Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 30
30___________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981_ Bankaráð og bankastjórn Seðlabanka íslands: Ekki aðstæður til að auka þenslu eða veikja gjaldeyrisstöðu með ráðstöfun sjóða Seðlabankans MORGUNBLAÐINU hefur liorizt eftirfarandi ályktun og greinargerð frá .bankaráði og hankastjórn Seðlabanka Is- lands með vísun til hug- mynda, sem fram hafa komið um að það, að verja hluta af endurmatsreikningi Seðla- bankans vegna gengisbreyt- inga til uppbóta á framleiðslu tiltekinna atvinnuvega. í ályktuninni segir: 1) Endurmatsreikningur vegna gengisbreytinga er til kom- inn vegna haekkana á bók- færðu verði gjaldeyrisforða Seðlabankans, sem orðið hafa vegna gengislækkunar krónunnar á undanförnum árum. Það fé, sem á móti endurmatsreikningi stendur, er bundið í gjaldeyrisforða bankans og er ekki til ráð- stöfunar, nema gengið verði á gjaldeyriseignina. 2) Hvort leysa skuli tiltekinn efnahagsvanda með greiðsl- um úr Seðlabanka verður umfram allt aö skoða frá því sjónarmiði, hvaða áhrif það hefur á efnahagslegt jafn- vægi. Aðstæður í efnahags- málum eru nú þær hér á landi, að nauðsynlegt er að beita fyllsta aðhaldi í pen- ingamálum, jafnframt því sem gjaldeyrisstaða þjóðar- búsins er sízt betri en þörf er á til efnahagslegs öryggis, sérstaklega ef litið er til hinna miklu erlendu skulda þjóðarbúsins. Með tilliti til þessa eru nú ekki aðstæður til að auka á þenslu eða veikja gjaldeyrisstöðu með ráðstöfun sjóða Seðlabank- ans. 3) Loks skal vakin athygli á því, að Seðlabankinn hefur engar lagalegar heimildir til að verja eiginfjársjóðum utan rekstrar og almennra við- skipta í þágu tiltekinna aðila í þjóðfélaginu. Til slíkrar ráðstöfunar hlýtur að þurfa að koma til skýlaus heimild Alþingis í formi lagasetn- ingar. Greinargerðin með ályktuninni er eftirfarandi: (;reinargerð Mikið hefur verið rætt undan- farið um afkomu Seðlabankans, ágóða hans af gengishækkunum og áhrif þessa á afkomu atvinnu- veganna. Fram hefur komið fyrir- spurn á Alþingi þessa efnis. Margs konar misskilnings hefur gætt í þessum umræðum. Er eftirfarandi greinargerð samin af þessu tilefni í þeim tilgangi að koma sem fyllstum og réttustum upplýsing- um á framfæri. 1. Endurmats- reikningur vegna gengisbreytinga Það er eitt meginhlutverk Seðlabankans skv. lögum að varð- veita gjaldeyrisvarasjóð þjóðar- innar og leitast við að tryggja, að hann sé nægilega stór til þess að tryggja efnahagslegt öryggi út á við. Erlendar eignir og skuldir Seðlahankans eru að sjálfsögðu bókfærðar í íslenzkum krónum miðað við gengi á hverjum tíma. Verðmæti þessara eigna og skulda breytast því í íslenzkum krónum talið í hvert skipti, sem breytingar verða á gengisskráningu krónunn- ar, svo og á gengi þeirra gjald- miðla, sem gjaldeyrisforðinn er geymdur í, og þeirra, sem gjald- eyrisstöðulán eru tengd við. Mót- virði slíkra breytinga á krónu- verðmæti erlendra eigna og skulda hefur ætið verið fært á sér- stakan gengisbreytingarreikning, sem nú er nefndur endurmats- reikningur vegna gengisbreytinga. Fyrr á árum hefur það þráfaldlega gerzt, að gengislækkanir íslenzku krónunnar hafa átt sér stað, þegar Seðlabankinn hefur verið í nettó- skuld við útlönd, og hefur því gengislækkunin valdið bókhalds- legri lækkun eigin fjár, sem ekki hefur verið færð til gjalda á rekstrarreikningi bankans, heldur beint á gengisbreytingarreikning. Þegar gengislækkanir verða hins vegar á tímum, þegar Seðlabank- inn á verulegan gjaldeyrisforða erlendis umfram skuldir, leiða gengislækkanir til hækkunar á bókfærðu eigin fé, sem fært hefur verið á gengisbreytingar- eða endurmatsreikning. Sérstaklega mikil hækkun varð á bókfærðu verði erlendra eigna bankans á ár- inu 1980 vegna mikillar lækkunar á gengi íslenzku krónunnar, og hækkaði því innstæða á endur- matsreikningi vegna gengisbreyt- inga um 185 milljónir nýkr. á því ári, og nam innstæðan í árslok 269 milljónum kr. (26,9 milljörðum gkr.). Auk hreyfinga á gengi krónunn- ar skýrist þetta mikla endurmat af því, að gjaldmiðlar á eignahlið (einkum dollar) hafa hækkað meira en mótsvarandi gjaldmiðlar á skuldahlið (einkum SDR). Þetta fer hins vegar álíka oft á hinn veg- inn og mun slíkrar óhagstæðrar breytingar fremur að vænta á næstunni. Framhald þróunar í þessa átt, ásamt gengisfalli krón- unnar, hefur leitt til þess, að inn- stæða á endurmatsreikningi hefur á þessu ári hækkað enn um 189 millj. kr. til septemberloka, og nam þá 458 millj. kr. eftir færslu gengismunar af gengisbundnum innlendum viðskiptum á rekstr- arreikning. Rökin fyrir því að færa mótvirði erlendra gjaldeyriseigna Seðla- bankans á sérstakan endurmats- reikning eru hliðstæð þeim er liggja því til grundvallar, að hækkun matsverðs fasteigna hjá fyrirtækjum er nú færð á sérstak- an endurmatsreikning í samræmi við ákvæði skatta- og bókhalds- laga, en skoðast ekki sem rekstr- arhagnaður. Hækkanir og lækk- anir erlendrar gjaldeyriseignar vegna gengisbreytingar krónunn- ar fela hvorki í sér venjulegan hagnað eða tap. Breyting á bók- færðu verðmæti þessarar eignar í íslenzkum krónum talið skiptir engu máli fyrir tilganginn með henni, þar sem hún verður aðeins notuð í erlendum gjaldeyri til jöfnunar á gjaldeyrisafkomu þjóð- arbúsins. Ef verja ætti bókhalds- legri hækkun gjaldeyriseignar til útgjalda, t.d. í þágu útflutnings- atvinnuveganna, verður ekki undir því staðið nema með því einu að selja hluta af gjaldeyriseigninni og ganga þannig á gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Þessu má líkja við það, að menn vildu ráðstafa hækk- un á fasteignamatsverði bygginga til þess að bæta rekstrarafkomu viðkomandi fyrirtækis. Slíkt yrði ekki gert nema með því að ganga á raunverulegar eignir fyrirtækis- ins. Sá misskilningur virðist útbreiddur, að hækkun á bók- færðu verði gjaldeyriseigna Seðla- bankans sé hagnaður, sem sé tek- inn með einhverjum hætti frá útflutningsatvinnuvegunum. Þetta er fjarri öllu lagi, enda er hér um eignir í erlendum gjaldeyri að ræða, bankainnstæður og verð- bréf, svo og skuldir við erlenda að- ila, og eru breytingar á þessum liðum viðskipta Seðlabankans við innlenda aðila óviðkomandi. Öll slik viðskipti fara í gegnum rekstrarreikning bankans og koma fram í rekstrarafkomu hans, eins og síðar mun að vikið. Niðurstaðan af því, sem hér hef- ur verið sagt, er því sú, að í breyt- ingum á bókfærðu verði erlendra eigna Seðlabankans felist ein- göngu endurmat þessara eigna. Eignaaukningu í ísl. kr. af slíku endurmati verður því ekki ráð- stafað nema ganga á eignirnar sjálfar. Með því að ráðstafa slík- um eignum til útgjalda væri Seðlabankinn því að ganga á gjaldeyrisforða þjóðarinnar og bregðast því hlutverki sínu að tryggja sem bezt fjárhagslega stöðu hennar út á við. 2. Ujóðhagsleg markmið og hagstjórnartæki Seðlabankinn er eins og hlið- stæðar stofnanir í öðrum löndum settur á fót í þeim tilgangi að beita tilteknum hagstjórnartækj- um í samræmi við þau þjóðhags- legu markmið, sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Viðskipti Seðlabankans við innlenda aðila eru mestmegnis nánari útfærsla slíkra markmiða. Þau hagstjórn- árskilyrði, sem þannig eru sett, geta virzt mild eða hörð gagnvart einstökum þjóðfélagsaðilum eftir atvikum, en þeim er ætlað það eitt að hafa tiltekin almenn efnahags- leg áhrif. Þau ber því að meta eftir árangri þeirra til hagstjórnar þannig, að rekstrarhagnaður, sem leiða kann af þessum viðskiptum, gefur yfirleitt ekki frekar tilefni til að skila tekjuafgangi aftur til viðskiptaaðila bankanna fremur en rekstrarhalli gefi mótsvarandi tilefni til bakreiknings. Með því móti væri verið að afturkalla hag- stjórnaráhrif, sem að sjálfsögðu getur aðeins átt við í þeim undan- tekningartilvikum, að of geyst hafi verið farið í tiltekna átt. Seðlabankinn á sem opinber stofnun til hagstjórnar og sveiflu- jöfnunar fyrir þjóðarbúið í heild lítið sammerkt með framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, er miklu fremur mótsvörun þeirra eða and- stæða. Reikningsniðurstöður Seðlabanka ber því að túlka með öðrum hætti en frá sjónarhóli tekjuávinnings og arðsemi bank- ans sem rekstrareiningar, enda ekki tilgangur Seðlabanka að vera rekinn í ágóðaskyni fyrir eiganda sinn, ríkið. Hlutverk hans felur m.a. í sér að taka á sig miklar sveiflur, sem ýmist eru sprottnar af óvæntum breytingum ytri skil- yrða, röskun jafnvægis á innlend- um vettvangi eða eru afleiðing hagstjórnaraðgerða, sem ætlað er að leysa ytri eða innri vanda. Hér er ekki ráðrúm eða vett- vangur til þess að reifa ástæður og rök einstakra hagstjórnaraðgerða, enda er svo gert hverju sinni sem hagstjórnartækjum er beitt, svo sem við gengis- og vaxtabreyt- ingar og nú nýverið við framlagn- ingu þjóðhagsáætlunar, fjárlaga- frumvarps og lánsfjáráætlunar. Þá almennu staðhæfingu má þó setja fram, að hagstjórnaraðgerð- um sé ætlað að marka framleiðslu, verðmætaráðstöfun, verðmyndun og tekjuákvörðunum þann farveg, sem affarasælastur er talinn með tilliti til þróunar þjóðarbúskapar og efnahagslegs jafnvægis. Útdeil- ing fjár úr Seðlabanka með vísan til bókhaldslegrar sjóðsmyndunar er þessum efnahagslegu markmið- um óviðkomandi og getur undir flestum kringumstæðum falið í sér skaðvænlegt brengl á notkun stjórntækja. Sannleikurinn er sá, að öll út- greiðsla fjár úr Seðlabanka, hvort sem það er í formi lánveitinga eða ráðstöfun tekna, hefur í för með sér tiltekin þensluáhrif, er valda aukinni eftirspurn og ráðstöfun gjaldeyris. Hvort leysa skuli tiltek- inn efnahagsvanda með greiðslum úr Seðlabanka verður því umfram allt að skoða frá því sjónarmiði, hvaða áhrif það hefur á efnahagslegt jafnvægi. Að undanförnu hefur þróun peningamálá einkennzt af örri aukningu peningastærða. Hefur Seðlabankinn með sam- þykki ríkisstjórnarinnar orðið að grípa til sérstakra ráðstafana í formi sveigjanlegrar innlánsbind- ingar, í því skyni að hemja pen- ingaþenslu og stuðla að jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Fer ekki á milli mála, að öll frekari fjár- mögnun af Seðlabankans hálfu, hvort sem hún er talin vera úr eigin sjóðum bankans eða af öðru ráðstöfunarfé, mun annað hvort stefna því jafnvægi, sem náðst hefur, í hættu eða kalla á gagn- verkandi aðhaldsaðgerðir í formi enn aukinnar bindiskyldu. Er vandséð, hvað unnið væri með slíkum ráðstöfunum. Auk þessa er ástæða til að leggja áherzlu á, að öll notkun fjár úr Seðlabanka til uppbóta á út- flutningsframleiðslu er i reynd dulbúin gengislækkun, sem felur í sér mismunum milli framleiðslu- greina, orkar aðeins á aðra hlið utanríkisviðskipta, og eykur í reynd eftirspurn eftir gjaldeyri. Slik aðgerð gefur því falskar hugmyndir um svigrúm til tekju- myndunar og getur aðeins staðið til bráðabirgða, á meðan hlutað- eigandi sjóði er eytt og kallar væntanlega á enn meiri leiðrétt- ingu síðar. Væri auk þess staðið undir slíkurn uppbótum til at- vinnuvega með notkun bók- haldslegs endurmats á gjaldeyris- varasjóðnum, væri hluta hans í reynd varið til útgjalda og yrði þannig til að veikja stöðu þjóðar- búsins út á við einnig frá þeirri hlið. 3. Rekstrarafkoma Sedlabankans og viðskipti við atvinnuvegina Rekstur Seðlabankans hefur ætíð verið gerður upp með hefð- bundnum hætti og inn í hann teknar allar tekjur og gjöld bank- ans, en utan við rekstur hafa verið hækkanir eða lækkanir á krónu- verðmæti erlendra eigna eða skulda, sem færðar hafa verið á gengis- eða endurmatsreikninga, eins og þegar hefur verið lýst. Fram til ársins 1978 voru öll viðskipti Seðlabankans við inn- lenda aðila í íslenzkum krónum að undanteknu endurlánuðu, erlendu lánsfé. Breytingar verða á þessu á ár- inu 1979, þegar farið er að veita gengísbundin afurðalán til út- flutningsframleiðslu. Var þetta gert í samræmi við óskir, sem komið höfðu fram frá fiskiðnaðin- um, og gekkst ríkisstjórnin fyrir sérstakri breytingu á lögum Seðlabankans, er heimilaði honum að endurkaupa lán vegna útflutn- ingsframleiðslu með gengis- ákvæði, þótt ekki væri um endur- lánað, erlent lánsfé að ræða. Þar sem hér var í rauninni um að ræða breytingu á lánskjörum milli Seðlabankans og innlendra aðila, var ákveðið að fara með uppfærslu þessara lána vegna gengisbreyt- inga á sama hátt og vexti og verð- bætur, og voru þær frá upphafi því taldar með rekstrartekjum bankans. Á sama hátt var ákveðið, að gengisuppfærslur á gengis- bundinni innstæðu Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaöarins skyldu á hlið- stæðan hátt teljast til útgjalda á Auður Bjarnadótt- ir sýnir með Is- lenska dansflokknum ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir dagana 22., 24. og 25. nóvember á stóra sviði Þjóóleikhússins. Sýndir verða 2 ballettar eftir Hlíf Svav- arsdóttur, scm starfar í Amstcr dam, og Auður Bjarnadóttir kemur með erlendan dansherra og sýnir 2 verk, en fyrir það unnu þau Norð- urlandakeppni. Ellefu dansarar koma fram í verkum Hlífar Svavarsdóttur, en annað þeirra var frumsýnt í Amsterdam fyrir ári, og hitt samdi hún sérstaklega fyrir dansflokkinn. Snorri Sigfús Birgisson og 5 aðrir hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika undir í því verki tónlist eftir Anton Weber, en í hinu er leikin tónlist eftir Messi- íslenski dansflokkurinn sýnir í Þjóðleikhúsinu síðari hluta mánaðarins. I.jósm. Kmilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.