Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
--------------------------- fjí I'
. ',,A
ljóssins, efuðust flestir um, að þær orkuðu
að sýna þau svipbrigði, er til þess þarf, að
leiða í ljós meira en aðeins mikilúðlegustu
tilfinningar hjartans. Victor Sjöström hef-
ur í þessari mynd sýnt að slíkt er unnt.“
Gudmundur Kamban
„Ahugi minn á kvikmyndagerð vaknaði
fyrst og fremst vegna þess að mér fannst
það heillandi viðfangsefni að vinna að
listsköpun á formi sem ekki byggir á alda-
gamalli hefð eins og aðrar listgreinar. Ég
skrifaði því verkið strax með kvikmynd í
huga og stjórnaði síðan gerð myndarinnar
sjálfur. Það sem ég leitaðist við var að
gera kvikmynd sem fyrst og fremst byggði
á leik. Sem leikskáldi stendur mér vita-
skuld nærri að leggja áherslu á einmitt
þetta atriði. Ég held að mér hafi tekist það
sem ég ætlaði mér, en nú fá gagnrýnendur
og almenningur sem sé tækifæri til að
dæma um það.“
Það er Guðmundur Kamban sem þetta
segir í októberbyrjun árið 1926 í viðtali við
danskt dagblað í tilefni af frumsýningu á
kvikmynd hans „Det Sovende Hus“, sem
framleidd var að Nordisk Film-félaginu.
Það er fjallað um myndina í dönskum
biöðum frá þessum tíma og hún hlýtur
yfirleitt góða dóma, þykir athyglisvert frá-
vik frá Hollywood-stílnum. Tveimur árum
áður hafði Kamban stofnað kvikmyndafé-
lagið Edda-filmen og kvikmyndað leikrit
sitt, „Hadda Padda", sem hafði verið sett
upp í konunglega leikhúsinu. Það var eng-
in önnur en Clara Pontoppidan sem fór
með titilhlutverkið í kvikmyndinni, sem
var að hluta til tekin hér á landi.
Það kemur fram í blaðaskrifum frá
þessum októberdögum í Kaupmannahöfn
að forráðamenn Nordisk Film höfðu lagt
hart að Kamban að breyta nafninu á
myndinni. Þeim þótti „Hús í svefni" gefa
óánægðum gagnrýnendum allt of þægilegt
tækifæri til að gera gys að myndinni með
útúrsnúningum og orðaleikjum.
Kamban var ljóst að kvikmyndin væri
listgrein framtíðarinnar og hann vildi með
fordæmi sínu hvetja rithöfunda til að
skrifa beint fyrir kvikmynd í stað þess að
skrifa sögur eða leikrit sem síðan þyrfti að
umskrifa til að geta gert úr þeim „lifandi
myndir".
Saga sú sem sögð er í „Hús í svefni" er í
stuttu máli á þessa leið. Roskinn maður
ekur snemma morguns upp að húsi
nokkru, opnar útidyrnar með lykli og sest
í stól í forstofunni. Síðan birtast á hvíta
tjaldinu minningar hans frá þeim árum
sem liðin eru frá því að hann hvarf á braut
úr þessu húsi með heimasætuna forðum.
Hjónaband þeirra fór út um þúfur og
fyrirtæki hans á hausinn og hvort í sínu
lagi lentu þau hjú í margháttuðum píslum
og að lokum iðraðist hún þess sárlega að
hafa yfirgefið hann. Þegar íbúar hússins
vakna að morgni er maðurinn látinn í
stólnum en úr andliti hans skín hin lang-
þráða fyrirgefning til handa eiginkonunni
fyrrverandi, sem búsett hefur verið á
æskuheimili sínu síðustu árin.
Guðmundur Kamban skrifaði skáldsögu
um þetta efni sem var gefin út um leið og
myndin var frumsýnd bæði í Danmörku og
í Þýskalandi.
„Ad gera stóra mynd“
Árið 1922 kom til íslands fjórtán manna
hópur frá Englandi til að kvikmynda hér
að hluta fræga skáldsögu eftir Hall Caine,
„The Prodigal Son“ (Glataði sonurinn), en
hún gerist að mestu leyti á íslandi. Höf-
undur handritsins og stjórnandi myndar-
innar var A.E. Coleby. í Morgunblaðinu
gat þann þrítugasta júlí að líta frásögn af
komu hópsins til íslands og viðtai við Cole-
by. Greinir hann þar frá hugmj ndum sín-
um um verkið. Hér fer á eftir upphaf við-
talsins:
„Verður sögunni fylgt nákvæmlega og út
í æsar við kvikmyndatökuna?, spyrjum
vjer.
Ut í æsar verður henni vitanlega ekki
fylgt. Söguþráðurinn verður auðvitað lát-
inn haldast að fullu og allir helstu atburð-
ir teknir með. En mörgu smávægilegu
verður sleppt eða vikið við. Það, sem fyrir
mjer vakir, er að gera stóra mynd og góða
út af því efni, sem höfundurinn hefir látið
í tje og leggja áherslu á, að látá myndina
sýna allt það, sem einkum einkennir ís-
lenskt þjóðlíf og íslenska fold. Mig langar
til að láta íslenska náttúrufegurð njóta sín
til fulls í myndinni og mun því nota sýn-
ingar, sem sagan gefur ekki beinlínis til-
efni til, ef þær geta orðið myndinni til
prýði. Jeg vil sameina í myndinni alla feg-
urð íslands — bæði íslenskrar náttúru og
íslensku þjóðarinnar — og sýna hana
enskum og ameríkönskum áhorfendum.“
Sem sjá má voru þegar á þessum tíma
farnar að mótast verulega þær hugmyndir
sem menn lögðu til grundvallar kvikmynd-
unar bókmenntaverka. Hugmyndir, sem að
sumu leyti að minnsta kosti, eru enn í fullu
gildi.
Nokkrir íslendingar tóku þátt í þessari
kvikmynd sem statistar, ýmist sem snöf-
urlegir bændur að draga fé í dilka í réttum
á Þingvöllum, eða blómlegar stúlkur á
þjóðbúningum. SIB.
íslendingar eiga mörg heimsmet. Senni-
lega flest allra þjóða, miðað við fólks-
fjölda. Ekki er víst að við eigum heimsmet
í bíóferðum, en það er ekki öldungis
ósennilegt. Allavega Norðurlandamet.
Hver Islendingur fer nefnilega að jafn-
aði í bíó rúmlega tíu sinnum á ári, meðal-
dani hins vegar aðeins þrisvar eða fjórum
sinnum. Það er því ljóst, að íslendingar
kunna vel að meta sýningar á lifandi
myndum. Það skýtur því nokkuð skökku
við að það er ekki fyrr en á allra síðustu
árum að til hefur orðið nokkuð sem kalla
má íslenska kvikmyndagerð. Vissulega
hafa dugnaðarforkar hér á landi gert
kvikmyndir í gegnum árin, til dæmis Loft-
ur Guðmundsson, Óskar Gíslason og
Ósvaldur Knudsen. En það er ekki fyrr en
nú að aðstæður hafa nokkuð nálgast það
horf að góður grundvöllur sé fyrir þessa
fullkomnu en fjárfreku gerð listsköpunar
og upplýsingamiðlunar.
Það liggur beint við að segja að Peter
Petersen ljósmyndara hafi ekki órað fyrir
því, þar sem hann stóð í sýningarklefanum
í Breiðfjörðshúsi eitt nóvemberkvöld í
upphafi aldarinnar, að sjö og hálfum ára-
tug síðar yrði gerð litkvikmynd með tali og
tónum byggð á sögu Gísla Súrssonar, og
það af Islendingum. Ég hygg þó að miðað
við þá grósku og þann stórhug er einkennti
kvikmyndagerð á Norðurlöndum á fyrstu
áratugum aldarinnar, sé nær að ætla að
hann hefði orðið hissa á því að það varð
ekki fyrr.
í íslenskri kvikmyndasögu eru langar og
myrkar miðaldir sem teygja sig allt frá
síðari heimsstyrjöld og til síðustu ára.
Leiknar kvikmyndir frá þessu tímabili eru
mjög fáar. Það er því líkastað íslendingar
hafa brugðið sér í bíó í byrjun nóvember
1906, séð fjörlegan og viðburðaríkan fyrri
hluta myndar, síðan gleymt sér í hléinu
við að skrafa hver við annan og hver um
annan og það sé fyrst nú, rúmum sjö ára-
tugum síðar, að hléinu langa sé lokið og
hinar lifandi myndir birtast aö nýju á
hvíta tjaldinu. Það ríkir eftirvænting í
salnum, brakar í sætum, skrjáfar í sæl-
gætisbréfum. Eftir áratuga hósta, spjall
og ræskingar hafa menn loks komið sér
saman um eitt, að vænta mikils, því mynd-
in var góð fyrir hlé.
Fegursta kvikmynd
í heimi“
„Hér er án efa á ferðinni fegursta
kvikmynd í heimi. Victor Sjöström hefur
stjórnað gerð hennar af ólýsanlegri
tign ... Er það leikverk? Hvað gerist? Ég
veit það ekki. Gerist eitthvað í Rómeó og
Júlía? Fólk lifir og elskar hvort annað. Það
er allt og sumt.“
Þessi orð viðhafði Frakkinn Louis Deluc
árið 1919 um kvikmynd sem hann hafði þá
nýverið séð. Sú mynd var „Berg-Ejvind och
hans hustru" sem gerð var eftir hinu sí-
gilda leikriti Jóhanns Sigurjónssonar,
„Fjalla-Eyvindur".
Þessarar myndar er getið í kvikmynda-
sögunni sem einnar þeirra sem áttu hvað
mestan þátt í að bera hróður sænskrar
kvikmyndagerðar út um heim á milli-
stríðsárunum. Er í henni að finna ýmislegt
isem taldist til nýmæla á þessum árum.
Sérstaklega þykir leikstjóranum og aðal-
karlleikaranum, Victor Sjöström, hafa
tekist vel að sýna samspil fólks og lands-
lags á ljóðrænan hátt án þess að gleyma
sér í póstkortamyndatöku.
Einnig er í þessari kvikmynd að finna
einhverjar elstu næturmyndatökur sem
þekkjast, en á þessum tíma var algengast
að atriði sem áttu að gerast að næturlagi
væru tekin um hábjartan dag, en filman
síðan lituð með bláu. Myndin var tekin í
fjalllendi á slóðum Sama, þar eð ekki þótti
hættandi á siglingu til íslands á því herr-
ans ári 1917 vegna kafbátahernaðar Þjóð-
verja á Atlantshafi.
Kvikmyndin um Fjalla-Eyvind og Höllu
var fjárfrekasta verkefni Svenska Bio-
grafteatern-kvikmyndafélagsins til þess
tíma, en skilaði einnig hreinum hagnaði í
sjóð félagsins upp á u.þ.b. tuttugu þúsund
sænskar krónur. Félagið hafði borgað Jó-
hanni Sigurjónssyni átta hundruð krónur
fyrir kvikmyndaréttinn. Meira en sextíu
eintök af myndinni voru seld um víða ver-
öld. í beinu framhaldi af velgengninni með
þessa mynd keypti sænska félagið einnig
kvikmyndaréttinn að leikriti Jóhanns
„Önsket", en sú mynd var aldrei gerð.
Samhliða frumsýningu kvikmyndar
Sjöströms var gefin út bók með leikriti
Jóhanns og myndum úr kvikmyndinni.
Myndin var frumsýnd samtímis í Stokk-
hólmi, Gautaborg, Málmey, Kaupmanna-
höfn og Osló á nýársdag 1918 og rúmu ári
síðar í Reykjavík. Jóhann var viðstaddur
frumsýninguna í Stokkhólmi og eftir að
hafa séð verk Sjöströms sagði hann:
„Það er skoðun mín, að meðferð hr.
Sjöström á Fjalla-Eyvindi sé mikið lista-
verk. Starf, sem komi til með að hafa mik-
ilvægar afleiðingar. Allir hafa viðurkennt
kosti kvikmyndanna, þá er þær sýna oss
dýrð náttúrunnar og siði og háttu annarra
þjóða. En þá er þær tóku að nálgast mesta
og erfiðasta verkefni sitt, að skýra fyrir
oss mannlega sál á nýju heimsmáli, máli
a myndinni þrju filmuhylki og tvær aukasveifar. Gripirmr eru i eigu Kvikmynda
safns íslands.
-
Kvikmyndin nýja.
fe mam
-4Í fv-"
Tra vinstn: Mr. Coleby, Mr. Bates, Mr. Wilson, Mr. Rome, Mr. Sam Austen, Mr. Cooper (sitj-
audi), Mr. Tom Green, Miss Brettil, Miss Bishop. Mr. Victor og Mr. Dane.
Ensku kvikmyndaleikararnir, er iun á fjöll hreptj Mr. Coleby og
íjer hafa dvalið undanfarnar vik- förunautar hans hið mesta of-
ir hafa nú lokið störfum sínum viðri, ofsarok ojr rigningu og
löng. Ennfremur fer Mr. Coleby
o" sumt af leikendunum til París
og M(/nte Carlo og verða þar
Urklippa ur Morgunblaðinu 13. ágúst 1922. Mynd af hópnum sem kom hingað til
lands til að gera kvikmyndina „The Prodigal Son“. ( meðfylgjandi frétt segir ad
rigning'hafi tafið upptökurnar nokkuð, en þeim sé nú lokið.
Ráðskonan i húsinu komur að aðalporsónúnni lát- Hanna Ralph og Gustav do VGrdior í ©inu atrið- Hinn magnþrungni hápunktur Kamb
inni i forstofunni. anna í „Dot Sovende Hus1*. Nordisk FnmsKompagni 1926. Húsið vaknar og aðalpersónah
myndarinnar, “Det Sovende Hus“, frá árinu
látin. Gunnar Tolnæs lék aðalhlutverkiö.
FYRIR fíT.F.
Um þrjár kvikmyndir
frá bernskuskeiói
hinna „lifandi mynda"
sem allar tengjast íslandi