Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 26
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Nýja bíóið á ekki að heita Dallas „KG IIEF FEST nokkur nöfn hjá borgarfógeta, þar á tneðal Dallas, en þótt ég hafi enn ekki ákveðið, hvað bíóið kemur til með að heita, þá hef ég þó ákveðið, að nafnið verður ekki Dallas," sagði Árni Samúelsson, kvikmyndahúseigandi, er hann hafði samband við Mbl. og kvaðst vilja leiðrétta þá missögn Sjafnar Sigurbjörnsdóttur á borgarstjórnarfundi, að ákveðið væri að bíó það, sem hann er að byggja í Mjóddinni í Breiðholti eigi að heita Dallas. Árni sagðist stefna að þvi að opna nýja kvikmyndahúsið í marz, vænt- anlega annan marz, og þá með 20 sýningum á dag í 4 sölum og meðal fyrstu myndanna yrðu „Being there" með Peter Sellers og Melvyn Douglas, „Blow out“ með John Trav- olta og „Fort Apache — The Bronx" með Paul Newman. Árni sagði ætl- unina að fá John Travolta í heim- sókn í tilefni sýninga á „Blow out“ og sagðist hafa í hyggju að bjóða reglulega til íslands heimsfrægum kvikmyndaleikurum í sambandi við sýningar á myndum, sem þeir leika í. Þá sagði Árni, að í aðalanddyri kvikmyndahússins yrði gestum boð- ið upp á ýmislegt fleira en öl og sælgæti, þar á meðal grillrétti og einnig yrðu í því anddyri mynd- bandaleiga og sala og spilakassar. Þetta húsnæði yrði opið frá morgni til kvölds, en annað húsnæði væri ætlað bíógestum í hléum. Kalmar baðinnréttingar Baðinnréttingar í hvítu og furu fyririiggjandi á lager, tíl afgreiðslu strax. Takmarkaðar birgðir. kajmar Innréttingar SKEIFAN S, REYKJAVfK SlMI 82645 Morgunblaðið á ferð í Vík 1 Mýrdal Fannst ekki veita af einhverri uppbyggingu NÝLEGT fyrirtæki f Vík í Mýrdal heitir Hrafnatindur sf. Annast það samsetningu á rafmagnsofnum og er eigandi þess Árni Oddsteinsson. Kona hans, Jóna Kjerulf, starfar einnig við fyrirtækið og var rætt við Árna stutta stund á dögunum er Mbl. var þar á ferð. Við byrjuðum á þessu fyrir rúmu ári, en þá vorum við búin að fá leyfi til að hefja samsetningu á þessum rafmagnsþilofnum. Þeir eru notaðir mikið í þorpum og sveitum þar sem ekki er kynt með fjarvarmaveitum, sem nú eru víða að komast upp, en þessir ofnar eru einnig hentugir í sumarbústaði og víðar. Þeir eru heldur minni að fyrirferð en margir innfluttir ofnar og kostur við þá er að hita- elementið er algjörlega aflokað, segir Árni. Fyrirtækið er til húsa í allstórri verkstæðisbyggingu, en auk ofna- smíðinnar fara fram í húsinu ýmsar bílaviðgerðir. Ennþá er ofnasamsetningin ekki orðin fullt starf svo ég hef önnur verkefni til að grípa í svo sem þessar bílaviðgerðir, en ég er lærður í bílayfirbyggingum. Við - segir Árni Oddsteinsson í Hrafnatindi ættum að geta afkastað um 3 til 4 þúsund ofnum á ári og höfum það sem af er árinu framleitt kringum 1000 ofna svo ennþá getum við tekið við pöntunum. Ofnarnir eru norsk smíð og koma hingað í pörtum. Eru það aðallega álstangir, sem saga þarf niður og setja saman í réttar stærðir og síðan er sett klæðning á álið og sjálfvirkur hitastillir festur við. Ofninn er einnig lakk- aður og helstu vélar, sem nota þarf við samsetninguna, er stór sög, aðstaða til að lakka og þurrk- ofn, auk ýmiss konar handverk- færa. Ofnaefninu er skipað upp í Reykjavík og er það kannski helsti gallinn að þurfa að sækja svo langt. Yfirleitt þarf að fara tvær og jafnvel þrjár ferðir í bæinn til að leysa út vörurnar og því er ég stundum búinn að keyra yfir þús- und kílómetra í því skyni. Síðan eru ofnarnir seldir héðan út um allt land og nú er ég að kanna með samsetningu ofna fyrir fiskiskip. En Árni segir að ekki vilji hann flytja með fyrirtækið burtu: Mér fannst ekki veita af ein- hverri uppbyggingu hér og því finnst mér rétt að starfa að þessu hér, enda upprunninn héðan. Árni sagðist vera bjartsýnn á I aukna framleiðslu þessara ofna og taldi fyrirtækið ganga nokkuð vel, en hafði eitt umkvörtunarefni að lokum: Mér finnst dálítið undarlegt að okkur skuli gert að setja sérstaka aðvörun á ofnana þess efnis að ekki megi hylja þá. Við verðum að líma á þá áberandi miða: Aðvörun - ekki má hylja ofninn. Þessi að- vörun stendur á ofnunum eins og við fáum þá, að vísu á erlendum málum og á innfluttum ofnum líka, en aðeins við þurfum að líma þessa sérstöku íslensku aðvörun. Hvers vegna þurfa ekki innflytj- endur að gera það einnig? spurði Árni og kvaðst ekki sjá neitt sem skýrt gæti þetta. Árni og Jóna við ofnaframleiðsluna. Ofnaefnið er frá Noregi og umbúðirnar láta þau prenta hjá Kassagerðinni. Víkurvagnar: Sturtuvagnar fyrir allt landið í VÍK eru framleiddir margs konar vagnar og nú orðið seldir út um land allt. Víkurvagnar heitir fyrirtækið sem framleiðir vagnana og var stofn- að af þremur mönnum { samvinnu við Vélaborg í Reykjavík, sem sér um söluna. Við ræddum við Pál Jónsson um Víkurvagna, en með honum starfa að framleiðslunni þeir Ólafur Þórðarson og Jakob Ólafsson. Páll varð fyrir svörum þar sem hann fékkst til að viðurkenna að hann væri einhvers konar yfirmaður eða verkstjóri, en starfsskiptingu Félagarnir í Víkurvögnum við einn sturtuvagninn. í miðjunni er Páll Jónsson og með honum þeir Ólafur Þórðarson og Jakob Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.