Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Steinar Berg við hlið myndar af plötunni You and I, aem Steinar hf. hafa gefiö út í Japan ný- lega og einnig eru á veggnum nokkrar af gullplötum Steina. Ljósmyndir Mbl.: RAX. lenzkra hljómplatna veriö þriöj- ungur af plötusölunni en tveir þriöju erlendar plötur. Á tímabili uröu íslenzku plöturnar ódýrari og síöan dýrari, en nú ríkir jöfnuöur aö mestu. Hlutfalliö milli íslenzku og erlendu hljómplatnanna hefur þó haldizt. Varöandi tónlistaráhug- ann, þá er þaö staöreynd hvort sem menn vilja trúa þvi eöa ekki aö 95% þess efnis sem selzt flokk- ast undir popp og almenna daeg- urtónlist, en 5% er þaö sígilda. Dægurtónlistin ræöur feröinni, en vissulega eru til undantekningar þar sem hiö sígilda flýgur upp. Má þar nefna Pavarotti, en hins vegar selja Rolling Stones t.d. margfalt meira af plötum en Pavarotti. Hiö sígilda skipar sinn ákveöna sess og fólk vill hafa verk meistaranna í góöum útgáfum, en öll verulega hreyfingin er í sambandi viö léttara efniö. Þaö hefur hins vegar oröiö sú breyting aö fólk á öllum aldri er margs konar hljómplötur, en áöur áhuga fólks í þessum efnum og þaö mætti snúa viö blaðinu og taka miö af staöreyndum. Þetta hefur nokkuö iagast að undan- förnu, en þeir eru þó langt frá þvi ennþá aö starfa í takt viö tímann. Stefnuleysi útvarpsins í þessum efnum er í rauninni furöulegt fyrir- bæri. Þeir eiga þaö til aö leika jafn mikiö af tónlist frá hinum og þess- um stööum án nokkurs tillits til vinsælda sem hafa merkilega lítinn forgang og útvarpiö hefur alls ekki sinnt nógu mikiö íslenzkum hljómplötum. Áriö 1977 var ís- lenzkt tónlistarefni aðeins 9—10% af þeirri tónlist sem flutt var og þótt íslenzk hljómplötuútgáfa ykist stórlega næstu árin á eftir minnk- aöi hlutfall íslenzkrar tónlistar niöur í 7—8% af tónlistarefni út- varpsins. Þar fyrir utan er þaö lenska aö flytja nær eingöngu gamalt íslenzkt tónlistarefni í út- varpinu, en þaö skal viöurkennt aö þetta er aö breytast þótt taka veröi mun meira á ef duga skal." Hafa framleitt 60 ísl. plötur á 6 árum „Hvað hafið þiö gefið út marga titla af hljómplötum?" „Viö erum búnir aö gefa út rúm- lega 60 LP-plötur íslenzkar á 6 ár- um og 11 45 snúninga plötur og á „Hljómplötuútgáfan mergsogin, en bækurnar, þær eru eitthvað fyrir andann.a „Með lögum skal land byggja,“ segir Steinar hf. gjarnan í auglýsing- um sínum um nýjar hljómplötur og vitnar þar til ummæla í sjötugasta kafla Njálu. Þar var fjallað um landsins lög en lög þau sem Steinar býður eru dægurlög og annað á vettvangi tónlistargyðjunnar. Steinar hf. er rekið af ungu fólki, það hefur blómstrað og eflst á undanförnum árum, enda tónlistin alþjóðlegt og vinsælt tungumál fyrir alla aldurs- hópa. Viö ræddum við forstjóra Steina, Steinar Berg Isleifsson, og inntum hann eftir frásögn af starfi hans og fyrirtækis hans. jz-vC'/r mi Opna úr einu þekktasfa hljómlistartímariti í Japan, þar sem platan Þú og ég var nýlega gefin út með enskum texta og hefur strax vakiö athygli. Steinar flytja inn hundruð tonna af hljómplötum á ári. „Það má segja," sagöi Steinar, „aö ég byrji i þessum bransa þegar ég ákvaö aö hætta námi í Bret- landi 1971, en ég haföi útskrifast úr Verzlunarskóla íslands fyrr á ár- inu og fór til framhaldsnáms í Bret- landi. En „hlíöin" kallaöi og ég fór heim til starfa hjá FACO í jólaatinu sem eins konar jólasveinn í ný- stofnaöri hljómplötudeild fyrirtæk- isins og þar teygöist úr, því ég starfaöi hjá FACO í 4 ár. Hljóm- plötudeildin hóf aö flytja inn hljóm- plötur og lagói áherzlu á aö vera fyrst meö nýjustu plötur á markaö, það tókst en þýddi aö plöturnar voru dýrari en hjá öörum sem voru með eldra efni. Fólk mat þó þjón- ustuna og þetta gekk vel, en fram aö þessu má segja aö einn aöili á landinu hafi veriö meö allt að því einokun á þessum innflutningi, þ.e. vegna þess aö aörir fluttu ekki inn. íslenzka efnið of mikil áhætta eitt sér Þegar ég hætti störfum hjá FACO haföi ég starfaö sem verzl- unarstjóri um skeið, en ég hætti beinlínis til þess aö stofna eigiö fyrirtæki, fslenzka útgáfu, og reyndi viö þaö verkefni í heilt ár eingöngu meö íslenzkum hljóm- plötum. Þaö gekk ekki vel og sýndi sig aö þaö er allt of mikil áhætta aó halda sig eingöngu vió íslenzka efnió. Á þessu tímabili hafói ég nægan tíma til aö sinna öörum verkefnum einnig og ákvaö þvi aö færa út kvíarnar. Ég kom aö máli viö eigendur Karnabæjar og seldi þeim helminginn í mínu fyrirtæki, Steinum hf. og stöan höfum viö unniö saman, en eina breytingin er sú að Steinar hf. keypti fyrir einu og hálfu ári allar þrjár hljómplötu- búðir Karnabæjar og rekur þær, búöina f Glæsibæ, aö Laugavegi 66 og Austurstræti 22, en hjá fyrir- tækinu vinna nú 16 manns. Jú, verksviöiö er innflutningur, útgáfa og smásala og þegar fram- leiðsla hófst á plötum í Hafnarfiröi fyrir um þaö bil ári gjörbreyttist öll aóstaöan, en fyrr höföu hljómplöt- ur ekki veriö pressaöar og steyptar á islandi. íslenzka framleiðslan hefur lækkað plötuverð Framleiöslan f Hafnarfiröi hefur lækkaö hljómplötuverö hjá okkur þaö mikiö aö vió getum nú boðiö plötur á sama veröi og um síöustu jól. Þessi leiö var farin til þess aö sleppa viö tollana og komast nær skandinavíska veröinu, en drauga- gangurinn í íslenzka kerfinu er samur viö sig og nú fyrir skömmu var tekiö upp á því aö skella 30% vörugjaldi á alla innlenda fram- leiðslu á erlendum plötum. Þetta er svo forkastanlegt aö maöur kemst f vont skap viö þaö eitt aö hugsa til meöhöndlunar stjórn- valda á þessum málum. Skepnuskapurinn í kerfinu Tollar og vörugjald ofan á inn- kaupsverö á hljómplötum var tæplega 140% og þegar viö fund- um þessa leiö aö hefja framleiöslu hér heima til eflingar öllum inn- lendum aöilum sem eiga hlut aö máli og ekki sfzt viöskiptavinunum, þá halda þeir skepnuskapnum blákalt áfram án nokkurrar skyn- semi. Þaö liggur nefnilega fyrir aö hljómplötuinnflutningur hefur minnkaö um 40% á milli ára 1977—1980 og vörugjaldiö sem átti aö vera tekjuaukning hefur leitt af sór tekjutap fyrir ríkissjóð þar sem svo mikiö hefur dregiö úr söl- unni. Viö höfum bent á þessi mis- tök í tvö ár, en þeir halda vöru- gjaldinu inni ennþá og berja þann- ig höfðinu við steininn í gríö og erg. Birgir isleifur hefur nú í þriöja sinn lagt fram tillögu á Alþingi þess efnis aö þetta veröi leiörétt og lag- fært en hvort árangur veröur er því miöur óvíst." Erlendir aðilar vilja sinna þessu litla landi „Hverjir eru helztu viöskiptaaöil- ar ykkar erlendis?" „Viö framleiöum fyrir brezku út- gáfufyrirtækin Chrysalis, Virgln og Stlff, en eftir áramót hefjum viö einnig framieiöslu fyrir hin kunnu fyrirtæki CBS og WEA og svo K- Tel. Þrjú fyrsttöldu fyrirtækin eru sjálfstæö fremur smá fyrirtæki í Bretlandi, en mjög vaxandi. Jafn- hliöa flytjum viö inn frá þeim fyrir- tækjum. Markmiö okkar í dag númer eitt, tvö og þrjú er aö lækka plötuverö og ég tel aö hljómplötuverö nú sé mun hagstæöara en þaö hefur ver- iö í langan tíma og jafnhliöa þessu er þaö stefna okkar aö skapa á íslandi íslenzkan markaö fyrir ís- lenzkar og erlendar plötur í sam- bandi viö framleiöslu okkar hér heima. Vissulega þarf skipulag og áræöi í þessum verkefnum og persónulegt samband viö viö- skiptaatila okkar og þá sem vinna á þessum vettvangi skiptir miklu máli og menn skyldu varast aö vanmeta þaö. Viö höfum áþreifan- lega oröiö varir viö aö staöa okkar gagnvart erlendum aöilum er sífellt aö styrkjast. Til dæmis tóku er- lendir aöilar mikiö mark á okkur þegar okkur tókst aö selja mikið magn af plötum frá þeim, og má þar nefna aó þeir hjá CBS göptu af undrun þegar okkur tókst aö selja 13000 eintök af Meatloaf-plötu ár- iö 1977, þá vaknaði áhugi þeirra á því aö sinna þessu litla landi." 95% tóniistar sem selzt af léttara tagi „Hvert er þitt mat á þvi hvaöa tegund tónlistar höföar mest til fólks í dag?“ „Helmingur hins vestræna heims er alinn upp viö Presley, rokkiö og allar þær stefnur sem hafa sprottiö allt um kring og jjessar stefnur eru allar í gangi í dag, tónlistin veröur sífellt fjöl- breyttari. Þetta er í rauninni eitt og sama tréð í tónii.stinni, en greinun- um fjölgar sífellt og þaö er í raun- inni merkilegt aö engin þeirra skuli hafa lognazt út af. Samkvæmt inn- flutningsskýrslum hefur sala ís- var þaö aöallega ungt fólk sem verzlaöi í almennum hljómplötu- verzlunum. Nú nær heldur engin plata metsölu nema aö hún höföi til allra aldurshópa. Þaö er þó merkilegt i sambandi vió sígilda tónlist aö söluhlutfall hérlendis er 5—6% á sama tíma og hlutfallið er 2—3% erlendis. Þetta sýnir aö áhugi á sígildri tónlist er hlutfalls- lega meiri hér en erlendis. Meö viðskiptum viö CBS á næsta ári munum viö hefja innflutning á sí- gildri tónlist einnig. Furðulegt stefnuleysi útvarps í tónlistinni Hitt er svo aö útvarpið hór er langt frá því aö hljóma viö vilja og þessu ári höfum viö framleitt milli 20 og 30 erlendar plötur á Islandi síðan í maí og aö auki nemur inn- flutningurinn nokkur hundruö tonnum. Viö höfum taliö þaö skynsamlegt aö fækka nokkuö titl- um, en hins vegar höfum viö náö aö lækka verðiö meö því aö leggja meiri áherzlu á plötur sem eru lík- legar til almennra vinsælda. Þetta teljum viö til góös fyrir alla, því þaö er öllu sinnt sem skiptir máli. Fólk hér ætlast til þess aö hér séu til plötur hvaðanæfa aö, grískar, austur-evrópskar, brezkar, banda- rískar og svo framvegis, en þaö ræöur auðvitað enginn viö aö bjóöa upp á allt. Viö vinnum þetta skipulega og þaö er þannig í þess-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.