Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 35 Sýning í Gallerí 32 Myndlist Valtýr Pétursson Ungur teiknari hefur efnt til sýningar á verkum sínum í Gall- erí 32, en það er nýtt gallerí, og er hér um aðra sýninguna að ræða á þessum stað. Fyrstur varð þar Veturliði til að vígja staðinn. Þetta er mjög sæmilegt húsnæði til að sýna í og liggur vel við, nálægt miðbænum og því í námunda við fólksstrauminn, er því byggðarlagi tilheyrir. Það mun einnig vera hægt að fá inn- rammaðar myndir á þessum stað, og fer því saman sýn- ingarpláss og innrömmun. Sá ungi teiknari, sem hér er á ferð, hefur ekki látið á sér kræla hér áður, ef ég veit rétt, en hann hefur komið við sögu hjá frænd- um vorum Norðmönnum, og mun vettvangur hans hafa verið aðallega í Alasundi, eftir því sem í sýningarskrá stendur. Það eru tuttugu og ein teikning á þessari sýningu Einars Þórs Lárussonar, og eru þær nokkuð misjafnar að gæðum. Sumar gerðar með tússi, aðrar með Trópikana (þekki ekki það efni í myndgerð) og enn aðrar með litblýanti og vatnslitum. Þessar myndir bera sterkt mót af súr- realískri hugmyndafræði, en sjálf útfærsla myndanna er heldur sviplítil og grá, ef svo mætti að orði komast. Það vant- ar snerpu í þessar myndir til að gera þær beinskeyttar í boðskap sínum og það er auðsjáanlega ekki mikil reynsla að baki þess- um teikningum. Það væri ef til vill of mikis krafist af manni, sem er að byrja feril sinn sem teiknari, að allt væri af fyrstu gráðu. Það er mjög erfitt að ná góðum árangri með penna og blýanti, en það er ekki svo erfitt að gera hlutina þekkjanlega og nostra við þá. Teikning er ein undirstaðan góðrar myndlistar og tengist öllum þáttum mál- verksins, það þarf því oft á tíð- um sérstaka kunnáttu og reynslu til að ná árangri, sem viðunandi er á þessu marg- slungna sviði. Einar Þór Lárus- on mun vera sjálfmenntaður myndlistarmaður og er ekkert nema gott um það að segja. Jafn- vel var svo um tíma, að það þótti ærið fínna að vera án menntun- ar frá listaskólum og hafa klár- að þann þátt sjálfur. Nú er aftur runnið upp mikið skólatímabil, og þykir fólk vart gjaldgengt nema það hafi verið hálfa ævina undir handleiðslu. Vonandi verð- ur sú tíska ekki langlíf. Þetta er lítil og snotur sýning, sem segir í raun ekki mikið um þann listamann, er í hlut á. Það væri ósanngjarnt að vera annað en góðviljaður ungum lista- manni, sem er að sýna verk sín í fyrsta sinn. Ég held, að vart verði ráðið af þessum verkum, hvert framhald verður, en eins og allir vita, eru örlög margra ráðin við fyrstu atrennu. Aðrir eiga sér anrtan feril, og þannig er lífið, það sem einum hentar, er öðrum til trafala. Það er viðurkennd staðreynd að Bandaríkjamenn framleíða kælitæki í hæsta gæðaflokki. Með vandláta kaupendur í huga bjóðum við pví núna ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stærðum og litum. Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu. PHILCO kæliskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem prýða fyrsta flokks kæliskápa. Sjón er sögu ríkari — komið í verzlanir okkar og kynnist af eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum. PHILCO FYRIR VANDLÁTA heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Fram á Sauðárkróki: Atelur drátt á ákvörðun um steinullar- verksmiðju í ÁLYKTUN fundar í Verkalýds- félaginu Fram á Sauðárkróki í bvrjun þessa mánaðar er m.a. bent „á þá forystu, sem ráðamenn á Sauðárkróki hafa haft um þaó frá upphafi ad reist skuli steinull- arverksmiðja á íslandi“. Fundurinn átelur þann drátt, sem sífellt er á því að tekin sé ákvörðun um staðsetningu verksmiðjunnar og skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn að ákveða nú þegar hlutdeild ríkisins að steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, eins og segir í ályktun fundarins. Ljóðakorn 29 ný lög eftir Atla Heimi Sveinsson komin út á nótum hjá Almenna bókafélaginu. Höfundur annaðist sjálfur nótna- og textaritun, káputeikningu o.fi. )II eru þvssi 29 log samin við íslenska texta eftir kunna og . kunna höfunda. Bókin sk'ptist i fjóra kafla sem nefnast: 1. Barnagælur. 2. Nutimaljóð. 3. Gaipansögur. 4. Aukalög. I.joðakorn er 61 bls. að stærð í þægilegu nótnabroti (34x25 em i FÆST HJÁ NÆSTA BÓKSALA Almenna Bókafélagið Austurstræti 18, Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 25544. sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.