Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
Annar kafli í Geymdum
stundum, Úr endurminningum
ævintýramanns, eftir Jón
Ólafsson skáld og ritstjóra,
greinir einnig frá tengslum
Frakklands og íslands. Þar seg-
ir: „Föður mínum var illa við
dugguferðir sóknarmanna. Sér-
staklega vítti hann hart duggu-
ferðir kvenfólks. Sjálfur fór
hann aldrei út á fiskiskip nema í
brýnum erindum."
Jón Ólafsson segir frá því
sérkennilega tungumáli sem
Austfirðingar notuðu í viðskipt-
um sínum við Fransmenn:
Mynd úr bókinni Barnið í Betlehem.
diktsson þýtt. Litmynd er á hverri
opnu og hefur Sheila Bewley teiknað
þær. Bók þessi kom fyrst út í Bret-
landi árið 1977. íslenski textinn er
settur hérlendis, en bókin að öðru
leyti unnin í Bretlandi í samvinnu
margra þjóða.
BÓKAÚTGÁFAN Salt hf. hefur sent
frá sér bókina Barnið í Betlehem. Hef-
ur hún að geyma endursögn á frásög-
unni um fæðingu Jesú Krists { Betle-
hem.
Texti bókarinnar er eftir Jenny
Robertsson og hefur Karl S. Bene-
Litur er ekki
lengur lúxus
Skipholt 7 — Símar 20080 og 26800
UMBOÐSMENN:
Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvtk
Straumur h/f., Isafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Husavík
K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Árnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað
Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði
Radióþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum
Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík
„Frakkar og íslendingar
höfðu búið sér til mál fyrir sig,
„flandramál“. Það var að vísu
ekki alveg óreglubundið mál, en
blendingur af ýmsum tungum,
hollensku, ensku, frönsku og ís-
lensku, og hygg ég að meira en
helmingur orðaforðans væri úr
hollensku og ensku — eðlileg af-
leiðing þess að Bretar og Hol-
lendingar höfðu fiskað hér við
land öldum saman áður en
Frakkar fóru að fiska hér og út-
rýmdu hinum."
Gott er að hafa í einni bók
ýmsa þætti frá Austfjörðum, til
að mynda Tyrkjaránið á Aust-
fjörðum 1627 eftir Björn Jóns-
son á Skarðsá og Seyðisfjörður
og Otto Wathne eftir Matthías
Þórðarson frá Móum. Samt
hneigðist maður til að meta
meira frásagnir af búskap á
Jökuldalsheiði eftir Björn Jó-
hannsson og líflegan Þátt Eð-
valds Eyjólfssonar pósts eftir
Gísla Helgason frá Skógargerði.
Ármann Halldórsson mun áð-
ur hafa tekið saman þjóðlegan
fróðleik frá Austfjörðum. í
Geymdum stundum er hann á
þeim buxunum að tína saman
það sem aðrir hafa ritað í bækur
og tímarit. Segja má að tvímæl-
is orki val hans á köflum úr
kunnum bókum, en aftur á móti
nokkurs virði að hann skuli
koma á milli bókarspjalda efni
úr blöðum og tímaritum sem er
þess virði að geymast.
Líklega eru Geymdar stundir
einkum ætlaðar Austfirðingum
og fólki ættuðu þaðan. Ekki
spillir að lesendur hafi taugar
til þessa hluta landsins, en hér
er gott efni á einum stað og
óhætt að mæla með því.
■ ANIMINN Kl
22480
AlKil.YSINí
blnbib
Svartbrýndur skipstjóri
vitjar unnustu sinnar
hann harmsögu tveggja elsk-
enda, fransks skipstjóra og
austfirskrar bóndadóttur.
Bókmenntir
Jóhann Hjáimarsson
GEYMDAR STUNDIR
Frásagnir af Austurlandi.
Ármann Halldórsson valdi efni
og bjó til prentunar.
Víkurútgáfan. Guðjón
Elíasson 1981.
Það væri einkennileg bók um
Austfirði þar sem ekki væri
minnst á Fransmenn.
í nærfærnislegum og ágæt-
lega rituðum þáttum um aust-
firskt mannlíf eftir Vilhjálm
Hjálmarsson, sem birtir eru í
Geymdum stundum (teknir úr
jólablaði Austra 1959), segir
Stúlkan hét Þórdís og var frá
Dalatanga. Skipstjórinn strand-
ar skipi sínu við tangann. Hon-
um og mönnum hans er bjargað.
Á meðan hann horfir á skip sitt
liðast sundur og er hryggur þess
vegna, „þá vakna einnig aðrar
og ljúfari kenndir í huga hans".
Heimasætan fangar huga skip-
brotsmannsins.
Áður en skipstjórinn heldur
til Frakklands eru þau tvö heit-
bundin. „En örlögin spinna sína
þræði án tillits til mannlegra
tilfinninga og fyrirætlana," eins
og Vilhjálmur Hjálmarsson
kemst að orði. Þórdís fer með
bróður sínum og fleira fólki á
báti áleiðis til Seyðisfjarðar.
Þau róa upp á sker og týna lífi.
Að sumri kemur skipstjórinn
„svartbrýndi" að vitja unnustu
sinnar og siglir á braut án henn-
ar.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Barnið f Betlehem