigi þyngri en sektir, varðhald eða fang- elsi allt að sex árum. Frumvarpinu er ætlað, ef samþykkt verður, að hraða afgreiðslu mála fyrir Hæsta- rétti, sem talin er brýn þörf á. Atvinnuleyfi útlendinga Þá hefur verið lagt fram stjórnar- frumvarp um atvinnuréttindi út- lendinga. Helztu breytingar sem frumvarpið felur í sér eru þær að nú er gert ráð fyrir að skilyrði þess að atvinnuleyfi megi veita útlendingi, auk þess að fyrir liggi umsögn verkalýðsfélags, að við umsókn liggi fyrir undirskrifaður ráðningar- samningur milli atvinnurekanda og viðkomandi starfsmanns. Verðlagshöft og verðbólga: Spurzt fyrir um óeðlilegar verð- hækkanir samhliða myntbreytingu Helgi Seljan (Abl) spurði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, hvort kannaðar hafi verið meintar óeðlilegar verðhækkanir, ekki sízt á smá- vöru, í tengslum við myntbreytingu hér á landi, hvað könnun sú, ef framkvæmd hafi verið, hafi leitt í Ijós og hvort samráð hafi verið haft við neytendasamtökin. Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, kvað Verðlagsstofnun einkum hafa fylgst með þeim vöruflokkum sem þyngst vega í útgjöldum heimila, og þar hafi ekki komið í ljós óeðlilegar verð- haekkanir í tengslum við myntbreytingu. Nokkur dæmi óeðlilegra verðhækkana á smá- vöru hafi hinsvegar rekið á fjör- ur eftirlitsins, en ekki í þeim mæli að ástæða hafi þótt til að grípa að marki inn í þróun þess- ara mála. Ekki hafi verið haft samráð við neytendasamtök. Helgi Seljan (Abl) beindi því til ráðherra að betur yrðu kannaðar verðhækkanir smávöru, hvar ýmis dæmi óeðlilegra hækkana væri að finna. Ef til vill hefðu neytendasamtökin átt að vera frumkvæðisaðili í þessu eftirliti, en samstarf þeirra og verðlags- eftirlits væri af hinu góða. Stefán Jónsson (Ábl) kvað rökstuddar ástæður liggja til þess að ætla, að óeðlilegar verð- hækkanir hefðu átt sér stað, samhliða myntbreytingu, og sagðist hafa orð kaupmanna þar um. Ef málið hefði verið tekið alvarlegum tökum kynnu mörg refsiverð dæmi að hafa komið upp. Ef ætlast er til að almenn- ingur taki alvarlega talið um baráttu gegn verðbógu þurfa rétt yfirvöld að taka fast á þessu máli. Sighvatur Björgvinsson (A) kvað myntbreytinguna eitthvert mesta svindl í efnahagsmálum, sem nokkur ríkisstjórn hefði gert sig seka um, enda hafi skort bæði nauðsynlegan undanfara og hliðarráðstafanir. Ríkis- stjórnin hugsaði einvörðungu um vísitöluvörur. Hann tæki því undir þá gagnrýni á stjórnvöld sem falist hefði í orðum Stefáns Jónssonar. Friðrik Sophusson (S) sagði verðlagshöft og verðbólgu hafa fylgst að hérlendis langa hríð meðan stöðugt verðlag og frjáls verðlagning hefðu sett mark sitt á verðþróun víðast um hinn frjálsa heim. Núverandi ríkis- stjórn, sem fylgt hefði fram verðlagshöftum, hefði sett sér það markmið að koma verð- lagshaftaverðbólgu sinni niður á það stig 1982, sem hún væri i nágrannalöndum, hvar frjáls verðlagning ríkti, u.þ.b. 10% verðlagshækkanir á ári, sums- staðar enn minni. Hann spurði viðskiptaráðherra, hvenær löggjöf um frjálsa verðlagningu, þar sem samkeppni er næg, sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur stóðu að 1978, en síðari stjórnvöld slógu á frest, kæmi til framkvæmda? Tómas Árnason, ráðherra, sagði sína skoðun, að samkeppni einkaverzlunar og samvinnu- verzlunar, og innbyrðis sam- keppni söluaðila, væri bezta verðlagseftirlitið. Hinsvegar væri spurning, hvort frjáls verð- lagning, sem væri í ríkjum stöð- ugra verðlags, lukkaðist hér fyrr en verðbólga hefði hjaðnað enn meira en nú væri. En samkeppni og sterk neytendasamtök er framtíðarleiðin. Stefán Jónsson (Abl) sagði kratana hafa þjónað undir íhald- ið og braskaralýðin í 12 ár við- reisnar „upp í loft og á grúfu", en hann vildi ekki eiga höfuð sitt í kjöltu Sighvatar, í útleggingu orða sinna, sem hann hefði farið ranglega með. Framkvæmdasjóður aldraðra: 15.000 íslending- ar 70 ára og eldri Mikil vöntun á hjúkrunarrými fyrir öldrunarsjúklinga Á sl. ári vóru 15.560 einstaklingar 70 ára og eldri hér á landi og 1990 er gert ráð fyrir að þeir verði 18.370. Hér í Keykjavík eru 449 einstaklingar, 70 ára og eldri á öldrunar og hjúkrunardeildum og 103 á almennum sjúkra- deildum. 78 einstaklingar á þessu aldursskciði njóta heimahjúkrunar í höf- uðborginni og 49 að auki heimilisaðstoðar. Könnun sem fram fór á vegum sérstakrar ncfndar leiddi í Ijós, að 157 Reykvíkingar, 70 ára og eldri, sem þyrftu að vera á öldrunar eða sjúkradcildum, komast þar ekki að vegna plássleysis, og ef við bætum við þeim, sem eru á almennum sjúkradeildum kemst talan upp í 260 í Reykjavík einni. Þetta kom fram í máli Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra, er hann mælti fyrir framlengingu og tvö- fóldun nefskatts ( kr. 200 pr. einstakling 16 ára og eldri) í framkvæmdasjóð aldraðra. Ráðherra sagði nú unnið að B-álmu Borgarspítala, sem taka ætti á móti öldrunarsjúklingum, og rými myndi og skapast á Hjúkrunarheimili við Snorra- braut og á Hvíta-bandinu. Ef framkvæmdir gengju samkvæmt áætlun væri talið að mæta mætti áætlaði þörf fram til 1984, ef al- mennar sjúkradeildir væru áfram nýttar á sama hátt og nú væri gert fyrir öldrunarsjúklinga, en fram til 1983, ef flytja ætti öldrunar- sjúklinga af þeim. Fjöldi þingmanna tók til máls og vóru allir fylgjandi þeim til- gangi, sem að er stefnt, en sumir töldu kostnaðarþáttinn eiga að koma úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ekki með nefskatti, sem lagður hafi verið á til bráða- birgða á sl. ári, en ætlunin væri nú að framlengja. Ráðherra boðaði frumvörp, sem unnið væri að, varðandi alla þætti öldrunarþjón- ustu, og væntanlegt væri á þessu þingi, en þangað til yrði að hans dómi að fara þessa nefskattsleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.