Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Opið bréf til íþróttasíðunnar: Ivimleitt Víkings-væl • Skólamóti KSÍ í knatt.spyrnu er nýlokið. Fjölbrautaskóli Ármúla sigraði í mótinu. Á myndinni má sjá frá vinstri Ólaf Unnsteinsson íþróttakennara við skólann, Omar Torfason fyrirliða með bikarinn, Guðmund Torfason og Sigurð Sveinbjörnsson. Allir eru þeir kunnir knattspyrnumenn. Skólamót KSÍ: Fjölbrautaskóli Armúla sigraðl SKÓLAMÓTI KSí er nýlokið. Sigur vegari í mótinu varð Fjölbrautaskóli Ármúla. ÁrmúlaskóÍinn sigraði Flensborgarskólann 3—0 í úrslita- leiknum sem fram fór á Melavellin- um. Leikið var í fjórum riðlum í keppninni. Fimm lið voru í A- og B riðli en tvö í K-riðli. I milliriðli sigr aði Menntaskólinn í Hamrahlíð Menntaskólann á Laugarvatni 1—0. í undanúrslitum sigraði lið Ármúla- skólans Menntaskóla Kópavogs 3—1, og Hamrahlíð tapaði fyrir Flensborgarskólanum 0—2. í liði Ármúlaskólans eru margir kunnir knattspyrnumenn. Að sögn Ólafs Unnsteinssonar íþróttakennara Armúlaskólans var öll framkvæmd skólamótsins til mikillar fyrirmynd- ar og KSÍ til sóma. — ÞR. Urvalsdeildin: Tekst Val að stöðva UMFN? Kg vaknaði hress í morgun, og fletti Mogganum með morgunkaff- i 'i. Þegar kom að íþróttasíðunni sá < ; að Víkingar hafa byrjað af krafti án.ðursherferð sína fyrir leiknum g< ;n Atletico Madrid nk. sunnudag. Iþróttasíðan fjallar að mestu um þ* ssa væntanlegu keppni. Eins og - '' áður reynast fjölmiðlarnir hjálp- - nir fjárvana íþróttadeildum. 1? 'knast mér til að 90 dálksenti- i irar fari í umsagnir um þennan ! k en það rými kostar kr. 4.590.- ef lil auglýsinga væri. . n látum það vera. Ef margreynd- ur landsliðsmaður og fyrirliði Vík- iu ;a, Páll Björgvinsson, hefði ekki notað eitt tækifærið enn til að hnýta í stjórn HSÍ (og landsliðs-þjálfar ann?) hefði morgunkaffið runnið Ijúflega niður og jafnaðargeðið hald- ist óbreytt fram eftir morgni hjá undirritðum. Hið hvimleiða væl Víkinga um að HSÍ sé að setja allan undirbún- ing Víkings fyrir Evrópukeppni úr skorðum, gerist harla þreytandi. Meðan skipulagsmálum hand- Ársþing ÍSF ÁKNMNG íþróttasambands fa laðra verður haldið í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, laugardaginn 28. nóv. 1981 og hefst kl. 10.00 f.h. Þetta cr fyrsta ársþing sambands- ins eftir stofnun þess 1979, en kjör tímabil er 2 ár. Málefni, er sambandsaðilar kunna að vilja leggja fyrir þingið, þurfa að hafa borist stjórn sam- bandsins fyrir 14. nóv. Dagskrá þingsins ásamt kjör bréfseyðublöðum verður send til sambandsaðila viku fyrir þing. WÆj> .... • Jón H. Karlsson knattleiks er fyrirkomið eins og raun ber vitni, verða félögin að sætta sig við yfirstjórn hand- knattleiksmála (HSI) eins og hún er. HSI er jú ekkert annað en fé- lögin sjálf og þing HSÍ er æðsta valdið og þar eru tillögur sam- þykktar og felldar. Stefnan mótuð. Stjórn HSI framfylgir henni. Það er alkunna að leikir við er- lendar þjóðir eru dagsettir með löngum fyrirvara og þeim leikdög- um er ekki hnikað til með litlum fyrirvara án þess að það skapi vandamál í framtíðarsamskiptum. Það þarf að skera úr um það hvort landslið íslands á að haga sínu skipulagi með tilliti til þarfa félagsliða eða öfugt. Hér þykir einsýnt að í tilfelli Víkinga hafi hinn frábæri þjálfari þeirra Bog- dan hlotið að vita af ferð lands- liðsins með miklum fyrirvara og því átt að geta hagað undirbúningi liðs síns með tilliti til þess. Væl Páls fer í taugarnar á mér, vegna þess, að mörg síðastliðin ár hefur félag mitt Valur tekið þátt í Evrópukeppnum. Eg minnist þess ekki að opinberlega hafi Vals- menn „vælt“ vegna árekstra milli landsliðsins og Vals, enda þótt sjálfsagt að landsliðið sem slíkt hefði forgang. I þessu sambandi er í fersku minni æfingaferð lands- liðsins til Póllands. Þar átti Valur 5 (ekki 4) menn. Æft var kvölds og morgna undir stjórn Janusar hins pólska. Eftir 5—6 daga veru í æf- ingabúðum fóru síðan landsliðs- menn Vals til móts við hinn helm- ing Valsliðsins sem kominn var til Ungverjalands til að leika Evr- ópuleik. Var ekki mikið um samæfingu Valsliðsins þar. Leikurinn tapað- ist auðvitað en ég minnist þess ekki að hvarflað hafi að mönnum að kenna það landsliðsþátttök- unni. Mín skoðun er sú, að að eins og málum er háttað skuli landsliðið hafa forgang. Það á að vera æðsti metnaður hvers handknattleiks- manns að leika og standa sig vel fyrir hönd þjóðarinnar. Víkingar eiga marga snjalla landsliðsmenn. Þeir eru allir í góðri æfingu. Gangi þeir til leiks á sunnudag með landsliðsreynsluna að vegarnesti og eldhug hins sanna Islendings, verða úrslitin hagstæð, þrátt fyir erfiða Iands- liðsferð á dögunum. Þeir gætu jafnvel unnið Atletico Madrid eins og Valur forðum. Áfram Island! Áfram Víkingur! Jón H. Karlsson. í KVOLD kl. 20.00 fer fram stórleik- ur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lið Vals mætir hinu ósigraða liði UMFN í Laugardalshöllinni. Reikna má með að Valsmenn muni leggja sig alla fram um að stöðva sigur göngu Njarðvíkurliðsins, og verða reyndar að gera það ætli þeir sér að vera með í baráttunni um toppinn í vetur. Körfuknattleiksdcild Vals mun efna til ókeypis happdrættis á leiknum og dregið verður í hálfleik um glæsilegt ferðaútvarp að upphæð 5000 krónur. Þannig að einhver fer með útvarpstæki heim af leiknum. Settu heimsmet UNGMENNAFÉLAGIÐ Leiftur, Olafsfirði minntist 50 ára afmælis síns um síðustu helgi. Haldið var veglegt afmælishóf að Tjarnarborg. Þar var rifjuð upp starfsemi félags- ins, og sýndar myndir frá starfsemi liðinna ára. Þá settu skíðamenn fé- lagsins nýtt heimsmet í göngu. Þeir Gottlieb Konráðsson, Haukur Sig- urðsson, Þorvaldur Jónsson, Axel Ásgeirsson og Finnur Gunnarsson gengu alls 745 km á 36 tímum. Gekk hver þeirra 20 km í einu. Formaður Ungmennafélagsins Leifturs er Garðar Guðmundsson. Fréttaritari Kópavogshlaupið Kópavogshlaupið fer fram laug- ardaginn 14. nóvember nk. á Kópa- vogsvelli, kl. 14.00. Karlar hlaupa um 8 km, en konur hlaupa um 4 km. í fyrra var Kópavogshlaupið eitt fjölmennasta víðavangshlaup vetrar ins. Þá sigraði Gunnar Páll Jóa- kimsson og Guðrún Karlsdóttir. Kópavogshlaupið er í framkvæmd frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, sem hvetur alla hlaupara, trimmara og aðra að koma og vera með. Aðalfundur AÐALFUNDUR frjálsíþróttadeildar íþróttafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Esju klukkan 21 í kvöld. Venjuleg aðalfundarstörf. Við opnum Samviimubanlai a SeHbssi á moraun Á morgun, föstudaginn 13. nóvember, opnar Samvinnubankinn nýtt útibú á Selfossi. Útibúið er á besta stað í bænum, því það er til húsa í hinni nýju og glæsilegu verslunarmiðstöð Kaupfélags Árnesinga við Austurveg, sem einnig verður tekin í notkun á morgun. Við óskum Kaupfélaginu og Árnesingum öllum til hamingju með þessa nýju þjónustumiðstöð og vonumst til að eiga við ykkur mikil og ánægjuleg viðskipti í framtíðinni. Það verður opið frá kl. 9.15 - 16.00 alla virka daga nema laugardaga og að auki kl. 17.00 -18.00 á fimmtudögum. Samvinnubankínn ÚTIBÚ SELFOSSI - AUSTURVEGI 3 - SÍMI 2177 r, M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.