Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBDAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 67 Færeyingar komu til íslands þessi ár með sínar trillur, gerðu út og fiskuðu í skip sín. Sjö bátar höfðu bækistöð sína hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfjarðar og var útbúið svefnpláss með 30 kojum fyrir áhafnirnar uppi á lofti í stóra sjó- húsinu, þar sem fiskurinn var geymdur áður. Var loftið hólfað í sundur. Áhafnir þessara báta voru alveg framúrskarandi og sam- bandið við þessa ágætu menn hef- ur aldrei rofnað. Einn þessara ungu ágætu trilluútgerðarmanna, Enel Petursson, var svo lánsamur að ná í sína elskuiegu konu, sem vann við afgreiðslustörf hjá Kaup- féiaginu. Það er Margrét, systir mín, og við giftum okkur saman á Sunnuhvoli 1944, en hún fór með manni sínum aifarin til Færeyja og býr i Tveroye á hans stóru eign- arjörð. — Oft var glatt á loftinu hjá þessum ágætu vermönnum í land- legum og mikið spilað bridge. Mik- ið var t.d. að gera hjá okkar góða kaupfélagsstjóra, ef hann gat ekki komið einu sinni á dag að fá sér slag með Færeyingunum eða kalla þá að spila heim til sín að kvöldi. En gestagangur var alveg óhemju- skrúðsfjarðar, en þá lágu 3 skip í höfninni og biðu eftir fiski. Þau voru öll á vegum Kaupfélagsins. En Björn dó ekki ráðalaus. Hann var búinn að undirbúa þetta allt löngu áður og semja við vin sinn, kaupfélagsstjórann á Djúpavogi um að hann tæki af okkur skipið strax og það kæmi og léti fiska í það. Svo það hélt strax til Djúpa- vogs, þar sem ekkert skip var fyrir. Þremur dögum seinna var skipið fullt og sigldi til Fleetwood, þar sem það seldi fyrir toppverð. Kom svo uppfullt af sementi til Kaupfélagsins. Það var þó ekki fyrirhafnarlaust að fara í þessa útgerð. Við þurftum að fá banka- tryggingu og fleira, en ágóði í minn hlut var um % árslaun mín, sem ég hafði hjá Kaupfélaginu. Við skiluðum skipinu strax og það hafði losað sementið, en þorðum ekki að fara í þetta aftur. Alltof mikil áhætta. Margir voru þeir, í þessum bransa, sem fóru illa út úr flutningunum. Flugbátarnir lentu á firðinum Hingað til höfum við eingöngu sögðu olli veður miklu, en einnig þurfti þarna litla röskun, þegar lent var á fjörðunum 3 í sömu ferðinni. — Auðvitað var maður oft með lífið í lúkunum þegar farið var að fljúga hingað og lenda á firðinum, segir Þorvaldur, en það var líka mikil ánægja því samfara. Þegar flugvélin var lent, var farið út á báti og haft kaffi með handa áhöfninni. í þetta hafði ég sér- staklega góðan og gangmikinn bát. Þótt undarlegt kunni að virð- at, þá tepptist aldrei flugvél hjá mér. Auðvitað var oft erfitt að lenda. Aðeins einu sinni lenti þó vél í erfiðleikum. Anton flugstjóri var með hana. Hún lenti í dauðum bletti hér úti á firðinum og hann missti hana niður á sjóinn. Það var símað til mín frá Kolfreyju- stað til að segja fréttirnar. Við æddum af stað á bátnum, en mættum flugbátnum á móts við Mjóeyrina. Það var allt í lagi hjá þeim. Auðvitað var margfalt ör- yggi í því, þegar Egilsstaðir voru gerðir að flugmiðstöð fyrir Aust- urland, en farþegum ekið þangað. Þetta er ekki svo löng leið frá Fá- skrúðsfirði, þegar fært er. Annars Katalína flugbátur að lenda á Fáskrúðsfirði. Þorvaldur kemur á bátnum sínum til að afgreiða hann. Hoffell í baksýn. mikill hjá þessum framúrskarandi hjónum, Þórunni og Birni Stefáns- syni frá Hólmum. Ég var 7 ár verkstjóri hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfjarðar og allan tímann hjá Birni. Get ekki hugsað mér betri húsbónda. Við hættum hjá Kaup- félaginu um sama leyti. Ég tók við Pósti og síma á Fáskrúðsfirði, sem ég var með í 16 ár, en hann fór til Reykjavíkur. Margs er að minnast frá þeim tíma er við vorum saman í Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar. Einu sinni datt Birni í hug að leigja skip í fiskflutninga til Bretlánds. Við Björn fórum í félag við 2 aðra úr þorpinu og skipstjór- ann, sem var Færeyingur. Við leigðum skip frá Tveroye, sem hét Vestmanna, í þessa flutninga. Skipið kom á réttum tíma til Fá- talað um afskipti Þorvaldar Jóns- sonar af samgöngum á sjó. En þegar áætlunarferðir Flugfélags- ins hófust til Fáskrúðsfjarðar 1946, var sjálfsagt að hann tæki að sér að vera umboðsmaður þess. Flugfélagið hélt uppi áætlunar- flugi til Neskaupstaðar, Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar með Katalína-flugbát á árunum 1946—1954, en þá var Egilsstaða- flugvöllur gerður aðallendingar- staður flugvéla á Austurlandi og flug á firðina lagðist niður. Flug á staðina var alla tíð miklum erfið- leikum bundið og afgreiðslan ekki síður. Mikið mas að taka á móti sjóflugvélum, hafa bát tiltækan og kveðja farþega saman, þegar vélin var að koma, en oft gat skeikað miklu um komutíma. Að sjálf- Frá höfninni á Fáskrúðsfirði. í 80 ár önnuðust þeir feðgar, Þorvaldur Jónsson og Jón Davíðsson, skipa- afgreiðslu á Fáskrúðsfirði, af- greiddu Fossa Kimskipafélagsins og strandferðaskip Ríkisskips. voru lendingarskilyrði góð á Fá- skrúðsfirði, þvi engin undiralda nær þangað inn. Sjálfsagt væri hægt að spjalla lengi enn við Þorvald Jónsson frá Fáskrúðsfirði og hann á margt ósagt. En blaðagrein, þótt tvær séu, setur takmörk. Þau hjónin segjast hafa átt gott líf á Fá- skrúðsfirði, bjuggu fyrst lengi í gamla húsinu Sunnuhvoli, sem Þorvaldur keypti að hluta 1936 og allt 1943, fékk það fyrir 21 þúsund krónur. Seinna seldu þau það og keyptu annað hús, en hvar sem þau bjuggu, var alltaf fullt hús af gestum. — Við vorum svo lánsöm að við hliðina á okkur hafa búið 3 fjölskyldur allan okkar búskap, Níels Lúðvíksson, Karl Jóhanns, Jens Lúðvíksson og nú afkomend- ur þeirra, sem eru margir og framúrskarandi gott fólk. Þetta hefur verið eins og ein fjölskylda og við munum sakna þeirra mikið, segja þau. En í Reykjavík hafa þau líka strax hitt fyrir góða granna. Og sum barnanna fjög- urra eru hér, Jóhanna Ásdís, sem gift er Viði Sigurðssyni, Jóna Kristín, trúlofuð Ómari Ásgeirs- syni, og Kristján sem er nemi, en Guðný Björg er gift Sigurði Þor- geirssyni á Fáskrúðsfirði. Þau una sér því vel í höfuðborginni, að sögn þeirra. — E.Pá. HÉREKBÓKIN HJARTA ER TROMP eftir Barböru Cartland Hin kornunga og lagra Cerlssa er óskilgetin dóttir fransks hertoga og enskrar hefðarmeyjar. Faólr hennar var tekinn af lifl i frönsku stjómarbyltingunni og Cerissa ótt- ast um líf sltt. Hún ákveöur þvi aö flýja til Englands. f Calals hlttir hún dularfullan Englendlng, sem lofar aö hjálpa hennl, en þegar tll Englands kemur, gerast margir og óvœntir atburöir. — Bækur Bar- böru Cartland eru spennandi og hér hittlr hún beint í hjartastaó. DRAUMAMAÐURINN HENNAR eftir Theresu Charles Lindu dreymdi alltaf sama draum- inn, nótt eftir nótt, mánuö eftlr mánuð. Draumurinn var oröinn henni sem veruleiki og einnig maö- urinn i draumnum, sem hún var oröin bundln sterkum, ósýnilegum böndum. En svo kom Mark inn i líf hennar; honum glftist hún og með honum elgnaðlst hún yndislegan dreng. Þegar stríóió brauzt út, flutti hún út í sveit meö drenglnn og fyrir tilviljun hafna þau í þorplnu, sem hún þekktl svo vel úr draumnum. Og þar hltti hún draumamanninn sinn, holdl klæddan... -GmzIvs Drauma madurinn hennar HULIN FORTÍÐ eftir Theresu Charles Ung stúlka missir minnió í loftárás á London, kynnist ungum flug- mannl og giftist honum. Fortíðln er henni sem lokuö bók, en haltr- andl fótatak i stiganum fyllir hana óhugnanlegri skelfingu. Hún miss- lr mann sinn eftir stutta sambúó og litlu síöar veltir henni eftirför stórvaxinn maður, sem haltrandl styöst vió hækjur. Hann ávarpar hana nafnl, sem hún þekkir ekki, og hún stirönar upp af skelfingu, er i Ijós kemur, aö þessum mannl er hún glft. — Og framhaldló er æsilega spennandl! VALD VILJANS eftir Sigge Stark Sif, dóttir Brunke óöaiseiganda, var hrífandi fögur, en drambsöm, þrjósk og duttlungafull. Hún gaf karlmönnunum óspart undir fót- inn, en veittist erfitt aó velja hinn eina rétta. Edward var ævlntýramaöur, glæsi- menni meö dularfulla fortíö, elnn hinna nýríku, sem kunníngjar Brunke forstjóra lltu niður á. Hann var óvenju vlljasterkur og trúði á vald vlljans. En Sif og Edward fundu bæöi óþyrmllega fyrlr þvi, þegar örlögln tóku í taumana. SIGG€ STARK VALD VILJANS SIGNE BJÖRNBERG Hættulegur leikur M HÆTTULEGUR LEIKUR eftirSigne Björnberg I Bergvik fannst stúlkunum eitt- hvaó sérstakt viö tunglskin ágúst- nóttanna. Þá var hver skógarstígur umsetinn af ástföngnu ungu fólki og hver bátskæna var notuó til aó flytja rómantíska elskendur yfir merlaöan, spegilsléttan vatnsflöt- inn. Tunglskinið og töfraáhrif þess haföi sömu áhrlf á þær allar þrján Elsu, dóttur dómarans, fröken Mörtu og lltiu .herragarösstúlk- una*. Allar þráöu þær Bertelsen verkstjóra, — en hver meö sinum sérstaka hætti. ÉG ELSKA ÞIG eftir Else-Marie Nohr Eva Ekman var ung og falleg, en uppruni hennar var vægast sagt dularfullur. Ekki var vitaö um for- eldra hennar, fæðlngarstaö eóa fæölngardag. Óljósar mlnnlngar um mann, Ijóshæröan, bláeygan, háan og spengllegan, blunda í und- irvitund hennar. Þennan mann tel- ur hún hugsanlega vera fööur sinn. Alíka óljósar eru minningarnar um móöurina. Þegar Eva fær heimsókn af ung- um, goðþekkum manni, sem býöst tll að aóstoóa hana við leitlnar aó móöur hennar, fer hún meö honum til Austurríkis. Hún velt hins vegar ekkl, að meö þessarl ferð stofnar hún lifl sínu i bráða hættu. ELSE-MARIE NOHfl fíillSKA DHi M SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.