Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 85 Gallery 32 stendur við Hverf- isgötu og þar tekur Lúðvík Egg- ertsson á móti gestum. — Það eru ekkert nema höfð- ingjar hérna núna, segir Lúðvík. Eg er með sölusýningu úr einka- eign og hér eru til dæmis myndir eftir Guðmund heitinn frá Mið- dal. Merkileg til dæmis þessi af geirfuglinum; ég vildi ég hefði efni á því að kaupa mér hana. Hér eru líka myndir eftir Valtý, Baltasar, Jóhannes Geir, Guðmund Karl, Flóka, og einnig nokkrar gamlar teikningar Sverris Haraldssonar. Sem sagt ekkert nema höfðingj- ar. Nú, í kjallaranum eru japönsk grafíkverk, sem menn ofan af Akranesi flytja inn, og sjáðu þess- ar handunnu blómamyndir þarna! Fallegar myndir sem Guð- rún Jónsdóttir hefur málað á flau- el. — En hvernig stendur á þess- ari starfsemi, Lúðvík? — Ja, það er nú það. Ég opnaði lsta október síðastliðinn í þessu húsnæði. Ég er búinn að eiga það í nær 40 ár og enginn hefur viljað kaupa það af mér. Þetta stóð autt — menn eru ekki bjartsýnir á viðskipti í dag, svo mér fannst ég ekki gera neitt betra en opna hús- ið listamönnum. Ég leigi ódýrt og hér fyrir innan er ágæt aðstaða fyrir listamennina að ganga frá myndunum. Ég uni mér vel innan um listaverk og það er gott and- rúmsloft hér. Mörg listaverk hafa sál, segir Lúðvík Eggertsson. Hann er í félagi með innrömm- unarmeistara, svo hús hans heitir ekki aðeins Gallery 32, heldur Rammasmiðjan Gallery, Hverf- isgötu 32. Þar er opið daglega frá 12—18. Einkasýningar í Gallery 32 hefjast ekki aftur fyrr en eftir áramót. í haust hafa þeir sýnt Veturliði, Einar Þór Lárusson og Guðmundur Karl og hafa þær sýningar gengið vel. Ljósmæður á alheimsmóti Nýverið sátu níu íslenskar kon- ur úr ljósmæðrastétt alheims- mót ljósmæðra sem haldið var í þeim kunna ráðstefnu- og ferða- mannabæ á Englandi, Brighton. Um eitt þúsund ljósmæður voru þarna samankomnar hvaðanæva að úr heiminum og ræddu um framtíð ljósmóðurstarfsins og menntunarmál stéttarinnar. A meðfylgjandi mynd eru þrir af íslensku þátttakendunum ásamt ljósmóður einni sem komin var á þetta þing alla leið frá Níg- eríu. Frá vinstri: Guðrún Sigur- björnsdóttir, Kristín Tómas- dóttir og Anna G. Ástþórsdótt- ir. Ráðstefna þessi var hin 19da í röðinni og í leiðinni héldu ljós- mæðurnar uppá 100 ára afmæli breska ljósmæðrafélagsins. Eins og vænta mátti, skoðuðu þátttakendur sig um í Brighton og fóru í kynnisferðir um Sus- sex-fylki. ÁFÖRNUM VEGI Samantekt, J.F.Á. I Glaðlegir karlar — enda sagt að vel hafi árað fyrir banka. Þeir eru á leið á fund í Seðlabankanum: Jónas Haralz, Stefán Hilmarsson, Björgvin Vilmundarson og Helgi BergS. Ljósm.: Ól.K. Mag. Nýr ritstjóri að Lögbergi-Heimskringlu Hinn 1sta október i haust tók nýr ritstjóri viö Lögbergi Heims- kringlu af Haraldi Bessasyni, próf- essor. Nýi ritstjórinn heitir Jónas Þór, sonur Kristínar Jensdóttur og Arnalds Þórs. Lögberg Heims- kringla átti stutt samtal viö Jónas áður en hann tók viö ritstjórninni, og birtum viö þaö hér sem næst í heild: Jónas Þór er fæddur 11. apríl 1949 í Reykjavík og alinn upp í Mosfellssveit. Hann lauk námi frá Háskóla íslands áriö 1977 og tók sig þá upp meö fjölskyldu sína, konu og tvö börn, og flutti til Kanada að nema sagnfræöi viö Manitoba-háskóla. Þaöan lauk hann svo magisterprófi á síöast- liðnu ári. Lokaritgerö hans bar yf- irskriftina: Trúardeilur Vestur- islendinga 1874—1880. Lögberg Heimskringla átti stutt samtal við Jónas og var hann fyrst aö því spuröur, hvers vegna hann heföi valið sér aö stunda framhaldsnám við Manitoba-háskóla. — Ja, ég sótti um skólavist til tveggja háskóla, segir Jónas, Edinborgar-háskóla og Mani- toba-háskóla. Ég hafði sérstakan áhuga á sögu islendinga í Vestur- heimi og þá liggur beinast viö aö Jónas I*ór nema í Manitoba-háskóla. Bóka- safn skólans hefur aö geyma frá- bært safn íslenskra bók, dag- blaöa og tímarita, sem gefin hafa veriö út bæði í Noröur-Ameríku og á islandi. Þá hafa fjölmargir af ís- lenskum uppruna stundaö nám við Manitoba-háskóla og Winni- peg er jafnan talin höfuöborg is- lenskra vesturfara. Og hvernig hefur þér svo líkað vistin? — Prýðilega. Manitoba-háskóli er aö vísu býsna frábrugöinn ís- lenska háskólanum; fleiri nám- skeiö standa þar til boöa, tíu sinn- um fleiri nemendur sækja þar kennslustundir o.s.frv. Mér fannst mikiö til um kennara mína í sagnfræðinni sem og aöra fræöi- menn skólans sem ég haföi kynni af. En hvernig kanntu við þig í Winnipeg og þá í Kanada og hvernig líkar þór viö fólkið? — Winnipeg er falleg borg, hæfilega stór og fólkið vingjarn- legt. Mér finnst mikið til um kana- díska þjóöfræði og hvernig Kanadamenn hlúa aö henni. Fólk af íslensku bergi brotiö hefur þó umfram allt vakiö áhuga minn siö- an ég kom hingaö vestur og þaö er mér ómetanlegt aö hafa haft kynni af því. Nú tekur þú Jónas viö ritstjórn Lögbergs Heimskringlu. Eins og lesendur blaösins vita, þá hefurðu skrifað nokkuö í blaöiö — ertu ekki orðinn nokkuð hagvanur þar? — Ég þýst viö því. Ég hef unniö viö blaðiö tvö sumur og var rit- stjóri hátíðarblaðsins sl. sumar og einnig hjálpaði ég uppá prófarka- lestur aö blaðinu allt síöastliöiö ár — svo ég er ekki meö öllu ókunn- ugur Lögbergi Heimskringlu. Ég mun reyna eftir bestu getu að halda uppi merki forvera minna og gefa út gott blaö. Mansöngvar Jónas Tómasson semur tónverk vid ljóð Hannesar Péturssonar Næstkomandi mánu- dagskvöld frumflytur Musira Nova og Háskólakórinn nýtt tón- verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á ísafirdi. Mansöngva hef ég kallad þetta verk sagði Jónas í síma- spjalli: Það er gert við 12 Ijóð Hannesar Péturssonar sem hann nefndi Manvísur. Ég samdi þetta verk í sumar og haust að beiðni Háskóla- kórsins en Musica Nova útveg- aði peninga til nokkurra aðila svo þeir gætu pantað sér verk til flutnings hjá íslenskum tónskáldum. Ég held að Mansöngvar taki um 25 mínútur í flutningi. Það er leikið undir á fjögur hljóð- færi, píanó, klarinett, ftðlu og selló og stjórnar Hjálmar Ragnarsson kórnum. Jú, ég mun drífa mig suður og verða viðstaddur þennan frumflutn- ing. Hvað ertu svo með í smíð- um Jónas? Ég hef nýlega lokið við strengjakvartett sem verður væntanlega fluttur á Myrkum músík-dögum í janúar. Nú, þá stendur til að halda stutta tónleika og flytja eingöngu eftir mig seinna í vetur. Og það er gott að semja tónlist vestur á fjörðum? Já, alveg ágætt. Ég er að vísu upptekinn við kennslu á vetrum en sumrin eru mér góð. Þá hef ég ró og næði í sambýli við fjöllin ... Myndin var tekin í veislunni íslendingar f Ástralíu MBL. HEFUR borist skemmtilegt bréf frá flokki Frjálslyndra í Ástr- alíu, sem er stílað frá „New South Wales“-deild flokksins í Sydney- borg. Segir þar svo: Það vakti mikla athygli í veislu Frjálslynda flokksins, sem var nýlega haldin í Mount Pritchard í vesturhluta Sydney, að einn gest- anna, Marta Albertsdóttir, var klædd íslenska þjóðbúningnum. En kannski var það ekki svo mikið undrunarefni, ef hugsað er til þess, að einn aðalskipuleggjandi veislunnar er íslendingur í húð og hár. Það er Gizur P. Ævar Jónsson, áhrifamaður í Frjálslynda flokknum og happasæll viðskiptamaður í Sydney. Það er hald manna, að þjóðbúningur sá, sem Marta bar í veislunni, sé hinn eini sinnar tegundar í allri Ástralíu, enda vakti hann tilhlýði- lega eftirtekt í veislunni. Þegar gestir stóðu upp frá borðum, var Marta kynnt fyrir heiðursgesti veislunnar, stjórnmálamanninum kunna Reg- inald G. Withers, fyrrum ráðherra. Návist Mörtu Albertsson í þjóðbúningi íslands sýndi einstök tengsl milli ungs lands og sögueyjar — hálfur hnötturinn á milli. Þá segir ennfremur í bréfi þessu, að Gizur Jónsson sé verkfræðingur að niennt, alinn upp á Eyrarbakka og hafi flust frá Reykjavík til Ástralíu árið 1954. Marta flutti hins vegar ekki fyrr en 1974, og hafði áður búið í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.