Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
95
„Ferðamálaráðherra Portúgal vlll halda
„Bakpokalýðnum“ norðan Pyreneafjalla“
(Sjá: Túristar)
HEILSUFAR:
Er hrynjandin
í lagi hjá þér?
Efþú þarft að vökna,
þá gerðu það um
hidegisleytið.
Ef þú skyldir detta í sjóinn
skaltu reyna að stilla því þannig
til, að það gerist um hádegisbil, því
að þá áttu miklu síður á hættu að
drukkna en ef það gerðist í rauða-
býtið um morguninn. Ef þú átt von
á barni er langliklegast, að hríðirn-
ar hefjist einhvern tíma um mið-
nættið og ef þú vilt koma reglulega
miklu í verk skaltu umfram allt
forðast óreglulega vakatvinnu.
Þeir, sem viija stæla líkamann með
þrekæfingum, eiga að stunda þær í
eftirmiðdaginn og besta megrunar-
aðferðin fyrir þá, sem offitan hrjá-
ir, er að borða sem mest af dag-
skammtinum snemma morguns. Ef
þú ert alvarlega veikur, getur það
riðið á lífi þínu að taka meðulin inn
á réttum tíma dagsins.
Nýjar rannsóknir, sem fram
hafa farið á hinni líffræðilegu
hrynjandi mannslíkamans við
læknaháskólann í Minnesota í
Bandaríkjunum, hafa leitt til þess-
ara og annarra skyldra niðurstaða
sem taldar eru geta valdið byltingu
í læknisfræðinni. Vísindamennirn-
ir, sem að rannsóknum hafa unnið,
eru vissir um, að ef læknar miðuðu
aðgerðir sínar meira við eðlilega
líkmshrynjandi sjúklingsins,
mætti bæta heilsufar manna svo
um munar og vinna bug á miklu
fleiri sjúkdómum en nú er raunin
á.
Það, sem býr að baki kenning-
unni um hinn líffræðilega tíma, er
nokkuð, sem grasafræðingar hafa
lengi vitað, hvað varðar jurtirnar:
Allar líffræðilegar einingar lifandi
veru hafa sína eigin hrynjandi, sem
að miklu leyti er óháð hrynjandi
hinna eininganna en vinnur þó í
takt við þær.
Dr. Franz Halberg, sem er þekkt-
ur sem faðir þessarar kenningar,
segir, að við læknisrannsóknir nú á
dögum sé aðeins tekið tillit til
fárra atriða eins og t.d. heilabylgja,
hjartsláttar, svefnþarfar, tíða
kvenna, þungunar og líkamshita.
Halberg segir, að hér þurfi margs
annars að gæta og nefnir í því sam-
an höfði og andlitið verður ~svip-
brigðalítið eins og gríma. Sumir
giska á, að til jafnaðar fái einn af
hverjum 40 þessa veiki.
I dýratilraununum framkölluðu
vísindamenn þessa veiki með því
að eyðileggja ákveðna hluta heil-
ans með eitri. Frumurnar, sem
framleiða dopamine í öðrum
heilahelmingi músar, voru gerðar
óvirkar og við það myndaðist jafn-
vægisleysi milli helminganna, sem
olli því, að músin tók að ganga í
hringi og því krappari sem hring-
•rnir voru, þeim mun meiri
skemmdir höfðu orðið á heilanum.
Með því að dæla inn í skemmda
hlutann frumum, sem framleiða
dopamine, lagaðist þetta ástand
að mestu og bendir það til þess, að
tíkum aðferðum megi beita við
fólk með Parkinsonsveiki.
Nú kann svo að fara að aðgerðin
oiistakist og þess vegna ætla
|*knarnir að láta örlitla málm-
órðu fylgja frumunum inn í heil-
ann. Með röntgenmyndum má þá
sjá nákvæmlega hvar frumurnar
eru komnar og eyða þeim ef sjúkl-
'ngnum skyldi versna.
NIGEL HAWKES
bandi blóðkornin, starfsemi nýrna-
hettanna, hvatamagn, hormóna-
starfsemi og þvagrannsóknir. Allt
þetta, segir hann, getur verið mik-
ilvæg vísbending um heilsufar
sjúklingsins og um það til hvaða
læknisaðgerða skuli gripið.
Halberg sagðist hafa komist að
raun um að óeðlileg hrynjandi í
hormónastarfseminni geti bent
ákveðið til þess.að sjúklingurinn
muni seinna fá brjóstakrabba,
jafnvel mörgun árum eftir að þessi
einkenni komu í Ijós. Halberg gerir
líka lítið úr þeirri almennu trú
bæði leikra og lærðra, að það sé
einhver einn „eðlilegur" líkamshiti
og að púlsinn breytist aðeins þegar
fólk er veikt. Að hans sögn breytist
líkamshitinn á reglubundinn hátt
allan sólarhringinn og að sama
máli gegni um blóðþrýsinginn. Þess
vegna geti læknir komist að nokk-
uð ólíkri niðurstöðu um heilsu
sjúklings eftir því hvenær dagsins
rannsóknin fer fram og það svo
valdið rangri sjúkdómsgreiningu
og þarfafleiðandi rangri meðferð.
Dr. Halberg lætur sig dreyma
um, að þeir tímar komi, að lík-
amshrynjandi hvers einasta sjúkl-
ings verði samviskusamlega skráð-
ur og fullt tillit tekið til hennar
þegar á þarf að halda. Ef það væri
gert mætti finna vísbendingar um
krabbamein og of háan blóðþrýst-
ing í framtíðinni, löngu áður en
nokkur alvarlega hætta væri á
ferðum. Lyfjameðferð yrði þá einn-
ig hagaö í samræmi við þessa vitn-
eskju enda segist dr. Halberg hafa
næstum órækar sannanir fyrir því
með rannsóknum sínum á dýrum,
að verkun lyfjanna ráðist að miklu
leyti af því hvenær dagsins þau eru
gefin.
JOYCE EGGINTON
TURISTAR:
Portúgalir
vilja losna við
„bakpokalýðinn“
Stjórnvöld í Portúgal ætla að
gera ráðstafanir til að bægja
„bakpokalýð" frá landinu, en
undanfarin ár hefur hann
streymt þangað í stórhópum til
þess að kneyfa ódýr vín og sóla
sig við strendurnar.
Samkvæmt þessum ráðstöfun-
um verður hver sá, er til landsins
kemur, að færa sönnur á, að hann
hafi í fórum sínum a.m.k. 4.000
escudos, þ.e. um 500 krónur og að
auki um 60 krónur fyrir hvern
dag, er hann ætlar að dveljast í
landinu.
Luis Nandim de Carvalho
ferðamálaráðherra segir að þess-
ar ráðstafanir beinist einkum
gegn ferðalöngum sem „ferðast á
puttanum" og ungu fólki, sem
ferðast á afsláttarfargjöldum
með járnbrautum um Evrópu. Að
sögn ráðherrans er lítil slægur í
þess háttar ferðamönnum, því
þeir eyða sáralitlu fé, en kaupa
niðurgreidda matvöru og ferðast
með almenningsfarartækjum,
sem njóta mikilla opinberra
styrkja. Þar að auki fullyrðir
hann, að margir af þessum ferða-
löngum taki að sér ýmis störf
með ólögmætum hætti og smygli
fíkniefnum.
Portúgalir hafa um langt skeið
lagt kapp á að hafa ákveðinn stíl
yfir ferðamálum sínum. Þeir vilja
bjóða vandaða þjónustu og hafa
ímugust á þeirri stefnu Spán-
verja að bjóða hræódýrar hóp-
ferðir. En framfærslukostnaður í
Portúgal er talinn lægri en í öðr-
um Evrópulöndum, og þar af ieið-
andi þykir mörgum félitlum
ferðalangi freistandi að halda
þangað. Fer straumur þeirra
stöðugt vaxandi.
Verður þeim efnalitlu útskúfað?
Samdráttur í efnahagslífi
margra auðugra þjóða hefur gert
það að verkum, að fjáðum ferða-
mönnum hefur farið fækkandi í
Portúgal. Síðastliðið sumar dróg-
ust stórlega saman pantanir á
lúxushótelum og íbúðum á Al-
grave. Hins vegar voru öll
tjaldstæði yfirfull af ferðafólki.
Bakpokafólkið streymir ein-
kum yfir landamæri Spánar og
Portúgals, og ferðamálaráðherr-
ann hefur lýst yfir þeirri ósk
sinni, að yfirvöld beggja þessara
ríkja hefji nú sameinað átak til
þess að halda því norðan við Pyr-
eneafjallgarðinn.
Almenningur í Portúgal er þó
steini lostinn yfir þessum ráða-
gerðum og dagblöð vinstri manna
hafa lýst yfir reiði og hneykslun.
Flestir Portúgalir eru mjög vin-
gjarnlegir við útlendinga, enda
hafa landar þeirra fjölmennt til
annarra ríkja í atvinnuleít. Er
talið að þrjár milljónir Portúgala
hafi flutzt til Norður-Evrópu og
Bandaríkjanna í þessu skyni.
Þykir fólki því hin nýja stefna
gagnvart ferðamönnum skjóta
skökku við.
Og enn er það svo, að ferða-
mönnum með troðinn mal en
létta pyngju er sýnd gestrisni og
hlýja í Portúgal.
— MARY CHALMERS
í nýrri verslun
á Laugavegi 82
bjóöum viö
þekktar svissneskar úrategundir
• Pierpont
• Tevo
• Favre Leuba
• Kvartsúr i
gaeöaflokki
Helgi Guðmundsson
úrsmiður, sími 22750.
■BcSjræ - ■*****:-
við
lækkum
verðið I
í dýrtíðinni I
THERMOR
helluborð og bökunarofnar
úr stáli
Vegna óvenjuhagstæðra
innkaupa, getum við boðið
samtengt helluborð
úr stáli og bökunarofn
(blásturs), á aðeins
4.580.00
samstæðan með söluskatti.
Notið tækifærið meðan birgðir
endast.
Greiðslukjör
KJÖLUR SF
Borgartúni 33,
símar: (91)21490 — 21846.
THERMOR Keflavík,
Hafnargötu 48,
sími: (92)1113.