Morgunblaðið - 21.01.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 21.01.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAQUB-2L .jftNÚAR 1982 15 Ingibjörg Sigmundsdóttir Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við sambærilegar kannanir, sem gerðar hafa verið í Dan- mörku, þar sem bakverkur, höfuð- verkur, vöðvabólga og fótaverkur eru talin til atvinnusjúkdóma verslunar- og skrifstofufólks. Það kemur ennfremur fram, að flestir þeirra sem höfðu leitað til læknis á sl. 12 mánuðum, gerðu það vegna vöðvabólgu og bak- verks. Það kemur ekki á óvart, að 2 af hverjum 5, sem vinna við lag- erstörf, kvörtuðu undan bakverkj- um á móti 1 af hverjum 5, sem vinna við afgreiðslu- og skrifstof- ustörf. Aðbúnaður á vinnustað Við könnun á aðbúnaði á vinnu- stöðum, voru athuguð þrettán at- riði, svo sem lýsing, hitastig, raka- stig, hávaði og loftræsting. Einna mest var kvartað undan ófull- kominni lýsingu, ófullnægjandi rakastigi og ónógri loftræstingu. Hjá afgreiðslufólki reyndust vera tengsl á milli þeirra sem kvörtuðu um dragsúg, ófullnægj- andi rakastig og sjúkdómsein- kenni, þannig að þeir sem kvört- uðu um dragsúg og ófullnægjandi rakastig, kvörtuðu frekar um ein- hver sjúkdómseinkenni. Ein af athyglisverðustu niður- stöðum þessar könnunar er hlut- fallslega há tíðni sjúkdómsein- kenna hjá lagerstarfsfólki, sem einnig kvartaði einna mest um of mikið vinnuálag. Það var greini- legt samband á milli starfsgreinar og of mikils álags á vinnustað, þar sem lagerstörf voru efst, þá skrifstofustörf og að lokum af- greiðslustörf. Þessi könnun var fyrst og fremst hugsuð sem frumathugun á ástandi félagsmanna VR og það væri vissulega verðugt verkefni að gera ítarlegri rannsókn, sem byggði á reynslu og niðurstöðum þessarar könnunar, sérstaklega þar sem niðurstöður hennar benda til þess, að víða sé úrbóta þörf á aðbúnaði verslunar- og skrifstofu- fólks. En í umræðu um atvinnu- sjúkdóma og fyrirbyggingu þeirra, hefur þessi hópur orðið útundan. Hvað er til ráða? Ein leið til fyrirbyggingar er fræðsla um hvað beri að varast og hvernig koma megi í veg fyrir ým- is þeirra vandamála, sem koma fyrir í hinum ýmsu atvinnugrein- um. Aukin fræðsla leiðir til þess, að fólk fylgist frekar með aðbúnaði á eigin vinnustað og ekki síst eigin heilsu. Ábyrgð einstaklingsins verður þó alltaf mikil og starfsmenn ein- stakra vinnustaða geta með sam- eiginlegu átaki fengið fram miklar úrbætur í þessum málum með kröfum til þeirra sjálfra og ekki síst atvinnurekenda. Ábyrgð vinnuveitenda er einnig mikil, þar sem þeir hafa oftast síð- asta orðið og gera sér oft ekki grein fyrir að úrbætur þurfa ekki að vera kostnaðarsamar. Vinnuverndarlögin frá 1. janúar 1981 eru gott dæmi þess hver þátt- ur ríkisins getur verið, til að bæta aðbúnað á vinnustað. Það er brýn nauðsyn, að efla og auka þann þátt, til að fyrirbyggja atvinnu- sjúkdóma. En lög og reglur duga skammt, ef ekki fylgja aðgerðir. þeirra kalla „einstaklingshyggju" innan NATO. Þeim þykir æskilegt að sjá hina eðlilegu spennu, sem ríkir milli Evrópuríkjanna í NATO og Bandaríkjanna, magn- ast og verða djúpstæðari. Þeim þykir æskilegt, að hin eðlilega til- hneiging til skoðanamunar milli meginlandsríkja NATO í Evrópu og Englands setji svip sinn að nýju á samskipti þessara ríkja. Sovétmenn mundu fagna því, ef hin sögulega keppni milli Þýska- lands og Frakklands yrði aftur snar þáttur í Evrópusögunni. Þeim yrði það gleðiefni, ef þrá eft- ir hlutleysi næði yfirhöndinni bæði í Niðurlöndum og á Norður- löndum. Hitt er þó enn mikilvæg- ara, að Sovétmenn reyna að ala á spennu milli helstu stjórnmála- flokkanna í þessum löndum og raunar einnig á milli hófsamari afla og hinna róttækari innan stóru stjórnmálaflokkanna." Paul Nitze varpar einnig fram spurningum um ýmis viðkvæm mál: — Hvaða vopn eru það, sem við viljum takmarka, hvaða vopna- kerfi eigum við að miða við, þegar rætt er um þessar takmarkanir, og hvaða mál önnur er við hæfi að taka til meðferðar í þessum við- ræðum? — Hvernig á að meta jafnræði í þessum viðræðum? Á að miða við ákveðinn fjölda tiltekinna vopna eða á að miða við eyðingarmátt vopnanna, þegar rætt er um jafn- ræði? — Eiga fyrstu hugmyndirnar um samkomulag að miðast ein- vörðungu við eldflaugar eða á einnig að taka inn í þær flugvélar, sem flutt geta kjarnorkuvopn? Loks kemst enginn hjá því að taka afstöðu til eftirlitsaðgerða, sem miða að því að framfylgja hugsanlegu samkomulagi. Það liggur ljósar fyrir nú en nokkru sinni áður, að því aðeins er unnt að ná viðunandi samkomulagi, að fyrir liggi vilji beggja aðila til að fylgja því eftir með einhvers kon- ar samvinnu, sem byggist á gagn- kvæmu trausti. En framtíð víg- búnaðareftirlits og afvopnunar mun einmitt ráðast af þessu trausti. Ég spurði Nitze, hvað banda- ríska sendinefndin í Genf myndi gera, ef til þess kæmi á fyrsta fundinum eftir jólaleyfið, að Sov- étmenn segðust tilbúnir til að samþykkja tillögu Reagans um „núll-leiðina“ — það er að segja þá hugmynd, að Bandaríkjamenn hætti við að koma Pershing II og stýriflaugum fyrir í Vestur- Evrópu, ef Sovétmenn taki niður þær eldflaugar, sem miðað er á Evrópu. Myndu yfirburðir Sovétmanna í venjulegum vopnum þá ekki leiða hina mestu hættu yfir NATO- ríkin? Hann taldi, að auðveldara yrði að semja sig frá þeim vanda en hinu, sem nú blasir við. Paul Nitze er vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega á 75 ára afmælinu, og hann er staðráð- inn í að ná öruggri málamiðlun, án þess að hann vilji binda sig við ákveðna tímasetningu í því sam- bandi. Þetta kann að vera síðasta meiriháttar alþjóðlega viðfangs- efnið, sem hann glímir við, og hann vill ná árangri, hins vegar liggur honum ekkert á og hann gerir sér engar grillur. Hann nýt- ur trausts Bandaríkjaforseta, utanríkisráðherrans, varnarmála- ráðherrans og Rostows, og hann á það skilið, að allur almenningur sýni honum það traust, sem hann mun áreiðanlega þarfnast. BallMöv INNRÉTTINGAR verðlækkun leikið á verðbólguna!!! Vegna hagstæðra samninga veitum við 15% afslátt af öllum innréttingum frá Ballingslöv út janúar. Akureyri og nágrenni Fulltrúi okkar verður til viðtals á Hótel Varðborg laugard. 23. jan. og sunnud. 24. jan. kl. 13-17. Teiknar upp og gerir yður afsláttartilboð á staðnum. Vinsamlega ath. að hafa teikningar með málum meðferðis. Við bjóðum yfir 30 mismunandi gerðir eldhús- og baðinnrétt- inga. Auk þess gott úr- val fataskápa. Til að kynna hina ótal möguleika Ballingslöv innréttinga höfum við ráðið innan- hússhönnuð, sem jafnframt er við- skiptavinum okkar til ráðuneytis. innréttringaval hf. Sundaborg 1 (austurendi — inng. frá Kleppsvegi) Símar: 84333 — 84660. VANTAR ÞIG VENNU VANTAR ÞIG FÓLK i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.