Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 18
66
-------------------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBERmi
Ef allir
umboðsmenn
á íslandi væru
eins og
Þorvaldur
Seinni hluti viðtals við Þorvald Jónsson á Fáskrúðsfirði
Eftir Elínu
Pálmadóttur
— Ef allir umbods-
*
menn á Islandi væru
eins og Thorvald á Fá-
skrúdsfirði, tá væri allt
gott, er haft eftir skip-
stjóranum á færeyska
strandferðaskipinu Blik,
sem Ríkisskip hafði hér
í ferðum, þegar hann
kvaddi forstjórann eftir
síðustu ferðina sína til
íslands.
Þegar þessi ummæli eru borin
undir Þorvald Jónsson, umboðs-
mann Ríkisskips, Eimskipafélags-
ins, Flugfélagsins, Vöruflutn-
ingamiðstöðvar, Pósts og síma
með meiru um langt skeið á Fá-
skrúðsfirði — eins og fram kom í
fyrri hluta viðtals við hann — þá
segir hann, að sennilega hafi fær-
eyski skipstjórinn meint þessi
hrósyrði, því þegar hann löngu
seinna kom til Færeyja og hitti
hann, þá orðinn aðstoðarforstjóri
skipafélags, bauð hann Þorvaldi,
konu hans og tveimur börnum
með nýja Blik í eina ferð frá
Þórshöfn til Kaupmannahafnar,
fram og tii baka og allt frítt. — En
ég gat ekki þegið boðið. Tímalaus
eins og venjulega, segir Þorvaldur.
Það þykir okkur ekki undarlegt,
allt sem hann hafði þá jafnan á
sinni könnu heima á Fáskrúðs-
firði. Það má segja, að ég sé fædd-
ur og alinn upp við skipaaf-
greiðslu. Þegar Eimskipafélag Is-
lands kemur til sögu, verður faðir
minn afgreiðslumaður féiagsins á
Fáskrúðsfirði og þegar hann
kaupir Tangaverzlun 1926, verð ég
þar verkstjóri, segir Þorvaldur er
hann er spurður hvenær hann hafi
byrjað á skipaafgreiðslunni. —
Eitt fyrsta og ógleymanlegasta
ábyrgðarstarf mitt þar var að
taka sjálfur á móti Goðafossi og
vera ábyrgur fyrir afgreiðslu hans
14. janúar 1926. Mér er það ekki
einungis minnisstætt vegna þess
að það var fyrsta skipið, sem ég
bar ábyrgð á að afgreiða, heldur
einnig vegna þess að skipið var svo
mikið lestað frá Kaupmannahöfn
og Leith að það flaut ekki að
bryggjunni. Vörunum, sem áttu að
fara til okkar, urðum við að skipa
upp í bátum. Þetta er í fyrsta og
eina skiptið, sem við urðum að
nota báta við affermingu skipa
Eimskipafélagsins. Við stofnun
Skipaútgerðar ríkisins varð ég af-
greiðslumaður hennar á Fáskrúðs-
firði og við andlát föður míns árið
1954 tók ég formlega við umboði
EÍ á Fáskrúðsfirði og annaðist það
með öðrum störfum.
— Fáskrúðsfjörður var í mörg
ár mesta umskipunarhöfn fyrir
austan, útskýrir Þorvaldur. Eim-
skip og Bergenska landsettu m.a.
Hornafjarðarvörur þar og voru
þær fluttar með flóabátnum héð-
an og oft á allar suðurhafnir. Eitt
árið var allt saltkjöt, gærur og ull
flutt þangað frá Hornafirði til
geymslu og útskipunar. Fyrsta ár-
ið eftir að Ríkisskip var stofnað,
var engin bryggjuhöfn frá Fá-
skrúðsfirði til Reykjavíkur. Allar
vörur voru fluttar í land í bátum
og því var mikil vinna við þessi
skip. Unnið á hvaða tíma sem skip
kom. Oft var mikil vinna við
skipspappíra. Ég man til dæmis
eftir afgreiðslu fyrir elstu Esju
með mikið af vörum til Horna-
fjarðar. Farmskrár var ekki hægt
að klára fyrr en varan var komin
um borð. Skipstjórinn, sem var
Ásgeir Sigurðsson, kom í land tii
mín, sagði að nú væri að ganga í
sunnanátt og litlar líkur á að hann
næði Hornafirði, ef hann þyrfti að
bíða eftir pappírum. Skipið átti að
koma við á Stöðvarfirði og taka
nokkra farþega. Ég sagði Ásgeiri
að ég kæmi bara með skipinu og
kláraði pappírana á leiðinni til
Stöðvarfjarðar. Það stóð á endum,
þegar skipið kom til Stöðvarfjarð-
ar voru pappírar klárir og skipið
komst inn á Höfn á tilsettum
tíma, en lokaðist þar inni í 3 daga.
Þessu gleymdu þeir aldrei, skip-
stjóri og forstjóri Ríkisskips. Eg
komst heim daginn eftir með báti.
Þegar talstöðvarnar komu í
strandferðaskipin, þá var bara
haft samband við eina höfn fyrir
austan, Fáskrúðsfjörð, um komu-
tíma og vörumagn á allar hafnir,
og ég látinn annast þetta starf
fyrstu árin. Það var mikil vinna og
oft vont að ná sambandi við af-
greiðslumenn.
— Skipstjórar á Esju og Súð-
inni, þeir Ásgeir og Ingvar Kjar-
an, og forstjóri Ríkisskips, Pálmi
Loftsson, voru allir stórglæsilegir
menn, heldur Þorvaldur áfram.
Pálmi og Ingvar voru stýrimenn á
Goðafossi 1924, þegar ég var á
skipinu. Þegar Pálmi var ráðinn
forstjóri Ríkisskips, var hann lát-
inn ráða umboðsmenn um allt
land. Haustið 1929 kom hann upp í
pakkhús til mín, var þá enn skip-
stjóri á Esju, og sagði mér hvað til
stæði í sambandi við strandferða-
skipin, bað mig um að vera um-
boðsmann hér á staðnum, en ég
neitaði því. Vildi ekkert við það
eiga. En hann sendi samt af-
greiðslugögnin til mín í nóvember,
fjóra stóra pakka, merkta: „Herra
Þorvaldur Jónsson, afgreiðslu-
maður Skipaútgerðar ríkisins,
símnefni Ríkisskip." Pabbi tók á
móti pökkunum og varð undrandi,
spurði hvort ég hefði sótt um
þetta starf. Ég kvað nei við. En
pabbi og fleiri á staðnum höfðu
sótt um starfið. Pálmi hafði svar-
að, þegar hann var spurður hver
yrði umboðsmaður á Fáskrúðs-
firði, að það yrði Valdi, vinur
hans, hörkuduglegur strákur. Síð-
an var ég í hálfa öld umboðsmaður
Ríkisskips. Var alltaf kallaður
Valdi á Tanga af skipsmönnum og
strákunum þar. Allir forstjórar og
skrifstofustjórar hjá Ríkisskip og
allt starfsfólk á sjó og landi hafa
verið mér framúrskarandi hjálp-
legir, viljað allt fyrir mig gera alla
tíð og sama get ég sagt um allt það
góða starfsfólk á sjó og landi, sem
ég þekkti hjá Eimskip. Hlakkaði
alltaf til að hafa samband við það,
þá sjaldan ég kom til Reykjavíkur.
En „toppmennina" hjá Eimskip
þekki ég ekki, talaði aldrei við þá.
Get sagt eins og gamli skútuskip-
stjórinn: Þeir tala ekki við seglskip.
Þeir hafa aldrei neitt gert fyrir
okkur feðga, sem afgreiddum
Eimskip frá stofnun, eða í 66 ár.
Þegar haft er orð á því við Þor-
vald, að oft hljóti að hafa verið
erfitt að fá skip á nóttu sem degi,
í hvaða veðri sem var, segir hann,
að við öll störfin hafi hann ávallt
haft framúrskarandi starfsfólk.
Nefnir þar til Guðjón Bjarnason
frá Steinstöðum, sem var hans
önnur hönd allt frá því að hann
byrjaði sem verkstjóri 1926 og
meðan hans naut við, hörkudug-
legur og mikilhæfur maður. Eins
nefnir hann Gunnar Þórðarson,
sem var aðstoðarmaður hans í
mörg ár við skipaafgreiðsluna.
Faðir Þorvaldar, Jón Davíðsson,
var alltaf við skrifstofustörfin og
Þorvaldur bætir við: Og konan
mín Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal,
sem er harðdugleg eins og öll
hennar systkini, hefur alltaf
hjálpað mér við öll störf, en í sam-
bandi við þau var gestagangur
óhemjulegur. Á fyrstu árum okkar
var ekkert hótel á staðnum, svo
mikil vinna var oft hjá húsmóður-
inni. Þegar húsfreyja ber okkur
kaffi og blaðamaður færir þetta í
tal við hana, rifjast upp að eitt
sinn komu kl. 4 um nótt 4 mann-
eskjur með skipi og komust ekki
áfram á suðurfirðina, en sjálfsagt
að búa upp rúm fyrir þau heima
hjá afgreiðslumanninum. Segir
Oddný, að sér hafi þótt skrýtnast,
þegar fólk fór að koma með svefn-
poka og vildi ekki þiggja sængur-
fatnað.
Þegar bryggjan
brotnadi
Ekki hefur alltaf verið auðvelt
fyrir skipin að komast að bryggju.
Þorvaldur minnist þess, þegar
Stanglandsbryggjan brotnaði og
honum var kennt um. — Það var
Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir á heim-
ili sínu í Reykjavík, en þangað eru
þau flutt með allt sitt dót, m.a. fal-
legt steinasafn með austfirskum
dýrgripum.
1940, segir hann. Ég var þá verk-
stjóri hjá KFFB. Marco og Kaup-
félagið fengu þá um haustið kol
frá Skotlandi með stóru, norsku
skipi. Það var mikið magn, sem
þeir fengu í félagi. Marteinn
Þorsteinsson og kaupfélagsstjór-
anum kom saman um að biðja mig
um að sjá um að afgreiða skipið,
sem ég gerði. Það var áætluð fjög-
urra daga vinna, en við losuðum
það á rúmum 2 dögum. Losað var í
málum, 2 tunnur í slá, og sturtað á
bryggju. Þá mokað með rekum á
hjólbörur og keyrt upp í bing. Ég
var með 1 'h. gengi, sem kallað er, 1
tunna í annarri lestinni. Þegar
skipið kom, var ég sendur út í
fjörð á móti því til að leiðbeina að
Stanglandsbryggju, sem var þá
stærsta bryggjan hér, en mjög
veikbyggð. Átti eftir að byggja
landgang að hausnum að utan-
verðu. Þegar ég kom um borð,
spurði skipstjórinn mig hvaða átt
væri hér verst og sagði ég honum
það. Hann sagðist þá leggja út
akkeri og var það gert. Logn var,
svarta logn, eins og Færeyingar
segja, og gekk prýðilega að leggja
að bryggjunni og vinna hófst
strax, eins og venja er á Fáskrúðs-
firði við afgreiðslu skipa. Þegar
við vorum að enda við að klára
skipið, gerði kolvitlaust sunnan-
rok, en úr allt annarri átt en ég
sagði skipstjóranum að hér væri
verst. Veðrið var það mikið að
skipið lagði bryggjuhausinn alveg
útaf eða í spón. Öll kolin, sem voru
á bryggjunni, fóru í sjóinn og var
mildi að við skyldum geta forðað
okkur upp áður en bryggjan fór í
spón. Skipið náði sér strax út og
skemmdist ekkert. Áætlað var að
um 70 tonn af kolum hefðu farið í
sjóinn, en þau náðust á löngum
tíma. Út af þessu urðu löng rétt-
arhöld og skipstjórinn kenndi mér
um allt saman, en ég var sýknað-
ur. Marteinn minnti mig alltaf á
þetta, þegar ég hitti hann seinna.
Hann var þá nýbúinn að kaupa
Stanglandseignina fyrir 10 þúsund
krónur og þar með þessa stóru
hafskipabryggju og fyrir þetta
stóra happ, sem hann kallaði, fékk
hann frá tryggingunum 34 þúsund
krónur. Ég var á síldarbátum
Marteins á sumrin 1934—1936 og
alltaf með Elísi Þórðarsyni, sem
var tengdasonur Marteins, fram-
úrskarandi prúðmenni og góður
drengur, sem öllum þótti vænt um,
faðir Más fiskimálastjóra.
— Alltaf var gaman og maður
hlakkaði til að taka á móti skip-
um, en stundum var það dálítið
erfitt. Ég man þegar stærsta skip-
ið, sem ég hefi afgreitt, kom um
miðja nótt, alveg fyrirvaralaust og
flautaði undan húsinu hjá mér. Ég
snaraðist á fætur og í bílnum inn
á bryggju. Logn var og gott veður.
Með skipinu var hinn kunni dugn-
aðar- og áhugamaður Guðmundur
Thorlacius. Vildi fá afgreiðslu
strax, sem hann vissi að hann
mundi fá — og fékk. Hann minn-
ist oft á þetta við mig brosandi.
Segir þá: Mikið andskoti varstu
snaggaralegur, Valdi, þegar þú
tókst á móti stóra skipinu, einn
um miðja nótt og halaðir inn sjö
trossur til að binda skipið!
Trilluútgerö
Færeyinga
— Já, þá var komið stríð, og það
urðu miklar breytingar á atvinnu-
háttum fólks á Fáskrúðsfirði á
stríðsárunum, svarar Þorvaldur
spurningu um þau umskipti í þjóð-
lífinu á Islandi. — Þá var hætt við
að salta fisk og þurrka hann á
reitunum, eins og gert hafði verið
alla tíð frá því að veiðar hófust.
Nú var allur fiskur látinn í skip,
isaður og siglt með hann til Bret-
lands, þar sem hann var seldur.
Aðallega voru það Færeyingar
sem keyptu fiskinn og margir