Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 83 heyra tónlistina „live“, í staöinn fyrir aö núna byrja þau fyrst fjórtán til fimmtán ára aö hlusta á lifandi músík. Hvernig stóö á því aö skólunum var lokaö? Skólastjórar álitu aö þaö væri alltof mikiö fyllerí á skólaböllunum. Þeir þinguöu um máliö sín á milli og komust aö því að þetta „ungl- ingavandamál" væri hljómsveitun- um aö kenna. Þá komu diskótekin í staöinn. En, heldur Pétur áfram, þá voru uppi átta til tíu vinsælar hljóm- sveitir á þessum tíma og hver hljómsveit átti sína fylgismenn sem eltu bandiö hvert sem var. Eftir aö skólastjórar lokuöu fyrir skólaböll- in fjarlægöust krakkarnir hljóm- sveitirnar og svo reið diskóiö yfir á fullu. En sem betur fer viröast krakkarnir nú á dögum vera aö vakna upp og opnast fyrir lifandi tónlist. En mesta niöurlæging lif- andi tónlistar var áriö 1977, þegar diskóiö var á toppnum. En þú gafst ekki upp? Af hverju varstu aö þrjóskast þetta áfram? Var þaö ekki vita vonlaust eöa hvaö? Jú, viöurkennir Pétur, en maöur lifði alltaf í voninni um fall diskós- ins. Sem betur fer virðist sú von vera aö rætast og framtíöin er bara björt. Því næst vék Pokahornið talinu aö SATT, samtökum alþýöutón- skálda og tónlistarmanna, en Pét- ur Kristjánsson hefur veriö eöa var framarlega í baráttu þeirra. SATT fór af staö 1979, útskýrir Pétur fyrir Pokahorninu. Þá var ástandiö oröiö ömurlegt. Engin „originar hljómsveit til á svæöinu. En varst þú ekki einn af aöal- hvatamönnunum aö stofnun SATT? Nei, ekki vil ég segja þaö, en mér leist strax vel á hugmyndina um SATT þegar hún var sett fram. Ég var meöal annars kosinn for- maöur fjáröflunarnefndar. Þá voru haldin þessi SATT-kvöld sem tók- ust nokkuö vel, en vegna anna viö vinnu og hljómsveitina sá ég mér ekki fært aö halda áfram í ábyrgö- arstööu hjá SATT. Finnst þér SATT hafa uppfyllt þær vonir sem þú bast viö samtök- in? Nei, krafturinn í byrjun var mjög jákvæöur, en svo kom ládeyöan. NEFS er hinsvegar í rétta áttina með sína starfsemi og ég vona innilega aö sá klúbbur geti þróast og blómstraö. En hvaö segiröu um allar nýju hljómsveitirnar sem nú skjóta upp kollinum? i fyrstunni fannst mér ekki mikiö til þeirra koma en núna hef ég mjög gaman af aö heyra í mörgum þeirra, til dæmis Fræbbblunum, Purrki Pillnikk og Þey. En hvernig líkar þér þaö sem jafnaldrar þínir eru aö fást viö? Þeir fáu sem enn þrauka eru nú ekki aö gera merkilega hluti, finnst mér. En auðvitaö eru undantekn- ingar þar á og kemur þá Björgvin Gíslason fyrst upp í hugann, einnig hljómsveitin Friöryk. Já, og þú ert ennþá aö sjálfur. Segöu okkur eitthvaö frá Start. Ariö 1979 var ég oröinn leiöur á þessum bransa og var búinn aö hvíla mig á honum í tvo mánuöi en þá komu þeir sem nú eru i Start til mín meö ferskar hugmyndir og viö tókum strax þá stefnu aö spila rokk, og þetta hálfa annaö ár sem viö höfum spilaÖ höfum við verið að móta stefnuna. Og núna var hijómsveitin aö láta frá sér fara plötu, „En hún snýst nú samt“ eins og hún er kölluö. Eru einhver ákveöin lög á plötunni sem þú telur dæmigerö fyrir þá tónlist sem þið hyggist glíma viö í framtíö- inni? Tja, þegar viö vorum hálfnaöir viö gerö plötunnar, geröum viö okkur grein fyrir því aö viss lög svo sem „Sekur" og „Hjónalíf“ voru sú stefna sem okkur líkar best. Þann- ig að þaö veröur sú stefna sem viö munum halda okkur viö, trúi óg. Og meö þaö slítum við talinu og þökkum Pétri Kristjánssyni kær- lega fyrir aö ómaka sig viö okkur. Viö kveöjum, Pétur fer aftur til vinnu sinnar, Pokahorniö tekur leiö 2 til sinna heima, en af- greiösludaman ber óhreinu boll- ana frá boröi og sópar Ga-jolpökk- unum og samankrumpuöu sígar- ettupökkunum í rusliö. Mezzoforte hafa gert það gott í Bretlandi í haust. Þegar þeir voru í London nýttu þeir tækifærið og tóku upp þriðju plötu sina, Þvílíkt og annað eins nefna þeir hana og er ætlunin að hún verði gefin út í Englandi síðar enda engin ástæða til annars miðað við þær góðu undirtektir sem Mezzoforte fékk hjá enskum í haust. Mezzoforte semur sín lög sjálf, en eins og flestir vita, spila þeir þá tónlist sem hér á landi hefur verið kölluð bræðsla (fusion) og mun ættuð frá Bandaríkjum Norður- Ameríku. IH (livinu HwnjOrtw MEZZOFORTE Og ekki gleymast jazzáhuga- menn í plötuflóðinu. Jazzvakning hélt upp á fimm ára afmæli sitt með pomp og prakt, buðu hingað til landsins bassaleikaranum Bob Magnússon og voru haldnir tón- leikar á Hótel Sögu þar sem fram komu, auk Bobs, þeir Guðmundur Ingólfsson, nafni hans Stein- grímsson, Viðar Alfreðsson og Rúnar Georgsson. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og eru nú komnir á plastplötu sem ber heitið Jazz- vaka. Það voru Jazzvakningarmenn sjálfir sem gáfu plötuna út, en dreifingu annast Steinar hf. Þá er best að ljúka þessari upp- talningu með yngstu hljómsveit- inni sem sent hefur frá sér plötu nýlega. Það er hljómsveitin Purrkur Pillnikk sem gaf út 17 laga plötu, Eghji en:, fyrir um það bil þrem vikum. Þessi fríska og frjóa plata var tekin upp í Southern Studios í London í ágúst sem leið. Það fer vel á því að Purrkurinn skyldi taka upp sína fyrstu LP plötu í þessu stúdíói þar sem margar at- hyglisverðustu rokkhljómsveitir Breta hafa einmitt starfað þar og nægir í því sambandi að nefna Crass. Upptökumaður Eghji en: var Simon Skoulfield og sá hann einnig um upptökustjórn ásamt Purrkinum. Utgefandi er Gramm og Steinar dreifir. Velheppnuð víkingaferð Þeys ÞEYR heim með útgáfusamning! HLJOMSVEITIN Þeyr ásamt útgefendum sínum Eskvímó eru nýkomnir heim úr Englandsfór, eins og greint var frá í Pokahorninu um síðustu helgi. í ferðinni voru kannaðir möguleikar á útgáfu tónlistar Þeys þar í landi. Ekki er hcgt að segja annað en að allt hafi gengið upp hjá þeim í ferðinni. Hljómsveitinni bauðst útgáfusamningur við þrjú fyrirtæki, Armagideon, Cherry Red og Shout, en það er nýtt útgáfufyrirtæki grundlagt af Mark nokkrum Easton en hann starfaði áður fyrri hjá Island og Virgin. Það varð úr að Þeyr tók tilboði Shout og mun nú verða gefin út stór plata með Þey í Englandi. Á platan að heita As Above á ensku. Efnið á plötunni verður bræðing- ur af „Iður til fóta“ og næstu plöt- unni „Mjötviður mær“ sem vænt- anleg er í verslanir eftir viku, en að auki verða tvö ný lög í ensku útgáfunni. Annað þeirra verður hugsanlega ný upptaka af „Life Transmission“. Ás Above verður dreift um Evrópu, Japan og Bandaríkin. Samhliða útgáfu plötunnar munu Þeysarar halda utan aftur og er fyrirhuguð fjórtán daga hljómleikaferð um England, Hol- land og Þýskaland. Þetta nýja út- gáfufyrirtæki, Shout, hyggst að einhverju leyti byggja starfsemi sína í kringum Þey og mun nú verða unnið að kynningu á hlómsveitinni, meðal annars verða plöturnar spilaðar í útvarpi í Englandi, Þýskalandi og á Norð- urlöndum. En Þeysarar ætla ekki að gera endasleppt. Eftir hljómleikaferð- ina í febrúar er alls ekki ætlunin að hvíla sig og slaka á. Þvert á móti ætla þeir utan enn einu sinni að komanda vori, og þá á að taka upp plötu en Þeysarar ætla að dveljast erlendis næsta sumar. Þessi góði árangur sem varð af Englandsferð Þeys og Eskvímó er mikil viðurkenning fyrir þá tónlist og stefnu sem hljómsveitin hefur markað sér, og um leið nokkur staðfesting á því að rokkið hér á landi er á réttri braut. Smælki Norska hljómsveitin The Cut er nú komin til sinnar heimabyggðar eftir vel heppnaða útferð. Þeim var yfirleitt vel tekið og þegar Pokahorniö varð þess aðnjótandi að hlýða á leik þeirra í NEFS, fór ekki á milli mála aö land- inn kunni ágætlega aö meta flutning þeirra. Egóiö tróö einnig upp það sama kvöld og var vel tekið. Pokahorniö áskilur sér rétt til að fresta um- ræöu um Egóiö að sinni. The Human League er nú á tónieikaferö um Bretland ásamt aðstoðar- fólki. Ekki hefur allt gengið upp til þessa því mistök ollu því að auglýst var að uppselt væri á nokkra tónleika þótt annað kæmi rækilega á bátinn, óseldir miðar voru nægir. Óttast þeir nú að þessi mistök muni hafa slæm áhrif á aðsóknina í þessari fyrstu hljómleikaferð The Human League. Hljómboðsleikari Rain- bow, Don Airey, yfir- gaf hljómsveitina að lok- inni heimsreisu þeirra. Ai-i rey var ekki ánægöur meö þróun tónlistarinnar hjá þeim. Rainbow lét samt ekki deigan síga og réði til sín David Rosenthal í stað Don Aireys. Don Airey er greinilega mjög óhress með gang mála hjá hljómsveitinni ef marka má ummæli hans. Don Airey segist núna vera einn af þremur milljónum fyrrverandi aðdáenda Rainbow. ví hefur verið fleygt að til standi að gefa út tvöfalda plötu samhliða kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Er það uppá- tæki sniöugt því aö í myndinni koma fram allar helstu hljómsveitir í höfuð- borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.