Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 40
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
„ Hanr\ er búinn me&iúnPískSQrn-
lok&na mina. aftur ! "
Fylgslu með honum — hann er bú-
inn að fá ökuleyfið aftur, en á að
sitja inni næstu árin.
HÖGNI HREKKVÍSI
'Atrþó Ki'rrwn þ"
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Fólk sækir kirkju, fyrst og
fremst til að finna þann sérstaka
hugblæ, sem þar ríkir eða ætti
að ríkja, en einnig til að njóta
söngs og tónlistar og hlýða á
ræðu prestsins. Og alla langar til
að heyra eitthvað uppbyggilegt
af vörum prestsins, eitthvað um-
fram þetta venjulega um siða-
lögmálið, sem nú orðið er helsta
umræðuefni prestanna, eftir að
þeir hættu að minnast á fram-
haldslífið, í himnaríki eða hel-
víti, sem var aðaluppistaðan í
ræðum þeirra flestra áður fyrr.
Sú þröngsýna túlkun um fram-
lifsstaðina tvo og um eilífa út-
skúfun er nú úr sér gengin
(nema hjá sértrúarflokkum).
Enda segir Biblían skýrum orð-
um: „Guð vill að allir menn verði
hólpnir", og hví skyldi sá vilji
Guðs ekki ná fram að ganga
þrátt fyrir margvísleg mistök
manna og sambandsleysi þeirra
við hina æðstu veru um stund-
arsakir?
Prestar þyrftu að tileinka sér
„Frá lífstjörnum alheimsins berst sá kraftur, sem úrslitaáhrif hefur á
framvindu jarðlífs."
Kirkjur og lífsambönd
hin víðustu sjónarmið um lífið
og tilveruna. Ný heimspeki þarf
hér að koma til, heimspeki sem
ekki aðeins fjallar um mannlíf
þessa hnattar, og sérstök vanda-
mál þess, heldur einnig um sam-
band þess við lífið í öðrum stöð-
um alheims og um þátt hinnar
æðstu veru í allri verðandi lífs-
ins.
Islensk heimspeki, íslensk
hugsun, þarf að koma hér meira
við sögu en enn er orðið.
Boðun prestanna þarf að kom-
ast á hærra stig, því svo margir
hlýða á ræður þeirra.
Allir ættu að vita og hafa
jafnan í huga, að vér menn eig-
um heima á himni nú þegar, í
þeirri merkingu, að vér erum
íbúar lítillar reikistjörnu, sem
svífur um himingeiminn. Og
þannig er um alla aðra lifendur
alheimsins. Stjörnur eru heim-
kynni þeirra. Óteljandi lífstjörn-
ur í óendanlegum geimi eru
heimkynni lífsins. Og milli allra
þessara lifenda er samband.
Menn þessarar jarðar eru í stöð-
ugu sambandi við mannkyn ann-
arra hnatta og njóta þaðan ým-
islegra áhrifa, sumra illra en
sumra góðra, því sambönd vor
geta verið hvort heldur upp á við
eða niður á við. Til eru mannkyn
á helvegi, og þaðan berast oss ill
áhrif, sem beina stefnu lífsins
hér til illrar áttar, og þeirra
gætir hér um of, og til eru óend-
anlega samstillt og lífmögnuð
mannkyn, og þaðan berast hollir
straumar, sem beina lífinu hér
fram á leið til meira vits og
meiri fegurðar. Mjög veltur því á
miklu fyrir farsæld jarðarbúa,
hvor áhrifin mega sín meira, hin
illu eða hin góðu.
Líf jarðarinnar er á útjaðri
lífheims og vitheims og að koma
lífi jarðarbúa á sanna framfara-
leið er hin mesta nauðsyn. Vér
þurfum að vita að „það er einung-
is í þessum hcimi sólna og jarð-
stjarna, en ekki einhvers staðar
fyrir utan hann, sem lífið grær“,
(H.P.) og vér þurfum mjög að
efla sambönd vor við lengra
komna vini og frændur á öðrum
stjörnum til þess að unnt verði
að koma lífinu hér í rétt horf.
Ný þekking á lífi og framlífi
þarf hér að koma til, og ástund-
un nýrrar lífernisfræði. Og þeir
sem mesta hafa möguleikana og
bestar aðstæðurnar til að leiða
almenning til víðsýnni og réttari
heimsskoðunar með boðun sinni,
og eru reyndar til þess ráðnir,
ættu að beita möguleikum sínum
og hæfileikum í þessa átt. En til
þess þyrftu þeir að kynna sér hin
nýju sambandsvísindi, og skilja
að „alsamband lífsins er hið mikla
takmark“ og að „tilgangur al-
heimsins er hin fullkomna sam-
stilling við hinn æðsta mátt".
Mundi þá koma í Ijós, að kirkjur
yrðu betur sóttar en hingað til.
Því kirkjugestir munu óska þess
helst, að vera fræddir um hinn
raunsanna tilgang lífsins, og um
það líf, sem raunverulega bíður
allra að loknu jarðlífi. Kirkjur
ættu að geta orðið merkilegri
stöðvar en enn er, til sambands
við lífið í alheimi og við hinn
æðsta mátt, ef rétt yrði að mál-
um staðið."
Vídeósón:
Ekkí takandi mark
á auglýstri dagskrá
Reiður Breiðhyltingur skrifar:
„Ég veit, ég tala fyrir hönd
margra reiðra Breiðhyltinga,
vegna framkomu Videósón. Fyrir-
tækið auglýsir stíft og vel, með
allgóðum fyrirvara, innheimtu af-
notagjalda sinna, en þau eru 65 kr.
á mánuði. Ekki ætla ég að deila
um hversu sanngjörn þau eru mið-
að við auglýsta dagskrá þeirra. En
hitt er svo annað mál að þegar
virðing þeirra Videósón-manna
gagnvart leigutökum sínum núna
undanfarnar 3—4 vikur er ekki
meiri en svo að ekki er takandi
mark á auglýstri dagskrá, þá fer
maður að hugsa um hversu efni-
legt sé að taka þátt í þessu. Það
hefur komið fyrir að auglýstar
teiknimyndir fyrir börn hafa ekki
komið á skerminn, að auglýstar
bíómyndir hafa komið hálftíma á
eftir áætlun, en þá hefur einhver
óþekkt mynd verið látin í staðinn
og kippt síðan út. Nú og svo hafa
þeir verið með framhaldsmynd
sem maður hefur reynt að fylgjast
með þangað til núna síðast er hún
átti að vera. Þá kom engin fram-
haldsmynd og ekki varð ég var við
neina tilkynningu þar að lútandi.
(Þeir hafa áður útvarpað í til-
kynningum í gegn um kerfið.) Hef
ég eflaust beðið í um 20 mínútur,
en slökkti þá á tækinu. Mér var
tjáð að þeir hefðu komið með hana
nokkrum dögum síðar og auglýst
hana sama daginn. Nú, nóg um
þetta.
Þá er það þessi upplýsingamiðl-
ari þeirra, sem er kvenkyns (gott
fyrir jafnréttið). Ég reyndi að
hringja hvað eftir annað í hana,
en án árangurs, þegar áðurnefnd
framhaldsmynd kom ekki á
skerminn. Alltaf var á tali sem
var mjög eðlilegt undir þessum
kringumstæðum, en samt ákvað
ég að hringja í bilanir og kom þá á
daginn að símtólið hafði verið lagt
til hliðar. Á skerminum hjá Videó-
són er margbúið að auglýsa síma-
númerið hjá þessari manneskju og
fólki ráðlagt að hringja þangað ef
eitthvað bjátaði á.
Ég ætla að láta þessi skammar-
yrði nægja, en koma því jafnframt
á framfæri að ég mun ekki taka
þátt í borgun afnotagjalda þeirra
framvegis. Sem sagt: segja mig úr
þessu. Og veit ég um marga sem
hyggjast fara sömu leið, ef ekki
verður úr bætt. Þeir hjá Videósón
vilja að samningar séu haldnir. En
það er gagnkvæmt."