Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 31
31 .... — -— i. ..... ----------------— ■ ■■■ —— MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 rekstrarreikningi. Hafa reikn- ingsskil Seölabankans árið 1979 og 1980 byggzt á þessari reglu, eins og glögglega er gerð grein fyrir í skýringum við reikningana í árs- skýrslu bankans. Með þessu er reynt að skilgreina rekstraraf- komu Seðlabankans þannig, að hún sé sem beztur mælikvarði á það, hve mikið hann hefur hagn- azt á viðskiptum við innlenda að- ila, en þau viðskipti hafa ekki áhrif á þær breytingar, sem verða á endurmatsreikningi vegna geng- isbreytinga. Sé litið á viðskipti Seðlabankans við atvinnuvegina sérstaklega, eru þau svo að segja eingöngu í formi endurkaupa á afurðavíxlum. Hafa hin reglubundnu afurðalán verið veigamikill þáttur í fjármögnun atvinnuveganna undanfarna þrjá áratugi a.m.k. Framan af voru af- urðalánin einskorðuð við sjávar- útveg og landbúnað, en síðasta áratuginn hafa endurkaup vegna iðnaðarframleiðslu farið vaxandi, þótt óhætt sé að segja, að sjávar- útvegur og landbúnaður njóti enn mun greiðari aðgangs að þessum lánum. Afurðalánin hafa frá upp- hafi verið með hagstæðari vöxtum en önnur rekstrarlán, svo að í þeim hafa falizt veruleg fríðindi fyrir þá atvinnuvegi, sem þeirra njóta. Má segja, að Seðlabankinn hafi með þessum hætti veitt þess- um atvinnuvegum sérstakan rekstrarstuðning, ef miðað er við þau lánskjör, sem aðrir í þjóðfé- laginu áttu við að búa. Eftir að vextir hér á landi fóru að hækka vegna þrálátrar verð- bólguþróunar, komu þær skoðanir fram hjá útflytjendum, að þeim væri hagstæðara að fá lán í er- lendum gjaldeyri og með vöxtum, sem væru í samræmi við vexti á erlendum peningamörkuðum, frekar en að sæta háum vöxtum á innlendum lánum. í sambandi við fiskverðssamninga haustið 1978 var af hálfu fiskvinnslunnar sér- staklega farið fram á breytingu á afurðalánum í þá átt, að þau yrðu í erlendum gjaídeyri og með mun lægri vöxtum en verið hafði. Kom þessi breyting til framkvæmda, eins og áður segir, í ársbyrjun 1979, en þá var ákveðið, að afurða- lán vegna útflutningsframleiðslu yrðu yfirleitt í dollurum, en Seðla- bankinn endurkeypti þau lán með 7 Vá % vöxtum. Er hér tvímæla- laust um mjög hagstæða vexti að ræða miðað við það, sem keppi- nautar islenzkra útflytjenda er- lendis eiga við að búa. Reynslan af þessum gengisbundnu afurðalán- um var útflutningsframleiðslunni hins vegar ekki eins hagstæð og við hafði verið búizt, einkum ef borið var saman við þau lánskjör, sem í gildi voru á sama tíma á afurðalánum í íslenzkum krónum. Sérstaklega urðu gengisbundin af- urðalán óhagstæð á árinu 1980 vegna mjög mikillar lækkunar á gengi íslenzku krónunnar gagn vart dollar. Var af Seðlabankans hálfu reynt að taka tillit til þess- arar þróunar, og kom bankinn til móts við lántakendur með því að falla á árinu 1980 frá nokkrum hluta af gengisuppfærslu þessara lána og lækka vexti Seðlabankans af þeim úr Vk% í 3%. Á árinu 1981 hefur gengisþróunin ekki verið lántakendum eins óhagstæð, en Seðlabankinn hefur þó að beiðni ríkisstjórnarinnar ákveðið að falla frá þeirri gengisuppfærslu þessara lána, sem gengisbreyting- in 26. ágúst sl. hafði í för með sér, og lagt hefur verið til, að hluta þess fjár verði varið til að leysa samansöfnuð vandamál Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins. Um þetta mál er hins vegar rétt að lokum að taka fram tvennt. í fyrsta lagi skal það ítrekað, að afurðalán Seðlabankans hafa lengst af verið með verulegum for- gangskjörum og að sú breyting lánskjara, sem átti sér stað í árs- byrjun 1979 var ekki að bankans frumkvæði. Ef litið er á rekstrar- afkomu og eiginfjárstöðu Seðla- bankans á undanförnum árum, er ljóst, að hagnaður bankans hefur oftast verið tiltölulega lítill, enda var eigið fé hans, að endurmats- reikningi vegna gengisreikninga frátöldum, aðeins 2,9% af efna- hagsreikningi í árslok 1980. Á ár- inu 1980 var rekstrarafgangur bankans óvenjulega mikill, eða 44,3 millj. nýkr. eftir greiðslu arðs, og er augljóst, að rekstrar- afkoma hans verður á þessu ári stórum lakari, m.a. vegna ráðstaf- ana sem þegar hafa verið gerðar til breytingar á gengisuppfærslu og vöxtum afurðalána, og vegna sérstakra aðgerða til að bæta stöðu Útvegsbankans. í öðru lagi er bankastjórn Seðlabankans reiðubúin til þess að endurskoða þau lánskjör, sem nú gilda um afurðalán til útflutnings- framleiðslu og færa þau til sam- ræmis við kjör á öðrum endur- kaupanlegum lánum, enda liggi fyrir jákvæð afstaða ríkisstjórnar til slíkrar breytingar, og hún sé talin eðlileg miðað við þau láns- kjör, sem aðrir atvinnuvegir njóta. 4. Þróun efnahags- stærða Seðlabankans Til þess að leggja nokkurt mat á það, hvort eigið fé og aðrar efna- hagsstærðir Seðlabankans hafi færzt úr eðlilegu samhengi við aðrar meginstærðir þjóðarbúsins, er skýrast að setja þær í hlutfall við þjóðarframleiðslu og skoða þau hlutföll með hliðsjón af efna- hagsástandinu á hverjum tíma. Þetta er gert í eftirfarandi tveim- ur töflum, er ná yfir tímabilið 1961—1980, en hliðstæðar tölur fyrir 1981 liggja að sjálfsögðu enn ekki fyrir. a) (jjaldeyrisstaða og gengisbreyt- ingarreikningur Nettógjaldeyrisstaða Seðla- bankans hófst frá lítilsháttar neikvæðri stærð árið áður upp í 5,4% af þjóðarframleiðslu í árslok 1961 og tvöfaldaðist á þennan mælikvarða árið eftir, er hún nam 11,1% af þjóðarframleiðslu, og er það hæsta hlutfallslegt ársloka- gildi stöðunnar. Orsakir þessarar öru aukningar verða ekki raktar hér, en meginþáttinn í henni á efl- ing sparnaðar og binding innlána umfram aukningu endurkeyptra afurðalána. Gjaldeyrisstaðan hélzt vel uppi næstu fjögur árin, en lækkaði á næstu tveim erfið- leikaárum á eftir niður í 3,7% af þjóðarframleiðslu í árslok 1968. Með þeim efnahagsráðstöfunum og síðan endurbata, er þá fór á eftir, hækkaði hlutfallið stig af stigi upp i tímabundið hámark 1971 og 1972, 9,4% í lok síðara árs- ins. Frá því lækkaði það ört með örri verðbólgu og samdrætti sparnaðar, þar til staðan varð neikvæð á erfiðleikaárunum 1975 og 1976, um 2% af þjóðarfram- leiðslu í lok fyrra ársins. Frá því hefur gjaldeyrisstaðan batnað hægum og jöfnum skrefum, en langtímaskuldir við útlönd hafa þar á móti farið vaxandi að tiltölu við þjóðarframleiðslu. Þrátt fyrir þennan bata nam gjaldeyrisstaðan síðustu tvö árin ekki hærra hlutfalli af þjóðar- framleiðslu en á erfiðleikaárunum síðari hluta sjöunda tugarins. Yfir árabilið 1961—73 nam gjaldeyris- forðinn brúttó yfirleitt um 5—6 mánaða almennum vöruinnflutn- ingi, en síðustu árin og fram um mitt þetta ár um 3Vfe mánaðar innflutningi. Bendir þetta, ásamt verulega auknum erlendum lánum og greiðslum af þeim, til þess, að sízt sé vanþörf á þeim gjaldeyris- forða, sem nú er fyrir hendi. Staða gengisbreytingarreikn- ings, sem hér er talin, sýnir reikn- ing Seðlabankans sjálfs, en ekki gengismunarreikning vegna opinberra aðgerða. Upphafsstaða reikningsins í töflunni, þ.e. í árs- lok 1961, var neikvæð vegna áhrifa gengisfellingarinnar 1960, og var sá frádráttarliður afskrifaður næstu árin, unz hann hvarf í geng- isuppfærslu ársins 1967. Frá þeim tíma er gengisbreytinga-/ endur- matsreikningurinn háður þróun gjaldeyrisstöðu, gengi einstakra gjaldmiðla og gengisþróunar krónunnar, sem aftur hefur eink- um ráðizt af verðbólguþróun hér á landi umfram það, sem gerist í umheiminum. Af þessum sökum varð staða gengisbreytingarreikn- ings neikvæð í árslok 1973 og aftur 1975 og 1976, en síðan batnaði hún stórum skrefum árin 1978—80 og fram eftir þessu ári, þegar saman fór vaxandi gjaldeyrisstaða, ör mögnun verðbólgunnar og síðast sérstök gengishækkun þeirra gjaldmiðla, er mynda stöðuna og þá einkum eignarhlið hennar. Sem fyrr er getið, gæti þessi síðasti þáttur gengið snögglega til baka, og er þá jafnframt hætt við önd- verðri þróun viðskiptakjara og raunverulegri rýrnun gjaldeyr- isstöðúnnar. b) Eigid fé Sedlabankans Eigið fé Seðlabankans er sam- einuð niðurstaða af rekstraraf- komu og endurmati af völdum gengisbreytinga. Milli eigin fjár og gjaldeyrisstöðu eru gagnkvæm orsakatengsl, þó með þeim áherzlumun, að eiginlegur rekstrarhagnaður Seðlabankans getur verið einn þeirra þátta, sem leiði til raunverulegs bata gjald- eyrisstöðunnar í erlendum gjald- eyri talið, en endurmat stöðunnar af völdum gengisbreytingar um- fram almennt verðlag, getur vald- ið aukningu eigin fjár að tiltölu við þjóðarframleiðslu, án þess að fjárhagslegt afl Seðlabankans hafi aukizt við það til neinna raunverulegra átaka. Ferill eigin fjár Seðlabankans sýnir Ijóslega, hverjar sveiflur honum er ætlað að taka á sig. Eig- ið fé stóð tiltölulega hátt, 1,8% af þjóðarframleiðslu í árslok 1961, en náði ekki að fylgja verðþróun næstu árin og fór Iækkandi að hlutfalli, niður í 1% 1966. Vöxtur gjaldeyrisforðans á þessum tíma byggðist á aðfengnu fé frá inn- lánsstofnunum en ekki á eigin- fjármyndun. Hlutfall eigin fjár snögghækkaði aftur 1967 og 1968 og náði þá hæsta hlutfalli, 2,5% af þjóðarframleiðslu. Var mjög hátt endurmat gjaldeyrisstöðunnar þar að verki, þrátt fyrir samtíma lækkun hennar í erlendum gjald- eyri. Enn hélzt eigið fé vel uppi til 1972 og náði þá næst hæsta hlut- falli á tímabilinu, 2,2% af þjóðar- framleiðslu, en snögglækkaði síð- an árið 1973 og áfram niður í lægsta hlutfallið 0,3% 1975 og 0,4% 1976. Var þar að verki fyrst gengisfal! gjaldmiðla í gjaldeyr- isstöðunni, einkum dollara og sterlingspunds, og síðan eyðsla gjaldeyrissjóðsins ásamt gjaldeyr- islántökum, sem aftur leiddu til neikvæðra áhrifa gengisbreytinga á eiginfjárstöðuna. Frá þessari lægð hefur eigið fé farið vaxandi, fyrst hægum skrefum, en svo örar með endurbata gjaldeyrisstöðu og örri verðbólgu og gengisbreyting- um, en náði í árslok 1980 þó ekki nema þriðja hæsta hlutfalli á timabilinu, 2,1% af þjóðarfram- leiðslu. Eiginfjárstaða Seðlabankans er, sem fyrr er getið, sameiginleg niðurstaða af rekstrarafkomu og endurmati vegna gengisbreytinga. Sá ferill eiginfjárstöðunnar, sem Iiér hefur verið rakinn, leiðir fram eftirfarandi meginniðurstöður: 1) Eigið fé Seðlabankans er engan veginn endanlegur fengur, sem fært er að ráðstafa að vild, enda er hann þegar bundinn í gjaldeyrisforða bankans. Þvert á móti breytist eigið fé bankans ört vegna sibreytilegra ytri skilyrða og viðleitni stjórn- valda að jafna út sveiflur af þeirra völdum. 2) Hátt hlutfall eiginfjárstöðu Seðlabankans er heldur ekki einhlítt merki um styrka raunstöðu þjóðarbúsins, þar sem það getur hækkað beinlínis af völdum verðbólgu, sem fylgt er eftir með gengisbreytingum. Aukning eigin fjár kemur þannig fram sem niðurstaða af því að bregðast tímanlega við vanda. Að þessu leyti er eig- infjárstaðan bókhaldslegt mót- virði við gjaldeyrisstöðuna. Til- gangur hennar er því, svo sem ítrekað hefur verið bent á, að mæta raunverulegum ytri áföllum, en ekki að fóðra þenslu og skapa svigrúm til að slá nauðsynlegum efnahagsað- gerðum á frest. Skrifað í sk SKRIFAB í SKYIN -V töHANNESR SNORRASON Æsku- og flugsaga Jóhannesar R. Snorrasonar flug- stjóra, rituö af honum sjálfum Jóhannes R. Snorrason býður okkur fram í flugstjórnarklefa. Og þaö er ekki einn flugstjórnarklefi, heldur margir, og viö fljúgum ýmist í sólskini eða kolsvörtum skýjum og illviðrum. Nú er flugtæknin háþróuð, en í uþþhafi flugferils Jóhannesar var hún það ekki. Þá var flugiö ævintýri líkast. Þessi bók er fyrri hluti flugsögu Jóhannesar Fyrst segir hann frá viöburðarríkum bemskuárum á Flateyri við Öndunarfjörð og svo enn viöburðarrikari unglingsárum norður á Akureyri. Síöan hefst flugsagan sjálf í miðju stríöi og endar í þessu bindi 1946, þegar Jóhannes er nýbúinn að fljúga fyrstu farþegaflugin frá íslandi til Skot- lands og meginlandsins og ferja tvo Katalínubáta hingað frá Ameríku yfir Grænland í illviðrum um háveturF (É Almenna Bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544. Skemmuvegi 36, sími 73055. < (O * ‘O ffl < CD u. EigiS fé og gjaldeyrisstaOa SeClabankans. r hlutfalli (%) viS þjóOarfrarnleiSslu EigiO fé þar af endur- matsreikn. Gjaldeyris- staOa NiOurstöOu- tölur efna- hags reikn. EigiC fé f hlutfalli (%) af niGur- stöOu efna- hagsreikn. (1) (2) (3) (4) 1961 1.8 - 0.4 5. 37 31,87 5,76 1962 l.o - 0.3 11,00 28,49 5, 51 1963 1.3 - 0.2 10,03 23, 53 5,63 1964 1, 1 - 0. 1 9. 8þ 22,90 4,99 1965 1.2 - 0, 1 o,21 22, 15 5. 59 1966 1.0 - 0, 1 8. 55 20,2 3 4,76 1967 1.9 0.8 5. 37 20. 58 9, 16 1968 2,5 1.3 3.65 24,84 q, Q5 1969 1.8 0.7 5,65 25, 02 7,38 1970 1.8 0.7 7,90 25. 3o 6,01 1971 1.9 0.7 9.29 23,73 7.87 1972 2,2 1.2 9.43 24,02 O.05 1973 0, o - 0. 1 6.02 18,74 3.27 1974 0.8 0.3 0.89 19,05 4, 36 1975 0. 3 - 0.2 - 2,03 22.0t» 1.33 1976 0.4 0.0 - 0, t>2 21,52 1.75 1977 0.5 0. 1 0,93' 18,72 2,93 1978 0.9 0. 5 2. 57 21,40 4.24 1979 1.2 0,8 3.74 18, 13 6,65 1980 2. 1 l. o 5, 33 18.04 11,70 1) Arslokatölur faerOar á meGalverOlag ársins til samræmis viO þjóöarframleiCslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.