Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur
6. desember
5or0mií>I$tíiiiíí>
Bls. 49-96
Mál
Ijossins
Það var föstudaginn 2. nóvember árið 1906 klukkan sjö aö kvöldi, að danskur
Ijósmyndari, Peter Petersen, myrkvaði salinn í Breiðfjörðshúsi viö Aðalstræti og
kveikti á sýningarvélinni. í salnum fyrir neðan sýningarklefann gat hann greint
hvirfilinn á yfir tvö hundruð uppáklæddum íslendingum sem komnir voru til að sjá
fjörutíu og fimm mínútna langa dagskrá með „lifandi myndum" af landslagi,
merkisviðburðum og spaugi. Reykjavíkur Bio-
graftheater var tekið til starfa í Fjalakettinum.
Bíóið var orðið hluti af íslenskri menningu. For-
stjóri fyrirtækisins, Daninn Alfred Lind, hafði
verið gerður út af Warburg nokkrum, stórkaup-
manni í Kaupmannahöfn. Sá hafði keypt tæki til
sýninga og töku kvikmynda og faliö Lind að
koma upp kvikmyndahúsi í Reykjavík. Rekstur-
inn gekk vel og Reykjavíkur Biograftheater
auglýsti nýtt prógram í hverri viku, hljóðfæra-
slátt og raflýsingu. Sýníngarnar voru hvert
kvöld klukkan sjö og níu. Fólk var nægjusamt í
þá daga. Það var ekki fyrr en mörgum áratugum
síðar að fariö var aö auglýsa sýningar klukkan
„þrju, fimm, sjö, níu og ellefu-fimmtán". Þegar
Nýja Btó tók til starfa var farið að kalla bíóið í
Breiðfjörðshúsi „Gamla Bíó" og þegar það flutti
í eigið húsnæði á þriðja áratugnum stóö það
nafn á nýbyggingunni. Á fyrstu áratugum aldar-
innar áttu sér staö miklar breytingar á högum
manna hér í álfu. Nýjar hugmyndir ruddu sér til
rúms á öllum sviðum og fé streymdi frá nýlendunum og gerði kleift að hrinda þeim
í framkvæmd. Til þessara ára má rekja margt og kannski flest af því sem einkennir
vestrænt nútímasamfélag. Hlutir sem nú eru hversdagslegir voru þá í fyrsta sinn að
líta dagsins Ijós i ófullkominni mynd á verkstæöum og tilraunastofum. Bílar, flug-
vélar, útvarp svo nokkuð sé nefnt. Og kvikmyndir. Danir uröu ásamt ítölum forystu-
menn á sviði kvikmyndagerðar á öðrum tug aldarinnar og því er
það ekki undarlegt að áhugi á kvikmyndum vaknaði snemma meðal
i-.—m,----mm- Qg þejr icynntust
Hanna Ralph og Gunnar Tolnæs í hlutverkum sínum í kvik-
myndinni „Det Sovende Hus“, sem Guðmundur Kamban
gerði fyrir Nordiska Films Kompagni í Danmörku árið 1926.
sömuleiðis snemma „máli ljóssins“,eins og Jóhann Sigurjónsson kallaði hina nýju
listgrein. Alfred Lind og Bíó-Petersen tóku hér kvikmyndir samhliða því aö þeir
sýndu í Fjalakettinum. Erlendir menn tóku hér heimildamyndir fyrir fyrri heims-
styrjöld og árið 1919 kemur mikið lið frá Nordisk Film Kompagni og tekur hér upp
mikinn hluta kvikmyndarinnar „Borgslægtens Historie" eftir skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar. Tveimur árum áður höföu Svíar
kvikmyndað Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjóns-
sonar, sem vakið hafði mikla athygli á fjölum
konunglega leíkhússins í Kaupmannahöfn og í
Stokkhólmi. j upphafi þriðja áratugar-
ins hófust svo afskipti þriðja íslenska rithöf-
undarins af kvikmyndagerð og árið 1924 stofn-
aði hann ásamt fleirum eigiö kvikmyndafélag og
hélt til eylandsins í norðri til að gera kvikmynd
eftir eigin leikriti sem sýnt hafði veriö í „Kon-
unglega". Sá var Guðmundur Kamban. Það telst
til meiriháttar afreka nú á dögum aö gera
kvikmynd, enda leggur fólk mikið á sig við slíka
vinnu og miklir fjármunir eru jafnan í húfi. Þá
leggja leikarar og aðrir starfsmenn sig gjarnan í
mikla hættu þegar áhrifamikil atriði eru fest á
filmu viö erfiðar aðstæður. Það er því athyglis-
vert að hugleíða andartak hvernig það hefur
veriö aö vinna að meiri háttar kvikmyndagerð á
dögum hestvagna, óbrúaöra stórfljóta og ým-
issa annarra óþæginda sem nú heyra sögunni
til. Kvikmyndir þær sem hér er fjallað um voru teknar með handsnúnum myndavél-
um á 35 millimetra svarthvítar filmur, sem stundum voru litaðar eftir á. Eitt var það
sem kvikmyndagerðarmenn þessa tíma voru þó lausir við. Þeir þurftu ekkert að
hugsa um tal eöa önnur hljóö. Rétt eins og fólk ætlaðist ekki til að konungurinn
kastaði á þaö kveöju þar sem hann hékk í gyllta rammanum á stofuveggnum, átti
það ekki von á því að hreyfimyndafólkið á hvíta tjaldinu
í Breiðfjörðshúsi færi að hafa í frammi hávaöa og yfirgnæfa kannski
með því slaghörpuspílið. SIB.