Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Enn um saltfískinn Eftir Friörik Pálsson Það hlýtur að vera öllum þenkjandi mönnum ráðgáta hvort frú Jóhanna Tryggva- dóttir Bjarnason skrifar hinar tíðu greinar sínar um saltfisk- sölu í gamni eða alvöru. Svo fráleit, haldlaus og innantóm eru rök hennar, að dæmalaust er. Tilgangur þeirra, sem hátt reiða til höggs í skrifum af þessu tagi er gjarnan sá að fá fram umræðu og mótrök við er- indum sínum. Þar er Jóhanna þó algjör undantekning, því hún forðast eins og heitan eld- inn að minnast nokkurn tíma á þau rök og þau ítarlegu svör, sem SIF hefur veitt henni við hinum ýmsu rangfærslum og fullyrðingum, sem hún hefur haft í frammi. SÍF hefur svo sannarlega leitast við að taka á þessu máli málefnalega, en allt kemur fyrir ekki. Frú Jóhanna öslar áfram í fenjaskógi eigin ósanninda og óhróðurs, og virð- ist nú hvergi sjá mun dags og nætur. Svo gjörsneydd virðist hún vera þeim hæfileika að geta tekið rökum og greint mun á röngu og réttu, að með ólík- indum er. Hún gengur út frá því í upphafi, að allt, sem frá öðrum en henni kemur sé hreinn uppspuni. Hvernig á að tala við fólk af þessu tagi? Þessi síðasta grein Jóhönnu, sem birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember sl., er enginn undan- tekning frá þeim fyrri. í sjálfu sér er ekkert nýtt í henni, nema sú stórmerkilega uppgötvun, sem hún virðist sjálf vera að gera, að ef til vill sé það ekki út í hött, þegar bornar eru saman tölur, að bera saman saman- burðarhæfar tölur. Snjallt ekki satt? Það rennur sem sagt upp fyrir frúnni í lok þessarar greinar, að það sé ekki rétt að bera saman söluverð erlendis reiknað á gengi dagsins í dag við söluverð erlendis reiknað á genginu fyrir 10 mánuðum til að fá út rétta niðurstöðu. Hugarórar Sé litið á einstök atriði í þessari einstaklega sundur- íausu grein verður ekki séð, að þar standi steinn yfir steini. I grein eftir grein hefur hún haldið því fram, að einhver undirboðssamningur, sem SÍF átti að hafa gert á miðju ári 1980 hafi eyðilagt sölu fyrir henni í Portúgal. Þessi meinti undirboðssamningur SÍF hefur aldrei verið til nema í hennar eigin hugarheimi. A það verður að leggja sérstaka áherzlu og undirstrika. Itrekað tal um þennan undirboðssamning, sem virðist vera henni trúaratriði, hefur gert það að verkum að hún nær hvergi fótfestu í sínum málatilbúnaði. Þá er það einnig beinlínis ósatt, að vörum frá SÍF hafi verið skilað frá Grikklandi og að SÍF hafi brugðið á það ráð að selja vör- una til Portúgal. Hér er enn dæmi um vísvitandi ósannindi, sem einungis verða til í hugar- heimi frúarinnar sjálfrar. 50% hærra skiptaverð Allt tal um það, að hún geti boðið 50% hærra skiptaverð heldur en verð Verðlagsráðs sjávarútvegsins eru eins og annað rakalausar fullyrðingar. Það er óskiljanlegt, að frú Jó- hanna skuli leyfa sér að gera gys að sjómönnum og útvegs- mönnum með þeim hætti sem hún hér gerir sig seka um, en með þessu er hún að gefa í skyn að fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna standi ekki vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna. Talnarugl Það hefur augljóslega engan tilgang að bera á borð fyrir frú Jóhönnu neinar talnaupplýs- ingar, svo fyrirmunað sem henni er að skilja tölur eða geta farið rétt með þær. Hún kann ekki einu sinni mun á fob og cif, og þykist þó ætla að fara að leggja stund á útflutning. Ef einhverjir lesendur nenna enn að lesa greinar um þetta mál er rétt að nefna nokkur dæmi um meðferð frúarinnar á tölum. í fyrsta lagi eru allar þær upp- lýsingar, sem hún tilgreinir í greininni og kallar cif-tölur fengnar úr Hagtíðindum en eru allar fob-tölur. Rétt er að vekja athygli á að tölur úr Hagtíðind- um eru meðaltal yfir lengri tíma og þessvegna ekki sam- bærilegar við söluverð í dag. Annað dæmi um talnarugling: í júnílok 1980 höfðu ekki verið flutt út 19.719 tonn eins og frú- in greinir heldur 14.680 tonn samkvæmt Hagtíðindum. Þar af höfðu aðeins verið flutt út upp í 20.000 tonna samninginn um- rædda 12.292 tonn. Fleiri dæmi þessu lík mætti að sjálfsögðu til taka, en þar sem öll þessi mál hafa áður verið marg skýrð í fyrri greinum SÍF um þetta efni, væri það einungis að æra óstöðugan að tíunda þau hér. „Ekki lengur eins manns verk að tefla skáka Framkvæmd einvígisins f Meranó í þýzkum höndum Krá Marjjciri 1'clurs.syni, Merano, 6. nóvcmbfr. Árið 1972 var Reykjavík skákhöfuðborg heimsins á með- an á hinu fræga einvígi þeirra Fischers og Spasskys stóð. Þeir sem sáu það, muna án efa eftir hinni sérstöku stemmningu sem ríkti í Laugardalshöllinni meðan á skákunum stóð. Heimsmeist- araeinvígi er líka nokkurs konar uppskeruhátíð skákmanna. Þá mætast tveir albeztu stórmeist- ararnir í einvígi og hætta auð- vitað ekki fyrr en annar iiggur í valnum. Á sama hátt og í Reykjavík forðum er mikið lagt að veði hér í Merano, þar sem einvígi þeirra Karpovs og Korchnois fer fram. Hið háa verðlaunafé er aðeins brot af því sem teflt er um. Enn á ný er reynt að ná heimsmeistaratitlin- um úr höndum Sovétmanna, ríkis, þar sem skák nálgast að vera þjóðaríþrótt og litið er á tit- ilinn sem pólitískt verðmæti. Spennan sem fylgir einvíginu er því geysileg og andrúmsloftið álíka skákmettað og það var í Reykjavík. Blöðin eru full af skákfréttum, frægir meistarar ganga þungt hugsi um göturnar og engin búðarhola er svo ómerkileg, að þar hafi ekki verið stillt út tafli í gluggann. Á fín- ustu hótelunum er jafnvel hægt að sjá skákirnar leik fyrir leik um leið og þær eru tefldar. Meranobúar telja einvígið borga sig Á meðan Bobby Fischer var og hét, kaus hann jafnan þau her- bergi á hótelum þar sem hann dvaldist, sem sneru út í port eða húsasund til þess að útsýnið truflaði hann ekki. Hér í Merano hlýtur þó sá að vera gjörsamlega forfallinn skáksjúklingur sem ekki gefur sér tíma til að líta upp frá taflinu um stund og virða fyrir sér hin háu og fögru fjöll Suður-Tyrol sem umlykja bæinn. Merano er afar vinsæll ferða- mannastaður og er sérstaklega frægur fyrir heilnæmt fjallaloft, en bærinn stendur í 350 metra hæð yfir sjávarmáli með heilsu- lindir sínar og geysistóran skeið- völl. Þá hafa þar upp á síðkastið verið haldin nokkur skákeinvígi og nú hugðust framámenn bæj- arins lengja ferðamannatímabil- ið með því að halda sjálft heims- meistaraeinvígið. Það er þó auð- vitað ekkert smáræðis fyrirtæki, verðlaunaféð nemur eitt sér u.þ.b. þremur milljónum ný króna og heildarkostnaðurinn gæti orðið helmingi meiri. Það var því ekki að furða, þó framkvæmdanefnd einvígisins væri á nálum er Viktor Korchnoi sýndi hörmulega taflmennsku í upphafi. Allir voru sammála um að með slíku áframhaldi yrði einvíginu lokið eftir þrjár vikur og þá færu allir heim til sín og hótelin stæðu auð á nýjan leik. Áskorandinn hefur þó braggast upp á síðkastið og við hverja skák koma auðvitað meiri pen- ingar í kassa fyrirtækjanna 35 sem leggja fram fé til einvígis- haldsins. Einn helsti frumkvöð- ull að einvígishaldinu er t.d. hót- eleigandinn Artur Eisenkeil, en hann á fjögur stór hótel hér í Merano. Þó hóteleigendur fagni því að einvígið dragist á langinn, fylgir því hins vegar sá ókostur að ít- alski gjaldmiðillinn, líran, stendur sig afar illa um þessar mundir og aðeins vegna þess hafa aðstandendur keppninnar tapað 300.000 nýkrónum á þeim eina mánuði sem einvígið hefur staðið yfir. Þeir sem fjárhags- byrðarnar bera, koma þó vart til með að barma sér mikið, þótt halli verði á framkvæmdinni. Nú þegar hefur Merano hlotið ómet- anlega auglýsingu í heimspress- unni og alls staðar, þar sem skák er tefld, er nafn bæjarins á hvers manns vörum. Því hefur einnig verið fleygt, að með einvígishaldinu vaki fyrir þýska minnihlutanum á staðnum að kynna umheiminum tilveru sína. í Merano er nefni- lega töluð þýska og ítalska jöfn- um höndum og bærinn komst fyrst undir ítölsk yfirráð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fram- kvæmd einvígisins er næstum einvörðungu í þýskum höndum og formaður framkvæmdanefnd- arinnar, Siegfried Unterberger, stjórnar öllu af þýskri ná- kvæmni. Unterberger og félögum hans hefur óneitanlega tekist vel upp. allt hefur gengið eins og smurt fram að þessu og enginn hefur heyrst kvarta undan vistinni á hinum snyrtilegu hótelum í hin- um fagra bæ Merano. Loftið er stundum lævi blandið Taugastríðið í sambandi við einvígi þeirra Karpovs og Korchnois á Filippseyjum varð heimsfrægt og klögumálin og ásakanirnar gengu á víxl. Þeim sem fannst uppskurðurinn á stól Spasskys, meðan á einvíginu 1972 stóð, fyndinn, fengu nú mörg ný aðhlátursefni þar sem voru skilaboð í jógúrtdollum, dulsálfræðingur, Ananda Marga-fólk og spegilgleraugu. Að þessu sinni hefur athyglin hins vegar beinst meira að keppninni á borðinu sjálfu, en klögumálunum utan þess. Nú þarf að leggja fram tryggingarfé um leið og kæra er lögð fyrir dómnefnd einvígisins og ef hún er ekki tekin til greina, er fénu ekki skilað. Þessi breyting á ein- vígisreglunum heppnaðist svo vel í framkvæmd, að aðeins ein kæra hefur verið lögð fram og hún var tekin til greina. Það var eftir tólftu skákina er Karpov kvartaði undan því að Korchnoi talaði við sig meðan á skák stæði. Allir vita, að sú tíð er löngu liðin að það var eins manns verk að tefla skák. Nú hafa báðir keppendur á sínum snærum fjölda meistara til að undirbúa fyrir sig byrjanaafbrigði og rannsaka biðskákir. Að auki hafa þeir síðan fleira fólk, svo sem lækna, hugleiðendur, líf- verði, að ógleymdum þeim sem hafa það að starfi að rífast við fulltrúa andstæðingsins og framkvæmdanefndina. Allur þessi aðstoðarmanna- fjöldi sýnir best hversu mikill fengur er talinn vera í heims- meistaratitlinum í skák. Til að- stoðar Karpov senda Sovétmenn t.d. ekki eingöngu hina venjulega aðstoðarmenn hans, stórmeist- arana Balashov og Zaitsev, held- ur eru þeir Tal, fyrrum heims- meistari og Polugajevsky, and- stæðingur Korchnois í undan- úrslitum áskorendakeppninnar, einnig mættir til að leggja sitt af mörkum. Með Karpov eru einnig læknir, matsveinn, lífvörður o.fl. og öllu liðinu stjórnar hinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.