Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 79 'IVxli: Jóhannc's Tóm. I.jósm.: Uat;nar Axc lsson. Við flugbrautina austan við Vík stendur þetta flugskýli, sem hýsir bæði bát og flugvél. LJÓÐSAGA VALGERDAR ÞORU KEMUR f VERZLANIR í NÆSTU VIKU Skrepp andi til stundum fljúg- Reykjavíkur ísleifur Guðmannsson stendur hér við Piper Cub-vél sína, sem hann notar til að bregða sér bæjarleið þegar gott er veður. - segir ísleifur Gud- mannsson sem á gamla Piper Cub í VÍK í Mýrdal er að finna nokkra flugáhugamenn og þar eru staðsett- ar tvær flugvélar, sem þeir grípa í á góðviðrisdögum sér til gagns og ánægju. Kétt austan við þorpið hefur verið sléttuð flugbraut og við það stendur flugskýli, sem hýsir eina flugvél og einn bát. En inni í þorpinu sjálfu er að finna aðra flugvél, nokkuð gamla Piper Cub. Þá vél á ísleifur Guð- mannsson og þar sem við hittum hann við vinnu á bílaverkstæði fengum við hann til að segja flug- sögu sina: Það er nú kannski ekki svo mikið að segja, en ég fékk vélina árið 1967 og hef haft hana hér síð- an. Ég geymi hana í skýli hér austast í þorpinu og færi hana út á tún þegar ég hugsa mér að fara í loftið. Ég nota bara túnið við skýl- ið sem braut, enda þarf vélin mjög stutta braut. Notkunin er samt ekki mikil, ég fer nokkra túra rétt yfir sumarið meðan veður er hvað best. Stundum skrepp ég þá til Reykjavíkur, jafnvel til að sinna brýnum erindum, en það er þó sjaldan, vegna þess hve veður eru óstöðug, þetta er svo til eingöngu leikfang, segir ísleifur og kveðst hafa ánægju af fluginu. Vél ísleifs er að langmestu leyti af upprunalegri gerð, þ.e. hún er með tréskrúfu og eru ekki margar slíkar á ferð hérlendis. Því má einnig bæta við, að á 17. júní þegar vel viðrar á ísleifur til að skella sér í loftið með birgðir af sælgæti, sem hann síðan dreifir yfir börnin þar sem þau hafa safnast saman á útiskemmtun. Þarf víst varla að taka fram hvílíkar vinsældir slíkt uppátæki hefur hlotið. sagði hann annars mjög lausa í reipunum, hver gengi í annars verk eftir þörfum. Fyrirtækið var stofnað árið 1977, en hér í húsinu var áður bíla- verkstæði, sem Verzlunarfélagið rak, en lagðist niður J)egar það hætti starfsemi sinni. I fyrstunni rákum við bílaverkstæði hér áfram, en fórum brátt að huga að vagnasmíðinni. Við vissum að mikið var flutt inn af vögnum og fannst rétt að athuga hvort ekki væri hægt að smíða þá hérlendis. Þetta eru að- allega sturtuvagnar, sem bændur hafa mikið keypt, en nú eru verk- takar og fiskvinnslufyrirtæki einnig farin að skoða þá. Gerum við ráð fyrir að selja meira til þeirra fyrirtækja í framtíðinni. Stöku sinnum grípum við í að smíða hestakerrur svona þegar minna er að gera í hinu. Er salan stöðug allt árið? Nei, við seljum mest á sumrin og reynum að haga framleiðslunni eftir því hvernig markaðurinn er hverju sinni. Þó höfum við oftast framleitt á vetrum svolítið á lag- er. Það er Vélaborg, sem sér um að flytja inn allt efni fyrir okkur og selja vagnana og hafa þeir verið seldir um nálega allt land. Páll segir að framleiðslan sé kringum 60 vagnar á ári og telur að enn um sinn sé nokkuð öruggur markaður. Þetta er auðvitað ekki stór markaður, en við erum bjartsýnir á að geta haldið okkar hlut í sturtuvögnunum og grípum í hesta- og jeppakerrur þegar minna er að gera í þeim. Okkur hefur gengið vel og við náð það mikilli útbreiðslu að innflutningur er nánast hverfandi. Við erum samkeppnisfærir hvað gæði varð- ar og í verði einnig, en það mark- ast m.a. af því að stofnkostnaður var frekar lítill, við höfðum nán- ast allt tilbúið þegar það varð úr að ráðast í þessa framleiðslu, sagði Páll að lokum og að svo mæltu töfðum við ekki lengur á bæ þeirra iðjumanna hjá Víkur- vögnum. ■ kjorgnpir Húsgagnasýning í dag kl. 2-5 1 cBíásícð Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Ármúli 8 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.