Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 80 Hér í vísnaleik var fyrir skömmu varp- að fram þessum fyrrihluta: Víxlast gengi í veröld hér. Valt að trúa orðum. Bar-Lómur botnar: Vitrari karlar virtust mér vera á þingi forðum. Björn Konráðsson botnar: Heiðarleiki orðinn er öðru vísi en forðum. Nú hafa þau tíðindi gerst, að fækkað hefur um eitt síðdegisblað við samruna tveggja. Fyrir nær tveimur áratugum hóf nýtt dagblað göngu sína, Mynd, og hafði að einkunnarorðum: Ofar flokkum. Það dugði henni þó ekki til langlífis, eða eins og segir í vísu frá þeim tíma: Enn sem fyrr er öldin blind á allt sem lofar góðu. Það veit Drottinn, það var synd þetta hvernig fór um Mynd. Hún sem var þó öllum flokkum ofar. í síðasta vísnaleik var brugðið á það ráð að setja fram riddaraþraut og var vandinn í því fólginn að lesa vísu út úr dæminu. Hún er þannig: Toni anar út á svell á jólum, þar álfar dansa á rauðum lafakjólum. „Grýtið á Tona!“ gjallar hann og tinar, en gulli varpa álfadróttir hinar. Ópið hans er ósk um góða daga, aðeins skaltu samstöfuna laga. Út úr orðunum: „Grýtið á Tona“! er hægt að mynda „gott nýa árið! með því að raða stöfunum öðru vísi, — en varla yrði komist svo að orði nú og stafsetn- ingin yrði önnur eða nýja í stað nýa. Lausnin á talnagátunni er þessi: Hér er svo gáta í þýðingu Sigfúsar Blöndals: 950 950 950 950 950 950 950 950 251 260 231 208 263 248 211 228 232 207 250 261 210 229 264 247 259 252 209 230 249 262 227 212 206 233 258 253 226 213 246 265 257 238 221 234 245 266 225 21-4 220 235 254 241 222 217 244 267 239 256 237 218 269 242 215 224 236 219 240 255 216 223 268 243 1900 1900 1900 1900 1900 1900 1900 1900 y»«° 1900 1900 1900 1900 1900 1900 1900 1900 Þekki eg land og þekki eg lýð, þar sem allir fara í stríð og er láta líf í þvi lifna og berjast þeir á ný. Á fullveldisfagnaði Stúdentafélags Reykjavíkur sl. föstudag var þessi brag- ur sunginn undir hinu gamia lagi við „Hvað er svo glatt“: Menn sáu um nótt hvar gekk hann [Gvendur jaki upp Garðastræti og hitti Þorstein þar. Þeir einum munni mæltu að andartaki og minntu helzt á nýtrúlofað par: „Þrjú prósent hækkun launa, — það er [lóðið!“ Jafn ljúft var báðum tveim að semja [um það. I verkakörlum öllum ólgar blóðið. Þeir ekki vissu lengur hvor var hvað. Hin eina og sanna kona, — hvernig er [hún? í karlmanns fylgd er einkastoltið hans. í hlýjum móðurörmum barnið ber hún. Blessuð og dáð af sonum þessa lands. Um húshald allt og eldamennsku sér [hún. Er undirstaða sérhvers hjónabands. í pólitík ef sínar ferðir fer hún er feimnismál hins smáða eiginmanns. Er niðurtalning vitlaust kveðin vísa? Er vinstri stefna tafl án upphafsreits? Vel endast menn í landi elds og ísa og öðlást reisn í stjórn án fyrirheits. Upp safnast hefur Seðlabankans gróði og settur niðrá gegnumdregið blað, því gengisfall og sig hann á í sjóði. — Hann Svavar hefur undirstrikað [það- Á gleðistundum stúdentsandinn lifir. Við staupum klingjum — fáum okkur [lögg í vinahóp, en alltaf vofir yfir, að aftur þurfi að gefa Kölska högg. í dag við munum Sæmund gamla á [selnum og saltarann og bylmingshöggið það sem hefur fært oss háskólann á melnum og hindurvitnum sökkt í votan stað. Hér er svo fyrrihluti: Skyndilega um laun var samið. Lítið þurftu menn að vaka. Og hér er annar: Allt fær núna annan blæ, óðum nálgast jólin. Halldór Blöndal I.imran: Lögfræðilegt hugtak. „Sérðu, kjölurinn ölduna kyssir," segir kokkáll, „því eins og þú vissir snertust kjölur og unn eins og munnur við munn. En núna er mótbárumissir!" Skemmuvegi 36 HILDUR Símar 76700 — 43880 Bókaútgáfan Hildur meö 8 bækur Bókaútgáfan Hildur gefur út 8 bækur á þessu hausti. Fyrst skal Sunnlenskir sagnaþættir Safn frásagna frá liðinni tíö, skrifaö af ýmsum þekktum höfundum frá fyrri tímum. Af frásögnum í bókinni má nefna: Skipsströnd, þjóólífsþætti, náttúruhamfarir, sagnaþætti, einkennilegir menn, þættir af Kambs- ráni, þjóðsagnaþættir o.fl. Aætlað er framhald af þessum bókaþáttum. ISLENSK LIST 16 ÍStENSKIR MYNDLISTARMENN s«n virðist hafa lifað áður JEFFREY IVERSON FtxmAU Kkvifur Magnús Magnússon Fleiri en eitt líf Frásagnir fólks sem telur sig hafa lifaö áður. Þessi bók hefur vakið mikla at- hygli í Bretlandi enda margt for- vitnilegt sem þar er borið fram. Landi |vor, Magnús Magnússon, hinn þekkti isjónvarpsmaöur í Bretlandi, skrifar jformála að bókinni. m Örlög á Mateland-setrinu er nýjasta bók Victoriu Holt er kemur út á íslensku, er þetta 15. bók hennar. Vic- toria Holt var strax meö fyrstu bók sinni, Manfreia- kastalinn afar vinsæll höf- undur. íslensk list Saga 16 íslenskra myndlistarmanna, sem rituð er af 12 rithöfundum. Bókin er með litmyndum og svart-hvítum myndum í stóru broti. Formála skrifar forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir. -# Vv3 Greifinn á Kirkjubæ eftir Victoriu Holt er 2. útgáfa og má segja það sama um hana og Ib H. Cavling aö reynt er að koma til móts við lesendahóp útgáfunnar. Týndi arfurinn er nýjasta og 17. bók Margit- ar Ravn, bók fyrir unglinga á öllum aldri. Hertogaynjan er nýjasta bók Ib H. Cavling er kemur út á íslensku. Þetta er 22. bók hans sem sýnir að vinsældir Cavlings dvína ekki með árunum. Erfinginn eftir Ib H. Cavling er 2. út- gáfa. Vegna mikillar eftir- spurnar eftir eldri bókum Cav- fíngs hefur útgáfan talið sér skylt að endurprenta nokkrar þeirra. Skemmuvegi 36 HILDUR Símar 76700 — 43880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.