Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
93
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þakkarávarp
Þessir hringdu . . .
Að vera
,sjónumhryggur
— hvad er nú það?
Mínar hjartans þakkir sendi ég bömum mínum, systkinum,
ættinujum oy vinum, öllum sem glöddu miy mcð gjöfum og
skeytum og sýndu mér vinurhug á áttræðisafmæli mínu 29.
nóv.
Lifið öll heiL
Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ.
Ó.H. hafði samband við Vel-
vakanda og hafði eftirfarandi
að segja: — Nýlega hóf sjón-
varpið sýningar á spænskum
teiknimyndaflokki um flökku-
riddarann fræga, Don Quijote,
og skósvein hans, Sancho
Panza. I dagskrá sjónvarpsins
er myndaflokkurinn kallaður
„Riddarinn sjónumhryggi", án
útskýringa, en ég get ekki sann-
ara sagt, að ég hef aldrei á
ævinni heyrt þetta orð, sjónum-
hryggi, og veit raunar alls ekk-
ert hvað það merkir.
•
Samkvæmt upplýsingum
Orðabókar Háskólans og Borg-
arbókasafnsins kemur þetta orð
fyrir í þýðingu Maju Baldvins á
endursögn eða úrdrætti Leigh-
ton Barrets á Don Quijote, en
þýðing þessi kom út árið 1944.
„The knight of the mournful
countenance" er þar þýtt með
„riddarinn sjónum-hryggi“.
Merkingin er hins vegar tvíræð,
annaðhvort: hryggilegur útlits,
hryggðarmynd eða: hryggur á
svip, mæðulegur, rauna-
mæddur. „Mér var þessi ein-
kunn með riddaranum í
barnsminni," sagði Sonja Diego,
sem þýðir þættina fyrir Sjón-
varpið „og því notaði ég hana án
umhugsunar. Og mér . finnst
báðar merkingarnar eiga við.“
fyrir
heim-
sóknina
Haukur Friðriksson, Hátúni
12, hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: — Mig langar til að
þakka þremur ágætismönnum,
sem komu í heimsókn hingað til
okkar í Hátúnið, þeim Vilhjálmi
Hjálmarssyni, Karvel Pálma-
syni og Helga Seljan. Þeir voru
hjá okkur á skemmtikvöldi 3.
desember (fimmtudagskvöld),
sungu fyrir okkur og sögðu
gamansögur. Þetta voru góðir
gestir. Þökk fyrir komuna.
Látið ekki hjá lfða
að sjá þessa mynd
Ánægður áhorfandi skrifar:
„Fyrir stuttu lagði ég leið mína
í Austurbæjarbíó til að horfa á
íslensku stórmyndina Útlagann.
Ég hef séð flestar íslensku mynd-
anna jafnóðum og það hefur stað-
ið til boða og fundist þær ágætar
miðað við allar aðstæður og það að
við erum enn byrjendur í faginu.
En Útlaginn slær þeim öllum við.
Ég hef lesið Gísla sögu Súrssonar
og hafði því enn meira gaman af
myndinni. Fyrir utan nokkur smá-
atriði sem eru e.t.v. ekki fram-
kvæmanleg af tæknilegum ástæð-
um eða kostnaðarlegum fannst
mér myndin frábær.
Ég vil með þessu bréfi þakka
öllum þeim sem stóðu að gerð Út-
lagans og Arnari og Ragnheiði
þakka ég fyrir sérstaklega góðan
leik, einnig öllum hinum leikurun-
um fyrir þeirra hlut. Þeim sem
eftir eiga að sjá þessa mynd ráð-
legg ég að láta það ekki hjá líða,
meðan þess er enn kostur."
Skrefatalningin:
Á fólk ekki að borga
í samræmi við notkun?
2055-8741 skrifar:
„Góði Velvakandi!
Þegar ég las í dag (11. nóv.) í
dálkum þínum bréf Ólafs Har-
aldssonar fann ég þar með at-
hugasemd, sem ég hafði sjálf
hugsað mér að gera í sambandi
við skrefatalninguna.
Það lítur óskaplega vel út að
hafa hvert skref 6 mínútur að
lengd, en eftir því sem ég hef
skilið þá kostar hvert skref jafn-
mikið og eitt bæjarsímtal áður.
Munurinn er bara sá, að nú þarf
í flestum tilfellum að borga tvö
skref fyrir eitt símtal sem ekki
nær einu sinni 6 mínútum. Þetta
er mjög óréttlátt og þess vegna
þyrfti að stytta skrefin og hafa
hvert skref hlutfallslega ódýr-
ara.
Dæmi: Hugsum okkur að eitt 6
mínútna skref kosti kr. 0,54. Þá
getur það gerst, að eitt 4 mínútna
S2P S\GeA V/öGA £ ‘ÚLVEfcAN
líÉflWKvÉNSA Vífi/
wma mum
Gmw, 0G V/V MÍM
LAfA \iAMA QlHóLA um
G&GA ÖQtfUH LWH
SLWVÖZUNtiL
S/Kf A9 SíGjA
f$(M VlQ A/.VAK-
LIGA ® \\kJ6f
tö tíAltfA <b£«-
$A«A«. OlNáL-
AmTA*
rSýjung: Hraöréttir í
hádeginu
mánudaga til föstudaga.
HRAÐRÉTTASEÐILL
n/ESTU VIKU:
Spergilsúpa
— súpa fylgir með öllum réttum.
Lambakótilettur steiktar í hvítlaukssmjöri 85.-.
Grísahryggur með rjómasoðnum sveppum . 98.-.
Léttsöltuð nautatunga með piparrótarsósu 76.-.
Steiktur karfi með dillfroðu 79.-.
Gufusoðinn skötuselur með spínatsósu 79.-.
Grillsteikt smálúðuflök með karryhrísgrjónum 75.-.
Omeletta að eigin vali 45.—.
Chefs special:
Svartfuglsbringa með kartöflugratini og eplasalati 85.-.
Sjávarréttavagn með ýmsum köldum réttúm 129.-.
Jólaglögg per glas 15.-.
Söluskattur og þjónustugjald innifalið.
ARNARHÓLL
Hverfisgötu 8—10, sími 18833.
símtal kosti kr. 1,08 (fyrstu 3
mín. á fyrsta skrefi + 1 á öðru
skrefi). Og ef talað er í 10 mín.,
kostar það kr. 1,62 (3 mín. á
fyrsta skrefi, 6 á öðru og 1 á
þriðja).
Ef skrefin væru 1 mínúta að
lengd í stað 6 mínútna og kost-
uðu kr. 0,09, þá mundi maður
borga fyrir 4 mín. símtal kr.
0,36—0,45 og fyrir 10 mín. símtal
kr. 0.90-0,99.
Á þennan hátt mun hver mað-
ur borga fyrir þann tíma sem
hann notar símann í raun og
veru.
Ég vona að forráðamenn Pósts
og síma sjái sér fært að svara
þessari athugasemd minni. Þeir
hafa þó alltaf lagt áherslu á það
í sínum röksemdum að réttast
væri að hver borgaði fyrir þessa
þjónustu eftir því hvað hann not-
aði hana mikið."
Arsskýrsluverðlaun
1981
Stjórnunarfélag islands efndi til samkeppni um
bestu ársskýrslu sem út kom í ár, og tekur til
ársins 1980.
Viðurkenning fyrir bestu ársskýrslu sem barst
verður afhent á fundi sem haldinn verður í Krist-
alssal Hótels Loftleiða mánudaginn 7. desember
kl. 16.00.
Öllum félögum Stjórnunarfélagsins er boðið að
sækja fundinn og eru þeir sem hyggjast mæta
beðnir að láta vita á skrifstofu félagsins í síma
82930.
SUÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
fímZáA Wos? V49
H/ó sárt;<bléóAtf\y,
^W&SvöNA \\A9J
Lmna. \iy\m
vi\rr w AQ
Mí^AM
sMAtíU öM
& rví'VúmwiWA^
wwm Z*AC8l,\(W
Wtm TuKMÓí/bTðöf?/,
VÁ£<Aé&'mALVE&.
VOKKS Vl/ýl"
emoz seM lg víít
\im Aó mNA AK
LóSNAW