Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER' lðfel Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR „Það á að gefa börnum brauð... ... að bíta í á jólunum" syngjum við gjarnan um jólin. Það leiðir hugann að jólabrauði hér og annars staðar. Laufabrauð er líklega það sama og jólabrauð í hugum þeirra sem á annað borð eru vanir laufabrauðsbakstri. Laufabrauð tíðkast nú víðs veg- ar um landið, en svo var víst ekki fyrir nokkrum áratugum. Þá var það helzt að finna um norðanvert landið. Það var því ekki létt verk fyrir sunnlenzku stúlkuna að gleðja mann sinn um jólin með nýbökuðu og stökku laufabrauði. Þó hún hefði ágæta uppskrift, urðu kökurnar samt þannig að með þeim .mátti rota mann. LaufabrauðSbakstur var því ekki nefndur á nafn næstu jólin, eða þar til unga húsfreyjan lærði handbrögðin af einni þaulvanri, með því að fá að baka með henni. Við getum dregið þann lærdóm af sögunni, að það er bezt og auðveldast fyrir óinnvígða í laufabrauðs- baksti að fá einhvern vanan sér við hlið í fyrsta skiptið. Sumir hafa þann háttinn á að steikja kökurnar í tólg, aðrir í olíu eða jurtafeiti. Hvorter betra er varla hægt að skera úr um á hlutlægan hátt, þar verður hver að fara eftir sínum smekk og eftir því hverju hann er vanur ... Auk þess að nota aðeins hveiti í kökurnar er hægt að nota blöndu af hveiti og rúg. Þó ég sé vön hveitikökunum, verð ég að segja eins og er, að þrátt fyrir venjulega ihaldssemi í jólahaldi, er það sannarlega þess virði að prófa rúgkökur, því þær eru stórgóðar, vægast sagt. Auk laufabrauðs þótti sjálf- sagt að baka flatkökur, sem voru nú að vísu heldur hversdags- legra brauð. Og þó ekki svo mjög, því meðan lítið var um hveiti og það bæði dýrt og oft lélegt, þá hefur allt brauð- og kökukyns verið sjaldséð á borð- um. Vísubrotið minnir reyndar á þessa tíma. En við erum ekki ein um að eiga okkur sérstakt jólabrauð. Flestar þjóðir eiga sér sérstök jólabrauð. Það er áberandi að þessi brauð eru flest sæt og það segir sína sögu um fágæti sykurs áður fyrr. Sætmeti er því miður ekki jafn sjaldséð á borðum nú. Hér er þó ekki verið að trega þessa sælu og sykurlausu daga, því hver vill sjá á eftir sykri og sætmeti ...? En það er hollt að hugleiða aðeins hvort við hvert um sig getum ekki á einhvern hátt minnkað við okkur sykur- inn og sætmetið. 50 kg meðal- neyzla á mann, eins og hún hef- ur verið undanfarin ár, er vissu- lega nokkuð ríflegur skammtur, ekki satt? ... En þetta er kannski eitt af því sem við ætl- um að kippa í liðinn um og eftir áramótin því frestur er á illu beztur, eða hvað ...? Ef við hugum að því, hvað aðrar þjóðir leggja sér brauð- kyns til munns um jólin, ber margt framandlegt fyrir augu. Oft er reyndar nokkuð torvelt að greina skilin milli brauðs og köku. Stollen, sem mér hefur áð- ur orðið tíðrætt um, er gott dæmi um köku, sem liggur nokk- uð nálægt brauðmörkunum. Frændur vorir Svíar hafa gjarn- an saffranbrauð á jólaborðinu, þó réttilega sé það bakað í til- efni dags heilagrar Lúsíu 13. des., en sú mey hefur unnið hugi og hjörtu Svía umfram aðrar meyjar. Þetta er fremur sætt brauð, kryddað því eðla kryddi saffrani. Stundum er meira haft við og rúsínum, súkkati og jafn- vel möndlumassa bætt i deigið. Slikt sælgæti telst þá liklega fremur til kökuættarinnar. Ann- að og réttara jólabrauð er Vört- limpa. Vört er þeirra jólaöl, sbr. gamla kvenkynsorðið virt „öl“ á islenzku. Það er víst sterkara en hvítölið okkar, en ekki alveg ósvipað á bragðið. Því er sem- sagt hellt saman við rúgmjöl eða rúgsigtimjöl, rúsínur, súkkat, anís- eða fennelfræ og tréhakl. Tréhakl er þykkt, svart siróp, sem verður til þegar sykur er unninn úr sykurreyr. A skand-' inavísku kallast þetta mólassi, treacle á ensku, en tréhakl er gamalt íslenzkt orð um þetta fyrirbæri. Bragðið er býsna magnað, líkist helzt brenndum sykri. Það gefur lakkrísbragð af mat, sem það er notað í. Ef þið hafið aldrei reynt tréhakl, t.d. í brauð og kökur skuluð þið fara varlega í sakirnar. Það fellur sannarlega ekki í smekk allra. En við vorum að tala um vört eða virt og vörtubrauð eða virt- arbrauð. Bezt þykir reyndar að sjóða virtina þar til aðeins um þriðjungur er eftir og nota þá það kjarnasoð í brauðið. Víða i þýzkumælandi löndum bregður fyrir einhvers konar perubrauði um jólaleytið, sem þá er að sjálfsögðu bakað úr þurrk- uðum perum. Brauðið kallast ýmist Birnbrot, perubrauð, eða Birewecke, perukaka, allt eftir því hvar við erum stödd. Þessi brauð spanna allt bilið frá brauðum yfir í kökur. í þau eru auk peranna stundum notaðir aðrir þurrkaðir ávextir, valhnet- ur, möndlur og krydd, allt eftir því hver sveitasiðurinn er. I frönsku Dijon kunna þeir fleira fyrir sér en að búa til gott sinnep. Kryddbrauð Dijonbúa, pain d’épice, er víðfrægt. I það er notaður rúgur og hunang, auk þess súkkat, möndlur, anísfræ, kanell, negulnaglar og börkur af sítrónum eða appeisínum. Ef við fikrum okkur niður jólabrauðalandakortið í Ítalíu- áttina er forvitnilegt að líta á borgina Mílanó. Panettone er þeirra hátíðabrauð, bakað á stórhátiðunum jólum og pásk- um. Það er úr gerdeigi með smjöri og eggjum, auk rúsína og súkkats, bakað í uppháum, sívöl- um formum. Af þessari brauðrollu sjáum við að gerdeig bætt með eggjum, smjöri, þurrkuðum ávöxtum og kryddi, sætt frekar með hunangi er býsna jólalegt brauð, og upp- skrift að slíku brauði fylgir ein- mitt hér á eftir ... Góða skemmtun! Hálfsætt jólabrauð Þetta brauð getið þið hvort heldur borðað sem köku eða smurt það með smjöri. Það er bezt volgt eða þá 3—4 daga gam- alt, þegar bragðið hefur aðeins fengið að blandast. Pakkið því þá vel inn í álpappír og látið standa á svölum stað, kæliskáp- urinn er kannski í það kaldasta, en gengur þó. Látið brauðið ná stofuhita áður en það er borið fram eftir geymsluna. Þið getið hvort sem er mótað það í bollur (kannski fryst og átt um jólin?), mótað hleifa eða kök- 3 dl köld eða volg mjólk, eftir því hvort deigið á að lyfta sér hægt eða hratt 50 gr ger 4 msk hunang 1 dl púðursykur 1 msk kanell 1 tsk engiferduft eða 2 rifin engi- ferhnýði, sultuð '/2 tsk negulnaglar, nýsteyttir, eða negulduft 1 snúningur úr piparkvörninni (í minningu þess að einu sinni var pipar eitt eftirsóttast krydd ...) 2—3 egg (eftir ástæðum) 2 dl rúsínur 100 gr brætt smjör 100—200 gr. súkkat, eftir smekk 2 dl heilhveiti eða rúgmjöl, eftir smekk 10—12 dl hveiti, gjarnan óbleikt 1 Leysið gerið upp í mjólkinni. Bræðið smjörið. 2 Blandið öllu nema mjöli sam- an við gerblönduna. Hellið heil- hveiti eða rúgmjöli í. Hellið 10 dl af hveiti í deigið og hnoðið vel. Bætið hveiti í eftir því sem þarf, til þess að hægt sé að hnoða deigið og það verði fjaðrandi, slétt og sprungulaust. Látið það nú lyfta sér á volgum eða köld- um stað, eftir því hvað það á að lyftast lengi. Breiðið yfir deigið, eða látið það í rúman plastpoka. Nú á það að lyfta sér þar til það hefur um tvöfaldast að rúmmáli. E.t.v. nær það því ekki alveg, því feitt gerdeig lyftir sér sjaldnast mjög vel. 3 Þegar deigið hefur lyft sér vel, mótið það þá. Þið getið tekið til íþróttar ykkar og mótað það á fagurlegan hátt. Bollur, hnútar (takið litlar deiglengjur og hnýt- ið einfaldan hnút á), stórar og litlar fléttur, bollur sem þið rað- ið saman í kökur, gjarnan í formum, lengjur sem þið klippið eða skerið hök í. Þið getið einnig sett flatan botn í form eða á plötu og litlar fléttúr og kúlur ofan á hann ... Já, það er sann- arlega ástæða til að láta sköp- unrgleðina taka völdin. Nú á deigið enn að lyfta sér vel, í um 30—45 mín. á hlýjum og trekk- lausum stað, undir yfirbreiðslu. Látið listilega mótað deig ekki lyfta sér um of, því þá missir það lögunina að nokkru leyti. 4 Kveikið á ofninum. Lítil eða flöt brauð eru bökuð við 250° en stærri brauð og kökur eru bökuð við 200°. 5 Setjið háreist deigið inn í heitan ofninn. Bakið þar til brauðin eru gullin að utan, ilm- andi og holhljóð heyrist þegar í þau er bankað. Ef þið ætlið að borða brauðin volg, er fallegt og bragðgott að pensla þau með hunangi þegar þau koma úr ofninum. Dýfið pensli í kalt vatn og síðan í hunangskrúsina og penslið þau. Ef brauðin standa til næsta dags hefur brauðið sogið hunangið í sig. Ef brauðin eiga að geymast, getið þið penslað þau með eggi eða eggjablöndu áður en þau fara í ofninn. Mjólk gefur líka fallega áferð. Til að fá fallegan glerung getið þið soðið saman svolítið vatn og svo sykur þar til þetta verður nokkuð þykkt síróp. Penslið brauðin heit með síróp- inu. Ef þið viljið fikra ykkur í kökuáttina getið þið fyllt brauð- ið með marsipani og/eða eplum. Þá er reyndar komin kaka, sem ilmar vel og færir jólalyktina í húsiö. Ef ykkur sýnist svo, getið þið bætt saffrani í deigið. Um xk gr er hæfilegur skammtur. Of mik- ið saffran gefur brauðinu nokk- uð beizkt bragð. Þeim sem vilja sneiða hjá eggjum og/eða mjólkurafurðum ætti að geta samið vel við þetta brauð. Þið sleppið þá einfaldlega eggjum en bætið 2 dl af vatni eða mjólk í staðinn. I staðinn fyrir mjólk getið þið notað vatn. I staðinn fyrir smjör getið þið notað matarolíu, jurtasmjörlíki eða 1 dl af vatni. Síðan njótið þið brauðsins sem bezt, kannski einhvern að- ventusunnudaginn í ró og næði. Og ef ykkur finnst jólagaura- gangurinn vera að keyra úr hófi, þá munið að þið ráðið væntan- lega ferðinni á eigin heimili. Látið engan utanaðkomandi neyða ykkur til að stússast meira fyrir jólin en ykkur þykir við hæfi. Finnið ykkar eigin jóla- takt og dansið eftir honum án tillits til hvernig aðrir dansa ... Niöjatai Guörúnar Þóröardóttur or) Bjorns Auöunssonar Blöndals syslumanns í Hvammi i Vatnsdai SKUGGSJA Lárus Jóhannesson: BLÖNDALSÆTTIN Niðjatal Björns Auöunssonar Blöndals, sýslumanns í Hvammi i Vatnsdal, og Guðrúnar Þórðardóttur, konu hans. Lárus heitinn Jóhannesson, hæstaróttardómari, tók aö fást við ættfrædi á efri árum og safnadi saman óhemju fróóleik. Blöndalsættin ber þess merki, hún er eitt mesta ættfræöirit, sem gefió hefur veriö út hér á landi, og nær fram til ársins 1977 og í sum- um tilfellum lengra. Þetta niójatal er aó ýmsu frábrugóió öórum siíkum ritum, m.a. eru ættir þeirra, sem tengjast Blöndalsættinni, oft raktar í marga liói og víóa eru umsagnir um menn frá höfundi sjálfum eóa eftir öórum heimildum. Biöndalsættin er á sjötta hundraó þéttsettar blaósíóur og í ritinu eru á áttunda hundr- aó myndir, eóa á annaó þúsund myndir af einstaklingum, ef þannig er talió. ítarleg nafnaskrá er í bókinni og einnig er þar prentuó æviminníng Björns Blöndals eftir séra Svein Nielsson á Staðastaö, sem og ættartala hans handskrifuó. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.