Morgunblaðið - 10.12.1981, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981
Drög að samkomulagi
rædd á fundi samninga-
nefndar BSRB í dag
FUNDIJR hefur verið bodaður í
samninganefnd BSKB síddegis í dag,
en fullskipuð telur nefndin um 60
manns. Til umræðu á fundinum
verða drög að samkomulagi við ríkið
um aðalkjarasamning BSKB til sex
eða sjö mánaða. Samkvæmt því sem
Morgunblaðið kemst næst var vilji
beggja aðila fyrir því að ganga til
samninga á grundvelli ASÍ-samkomu-
lagsins, með 3,25% launahækkun frá
„Seljum ekki
rjúpu, því
okkur blöskr-
ar verðið“
„VID erum nokkrir verslunareig-
endur, sem ætlum ekki að selja
rjúpu í verslunum okkar fyrir jól-
in, vegna þess að okkur blöskrar
hið háa verð, sem er á rjúpunni
núna, en verð til verslana er
50—55 krónur en útsöluverð
60—65 krónur og hefur því orðið
rúm 100% hækkun á rjúpunni frá
því í fyrra," sagði Hrafn Bach-
mann eigandi Kjötmiðstöðvar
„Með þessum aðgerðum
okkar erum við að vonast til
þess að rjúpan lækki í verði
rétt fyrir hátíðir og verði þá á
sanngjörnu verði, auk þess sem
við viljum sporna við óeðlilegri
verðhækkun sem þessari,"
sagði Hrafn Bachmann.
1. janúar, cn viðbrögð stóru samn-
ingancfndarinnar ráða framhaldinu.
Undanfarið hafa 8 fulltrúar
BSRB og fulltrúar ríkisins rætt
samningsgerð á grundvelli tilboðs
fjármálaráðherra, sem kynnt var
síðastliðinn föstudag. Langir fund-
ir hafa verið haldnir síðustu daga
og meðal annars verið farið yfir
önnur atriði í kröfugerð BSRB, en
beinar launakröfur. Lítið mun þó
vera af þeim inni í hugmyndum um
samkomulag, sem kynntar verða
samninganefndinni í dag.
Hins vegar er kveðið á um það í
lögum, að í framhaldi af gerð aðal-
kjarasamnings skuli hefjast um-
ræður um sérkjarasamninga.
Talsverð ókyrrð var í höfninni í Reykjavík í fyrrinótt vegna norðanáttarinn-
ar, sem gekk yfir og sökkk trillan Sædís þar sem hún lá við bólfæri, en í
gærmorgun var bátnum svo náð upp með krana.
50 vilja í
þróunar-
hjálp í
S-Súdan
Hjálparstofnun kirkjunnar auglýsti
nýverið eftir fólki til starfa við þróun-
arhjálp í SuðurSúdan, en í samvinnu
við hjálparstofnun norsku kirkjunnar
hefur Hjálparstofnunin tekið að sér
þróunarverkefni þar.
Auglýstar voru 11 stöður sérfræð-
inga í landbúnaði og heilsugæslu.
Nærri 50 umsóknir bárust og verða
þær athugaðar næstu daga. Þess má
geta að í Noregi sóttu 2.000 manns
um stöðurnar þegar þær voru aug-
lýstar þar. Nú er að fara í gang
söfnun Hjálparstofnunarinnar, ASI
og kaþólsku kirkjunnar á íslandi til
styrktar Pólverjum og til þróun-
arhjálpar í Súdan og Kenýa.
Önnur fjárlagaumræða á mánudaginn:
Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps-
ins hækkar um 149 milljónir kr.
Sáttafundir með
sjómönnum, BHM og
mjólkurfræðingum
KYKSTI fundurinn undir stjórn sátta-
semjara ríkisins um samninga undir-
manna á bátum og togurum var hald-
inn í gærmorgun. Kröfur sjómanna
voru kynntar og ákveðið að halda
næsta fund á mánudag.
Þá var í gær haldinn fundur hjá
sáttasemjara um endurskoðunar-
kröfu Bandalags háskólamanna, en
bandalagið hefur farið fram á 4,25%
grunnkaupshækkun frá 1. nóvember
og miðar BHM þá við ASÍ-sam-
komulagið.
I dag klukkan 16 hefur verið
boðaður fundur hjá sáttasemjara
um samninga mjólkurfræðinga.
TEKJUÁÆTLUN fjárlagafrumvarps
ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1982
mun hækka um 149 milljónir króna
milli fyrstu og annarrar umræðu,
samkvæmt hcimildum, sem Morgun-
blaðið hefur aflað sér. Búist er við að
önnur fjárlagaumræða fari fram á
mánudag í næstu viku, en þriðja og
Margeir í
2.—3. sæti
MARGEIK Pétursson, sem nú teflir á
alþjóðlegu móti í Ljubljana í Júgó-
slavíu, er nú í 2.-3. sæti á mótinu, en
í gær tapaði hann skák sinni fyrir
Mensinger frá Júgóslavíu. í efsta sæti
er Djuric og 2.-3. sætinu með Mar-
geiri deilir Schnapic. I dag tefla þeir
saman og hefur Margeir hvítt.
síðasta umræða fjárlaga fer síðan
alla jafna fram síðustu daga þings
fyrir jólaleyfi alþingismanna.
Tekjuáætlun fjárlagafrum-
varpsins hljóðaði upphaflega upp á
7.799,3 milljónir króna, og sam-
kvæmt því hefðu tekjur ríkisins
hækkað um 41,4% frá fjárlögum
ársins í ár, en að viðbættum 149
milljónunum nemur hækkunin
milli áranna 1981 og 1982 44%,
þegar tekjuáætlun fjárlagafrum-
varpsins er komin úr 7.799,3 millj-
ónutn kr. í 7.948,3 milljónir ný-
króna.
Fjárlagafrumvarpið er unnið út
frá þeirri forsendu, að verðlags-
breytingar milli ára nemi 33%, en
það jafngildir því að áætlað er að
verðbólga á næsta ári verði 25 til
27%, það er á tímabilinu 1. janúar
1982 til 1. janúar 1983. Rekstrar-
liðir fjárlagafrumvarpsins hækk-
uðu þó um 44,6%, og sem fyrr segir
munu tekjur hækka um 44%, eða
langt umfram verðlagsforsendurn-
ar. Fjárfestingar og fjármagnstil-
færslur hækka á hinn bóginn
minna, sem þýðir með öðrum orð-
um að minni hluti tekna ríkissjóðs
fer í framkvæmdir og uppbygg-
ingu, en vaxandi hluti í að reka hið
opinbera kerfi.
Sem fyrr segir er gert ráð fyrir
að önnur umræða um fjárlög fari
fram á mánudaginn kemur, og
vinnur fjárveitinganefnd Alþingis
nú að breytingum á frumvarpinu
sem venja er til á daglegum fund-
um sínum og fjölmargra sérfræð-
inga hins opinbera og fleiri aðila.
Bílasvik:
Varðhald framlengt
í G/EK var gæzluvarðhaldsúrskurður
framlengdur til 21. desember yfir
manni vegna umfangsmikils bíla-
svikamáls, sem nú er í rannsókn hjá
Kannsóknarlögreglu ríkisins. Alls
Athugasemd frá
Pálma Jónssyni
Hr. ritstjóri.
í Morgunblaðinu í gær, 9. des., er
sagt frá umræðum utan dagskrár á
Alþingi.
I frásögn þessari er höfð eftir
mér, innan gæsalappa, setning sem
hlýtur að hafa orðið til hjá blaðinu
sjálfu eða þingfréttaritara þess.
Setning þessi gæti gefið í skyn að
ég hafi ekki hugmynd um hvað
fram fari innan ríkisstjórnarinnar
eða á hennar vegum um efna-
hagsmálin.
Með tilliti til þessa óska ég eftir
því að sá kafli ræðu minnar, sem
var svar við fyrirspurn Geirs Hali-
grímssonar um „væntanlegar efna-
hagsaðgerðir, sem tilkynntar hafa
verið í viðtölum við efnahagsnefnd-
armenn?" verði birtur orðréttur:
„I öðru lagi vil ég gera aths. við
orðalag þeirrar fsp. sem ég las hér
í 2. tölul. Eg veit ekki til þess að
neinar væntanlegar efnahagsað-
gerðir hafi verið tilkynntar í viðtöl-
um við efnahagsmálanefndarmenn
eins og fram kemur í fsp. sem mér
var send, enda tæpast þeirra hlut-
verk að gefa slíkar tilkynningar.
Um þennan lið fsp. vil ég taka það
fram efnislega, að ríkisstj. fylgist
náið með framvindu efnahagsmála
og á hennar vegum er unnið að sér-
stökum athugunum á hinum ýmsu
þáttum efnahagslífsins, m.a. af
efnahagsmálanefnd. Á þessu stigi
er á hinn bóginn ekki tímabært að
gefa neinar yfirlýsingar um hugs-
anlegar efnahagsaðgerðir á vegum
ríkisstjórnarinnar, enda öll þau
mál á umræðustigi. Ríkisstj. mun
að sjálfsögðu gera Alþingi og þjóð-
inni grein fyrir tillögum sínum og
hugsanlegum aðgerðum í efna-
hagsmálum á þeim tíma sem þær
kunna að liggja fyrir.“
l’álmi Jónsson
Aths. ritstj.:
Vegna athugasemdar
Pálma Jónssonar skal tekið
fram, að gæsalappir þær, sem
ráðherrann vísar til, urðu ekki
til hjá þingfréttaritara blaðs-
ins, heldur á síðara vinnslu-
stigi. Er beðið velvirðingar á
því.
hafa þrír menn setið í gæzluvarðhaldi
vegna þessa máls, en einum þeirra
hefur verið sleppt úr haldi.
Fyrir um þremur vikum barst
RLR kæra vegna bílasvika. Utan-
bæjarmaður hafði selt bíl og tekið
við víxlum sem greiðslu. Þegar
hann hugðist innheimta víxlana
kom hann að tómum kofunum.
Samþykkjendur reyndust eigna-
lausir menn og víxlarnir verðlausir
pappírar. Við rannsókn hefur mál-
ið vaxið mjög að umsvifum og virð-
ist ljóst, að nokkrir aðilar hafi
skipulega haft með sér samstarf
um bílasvik.
Þessir aðilar fengu eignalausa
menn til að skrifa upp á víxla, sem
þeir síðan notuðu í viðskiptum. Þá
fölsuðu þeir nöfn samþykkjenda á
víxla. Þessa víxla létu þeir í skipt-
um fyrir notaða bíla. Víxlar þessir
eru einskis virði og ljóst, að margir
hafa orðið fyrir fjárhagstjóni.
Albert Guðmundsson:
Neyðarhúsnædi á
vegum borgarinnar
ALBERT Guðmundsson, borgarráðsmadur Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt
fram í borgarráði tillögu þess efnis, að borgarstjóra verði falið að kanna
hvort Félagsmálastofnun Keykjavíkurborgar eigi að ráða yfir íbúð eða ein-
hvers konar húsaskjóli til þess að hýsa þá, sem á götunni standa, ef bruni
eða önnur óhöpp henda borgarbúa. í tillögu Alberts er gert ráð fyrir að
aðeins megi hýsa viðkomandi í stuttan tíma.
sem kunna að verða kallaðir út á
vegum borgarinnar til þess að
leysa vandamál af þessu tagi viti
að þeir hafi þennan möguleika. Ég
tel mikla þörf á slíku athvarfi
sagði Albert Guðmundsson en eins
og um önnur neyðar- eða hjálpar-
tæki þarf það að vera til staðar,
þótt vonandi þurfi ekki að nota
það.
*
Forseti Islands
til Bretlands
FORSETÁ íslands hefur verið
boðið í opinbera heimsókn til
Bretlands í boði brezku ríkis-
stjórnarinnar á næsta ári. Ráð-
gert er, að frú Vigdís Finnboga-
dóttir fari í opinbera heimsókn
dagana 17. til 19. febrúar. Er hér
um sams konar heimsókn að ræða
og þegar Ásgeir Ásgeirsson fór til
Bretlands haustið 1963.
í samtali við Morgunblaðið í
gær, sagði Albert Guðmundsson,
að ástæðan fyrir því að hann hefði
lagt þessa tillögu fram, væri sú, að
í ekkert hús væri að venda, ef fólk
lenti í því óhappi að standa á göt-
unni. Nú nýlega varð ég áhorfandi
að bruna á Óðinsgötu um hánótt
og þá var það eldri maður, sem
slapp út úr húsinu á sokkum og
skyrtu einum saman svo og kona
með ung börn. Þá datt mér í hug
að endurflytja tillögu, sem ég áður
hafði flutt í svipuðu formi en fékk
þá ekki undirtektir, sagði Albert
Guðmundsson. Þessi tillaga gerir
ráð fyrir, að borgin eigi íbúð til að
hýsa fólk í neyðartilfellum. Hún
gerir líka ráð fyrir að nota aðra
möguleika, sem kunna að vera
fyrir hendi eins og t.d. hjá borg-
arstofnunum, sem e.t.v. ráða yfir
hlýju og góðu húsnæði með að-
gang að eldhúsi, sem gætu tekið á
móti fóki í neyðartilfellum. Aðal-
atriðið er, sagði Albert, að þeir
Fiskverð til yfirnefndar:
„Ekkert samkomulag nema
með opinberum ráðstöfunum“
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
ákvað í gær að vísa ákvörðun um
fiskverð það, er taka á gildi um ára-
mót til yfirnefndar. í frétt frá Verð-
lagsráðinu segir, að á fundum ráðs-
ins vegna væntanlegs fiskverðs hafi
komið í Ijós, að afkomuskilyrði fisk-
vciða og fiskvinnslu séu með þeim
hætti, að engir möguleikar séu til
þess að samkomulag náist um nýtt
fiskverð, nema til komi ráðstafanir
af hálfu hins opinbcra.
I yfirnefnd þeirri, er nú tekur til
starfa eiga sæti: Ólafur Davíðsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem
er oddamaður nefndarinnar lögum
samkvæmt, Friðrik Pálsson og
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, til-
nefndir af hálfu kaupenda, og Ing-
ólfur Ingólfsson og Kristján Ragn-
arsson af hálfu fiskseljenda.