Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER .198&'' ' Línurnar í dönskum stjórn- málum skýrast trúlega ekki að marki í kosningunum ÞAÐ HEFUR komið æ skýrar í Ijós eftir því sem nær dregur þingkosningunum í Danmörku á þriðjudag, að valið stendur ótvírætt á milli tveggja kosta: áframhaldandi stjórnar jafnaöarmanna undir forystu Anker Jörgensens eöa borgaraflokka stjórnar sem leídd yrði annað hvort af Henning Christophersen eða Poul Schluter. í skoöanakönn- un sem dönsk blöð birtu rétt fyrir helgina og gerð var á vegum Kasper Vilstrup stofnunarinnar virðist fylgistap jafnaöarmanna veröa meira en búizt var við og geti svo farið, að þeir missi 14 þingsæti af 68 sem þeir hafa nú. Radikale venstre-flokkur Christ- ophersen er spáð eins þingsæta fylgisaukningu og heföi flokkurinn þá 11 aö kosningum loknum og íhaldsflokkurinn myndi samkvæmt könnun þessari bæta við sig fjórum og fá samtals 26. í skoðanakönnun sem gerö var viku áöur var ihaldsflokknum spáö þrjáfíu þingsætum, svo aö heldur viröist draga úr straumn- um yfir til þeirra. Venstre er spáö því aö hann missi einn og hafi 21 eftir kosningarnar, kommúnist- um er spáö fylgisaukningu og fái þeir fjóra kosna, Réttarsam- bandiö missi einn og fái fjóra kjörna, enn er Sósialiska þjóöar- flokknum spáö fylgisaukningu eöa sjö þingsætum, heföi þá 18 eftir kosningarnar, Miödemó- kratar sem fram að þessu hafa verið lítiö í sviösljósinu eiga aö bæta viö sig og fara í níu úr sex, Kristilegi þjóöarflokkurlnn missir einn og hefur fjóra, Vinstri sósial- istar bæta viö sig einum og fá þá sjö og Framfaraflokkurinn missir einn og fær nítján þingmenn. Hefur hagur Framfaraflokksins vænkast ögn, því aö áöur haföi verið taliö aö hann missti a.m.k. tvö þingsæti. Framfaraflokkurinn fær ekki aö bjóöa fram í einu stóru kjördæmi, Ribe, vegna þess aö flokksmenn voru of sein- ir aö leggja þar fram tilskilin gögn. i þessum kosningum bjóöa 1129 frambjóöendur sig fram í 103 kjördæmum og á kjörskrá eru 3,8 milljónir. Poul SchlUter og kona hans, Lisbeth Spjótum veriö beint aö Glistrup Eins og alkunna er var kveöinn upp dómur yfir Mogens Glistrup, formanni Framfaraflokksins, rétt eftir bæja- og sveitastjórnar- kosningarnar. Var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og miklar fjársektir fyrir skattsvik og hvers kyns fjármálamisferli. Glistrup hefur ekki látiö þetta á sig fá og haft aö engu dóm landsréttar um aö hann megi ekki starfa viö lögfræðistörf, hann auglýsir sig óspart og lögfræöistofu sína eftir sem áöur og hefur þaö mælzt misjafnlega fyrir. Þess var beðiö meö talsveröri eftirvæntingu hvernig viöbrögö yröu hjá hinum almenna kjós- anda vegna dómsins yfir Glistr- up. Margir forvígsmenn flokksins óttuöust fylgishrun, en að svo stöddu bendir ekkert til aö þaö veröi og niöurstaöa landsréttar varð reyndar greinilega til aö þjappa þingmönnum flokksins saman um formann sinn, en áöur Anker Jörgensen og Henning Christophersen. haföi veriö sýnt aö ekki voru allir þingmennirnir sérlega ánægöir með formann sinn. Þaö hefur lika vakiö athygli, hversu ótæpilega forystumenn annarra stjórnmálaflokka hafa lagt mikiö kapp á aö ráöast á Glistrup, og Anker Jörgensen forsætisráöherra gekk svo langt á dögunum aö líkja honum viö Hitler. Sömu stefnumál — en ólíkar leiöir Anker Jörgensen varö aö boöa til kosninga vegna þess aö hann haföi ekki meirihluta um áætlun sem fól í sér aö lífeyris- sjóöir, tryggingafélög og bankar legöu af mörkum 15 milljaröa króna árlega fram til 1984 sem lán til atvinnuveganna, einkum iönaöar og landbúnaöar, meö mjög lágum vöxtum. Töldu jafn- aöarmenn aö meö þessu gætu þeir útvegaö 50 þúsund nýjum starfskröftum vinnu á ári. Var þetta í reynd hluti af efnahags- málapakka ríkisstjórnarinnar, sem fyrst og fremst miöaðist aö því aö berjast gegn atvinnuleys- inu í Danmörku, sem hefur aukizt stööugt og eru nú um níu prósent atvinnubærra manna atvinnu- lausir. Þaö fer ekki á miili mála aö atvinnuleysiö er mesti bölvaldur- inn í Danmörku nú og allir flokk- arnir hafa þaö mál á stefnuskrá sinni. En þá greinir á um leiöir. Borgaraflokkarnir vilja ná þess- um markmiðum meö því aö draga mjög úr ríkiseyðslu, lækka skatta á einstaklingum og fyrir- texti: Jóhanna Kristjónsdóttir ■ r i.. a ■ ■ m Glistrup MOGENS GUSTRUP] LANO9RETSSACF0fTÍR Mooiner rom h»jkst*r*t SVEN HORSTEN AOVOKAT MDDERKT ron Auglýsingin sem Glistrup birtir að staöaldri um lögfræöiskrif- stofu sína. tækjum og gera umbætur á at- vinnuleysisbótakerfi Danmerkur, sem er nú mjög þungur baggi á efnahag landsins. Sumir ganga svo langt aö staöhæfa aö meö stefnu jafnaöarmanna hafi mynd- ast sá mórall hjá atvinnu- leysingjum, að þeir leggi lítiö upp úr því aö fá sér vinnu, vegna þess hve atvinnuleysisbætur eru þar fullkomnar. Borgaraflokkarnir telja þaö skipta sköpum fyrir framtíöarþróun atvinnuveganna aö í sameiginlegri efnahagsáætl- un veröi aö tryggja aö ekki fylgi launasprenging í kjölfarið sem muni aftur leiöa til skattahækk- ana á næsta ári. Meö þvi aö létta skattabyröina séu rauntekjur bættar án þess aö tilkostnaöur og útgjöld aukist, þar með batni samkeppnisstaðan og fleiri geti fengiö atvinnu. Þrettán flokkar bjóða fram Þrettán flokkar bjóöa fram og þaö hefur komiö fram bæöi viö bæja- og sveitastjórnarkosn- ingar og síöan í skoöanakönnun- um aö hvorki jafnaöarmenn né borgaraflokkarnir hafa mögu- leika til aö ná meirihluta í þjóö- þinginu. Þar sitja 175 þingmenn og (síöan fjórir frá Færeyjum og Grænlandi) og óttast því margir aö sú ringlureiö og ruglingur sem hefur verið minnki ekki. Jafnaö- armenn segjast gera sér grein fyrir aö þeir kunni aö missa nokkuö fylgi og það er nokkurn veginn víst aö ihaldsflokkurinn vinnur, á eins og fram hefur kom- iö, en þaö mun þó hvorugum duga til meirihluta í þinginu og ugglaust vanta mikiö á. Þar af leiöir aö bæöi borgaraflokkarnir og jafnaöarmenn yröu að leita til ýmissa smáflokka um stuðning og þaö hefur komiö á daginn síö- ustu árin, aö slíkar stjórnir eru ekki langlífar í Danmörku: þetta eru sjöttu þingkosningarnar á tíu árum, þótt kjörtímabiliö eigi aö vera fjögur ár. Engin ríkisstjórn hefur setið út kjörtímabiliö í Danmörku frá lokum síöari heimsstyrjaldarinnar. Nú eiga tíu flokkar menn á þingi og bjóða allir fram og aö auki þrír vinstriflokkar, kommúnistar sem fengu ekki nægilegt at- kvæöamagn til aö koma manni inn 1979, og tveir nýir flokkar Kommúniski verkamannaflokk- urinn og Sósialiski verkamanna- flokkurinn. í skoöanakönnun þeirri sem í upphafi var greint frá var aö vísu taliö aö kommúnistar myndu koma aö fjórum mönnum, en hinir tveir þykja ekki líklegir tii aö draga til sín mikiö af atkvæð- um. Öllum ber samant um aö stjórnarmyndun aö kosningum loknum geti oröiö erfiö og taki langan tima, hvor blokkin sem ber hærri hlut. Það er mjög vafa- samt aö jafnaöarmenn treysti sér til aö starfa meö Sósialiska þjóö- arflokknum og Radikale venstre er heldur ekki líkiegur samstarfs- flokkur nú. Þeir flokkar sem ákveöa aö mynda ríkisstjórn veröa án efa aö slá töluvert af og þaö getur orðiö hiö mesta púslu- spil aö koma saman málefna- samningi sem menn sætta sig viö. I kosningunum 1979 var kjör- sókn um 88-89% og þrátt fyrir kosningaþreytu danskra kjós- enda er búizt viö aö kjörsókn veröi góö, en þaö breytir því ekki aö fátt bendir til að línur skýrist aö nokkru gagni í danskri pólitík. Heimildir: Ib Björnback, frétta- ritari Mbl. í K.höfn, Associated Press, dönsk dagblöö.) Jólabingó Hiö árlega jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur í Sigtúni í kvöld kl. 20.30. Húsiðopnaö kl. 19.30. ALLT GLÆSILEGIR VINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.