Morgunblaðið - 12.11.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 12.11.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 37 Páll Hallbjörnsson - Minningarorð tíð var það aðalsmerki hans að skila sínum starfsdegi sem best og engan þekki ég sem fólk hændist eins að. Þrátt fyrir erilsama daga var oft tími til að glettast örlítið við náungann, einnig ef einhver nálægur átti við erfiðleika að stríða, var fylgst með og reynt að bæta úr, hugga og gleðja. Já, mik- ið höfum við misst sem störfuðum með Gunnari og eignuðumst hann að vini. Tómarúm verður hjá litla hópnum í aukasopanum á morgn- ana, þar sem öll heimsins vanda- mál eru útkljáð og hann síkátur og iðandi af lífsfjöri. Og sárt er að sætta sig við að ekki verða fleiri gönguferðir farnar með Gunnari þar sem lífsgátan var rædd fram og aftur. Hjá okkur samstarfsfólkinu lif- ir minningin um góðan dreng og einstakan starfsmann. Missirinn er sár, en mestur hjá Elsu, börn- unum og öldruðum föður. Við Edda og börn okkar vottum þeim okkar dýpstu samúð. Konráð Guðmundsson Glaðlega röddin er hljóðnuð. Sætið hans við skrifborðið er autt. Gunnar Óskarsson hefur kvatt vinnustaðinn sinn hinsta sinni. Hann sem alltaf var svo jákvæður, hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hvern hefði órað fyrir því að þarna færi maður sem hefði feng- ið þann úrskurð að hvenær sem væri, gæti kallið komið og að lok- um beið Gunnar ósigur fyrir sjúkdómnum er hann hafði barist við um margra mánaða skeið. Hann hafði gengið glaður tii starfa dag hvern. Hann hafði bæt- andi áhrif á vinnufélagana og þá sem hann umgekkst. Alltaf þessi létti, mildi tónn. Dagfarsprúður var hann. Móttökustjóri á Hótel Sögu um margra ára skeið. Þegar gest bar að garði, var hann boðinn og búinn að miðla því besta sem hann átti. Þjónustu alla leysti hann vel af hendi, það var sama hvort voru á ferð þjóðhöfðingjar fjarlægra landa eða bóndinn úr nærliggjandi sveit, allir nutu þeir hlýjunnar og nærgætninnar sem Gunnari var í blóð borin. Þau hjónin Gunnar og Elsa höfðu reist sér hlýlegt heimili að Hjallalandi 12 hér í borg. Þar bjuggu þau ásamt börnum sínum. Þar ríkti vinátta og skilningur fyrir velferð heimilisins og barn- anna. Gunnar var söngelskur mjög og aðeins 12 ára að aldri heillaði hann þúsundir manna með bjartri og fallegri drengja- rödd og söng þá inn á hljómplötu. Gunnar var nærgætinn mjög og byrjendur í starfi nutu hlýleika hans í hvívetna. Hann fylgdist með vinnufélögunum í starfi, jafnt sem utan þess. Það fór ekki hátt er hann spurði líðan þessa eða hins. Hlýlegt handtak eða góðar óskir þeim til handa er vegna veikinda eða annarra aðstæðna áttu þess ekki kost að stunda vinnu um lengri eða skemmri tíma, en mættu svo á vinnustað að nýju. Gunnar var vinur í raun. Hann uppfyllti orð heilagrar ritningar: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Gunnar hefur nú tekið hvíld frá störfum, en síðustu árin sem hann lifði, vann hann við skrif- stofustörf á Hótel Sögu. Hvað segir orð Guðs um lífið og dauðann? Á stundum sem þessum koma spurningar fram í hugann: Er líf að loknu þessu? Látum Bibl- íuna svara, hjá predikaranum eru þessi orð skráð: „Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði eiska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni." Þannig að þeir sem deyja fá hvíld erfiðis síns. Þeir sofna og sofa þar til orð rætast eins og skráð er í 1. Þessalonikubréfi 4.13-18: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því, að Jesús sé dáinn og uppris- inn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru; því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér sem sofum og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; því sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu: og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum." Þannig fáum við vitneskju um það að dauðir sofa þar til Kristur kemur í skýjum himinsins og þeir sem dánir eru 1 trú á Krist munu fyrst upp rísa. Huggið því hver annan með þessum orðum, segir í Ritningunni. Með þá von í huga og trúvissu, felum við vin okkar, Gunnar, í hendur almættisins. Við vinnufélagar Gunnars sökn- um góðs drengs. Nú er sætið hans autt, röddin hljóðnuð. En eftir lif- ir minning um góðan dreng. Við vottum þér, Elsa mín, og börnunum, svo og öðrum ættingj- um og vinum okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð, sem öllu stjórnar, að veita styrk og kraft í þungri sorg. En orð Ritningarinnar létta gönguna: „Komið til mín allir þeir sem erf- iði og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Þeirrar hvíldar njótum við uns dagurinn ljómar. Kar þú í friði, friður (>uðs þig blcssi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. F.h. Starfsmanna- félags Hótel Sögu K.V.Þ. 1898 — 1981 Nokkur kveðjuord. Um leið og ég set á blað nokkur kveðjuorð í sambandi við fráfall Páls Hallbjörnssonar, æskuvinar míns, finnst mér bjart yfir sam- fylgdinni. Við vorum þátttakendur í mesta byggðaævintýri aldarinn- ar, þegar fólk streymdi hvaðanæ- va frá Vestfjörðum til Suðureyrar í Súgandafirði. Upp úr aldamótun- um síðustu voru um þrjátíu íbúar í fiskiverinu á Suðureyri, en fimmtán árum síðar taldist á fjórða hundrað manns í þorpinu og tuttugu og tveir mótorbátar flutu þar fyrir landi. Það var gullævintýrið, sem laðaði fólk í veiðistöðina, þar var skammt til hafs og „gott til fiskifanga" og hin nýja sjósókn á mótorbátum í full- um gangi. Sem dæmi um þessa fólksflutninga má geta þess, að þrjár stórar fjölskyldur fluttust þá frá Tálknafirði til Suðureyrar. Þar á meðal voru Sigrún Sigurð- ardóttir og Hallbjörn Oddsson frá Bakka með ellefu börn sín. Meðal þeirra barna var Páll, þá um fermingu. Fyrir nokkrum árum kom ég til Tálknafjarðar landveg. Þá fannst mér sveitin vera eins og hlýr og mjúkur faðmur og ég fór að hug- leiða hvað það var, sem dregið hafði þennan mikla mannfjölda milli byggða. Það mun að mestu hafa verið atvinnuleit. Tveir elstu synirnir á Bakka, Sigurður og Oddur, voru fluttir til Suðureyrar, orðnir þar formenn á mótorum og aflamenn í fremstu röð. Hann kom úr hinum hlýja Tálknafirði, þar sem hann hafði alist upp, en ég kom frá Flateyri, með tveggja ára viðdvöl í Bæ í Staðardal og við hittumst á fisk- reitum Ásgeirsverslunar á Suður- eyri. Er ekki að orðlengja það, að við urðum brátt góðir vinir og félagar. Páll var þemur mánuðum eldri en ég, hann var glaður og spriklandi af fjöri. Við vorum báðir grannir á vöxt, en talsvert þrekmiklir eftir aldri. Við reyndum brátt krafta okkar saman, tuskuðumst og valt á ýmsu, fengum kannski blóðnasir eða það rifnaði niður úr jakkavasa í áflogunum. Þessi útrás okkar í ólátunum vakti nokkra athygli og Magnús Hj. Magnússon fræðimað- ur (Olafur Kárason Ljósvíkingur), sem vann með okkur, orti um okkur, svo sem sjá má í Dagbókum hans. Seinna á lífsleiðinni minnt- umst við Páll oft á þessa fyrir- ferðamiklu útrás á unglingsárun- um. Við gengum í íþróttafélagið Stefni á Suðureyri, æfðum glímu, hlaup, stökk og síðan sund í sjón- um fyrir innan Suðureyri. Við lifð- um fjörugu félagslífi, sýndum íþróttir í heimahéraði og fórum í sýningaferðir til Bolungavíkur og á kappmót á ísafirði. Við Páll vor- um líka félagar á sjó kringum landið undir stjórn Sigurðar, bróður Páls. Sem sagt: í leik og starfi vorum við félagar og vinir. Við höfðum báðir gaman af að skrifa. Þegar hann var átján ára fór hann á vertíð í Sandgerði, hjá Sigurði bróður sínum. Um pásk- ana fór Sigurður með skipshöfn- ina til Reykjavíkur, til þess að sýna henni höfuðstaðinn. Litlu síðar sendi Páll okkur í Stefni rit- gerð til birtingar í skrifuðu félags- blaði okkar, Sunnu, er lesið var upp á fundum. Þar lýsir Páll m.a. komu þeirra félaga í Alþingishús- ið. Þessa ritgerð skrifaði ungi maðurinn við þröngar aðstæður í lúkarnum á vélbátnum Óla, sem var um tíu smálestir að stærð. Þjóðkunn er tilhneiging ættar Páls að skrifa. Hallbjörn Oddsson skrifaði ævisögu sína, er hann var kominn á áttræðisaldur, eftirtekt- arverða aidarfarslýsingu. Birtist meiri hluti hennar í Tímariti Vestfirðinga. Cæsar Mar, bróðir Páls, var farmaður á styrjaldarár- unum 1914—1918 og fór víða um höfin. Hann skrifaði og gaf út tvær sjóferðamannsbækur. Sonur hans er hinn þjóðkunni rithöfund- ur Elías Mar. Á seinni árum sat Páll tíðum við skrifborðið að loknum vinnu- degi og skrifaði bæku'r. Sendi hann frá sér nokkrar skáldsögur, ferðasöguna Stolt landsins, um ferð þeirra hjóna með Karlakór Reykjavíkur til Miðjarðarhafs- landa. Einnig sendi hann frá sér rit trúarlegs eðlis. Síminn var lagður frá ísafirði til Súgandafjarðar á unglingsár- um okkar Páls. Einn símamanna var Jóhann Hallgrímsson, áður kaupmaður í Reykjavík. Hann fékk vinnu við Ásgeirsverslun á Suðureyri og fluttist í plássið með konu sinni, Guðríði Guðmunds- dóttur frá Ljárskógum, og tveimur börnum þeirra, Sólveigu og Guð- mundi, sem var um fermingu. Það var yndislegur dagur, þegar þetta fólk steig á land í plássinu. Sólveig var milli fermingar og tvítugs, falleg stúlka, grönn og létt í fasi. Það var aðalaðandi góðleiki í framkomu hennar. Þarna var komin ástmey Páls. Páll fór um þessar mundir í Samvinnuskólann í Reykjavík og kom heim eldheitur framsóknar- maður undir áhrifum frá Jónasi frá Hriflu. Þá hóf hann skrifstofu- og félagsmálastörf á Suðureyri. Þau Sólveig og Páll gengu í hjóna- band og þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Þau voru saman í rúma hálfa öld og eignuðust sex börn. Alla þessa áratugi báru þau svipmót hinna glöðu æskudaga. Þau voru glöð og atorkusöm og vildu hvarvetna láta gott af sér leiða. Sólveig er látin fyrir fáum missírum. Hús þeirra var jafnan opið fyrir vinum þeirra og þeir voru margir. Þau Sólveig og Páll fluttust til Reykjavíkur um 1930. Páll gerðist þar brátt mikill athafnamaður. Hann stofnsetti Harðfisksöluna, sem varð fljótlega talsvert mikið fyrirtæki og hafði marga menn við störf. Þá hóf hann verslunarstörf við Leifsgötu og byggði stórhýsi þeirra tíma. Hann vann mikið og varð einn af kunnustu borgurum höfuðstað- arins. I þessum umsvifum gerðist hann sjálfstæðismaður í hugsun. Hann breyttist einnig að öðru leyti. Hann varð sterktrúaður á kirkjulega vísu, og gerðist með- hjálpari við Hallgrímskirkju. Þar steig hann stundum í stólinn og predikaði. Þar var allt einlæglega og falslaust fram borið, eins og annars staðar, þar sem hann tók til máls. Páll hélt hreysti og ein- kennum unglingsáranna fram á efri ár. Til marks er það, að hann þreytti langhlaup, þegar hann var kominn á áttræðisaldur, yfir Lyngdalsheiði, milli héraðanna Laugarvatns og Þingvalla. Á skrifstofu hans á Leifsgötu hanga á veggjum fjögur viðurkenn- ingarskjöl fyrir þessa einstöku þrekraun. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Ég hitti hann síðastliðið vor, léttan á fæti með silfurhærur. Þrátt fyrir liðna áratugi var eitthvað, sem ekki hafði breyst. Svipað var blikið í augunum sem áður og sama brosið. Ég kveð vin minn ekki með sér- stökum trega, þetta er leiðin okkar allra. En ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann fyrir vin, þennan spotta af öldinni frá árinu 1912. Og svo sendi ég ættingjum hans góðar keðjur. 5. nóvember 1981. Gunnar M. Magnúss. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA ÓLAFSSONAR, bókbindara, Óöinsgötu 15. Þórarinn Bjarnason, Stella Brown, Kristín Bjarnadóttir, Lína Bjarnadóttir, Sigríður Þ. Bjarnadóttir, Ólafur G. Bjarnason, barnabörn og Ingibjörg Gunnarsdóttir, Harry D. Brown, Hróbjartur E. Jónsson, Einar G. Ólafsson, Brynhíldur Hauksdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall hjónanna UNNAR PÁLSDÓTTUR og SVEINS GUOMUNDSSONAR frá Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vinarhug og samúö við andlát og útför BJÓRNSJÓHANNSSONAR, Laugarnesvegi 104, Reykjavík. Erlingur Jóhannsson, Sígrún Baldvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.