Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 55 Ameríku á Brasilíuárunum. Manninn minn hafði alltaf langað til að sjá Eldland. Hann hafði ver- ið á íslandi, séð fuglalífið hér og vildi líka skoða fuglalífið aiveg á hinum enda heimskringlunnar. Við ókum því frá Ríó suður með Atlantshafsströndinni gegnum Uruguay og Argentíu og svo með- fram Andesfjöllum og gegnum Paraguy, alls 15 þúsund kílómetra á 2 mánuðum. Höfðum með okkur tjald og settumst að hvar sem var. Einu sinni ein innan um hálfa milljón mörgæsa. Ekki þó á Eld- landi, því þar er of kalt til að búa í tjaldi. Miklu kaldara en hér, því Eldland er kælt af Humbolt- straumnum, en hlýr Golfstraum- urinn leikur um ísland. Við skoð- uðum mikið af fuglum. Ferðalagið var alveg stórkostlegt. — Og Tíbet? Var það ekki næstum lokað land, þegar þið komuð þangað? — Jú, það var svo til lokað út- lendingum þar til um jólin áður en við komum þar, sem var 1976. Ég held að Janus sé fyrsti Daninn, sem steig fæti sínum á Llasa. Við vorum að kveðja Kína og höfðum gefið í skyn að okkur langaði til Tíbet, án þess að gera okkur vonir um það. En svo kom allt í einu boð frá kínversku stjórninni um ferð til Tíbet, ef við stæðumst stranga læknisskoðun. En þar sem ferðast er upp í fjöllin í 4000 metra hæð, þá verður maður að þola vel lofts- lagið. Við stóðumst það. En með okkur í ferðinni var alltaf læknir og fyrstu dagana vorum við látin ganga með súrefnispúða um öxl til að grípa til. Ég er með asma og versnaði eftir því sem maður kom hærra upp — en hafði þetta af. Potala-höll Dalai Lama er á háum kletti og maður verður að klifra miklar tröppur þangað upp. Það er stórkostleg bygging, þegar upp er komið, með öllum þessum silki- vefnaði og hræðilegri lykt af þráu smjöri. Á þessum tima var þarna varla nokkur maður, en nú er búið að opna hana og orðið fullt af Tíb- etbúm aftur. Þetta var ákaflega spennandi ferð. Maður flýgur yfir allar stóru árnar í austrinu, fram- hjá hverjum háa fjallgarðinum á fætur öðrum og lendir loks í dal nálægt Llasa. Loftið er svo furðu- lega tært. Loftið á íslandi er tært, en það er ekkert hjá þessu bjarta ljósi. Ég tók myndir allan tímann. Sólin er svo sterk og kalt á nótt- unni — fólk fær því fljótt á sig þennan brúnrauða lit í þessu loftslagi. Verður líkastur rauð- skinna. Þau Janus og Ann Paludan ferð- uðust líka mikið um Kína meðan þau bjuggu þar. Ann talar kín- versku, lærði hana meðan hún var í Kína. Fékk fyrst einkakennara og var síðasta árið í tungumála- skólanum fyrir erlenda stúdenta. — I þetta fór allur ininn tími, seg- ir hún, enda hafði ég þá nægan tíma, því börnin voru ekki með okkur. Ég var að frá kl. 8—4 alla daga. Kínverskar keisara- grafir í 267 ár — Byrjaðirðu ekki líka í Kína að safna efni í bókina um Ming- keisaragrafirnar? Kannski þú fræðir okkur fyrst á því hvaða grafir þetta eru? — Þetta eru grafir kínversku keisaranna í 267 ár, frá 1368 til 1644. í dal skammt frá Peking eru á einum stað 13 grafir, sem er al- veg einstakt. En stakar grafir eru annars staðar, ein nálægt Nank- ing og önnur i Vesturhæðum ná- lægt Peking. Þessir merku graf- reitir eru nú opnir almenningi og flestum útlendingum sem koma til Kína eru sýndar tvær þeirra. Far- ið með þá að Kínamúrnum og að Ming-gröfunum. Ming-dalurinn er yndislegur staður fyrir fólk, sem þykir gaman að vera úti í náttúr- unni, eins og okkur. Þar er svo mikið af margvíslegum fuglum og blómum, og á sumrin er svalt í skugga trjánna. Við lögðum því leið okkar út í Ming-dalinn flestar helgar og fórum þar í langar göngur. Og í miðri viku fór ég þangað oft ein. Smám saman kvaðst Ann hafa farið að veita athygli mismunin- um á gröfunum og einstökum skreytingum. Hún náði í bók Fransmanns nokkurs, sem 1920 hafði gert uppdrátt af gröfunum og fór að kynna sér viðhorf Kín- verja til dauðans á þeim tíma, sem keisaragrafirnar urðu til. — Kínverjar trúðu því að andi gengnis keisara hefði enn miklu hlutverki að gegna og áhrif á líf afkomenda sinna. Því yrði að hafa hann ánægðan. Láta hann búa sem líkast því sem hann gerði í lifanda lífi. Hann þurfti að hafa sína höll. Hver gröf samanstendur því af afgirtum garði, þar inn af eru kínverskar hallir, sem afkom- endur keisarans gátu komið í til að votta honum virðingu eða til að leita ásjár, ef eitthvað bjátaði á. Bak við höllina er svo vandlega víggirt hæð með hringvegg og þar í hvílir keisarinn. Smám saman fórum við að líta á hvern vegg og skoða skreytingarnar og ég fór að taka myndir af einstökum hlutum, fórnarskrínum, vatnsrennum, dýramyndum o.fl. — Til að skrifa bók? — Nei, nei. I fyrstu aðeins í þeim tilgangi að skrá þetta og varðveita. Alltaf geta komið jarðskjálftar eða eitthvað annað og eyðilagt það. Það er aðeins búið að grafa út og gera upp eina af 13 gröfum. Ég skrifaði hjá mér at- hugasemdir um það sem vakti at- hygli mína. Það var ekki fyrr en seinna að ég fór að vinna úr þess- um efniviði. Meðan við vorum í Kína höfðum við svo mikinn áhuga á því, sem er að gerast þar í nútímanum, að ekki var tími til annars. Eftir að við komum til Kairó var ég svo veik af asmanum í því þurra lofti og ryki sem þar er, að ég komst ekki út úr húsi langtím- um saman. Þá náði Janus í mjög merkilega bók frá 1894 um kín- verska jarðarfararsiði handa mér. Og ég fór að lesa allt, sem ég náði í um þetta efni, og skrifa upp úr athugasemdum mínum og því efni sem ég viðaði að mér. Við vorum ekki nema 9 mánuði í Egyptalandi vegna heilsufars míns. Lífið er of stutt til að eyða því svona, fannst okkur. Svo að Janus sótti um að verða fluttur til íslands. Vissi að hér er gott loft og mér mundi líða vel, sem líka varð. Það er í eina skiptið sem hann hefur beðið um að vera fluttur til í utanríkisþjón- ustunni. Og hér hélt ég áfram að skrifa bókina, og framkalla og ganga frá myndunum í hana. Yale-háskólaútgáfan hafði sýnt áhuga á að gefa hana út. Eftir að ég fór að skipa niður efninu, varð ég þó að fara aftur til Kína 1979 til að fylla upp í eyðurnar, sem ég hafði þá áttað mig á. Þetta hefur verið gífurlega mikið verk. — Samt ertu ekki hætt. Varstu ekki í Kína aftur í ár? Ertu komin af stað með nýtt verkefni? — Já, ég get ekki neitað því. Ég er byrjuð að safna myndum af þessum stóru fornu steinstyttum af dýrum, sem settar voru á grafir keisara og tiginna manna til að gæta þeirra. Þær má finna út um allt í Kína. Ég fékk danskan styrk til að fara til Kína í ár og hefja það verk. Þessar styttur hafa ekk- ert með Búddatrú að gera og eru frá 2. öld fyrir Krist og 2000 ár aftur í tímann. Ég ferðaðist vítt og breitt um Kína. Ók 1500 km í bíl, og ferðaðist mörg þúsund kíló- metra í lest og í flugvélum. Þetta er ákaflega skemmtilegt viðfangs- efni, en hvort úr því verður bók verður tíminn að leiða í ljós. Áður en ég kveð Ann Paludan, blaða ég í bókinni um Ming-graf- irnar. Þetta er hreinasti dýrgrip- ur. Og ég efast ekki um að þetta nýja viðfangsefni hennar verður að annarri fallegri bók. Sá sem 1 hefur náð slíku valdi á ljósmynd- un og úrvinnslu á efni, er ekki hættur. - E.Pá. ARFUR KELTA eftir Einar Pálsson er kominn út. Þetta er mikiö rit í fallegu bandi, 486 blaösíöur aö stærö meö tilvitnana- og nafnaskrá. 50 myndir prýöa bókina. I riti þessu eru krufin tengsl íslendinga aö fornu viö Bretlandseyjar og þekkingu Kelta. Skýröar eru hugmyndirnar aö baki helztu fornsögum, og greint frá íslenzkum hliöstæöum viö mannvirki Evrópu frá steinöld. Þekktustu sagnastefin eru rakin um Bretlandseyjar til Grikklands og þaöan til enn eldri samfélaga fornaldar. Fjallaö er um leit miöaldahugsuöa aö veig þeirri er Keltar nefndu Graal og sýnt fram á hvar þeirrar leitar sér staö í arfi islendinga. Bókin verður afgreidd á skrifstofu Mímís næstu viku. Sími 10004 (kl. 1-5 e.h.). NC plast þakrcnnur -*■ norsk gæóavara NC plast-þakrennur eru sérhannaðar íyrir breytilegt veðuríar og standa því auðveldlega af sér harða íslenska vetur. Sérlega létt og einíöld uppsetning gerir þér kleift að ganga írd rennunum sjdlíur dn mikillar íyrirhaínar. lil 1 * 1 1 H NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting ^tJGLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 BI1KKVER Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.