Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 |liy|inrT^^ Viðtal við Ann Paludan, sendiherrafrú Dana, sem hefur á íslandi skrifað merka bók um Mingkeisaragrafirnar í Kína. Texti: Klín Pálmadóttir Danska sendiherrafrúin í Reykjavík, Ann Paludan, var nýkomin heim frá New York, þegar blaðamaður Mbl. náði af henni tali í hvíta, virðulega gamla sendiherrabústaðnum við Hverfisgötu. Janus Paludan sendiherra hafði þurft þangað til að taka þátt í ráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum um afvopn- un. En Ann átti líka sitt erindi til Bandaríkjanna. í New York var að koma út stór og falleg, mikið myndskreytt, bók hennar um Ming-keisaragrafirnar í Kína, en hún kemur einnig út um þessar mundir í Hong Kong og London á vegum Yale-há- skólaútgáfunnar. í tilefni af því var Ann Paludan beðin um að flytja erindi hjá Asíufélaginu í Washington og New York. Pessa bók byrjaði Ann Paludan að vinna á árum þeirra hjóna í Kína og henni lauk hún eftir að þau settust að á íslandi fyrir hálfu fimmta ári. I>etta er mikið verk, auk textans 238 svart-hvítar myndir og 31 litmynd, allar teknar af höfundi sjálfum. Og þegar eru farnir að birtast lofsamlegir dómar um bókina, m.a. í Wall Street Journal. Ann Paludan viö skrifborð sitt í danska sendiráðinu í Reykjavík. Ljósm. Emiiía Það ku vera fallegt í Kína, bar keisarans hallir skína JL Tilvilvitnun úr Ijóði Tómasar Guðmundssonar. Þetta er Hsieh-chai, tákn réttlætisins og öskrar ef að logið er, aö því er sagt var. Hann prýðir keisaragrafirnar kínversku. Ljósm. Ann Paludan. Ein af Ming-keisaragröfunum í Kína, gröf númer átta, Yung ling. Þetta er ein af myndum Ann Paludan í bókinni, en allar myndir hennar af Ming-gröfunum eru nú varöveittar í „School of Oriental and African Studies" í London. Áður en við tökum að ræða um keisaragrafirnar í Kína og þessa merku bók, er að íslenzkum sið rétt að kynna svolítið Ann Palu- dan sjálfa. Henni lætur að vísu ekki sérlega vel að tala um sjálfa sig, en svarar beinum spurningum um ætt og uppvöxt. Þótt hún sé dönsk sendiherrafrú, er hún upp- runnin í Englandi. Afi hennar var hinn kunni klassiker og prófessor Gilbert Murray, sem þýddi á bundið mál og endurvakti í Bret- landi áhuga á fornu grísku harm- leikjunum. — Tvö höfuð áhugamál afa voru grískar fornbókmenntir og friður i heiminum, segir Ann. — Hann hafði óbilandi trú á því að hægt væri að koma í veg fyrir stríð með stofnun Þjóðabanda- lagsins. Hann var formaður félags Þjóðabandalagsins í Bretlandi og fór alltaf til höfuðstöðvanna í Genf. Eg var mikið hjá afa og ömmu rétt utan við Oxford þegar ég var að alast upp, því pabbi dó þegar ég var á 8. ári. Þar var alltaf opið hús og þangað komu á sunnu- dögum stúdentar og menntamenn. Og fyrir stríð var jafnan fullt af flóttafólki frá Austurríki og Þýzkalandi hjá þeim, því afi var mikill andstæðingur nasismans. Heilu fjölskyldurnar bjuggu oft í garðhúsinu þeirra. Afkomandi Barböru majors Þegar Ann er innt eftir því hvort ekki sé rétt að afi hennar hafi verið mikill vinur Bernards Shaw, játar hún því. Og það kem- ur í ljós að fyrirmyndirnar að persónum í hinu fræga leikriti hans „Major Barbara" erij einmitt amma hennar og langamma. Upp- haflega átti það meira að segja að heita „Murray’s mother-in-law“. — Langamma var merkileg kona, mjög gáfuð, með járnvilja og bind- indiskona úr hófi, segir Ann. — Það var sagt að hún hefði látið hella öllu víninu úr kjallaranum á húsinu í ána og loka öllum knæp- um á landareigninni. Hún var frjálslynd umbótakona og vann sér það til frægðar að flytja sjálf mál við réttarhöld gegn frægum manni, sem var einstætt á þeim tíma. Amma var semsagt fyrir- myndin að Barböru og langamma að móður hennar. En afi, sem var fæddur í Ástralíu, að Cusins. Ann er þannig alin upp í mjög þjóðfélags- og pólitísktsinnuðu umhverfi og fór fljótt að fylgjast með því sem var að gerast í heim- inum. Faðir hennar var ungur stjórnmálamaður og blaðamaður, sem dó í borgarastyrjöldinni á Spáni. — Pabbi skrifaði mér löng bréf frá Spáni og útskýrði fyrir mér hvað var að gerast þar í stríð- inu, segir hún. Það lá því kannski beint við að Ann legði stund á stjórnmála- fræði, málvísindi og hagfræði, þegar hún settist í Oxford-há- skóla. Þaðan lá leiðin í bresku utanríkisþjónustuna. Það var árið 1949. — Upplýst er á bókarkápu Kínabókarinnar að hún hafi verið ein fyrsta konan sem það gerði. Þegar hún svo giftist samstarfs- manni sínum, varð hún að hætta. Það voru reglurnar í bresku utan- ríkisþjónustunni á þeim árum. — Á þeim tíma fundust mér það ekk- ert harðir kostir, segir hún. — Mig hafði langað til að eignast börn og til að ferðast um heiminn, og hvort tveggja fylgdi þessum um- skiptum. Það kom af sjálfu sér! En 12 árum síðar, þegar ég var orðin ein og atvinnulaus með börnin í London, þá fór ég að vinna hjá BBC. Samdi fréttapistla dagsins, sem þýddir voru á Afríkumál og sendir út. Ég hafði búið þar sem nú heitir Zaire og það var mikil hjálp. En þetta starf reyndist illa samræmast heimilishaldi og barnauppeldi, svo ég tók próf til að komast í opinbera þjónustu í ráðuneyti. Og lendi svo í fjármála- ráðuneytinu. Það reyndist ótrú- lega skemmtilegt, þótt ég hafi ver- ið að stefna á utanríkisráðuneytið. Nú, og svo gifti ég mig aftur og við Janus settumst að í Brasilíu, þar sem hann var sendiherra lands síns. Sex af sjö börnunum, sem við eigum samanlagt, voru þar með okkur. Þar var fullt hús af börnum og við ferðuðumst mikið. Vorum þar í 4 ár, síðan í Kína í 4 ár, eitt ár í Egyptalandi og komum’ svo hingað til Reykjavíkur fyrir 4'/2 ári. Þá ertu komin með helstu drættina í ævisögunni. í Tíbet og Eldlandi Á títtnefndri bókarkápu stend- ur að Janus og Ann Paludan hafi lagt leið sína á fjarlægar slóðir m.a. komið til Eldlands við suður- odda Suður-Ameríku og til Tíbet — Það er rétt, segir hún. — Við ferðuðumst mikið um Suður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.