Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 42
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 VER Fangelsun kínversku stúlkunnar hneykslaði Frakka. Hér eru við- brögð skopteiknara Le Monde. ÍÞRÓTTIR: í raun réttri hafa kínversk stjórnvöld bannað Kín- verjum að ganga í hjónaband með útlendingum. Þykir þessi fullyrðing nokkurn veginn sönnuð, þótt opinberir aðilar þræti fyrir hana. Ung, kínversk kona, Li Shuang að nafni, var nýlega dæmd til „endurhæfingar í vinnubúðum" og skyldi hún dveljast þar í tvö ár. Kona þessi hafði áður búið með Emmanuel Bellefroid, frönskum stjórnarerindreka, og þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp yfir henni, kom fram hörð gagnrýni erlendis frá. Þessari gagnrýni vísuðu stjórnvöld eindregið á bug. Hins vegar herma fréttir, að dag einn hafi opinberir aðilar stöðvað alla afgreiðslu á beiðnum um, að Kínverjar og útlendingar fengju að ganga í hjónaband. Næsta dag var Li Shuang handtekin í grennd við íbúð Bellefroid. Að mati er- lendra sendifulltrúa í Peking, svo og ýmissa kín- verskra heimildarmanna, er þessi afgreiðslustöðvun talin jafngilda banni á hjónabönd Kínverja og útlend- inga. Aldrei hefur verið gert uppskátt um þann glæp, sem Li Shuang er dæmd fyrir. Á hinn bóginn eru ýmsir framámenn kínverskir sagðir álíta hana „vændis- konu“, er selt hafi sjálfa sig fyrir vesturlenzkan mun- að. I tilkynningu frá Peking segir m.a.: „Greinilegt er, að til eru Kínverjar, sem taka ekkert mið af þjóðlegri reisn og fyrirgera þjóðareinkennum sem og eigin sið- gæði og leggjast svo lágt að selja sál sína.“ Þó að Kínverjar þræti ákaft fyrir útlendingahatur, hefur það löngum þótt loða við þá. Öldum saman hefur það þótt særa þjóðarstolt þeirra, ef ástarsamband hef- ur tekizt með erlendum körlum og kínverskum konum. Slík sambönd eru litin enn alvarlegri augum nú á tímum, þar sem vændi er afar sjaldgæft. í þessum efnum eru karlar frá Afríku taldir mjög viðsjárverðir, og hafa komizt á kreik ýmsar ljótar sögur, þar sem þeir eiga í hlut. A.m.k. einn blökkumaður hafi verið myrtur, en það orð lék á að hann hafi svívirt kínverska námskonu. Emmanuel Bellefroid hefur komizt svo að orði, að dómurinn yfir unnustu hans hafi verið „miskunnar- laus“. Eru Kínverjar afar óánægðir með það orðaval. Segja þeir, að erlendir sendimenn hafi á sínum tíma fengið leyfi til að skoða vinnubúðir þar sem endurhæf- ing fer fram, og hafi þeir allir lokið miklu lofsorði á hið mannúðlega hugarfar, sem ríki, þar sem afbrota- mönnum sé breytt í „nytsama borgara". Þá hafa Kínverjar brugðist illa við þeirri ásökun Bellefroid, að fangelsun Li Shuang beri keim af menntamannaofsóknum. Þeir segja, að þetta komi út- lendingum ekkert við. Hér sé aðeins um að ræða unga konu, sem gerzt hafi brotleg. Ekki er samt víst að málið sé svo einfalt. Vitað er að Rauðir varðliðar drápu afa Li Shuang og gáfu honum að sök, að hann væri kapítalisti. Foreldrar stúlkunnar voru bæði háskólakennarar, og urðu fyrir stöðugum ofsóknum frá árinu 1957 og til loka menningarbylt- ingarinnar. Li Shuang hefur fengizt töluvert við mál- aralist. Eitt sinn sýndi hún verk sín á hinum svonefnda lýðræðisvegg í Peking, þar sem Kínverjar fengu um hríð að tjá sig á veggspjöldunum sællar minningar. Fundum þeirra Bellefroid bar saman á sýningu, þar sem hún sýndi nokkur verka sinna. — JONATHAN MIRSKY HNEYKSLISMAL: I Quebec-fylki hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki í kana- dískri kvikmyndasögu og á fjöl- unum í Montreal hafa margir frægir leikarar unnið sína fyrstu sigra. Sú stofnun, sem að undanförnu hefur vakið mesta athygli þar vestra fyrir kvik- myndaleik, er þó ekki eitt af þessum venjulegu leikhúsum, heldur sjálft þjóðþingið í Ottawa, þingmönnunum til mik- illar hrellingar. Það hefur nefni- lega komið í Ijós, að sjónvarps- búnaðurinn, sem notaður er til að senda út beint frá umræðum á þingi, hefur verið notaður til að gera klámmyndir! Beinar sjónvarpssendingar frá þinginu í Ottawa hófust í október 1978 og beinist sú rann- sókn lögreglunnar að tveggja ára tímabili fram í nóvember 1980. Það var „flokksvörður" þingmanna F’rjálslynda flokks- ins, sem skýrði frá þessu hneykslismáli í spurningatíma í þinginu, og sagði þá m.a.: „Að því er ég best veit var hér ekki um að ræða einstaka uppákomu, heldur skipulagða starfsemi." Fagurlega skreyttur þingsal- urinn í þjóðþinghöllinni í Ottawa er þekktur sem „le salon bleu“, blái salurinn, en hvort þessar bláu kvikmyndir, sem svo eru stundum nefndar, voru ger- ðar þar á væntanlega eftir að koma í ljós við rannsókn lög- reglunnar. • I Kanada ganga nú alls konar sögusagnir um þetta hneyksli. T.d. sú, að einu sinni hafi hátt- settur ráðherra komið í þing- Þingið var vettvangur klámmynda húsið þegar verið var að taka þar klámmynd og máttu berr- assaðir leikararnir hafa sig alla við að komast í felur. Marc-Andre Bedard, dóms- málaráðherra í Kanadastjórn, hefur viðurkennt, að auk klámmyndatökunnar kunni tækjabúnaðurinn einnig að hafa verið notaður til „ólöglegs eftir- lits“ og þá á hann við það, að einkasamtöl þingmanna hafi verið hleruð. Fyrir mánuði komst hljóðrit- unarbúnaður þjóðþingsins einn- „Blái salurinn“ íþinginu í Ottawa her nafn með rentu ig í fréttirnar og var það vegna þess, að vélritunarstúlka, sem annaðhvort þjáðist af ólækn- andi ástarþrá eða var að drepast úr leiðindum, setti saman krass- andi ástarbréf, sem seinna komst í þingtíðindin. Sá kunni nú að kríta liðugt, karlinn sá! Það er stundutn sagt, að það séu einkum þrjár ástæður fyrir því að fólk Ijúgi: í fyrsta lagi til að öðlast aukin völd, í öðru lagi lil að græða á því og í þriðja lagi í áróðursskyni. Það var þó ekki þetta, sem vakti fyrir lygalaupunum tólf, sem fyrir skömmu komu saman á lítilli krá í Wasdale í Cumbriu á Knglandi. Þar kepptust þeir við að Ijúga hver ann- an fullan, en bara sjálfum sér og öðrum til skemmtunar og ekki síst í virðingarskyni við minningu þess manns, sem þeir vlja helst taka sér til fyrirmyndar: Stórlygarann Will Ritson, kráareiganda í Wasdale, sem lést árið 1890, 83 ára að aldri. Sagt er, að Will gamli hafi einu sini fallist á að hafa skipti á prestun- um í Wasdale og Buttermere. Þegar hann kom til Buttermere var hann hins vegar einn á ferð og bar því við, að prestinum hefði tekist að nudda af sér beislið á leiðinni og skokkað því búnu heim aftur. Þá var það sagan um rófurnar hans ('lem Mossops, sem voru svo stórar, að naut, sem át sig inn í eina þeirra, týndist, og fannst aldrei aft- ur. Clcm notaði hins vegar aðra hola rófu fyrir hænsnahús þar til hún sprakk einu sinni í miklum gaddi. Bændurnir í Wasdale héldu refin- um í skcfjum með því að eðla saman refahund og örn. Ilvolparnir, sem út úr þessum bræðingi komu, voru með vængi og áttu því auðvelt með að uppræta refinn, sem ekki hefur síð- an sést í Wasdale. Eða svo sagði hann Will gamli Ritson. Sá, sem bar sigur úr býtum á síð- asta ári í keppni lygalaupanna, Tom Purdham frá Wasdale, var líka með- al þátttakendanna að þessu sinni, en fyrir nokkrum árum vann hann mjög glæsilegan sigur þegar sjónvarpsfólk frá BBC kom til að taka mynd af sigurvegaranum. Klerkurinn náði af sér tjóðrinu. Þegar sjónvarpsliðið mætti á stað- inn, tók Purdham á móti því með þessum orðum: „Ég mun ekki taka þátt í þessari keppni,“ og það þótti sennilegasta lygin þetta kvöldið, því myndasmiðirnir tóku saman pjönkur sínar og héldu heim við svo búið. Frá árinu 1974 hefur lygalaupa- keppnin verið haldin á vegum sveit- arstjórnarinnar í Copeland, sem hreykir sér af því að hafa innan hér aðsins a.m.k. 36 fyrirbæri, sem séu ýmist mest eða minnst á Englandi. Þar á mcðal eru hæsta fjallið, dýpsta vatnið, minnsta kirkjan, elsta verk- smiðjan, nyrsta korkeikin, stærstu ncðansjávarnámurnar og stærsta varp svartkollóttra máva í allri Evr ópu. Keppnisstjórinn, Wesley Park, heldur því einnig fram, að í sumum afskekktum dölum megi enn finna risastórar, holar rófur, sem breytt hafi verið í fjallakofa fyrir ferða- langa. Þessi keppni er eingöngu ætluð lcikmönnum — stjórnmálamönnum, lögfræðingum og blaðamönnum er því stranglega bannað að taka þátt í henni. - TOM SHARATT LÆKNAVISINDIN: Skurðlæknar við Karólínska- sjúkrahúsið í Stokkhólmi munu inn- an skamms gera fyrstu tilraun, sem gerð hefur verið til að fjarlægja óvirkar frumur úr hcila manns og koma þar fyrir virkum í staðinn. Frumurnar, sem fluttar verða í hcil- ann, verða teknar úr nýrnahettunum og sprautað í mann, sem þjáist af Parkinsonsveiki, og eiga þar að taka við því hlutverki að framleiða dopa- min, en skortur á því virðist valda þessum sjúkdómi. Læknanefnd við sjúkrahúsið, sem fylgist með því að allar að- gerðir séu í samræmi við siðaregl- ur og læknaeiðinn, hefur lagt blessun sína yfir þessa tilraun með því skilyrði, að allar aðrar lækningaaðgerðir á sjúklingnum hafi engan árangur borið. í þessu sambandi koma þrír sjúklingar til greina og nú einhvern tíma fyrir árslok mun skurðlæknirinn Erik Backlund velja einn þeirra fyrir aðgerðinna. Að baki þessari aðferð, sem beitt verður við tilraunina, eru miklar rannsóknir og tilraunir, sem gerðar hafa verið á dýrum, bæði í Bandaríkjunum og í Sví- Frumur fluttar í heilann þjóð. Dr. Lars Olson, einn lækn1 anna, sem hafa unnið að þessu, sagði í viðtali við tímaritið „Folket í Bild“, að aðgerðin ætti ekkert skylt við „heilaflutning". „Við flytjum aðeins til örlítinn frumuhóp til að bæta heilanum upp skort á ákveðnu efni. Sjúkl- ingurinn öðlast enga nýja eigin- leika og ef hægt verður að merkja einhverjar breytingar á sálarlíf- inu, mun það aðeins stafa af þeim góðu áhrifum, sem heilbrigður lík- ami hefur á sálina," sagði dr. Lars. Parkinsonsveiki er tiltölulega algengur heilasjúkdómur og verð- ur oftast nær vart við hann þegar fólk er komið yfir fimmtugt. Ein- kenni veikinnar eru riða, fólk á erfitt með hreyfingar, lútir gjarn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.