Morgunblaðið - 10.12.1981, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Nytsamar jólagjafir KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR VARMA-NÆRFÖT (LOOIN INNAN) ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARTEPPI VATTTEPPI v^alor OLÍUOFNAR MED RAFKVEIKJU SMÍDAJÁRNSLAMPAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍULAMPAR 14, 15, 20 línu HANDLUKTIR MEÐ RAFHLÖOUM VASALJÓS FJÖLBREYTT ÚRVAL ARINSETT FÍSIBELGIR VIÐARKÖRFUR KOPARBJÖLLUR SJÓNAUKAR SKIPSKLUKKUR LOFTVOGIR GASFERDATÆKI TJALDLJÓS SÓLÚR REYKSKYNJARAR SLÖKKVITÆKI BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORONA VARMAPOKAR SKÁTAAXIR DOLK AR.VASAHNÍFAR VERKFÆRAKASSAR SKÚFFUKSKÁPAR • FYRIR HÚSBÓNDANN HANDVERKFÆRI 0G RAFMAGNSVERKFÆRI OPIÐ TIL KL. 6 Á LAUGARDAGINN ^ Ananaustum^ Sími 28855 Krummi á skíðum Hljóm plotur a Arni Johnsen Madness 7 heitir nýjasta plata brezku hljómsveitarinnar Mad- ness, sem er orðin vel kunn á íslandi á undanförnum árum Ný plata Madness: MADNESS 1 Dúndrandi fjör á undiröldunni Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson KRUMMI Á SKÍÐUM. Ilöfundur: Thöger Birkeland. Teikningar: Kirsten Hoffman. hýðing: llanne Fisker. Setning og prentun: Steinholt hf. Útgefandi: Steinholt. Sagan er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum, og í þetta sinn hafa þeir verið frábær- lega heppnir, því að Krummi stendur fyrir sínu, hvort sem les- andinn er danskur eða íslenzkur. Já, höfundurinn kann sannarlega til verka, frásögnin hröð og litrík, krydduð kímni sem yljuð er af væntumþykju og virðingu fyrir lífinu. Krummi (Mads) er strák- hvolpur milli vita, hann á nokkru eldri systur, Stínu, og lítinn bróð- ur, Grunk, og auðvitað mömmu og pabba. Þetta er allt venjulegt fólk, stelpan að koma sér upp kærasta, fyrir Krumma er Yrsa bekkjar- systir hans að breytast úr stelpu í „sæta pöddu". Móðir hans er tekin að sjá ellimörk á sjálfri sér og karli sínum, og er staðráðin í að halda nokkru lengur í æskuþrótt- inn. Með harðri hendi rekur móðirin fjölskylduna í þrekþjálfun og margt skemmtilegt skeður. Fjöl- skyldan kemst til Noregs, og sú ferð kostaði Krumma litla næst- um lífið. En hann er skynsamur snáði og allt fer vel að lokum. Höfundur lýsir lífi fjölskyld- unnar af slíkri íþrótt, að ljóst er, að hér er enginn miðlungs höfund- ur á för, heldur sagnameistari sem á þann neista er til þarf, t.þ.a. gera bók að góðri bók. Eitt er ör- ugglega víst, fáum mun leiðast lesturinn. Myndir bókarinnar eru frábærar, falla svo að efni að að- dáun vekur. Og þá er það þýðingin. Það er mikill vandi að þýða slíka bók, glettinn stíll höfundar ákaflega viðkvæmur. Skemmst frá að segja, þá hefir Hanne tekizt mjög vel, málið létt og lipurt, og Krummi litli heldur áfram að vera skemmtilegur drengur, þó svo hann sé kominn í íslenzkan bún- ing. Hitt er annað, að ég er ekki alltaf sammála þýðanda, finnst hún noti um of, á stundum, mál unglinga. Víst getur það átt rétt á sér, en miklu síður í unglingabók en fyrir fullorðna. Ég hefði kallað þýðinguna frábæra fyrir þá sem fullum þroska hafa náð í máli, en dreg úr fyrir hina, sem enn eru að heyja sér orðaforða. Tökum dæmi: „... að fara á heilmikinn fund“ (62); „Fjöll með heiling af snjó“ (66); „Við vorum í fínu stuði ...“ (131). Allt þetta skilst mæta vel, en gæti farið miklu betur. I ör- fáum undantekningum er orðaröð- in hæpin: „... ógerningur að halda lífi í Noregi á veturna" (63). En hér er ég kominn í smásmugu- legan sparðatíning, og því mál að linni. Hafi Hanne þökk fyrir verk sitt, hún er auðsjáanlega mikill vinur Krumma, og hún gaf mér hann með sér. Prentun mjög góð, það er frá- gangurinn allur líka, og próförkin prýðisvel unnin. Hafið þökk fyrir ágætis bók. fyrir skemmtileg og fjörleg til- þrif í tónlistarheiminum. Vin- sælustu plötur Madness fram til þessa eru One step beyond, sem var þeirra fyrsta plata, og síðan þótti platan Absolutely greini- legt skref fram á við. Það er ákveðin undiralda í lög- um og tónlistarflutningi Mad- ness og textarnir hjá þeim hafa löngum einkennst af kímni og skemmtilegri ádeilu á jákvæðan hátt, en 7-plata þeirra er þétt- ust, ef svo má segja, af plötum þeirra félaga, þótt textarnir séu heldur alvarlegri að innihaldi en áður. Það er einnig skemmtilegt við lög og hljómflutning Mad- ness að það er alltaf pláss fyrir fleiri raddir og þar geta þeir not- ið sín sem eiga plötur þeirra og sungið með þeim af hjartans lyst. Lög Madness eru ekki áþreif- anlega fjölbreytt að uppbygg- ingu, en bera af sér góðan þokka og eru flutt af kunnáttu og til- finningu fyrir þeim stíl sem þeir byggja á, „nutty“ tónlistinni, eins og þeir sjálfir kalla eigin þátt. Lög Madness eru rífandi fjör- ug, og má þar nefna lög eins og Cardiac Arrest, Shut Up, Gray Day og Pac-a-Mac, en í heild er plata Madness lífleg og leikandi í dúndrandi diskóstíl í breiðri merkingu. Það er helzti ókostur Madness, að þeir eru svolítið einróma, þrátt fyrir röskleg tilþrif, en þess vegna er þeim mun meiri ástæða fyrir hlustandann að syngja með og bæta að minnsta kosti gráu ofan á svart, en helzt bæta um betur. Stórglæsilegt úrval af roccocosófasettum og stólum Ný sending Ótrúlega hagstætt verð húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.