Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 24
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
Umsjón: Séra Karl Siffurbjömsson
Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir
JTTINSDEGI
Kirkjan og
kjusS'óðatengslin
Adventan tengir unga og gamla. Litlar hendur og stórar starfa saman að föndri og
jólabakstri, ungar og eldri raddir syngja sainan jólasálmana góðu. Því er ekki úr vegi að
huga dálítið að kirkjunni og kynslóðatengslunum. Á liðnu sumri efndi Lúterska heims-
sanihandið til alþjóðlegs æskulýðsmóts í Uraeh í Þýskalandi. Þetta cr fyrsta alþjóðamót-
ið, sem lúterska kirkjan heldur fyrir æskulýð sinn, en vonandi ekki það síðasta. 52 sóttu
mótið og komu frá öllum hornum heims. Fyrir mótið bauð lútcrska kirkjan í Hayern til
kynningar á safnaðarstarfí. Unga fólkið var þá sent til ýmsra safnaða í borgum, þorpum
og sveitum, bjó hjá safnaðarfólki og tók þátt í safnaðarstarfí með því. Ung kona var
fulltrúi íslensku kirkjunnar á mótinu, Guðrún Kristjánsdóttir, nemi í hjúkrunarfræðum
við Háskóla íslands. Hún segir okkur nú dálítið af mótinu.
Hvert var aðal-
verkefni þessa móts?
Þaö var að reyna að kom-
ast að því hvernig æskufólk
glímir við vandamál hvers-
dagsins hvert í sínu um-
hverfi og hvort þörf sé á sér-
stakri æskulýðsskrifstofu
innan LH, en það hefur mik-
ið verið rætt.
Hvernig var vinnu-
brögðum háttað?
Þátttakendum var skipt í
sjö hópa, sem hver ræddi
sérstaka spurningu. Síðan
var skipt í hópa eftir heims-
hlutum og sömu mál rædd
með tilliti til þess sem máli
skipti fyrir hvern stað.
Hverjar voru þessar
sjö spurningar?
1. Hvers vegna stofnar æsk-
an sína eigin söfnuði eða
heldur sig út af fyrir sig
innan safnaðarins?
2. Hvers vegna laðast ungt
fólk að „unglingatrúar-
brögðum" svonefndum,
eins og Moon-flokknum
eða Ananda Marga?
3. Hvernig er hægt að lag-
færa ópersónuleg sam-
skipti, t.d. það að fólk
þekkir ekki lengur kaup-
manninn á horninu?
4. Hvernig má best standa
að alþjóðlegu og alkirkju-
legu samstarfi?
5. Er þörf á sérmenntuðum
æskulýðsleiðtogum eða er
það meðfæddur hæfileiki
að kunna að starfa með
fólki á öðru aldursskeiði?
6. Hvernig eru tengsl
menntunar og atvinnu?
Hvernig gengur ungu fólki
að finna sér ævistarf?
7. Hvernig á að hvetja æsk-
una til að lifa kristna trú?
Geturðu hermt
eitthvað af niður-
stöðum hópanna?
Niðurstöðurnar urðu fjöl-
margar. Ungt fólk á Vestur-
löndum á við önnur vanda-
mál að etja en ungt fólk í
þróunarlöndunum. Jafnvæg-
ið, sem fólk hefur búið við
um aldaraðir í Evrópu er úr
sögunni. Nú búa tvær ólíkar
Guðrún Kristjánsdóttir
kynslóðir á heimilum. For-
eldrarnir, sem byggðu upp
land sitt eftir stríðið, höfðu
að miklu að stefna og gáfu
börnum sínum nýja upp-
byggingu byggða á gamalli
menningu. Svo eru börnin og
barnabörnin, sem hafa hins
vegar ekkert að stefna að,
búa við mikla uppbyggingu
en atvinnuleysi. Þau geta
fengið viðurværi og haldið
líftórunni, jafnvel þótt þau
vinni ekki fyrir sér. Alls
staðar í kringum þau er talað
um glataðan heim og kjarn-
orkuvopn, sem bráðlega
muni eyða öllu. Enginn óskar
sér slíkra kjara. Hins vegar
er svo æskan í þróunarlönd-
unum, sem verður að berjast
fyrir afkomu sinni. Kannski
gæti æska Vesturlanda fund-
ið sér markmið við að starfa
að uppbyggingu í þróunar-
löndunum. Þar gæti hún
unniö uppbyggingarstarf
eins og hennar foreldrar
unnu í heimalandinu eftir
stríðið.
Þátttakendur urðu sam-
mála um að eitt einkenni
ungs fólks á Vesturlöndum
væri eigingirni. Hvað
meintuð þið með því?
Unga fólkið á Vesturlönd-
um hefur lítið til að stefna að
nema það, sem snýr að því
sjálfu. Það hugsar bara um
sjálft sig. Hjálp við þróun-
arlöndin gæti hjálpað því
sjálfu út úr þessari eigin-
girni.
Þær skoðanir bárust líka
frá mótinu að kristinni
æsku fvndist guðsþjónusta
kirkjunnar gjörsneydd
anda og von.
Já. Kynslóðabilið endur-
speglast í kirkjunni. Fullorð-
ið fólk skipuleggur guðsþjón-
usturnar og æskan fær þar
engu að ráða. Það neyðir
æskuna til að fara eigin leið-
ir. Þó skera kirkjur Banda-
ríkjanna sig út úr. Þar eru
fríkirkjur og starfið mjög
öflugt. Æskulýðsstarfið virð-
ist á allt öðru stigi og vanda-
málin annars eðlis. Æsku-
fólk hefur komið mjög miklu
til leiðar í lútersku kirkjunni
þar.
Hvað fínnst þér hægt að
gera í íslenskri kirkju til að
takast á við þessi vanda-
mál?
Islenska kirkjan byggir
ekki á sömu aldagömlu hefð-
inni og kirkja flestra ann-
arra Evrópulanda, t.d. í
kristinfræðslu. Umræðuefni
ungs fólks eru líka önnur. í
kirkjunni í Þýskalandi
kappræða 14 ára unglingar
jafnvel um stjórnmálavið-
horf í landinu og þarfir
þróunarlanda. Þetta væri
ekki hægt hér. Hins vegar
höfum við það fram yfir hér
að persónutengsl eru
sterkari og hægt að virkja
marga aðila fjölskyldunnar í
æskulýðsstafi. Þrjár kyn-
slóðir geta tekið þátt í safn-
aðarstarfinu saman, svo að
kirkjan hefur miklu meiri
möguleika hér en víða ann-
ars staðar til að brúa kyn-
slóðabilið. Auk þess nær ís-
lenska kirkjan til næstum
allra, flestir skírast og ferm-
ast o.s.frv.
Á íslandi er margt ungt
fólk, sem hefur mikla starfs-
orku og mikið hugmynda-
flug, sem þarf að fá útrás.
Kirkjan hefur tækifæri til að
nýta þessa hæfileika og
koma þannig til móts við
æskuna. Æskan er kirkja
morgundagsins og dagsins í
dag.
í dag kveikjum viö á tveim kertum aöventukrans-
ins. Fyrsta kertiö er oft nefnt „spádómakertið“ og
minnir á, aö spámenn Gamla testamentisins
höföu sagt fyrir um komu frelsarans, sem er Imm-
anuel, Guö meö oss. Annað kertiö heitir „Betle-
hemkertiö". Þaö beinir athygli okkar aö borginni
þar sem Jesús fæddist, og þar sem ekkert rúm
var fyrir hann hjá mannfólkinu. Textar þessa
sunnudags minna á þaö þegar Jesús kemur aftur.
Erum viö tilbúin komu hans? Gefum viö honum
rúm hjá okkur?
Sl. sunnudag var litur messuskrúöans hvítur, litur
gleöinnar. Nú er liturinn FJÓLUBLÁR, litur iðrun-
arinnar.
Hann kom,
og hann kemur
2. sunnudaffur í aðventu.
Lúk. 21, 25—33.
ADVENTA — orðið þýðir „koma“. Það er koma Drottins,
sem aðventa beinir athygli okkar að. Við minnumst þess
hvemig hann KOM á jörð, fæddist í Betlehem, og „var í
jötu lagður lágt“. Hann gekic um kring í Galíleu og Júdeu
og gjörði gott, læknaði, líknaði, boðaði í orðum og verkum
Guðs ríki — návist og virkni Guðs í lífi manna. Drottinn
kom, á það minnir aðventan og bendirfram til fæðingar-
hátíðar frelsarans, heilagra jóla. En aðventan bendir
ekki aðeins á hátíð, sem kemur og fer, og hún vekur ekki
bara athygli á liðinni sögu, hún minnir okkur á það, að
Kristur KEMUR enn. Mennimir höfðu ekkert rúm fyrir
hann í lífi sínu. Honum var úthýst, hann var svikinn og
dæmdur til dauða og deyddur á krossi. En Kristur reis
upp og lifir. Hann kemur til þeirra, sem ákalla hann,
kemur og blessar. Hann kemur í orði sinu, hann kemur í
skíminni og altarisgöngunni.
Aðventan minnir á hina sögulegu staðreynd að hann
KOM, sá sem „birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur ..."
Og aðventan minnir á endurtekna reynslu trúarinnar, að
Kristur lifir. En loks megum við ekki gleyma því, að
aðventan minnir einnig á það, að Drottinn Kristur mun
AFTUR KOMA, og þá sýnilegur öllum mönnum, hvort
sem þeir trúa á hann eður ei, og hann mun dæma lifend-
ur og dauða.
Þess vegna er allt líf trúarinnar AÐVENTA: eftirvænt-
ing eftir honum sem kemur. Tilgangur, mark og mið
allrar sögu, allrar tilverunnar er í honum. Hann mun
gjöra alla hluti nýja, láta kærleika sinn, líf og Ijós gegn-
sýra alla tilveru.
ADVENTA, Drottinn kemur. „Lausn yðar er í nánd!“
Hefjum upp augu og hjörtu með,
hjálprœðisstund vor er nærri.
Jesú vérfáum sjálfan séð,
sorg öll og kvíði er þá fjarri.
Senn kemur eilíf sumartíð,
sólunni fegri; er Ijómar blíð
Drottins í dýrðinni skærri.
V.Briem.