Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 „Lífsjátning" — endurminningar Guðmundu Klíasdóttur ÚT ER komin hjá Iðunni bókin „Lífsjátning", endurminningar Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu. Ing- ólfur Margeirsson skráði. — Þetta er stór bók, tæpar þrjúhundruð blað- síður og með mörgum myndum. „Saga Guðmundu er ævintýri lík- ust," segir m.a. á kápusíðu, — „og þó umbrotasamari en nokkurt ævintýri. Hún segir hér frá bernsku sinni og uppvexti á Vestfjörðum, dvöl í Reykjavík rétt fyrir seinna stríð, starfi og námi í Kaupmanna- höfn á myrkum hernámsárum, þar sem hún hlýðir kalli söngsins. Hún greinir frá hjúskap sínum sem var nokkuð rysjóttur á köflum, margvís- legum vinakynnum, listferli sínum og lífsbaráttu heima og erlendis." Haukur Clausen á Kjarvalsstöðum hU'JiMim Valtýr Pétursson Þeim er ekki fisjað saman Clausenbræðrum, eins og þeir vita, sem muna þá tíma, er þeir gerðust mestir garpar í Evrópu, en síðan eru liðnir tugir ára og margt hefur á daga þeirra drengja drifið síðan. Nú er Haukur þekktur tannlæknir og hefur unnið að þeirri listgrein um langt árabil, en færri hafa vitað, að jafnframt tannlækn- ingum hefur hann lagt stund á málaralist í frístundum sínum af sömu elju og hann hefur sýnt á öðrum sviðum. En eplið fellur ekki langt frá eikinni, eins og þar stendur. Faðir þeirra bræðra var mikið með pentskúfinn á lofti, er hann átti stund frá því að aka ráðherrum um allar triss- ur. Nú hefur Haukur gert sér lít- ið fyrir og fyllt Vestursal Kjar- valsstaða með olíumálverkum og vatnslitamyndum, og það er eng- in smásýning þarna á ferð; 105 númer, geri aðrir betur í hjá- verkum. Landslagið er aðalviðfangs- efni Hauks á þessari sýningu Hann vinnur myndir sínar bæði í olíulitum og vatnslitum. Ein abstraktmynd er þarna eins og óboðinn gestur, en að mínum dómi er hún með því besta, sem á sýningunni finnst. Það er engu líkara en að hið abstrakta form eigi einkar vel við skapferli Hauks, og hann kemur mér fyrir sjónir sem snarpur íþróttaiðk- andi í þessu verki. Nú má vera, að hann sjálfur sé á öðru máli, og hann um það. En ég er sann- færður um, að honum hæfir bet- ur að taka duglega til hendi en að nostra of mikið við viðfangs- efnin, eins og óneitanlega kemur í ljós í sumum þeirra verka, er hann sýnir þarna. Það fer heldur ekki milli mála, að þessi sýning Hauks er nokkuð misjöfn, og skal það ekki koma neinum á óvart, þegar aðstæður og fjöldi verka er meðtekinn í reikning- inn. Persónulega finnst mér Hauk- ur Clausen ná bestum árangri í sumum af vatnslitamyndum sín- 4& >y. **•»» um, og það er mitt álit, að í mörgum tilfellum hefði hann átt að nota karton við innrömmun, en hann segist ekki vilja sjá slíkt. Svona eru skoðanir oft á tíðum skiptar. Allt er á þessari sýningu vandlega innrammað, og eru ekki margir listamenn, sem efni hafa á slíkum lúxus. Frágangur allur er því mjög vandaður og til sóma Hauki. Þarna voru nokkur verk, sem komust nær mér en önnur. Má minnast á nr. 83, er mér féll sér- lega í geð og 101, sem er vatns- litamynd. Nr. 96 einnig í vatns- litum og nr. 71, 68 og nr. 38, Akrafjall. Ef fólk gætir vel að, kemur í ljós, að ég er mest inni á vatnsiitum hjá Hauki. Það er eins og hann nái ekki sama árangri í olíumálverkum sínum, og má það vera vegna þess, hve hann er háður fyrirmyndum sín- um og leggur áherslu á að koma þeim sem nosturlegast til skila. Þegar á heild þessarar sýn- ingar er litið, verður maður al- deilis hlessa yfir þeim mikla mannlega krafti, sem stendur að baki henni, þegar það er athug- að, að hér er um frístundavinnu að ræða. Til hamingju með af- . raksturinn. Heilmikiö úrval af ítölskum smávörum Jllvaliö í jólagjafir til heimilisins 1 2 ~ 1 I & 1 Ít}, ¦ ^^m KM- HÚSGÖGN Langholtsvegi 111, símar 37010-37144. Jómon varti Salómon svarti og Bjartur í endurútgáfu BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hifiir gefíð út bókina Salómon svarti og Bjartur eftir barnabóka- höfundinn Hjört Gíslason. Bókin kom fvrst út fyrir 20 árum og naut mikilla vinsælda medal barna og unglinga. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár. I bókinni er sagt frá ýmsum ævintýrum, sem bræðurnir Fífi og Fói lenda í ásamt þeim félög- um Salómoni og Bjarti. Salóm- on er hrútur en Bjartur er hrafn, hvítur hrafn, sem þeir bræður og félagar þeirra finna og ala upp. Viðskipti krakkanna og dýranna við Láka löggu eru skemmtileg. Bókin er hollt les- efni fyrir bæði börn og full- orðna, þar sem gamanið situr í fyrirrúmi. Fjölmargar teikn- ingar eru í bókinni eftir Halldór Pétursson, listmálara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.