Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
52
Baöinnréttingar í hvítu og furu fyrirliggjandi á
lager, til afgreíðslu strax.
Takmarkaðar birgöir.
kajmar
innréttingar hf.
SKEIFAN 8, REVKJAVÍK SlMI 82845.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
Myndlist
Valtýr Pétursson
Ungur maður er með sína
fyrstu einkasýningu í Ásmund-
arsal sem stendur. Hann nefnir
sýningu sína „Hljóða frurn", og
ef satt skal segja, er ég ekki al-
gerlega viss á því, hvað sá titill
merkir, en við skulum spá í, að
þar sé ýjað að uppruna hlutanna.
Guðmundur Pálsson er nemandi
í læknisfræðum í Háskóla Is-
lands, en hefur stundað myndlist
jöfnum höndum við læknisnám.
Hann er ekki sá fyrsti, er áhuga
hefur á þessum tveim listgrein-
um, ef ég má vera svo opinskár
að nefna læknisfræði listgrein.
Ég er viss um, að læknar reiðast
mér ekki fyrir slíkt, og er heldur
ekki einleikið, hve margir lækn-
ar eru á einn eða annan hátt við-
riðnir myndlist.
Sýning Guðmundar Pálssonar
Það, sem Guðmundur sýnir á
þessari sýningu, eru mjög sam-
stæð verk, 21 talsins, og öll gerð
á sama hátt. Það er að segja með
vatnslitum og krít og svolitlu
bleki. Guðmundur vinnur verk
sín á snöggan og frjálsan hátt.
Hann mundi vera kallaður
abstrakt-expressionisti úti í
þeim stóra heimi, og væri það
sennilega réttnefni. Það eru
snöggar sveiflur í línu Guð-
mundar, og oftast notar hann
vatnslitinn af mikilli hófsemi.
Það er engu líkara en hann noti
litinn aðeins til fyllingar við
línuspilið, og þannig nær hann
áhrifum, sem eru skemmtileg og
fjörug. En þessi verk bera einnig
mcð sér, að þau eru nokkuð laus
I byggingu og óneitanlega sést
fljótt, að hér er óreyndur lista-
maður á ferð. Það mætti með
öðrum orðum vera meiri festa og
öryggi í þessum teikningum.
Samt verður þetta ekki talið til
lasts í þessum myndum, því að
lífsfjör og góður vilji vega upp á
móti því, er miður fer. Það er
einnig skiljanlegt, að nýgræð-
ingur þurfi að fá sinn tíma til að
ná fyllilega tökum á eins erfiðu
viðfangsefni og leikandi lína er á
hvítum grunni. Við skulum held-
ur segja: abstraktur-expression-
ismi er afar viðkvæm stíltegund,
sem verður að forðast tilviljun-
arkenndar eigindir, en sem tjáir
miklar og hugsaðar tilfinningar,
sem fastmótaðar eru í til-
finningalífi hvers og eins, sem
við þetta listform á.
Þessi sýning í Ásmundarsal
hjá Guðmundi Pálssyni er snot-
ur og skemmtileg, en það er eins
og vanti svolítið hugmyndaflug.
Ég hafði ánægju af að sjá þessi
verk, en ekki veit ég, hvort þau
skilja mikið eftir hjá manni. Það
verður tíminn að skera úr um.
Vonum það besta, og sjáum hvað
setur. Unga fólkið á fyrir sér
tíma, og hver getur spáð, svo að
mark sé á takandi? Ég sleppi því
og þakka fyrir stundarkorn af
ánægju, sem verk Guðmundar
Pálssonar veittu mér.
PELE, líf mitt og knattspyrna
Allir sem fylgjast meö knattspyrnu i heiminum
þekkja Pele. Fátæki Brasilíumaöurinn er varö
skærasta knattspyrnustjarna veraldar.
Bókin um PELE er saga manns er ólst upp i
fátækt en varö síöan stórmenni án þess aö
gleyma sinni fortið, né nútiö þeirra er alast uþþ
viö svipaöar aöstæöur og hann sjálfur geröi.
Menn éins og PELE setja svip á samtíö sina.
Islensk
knattspyrna ’81
Bók um allt það sem
skeði i íslenskri
knattspyrnu 1981.
Prýdd fjölda Ijós-
mynda. Bók sem
áhugamenn um
knattspyrnu mega
ekki missa af.
Saga Manchester United
með formála eftir Bobby Charlton
Þessi bók rekur sögu þekktasta
knattspyrnuliös veraldar, fyrr og sið-
ar. Manchester United á aragrúa af
aödáendum á Islandi.
Saga þessa félags er um leið saga
margra þekktustu snillinga bresku
knattspyrnunnar, George Best,
Nobby Stiles, Charltonbræðra, Denis
Law (kóngurinn), McDougall, Steve
Coppell, Gordon Hill, Gordon
BÆKUR
KNATTSPYRNU
FOLKS
SIGURVEIO Ol’OMUNDSDOl'TIR
HEILÖG
BARBARA
Heilög
Barbara
KOMINN er út bæklingur um heil-
aga Barböru eftir Sigurveigu Guð-
mundsdóttur. Tildrög hans eru þau,
að 1950 fann dr. Kristján Eldjárn,
þá þjóðminjavörður, ofurlitla styttu
af hl. Barböru í kapcllurústinni í
Kapelluhrauni við Straumsvík. Hef-
ur Félag kaþólskra leikmanna geng-
ist fyrir því að Walter Mellmann,
myndhöggvari í Osnabriick gerði
styttu af hl. Barböru með hliðsjón af
mynd af gömlu styttunni, og gaf
Ansgar Werk í V-I>ýskalandi Félagi
kaþólskra leikmanna styttuna, sem
var vígð á messudegi dýrlingsins, 4.
desember, í kapellurústinni, þar sem
hún mun standa áfram.
Sigurveig rekur sögu styttunnar
og gerir grein fyrir framkvæmd
þess að hún var gerð og sett upp.
Einnig tekur hún upp helgisöguna
gömlu um hl. Barböru og eins er-
indi úr Barbörudikti.
Bæklingurinn er 27 blaðsíður
með þrem myndum. Prentsmiðjan
Hólar sá um prentun hans en
Barbörusjóður gaf hann út.