Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAÖUR21, JANÚAR 1982 bjargaði áhöfn Veigu úr gúmmí- bátnum, en þá höfðu skipverjarnir 6 verið í honum um það bil 40 mín- útur. Skömmu síðar kom varðskipið Ægir á slysstaðinn. Hann fann björgunarbátinn og tók hann um borð. Ægismenn skiluðu bátnum til Eyja, svo að hann fékk ég aftur enda var hann ótryggður og þess vegna mín eign. Þegar bátnum var bjargað um borð í Ægi, hafði komið á hann gat undan haka.“ „Hvað varð svo af þessum merka gúmmíbáti?" „Ég lét gera við hann. Kom þá í ljós, að gúmmíið í veggjum hans var tvöfalt. Þannig reyndist hann traustari, en við höfðum gert ráð fyrir. Síðan seldi ég bátinn til Eyrarbakka eða Stokkseyrar fyrir sama verð og ég hafði keypt hann. Æg festi þá kaup á „yfirbyggðum" gúmmíbáti, en þá voru þeir farnir að ryðja sér til rúms, bátar með „tjaldi", eftir happasæla reynslu og ómetanlegt gagn þessara fyrstu gúmmíbjörgunarbáta." Aralöng barátta við kerfið Fjórir fyrstu yfirbyggðu gúmmíbátarnir fóru um borð í Erling hjá Sighvati í Ási, Lunda hjá Þorgeir á Sælundi, Kap hjá Guðjóni Valdasyni og Lagarfoss, sem Martin Tómasson átti, en ör þróun átti sér skjótt stað hjá Eyjaflotanum í þessum efnum því menn sáu strax hvað var í húfi þótt yfirvöld í siglingamálum væru dragbítur í málinu. Þegar Veiga fórst 1952 var leyfi Skipaskoðunar úr gildi og það var ekki fyrr en árið 1953 sem Skipa- skoðun ríkisins gaf út heimild til þess að nota gúmmíbáta í bátum allt að 200 brl. og það var ekki fyrr en árið 1957 sem gúmmíbátar voru skyldaðir og þegar gúmmíbáta- skoðun hófst þá höfðu gúmmí- björgunarbátar verið í mörg ár í Eyjaflotanum án þess að vera skoðaðir af yfirvöldum og hvað er þetta annað en að vera dragbítur á framfarir í öryggismálum sjó- manna, enda voru um árabil nær engir gúmmíbátar utan Eyjaflot- ans. Hjálmar R. Bárðarson tók strax undir með baráttumönnum fyrir gúmmíbátunum þegar hann tók við embætti 1954, en þó dróst allt of lengi að málið kæmist í höfn. Vissulega hefur Hjálmar verið jákvæður í ótal atriðum og þáttum íslenskra siglingamála og komið mörgu góðu til leiðar, enda maðurinn fær á sínu sviði, en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en hver annar og seina- gangur hefur lengi loðað við stofn- un hans. Árið 1953, 23. febrúar, fórst Guðrún VE í aftaka veðri. Fjórir menn, Jón Björnsson, Sveinbjörn Hjálmarsson, Hafsteinn Júlíusson og Reynir Böðvarsson, björguðust við illan leik í gúmmíbát, 6 félagar þeirra fórust. í apríl 1954 fórst Glaður VE, 8 manna áhöfn bjarg- aðist í gúmmíbát og af fjórða bátnum með gúmmíbát sem fórst úr Eyjaflotanum, Halkion, björg- uðust einnig allir mennirnir og enginn efaðist lengur, en samt komu reglurnar ekki fyrr en 1957. Þá má geta þess að það var bresk- ur togari sem bjargaði mönnunum af Gláð 1954 og þegar sá togari kom til Bretlands kynntu sjó- mennirnir þetta nýja öryggistæki í hafnarbæjunum og það var upp- hafið að gúmmíbátavæðingunni í breska togaraflotanum. Þeir kveiktu strax á perunni og enginn togari sem kom til hafnar fór út án þess að vera kominn með gúmmíbjörgunarbát. Rökum lotið, en þó ... Það stóð í miklu stappi þessi ár að berjast fyrir rétti gúmmíbjörg- unarbátanna, en Ólafur T. Sveins- son, skipaskoðunarstjóri, laut rök- um þegar fyrsti báturinn var við- urkenndur, og hann á heiður skilið fyrir það þótt það tæki síðan mörg ár að koma málinu í heila höfn og fyrstu yfirbyggðu bátarnir sem fyrr getur voru settir í skipin án samþykkis yfirvalda. Fyrstu árin var það skilyrði á stærri fiskibát- unum þá að hafa tunnufleka um borð en það var í raun látið óátalið að hafa gúmmíbáta, einnig ef menn vildu. Á þessum árum og jafnvel eftir að reglugerðin kom gerðu Eyja- menn ýmsar breytingar varðandi gúmmíbjörgunarbátana án sam- ráðs við Siglingamálastofnun, því þar voru allar nýjungar teknar svo óstinnt upp að illska fylgdi nær undantekningarlaust í kjöl- farið og það hefur því miður of oft fylgt þessari stofnun og það sem er gert í illu er ekki af hinu góða. Eyjamenn settu t.d. upp á ein- dæmi vatn í bátana og var það geymt í hitabrúsum með Hoff- mannsdropum í til þess að verjast frosti, þá settu þeir vatnsþétt vasaljós og Einar J. Gíslason, þá- verandi skoðunarmaður gúmmí- báta, styrkti línuna milli báts og björgunarbáts, því dæmi voru til um að gúmmíbátar hyrfu út í veð- ur og vind án þess að menn kæm- ust um borð áður en of veik lína gaf sig. Hjálmar getur þess í grein sinni að Siglingamálastofnun hafi tekið þetta upp en getur þess ekki að til stóð að víkja Einari skoðunarmanni í Eyjum frá vegna þess að hann hafði sett sverarr línu án samþykkis stjórnvalda, hann hafði metið meira reynslu sjómanna en þeirra sem skipu- leggja á skrifstofum án nauðsyn- legra tengsla við raunveruleikann. Það efast enginn um að hjá Siglingamálastofnun starfi hæfir menn og auðvitað hefur Siglinga- málastofnun skilað ýmsum merk- um verkefnum, það er það já- kvæða, en það neikvæða er vanda- málið, dráttur á framkvæmd mála, sambandsleysi við hliðstæða aðila og þótti í garð þeirra leik- manna sem af einlægni vilja leggja þessum málum lið. Það er lítið flot í útúrsnúningi siglingamálastjóra þar sem hann segir að ég geri mér ekki grein fyrir því hver setji lög og reglur. Það vita allir að siglingamála- stjóri er lykillinn að því að lög og reglur sóu sett í öryggismálum sjómanna þótt Alþingi sé að sjálfsögðu æðra. Siglingamála- stofnun , smíðar reglurnar og vinnuhraði þar ræður úrslitum um framkvæmd. Silaháttur Saga gúmmíbjörgunarbátanna í íslenskum skipum er gott dæmi, en því miður neikvætt allt of lengi. Annað dæmi um silahátt í þessum efnum er einmitt annað öryggis- tæki sem Sigmund hannaði, ör- yggisloki á netaspil, eftir að Einar Ólafsson og Ágúst Guðmundsson, útvegsbændur og sjómenn á Kap II VE, höfðu beðið Sigmund að leysa vandamálið, en um borð í skipi þeirra hafði orðið spilslys. Árið 1972 var öryggislokinn kom- inn á spilið, en það kostaði sjö ára baráttu að koma málinu í gegn, það var ekki fyrr en á árinu 1978 sem afdráttarlausar reglur voru settar og árið 1980 var öryggislok- inn kominn í öll íslensk fiskiskip yfir 15 tonn að stærð. Hvers vegna minni bátum er hins vegar sleppt er óskiljanlegt og það er ekki langt síðan maður sem reri einn á litlum báti lét lífið í spilinu. Á tímabilinu frá 1971—1976 urðu 92 slys í spil- um, nær öll i netaspilum, eða um 15 slys á ári. Hvað heitir svona afgreiðsla? Sjóslysanefnd tók upp hanskann Það var loks Sjóslysanefnd sem skrifaði samgönguráðherra 30. nóv. 1976 og bað um að öryggislok- inn yrði skyldaður í alla báta, en málið liggur i nær 19 mánuði þar til reglugerðin er gefin út 16. júní 1978 og átti þá að taka gildi þegar í stað. Hvar skyldi málið hafa strandað? Það er einnig forvitnilegt að það skuli vera Sjóslysanefnd sem hef- ur frumkvæðið að því að kynna Sigmundsgálgann, Sigmundspall- inn og fleiri möguleika sem Sig- mund hefur hannað, en á sama tíma þegar siglingamálastjóri þegir þunnu hljóði á opinberum vettvangi, en birtir umrædda skýrslu í sérritinu Siglingamál og síðan virðist þróunin ætla að verða eins og með afgreiðslu gúmmíbátanna í upphafi, og ör- yggislokans, þótt Sigmund hafi nú leyst aðal vandamálið við notkun gúmmíbjörgunarbátanna, sjósetn- inguna, án þess að miklu þurfi að kosta til í auknum búnaði, því uppfynding Sigmunds bætir fyrst og fremst upp þann búnað sem er fyrir hendi um borð í bátaflotan- um, afsker ekkert. Þótt siglinga- málastjóri hafi í skýrslu sinni við- urkennt búnað Sigmunds þá hefur hann ekkert gert til þess að kynna málið út á við og ef hann vill af alvöru sinna öryggi sjómanna hlýtur hann að hafa áhuga á að kynna búnaðinn sjómönnum í öll- um sjávarplássum landsins, þess er alls staðar þörf, nema í Eyjum, því þar er búið að afgreiða málið. Siglingamálastjóri hlýtur að sjá að vinnubrögðin sem sagan ber vott um, duga ekki. Það liðu 12 ár frá því að hugmyndin um gúmmí- bátana var fyrst reifuð og þar til reglur voru settar, það tók 8 ár að afgreiða öryggislokann svo dæmi séu nefnd og það má ekki taka annan eins tíma að afgreiða búnað Sigmunds við sjósetningu björg- unarbáta. Þess má geta að það var fyrst veturinn 1971 að fram kom hugmynd um skotpall fyrir björg- unarbáta eftir Þráinsslysið. Það var Sigurður Óskarsson í Vest- mannaeyjum sem kom fram með þá hugmynd og síðan áréttaði Sig- mar Þ. Sveinbjörnsson, stýri- maður í Eyjum, hugmyndina eftir Verslysið 1979 og þá tók Sigmund verkið að sér og afgreiddi það á árinu 1980. Þess §kal einnig getið, að það var Sjóslysanefnd sem kostaði smíði fyrstu 5 Sigmunds- gálganna og hliðarbúnaðs, Sjó- slysanefnd sem ég sagði í fyrri grein minni að siglingamálastjóri liti á sem slys og ekki sá hann ástæðu til að andmæla því í grein sinni. Það er einnig sorgleg stað- reynd að Siglingamálastofnun skuli hundsa samstarf við Sjó- slysanefnd, og að stofnunin skuli ekki eiga samvinnu við Fiskifélag íslands né Slysavarnafélag Is- lands nema í algjöru lágmarki. Frægt er þegar siglingamálastjóri afgreiddi tilraunir reknefndarinn- ar sem Alþingi lét skipa, sem marklaust bull, en hóf síðan sjálf- ur tilraunir á sama hátt og búið var að vinna, m.a. með einum full- trúa Siglingamálastofnunar. 0 Utúrsnúningar og málþóf Það undirstrikar þó bezt drag- bítshátt siglingamálastjóra varð- andi Sigmundsgálgann að hann segir í grein sinni að hann hafi skrifað samgönguráðherra bréf í ágúst 1981 og segir að þar hafi hann farið þess á leit við Stein- grím Hermannsson að hann leit- aði umsagnar samtaka sjómanna og útgerðarmanna áður en búnað- urinn hefur verið settur í fleiri stærðir og gerðir fiskiskipa. Hann lýsir því þar með yfir á því stigi málsins að hann vilji stöðva fram- kvæmdina, stöðva málið og vísar því jafnframt til umræddra sam- taka að þau geri grein fyrir því hvernig búnaðurinn á að vera, en hvaða vitglóra er í því að annar aðili en Siglingamálastofnun vinni slíkt verk, þ.e. ef maður á að reikna með því að þar sé um alvörustofnun að ræða. Að mörgu skal hyggja Gagnrýni á Siglingamálastofn- un á að vera eðlileg og sjálfs- gagnrýni innan þeirrar stofnunar er enn eðlilegri, en slíkt mun ekki leyft þar, því miður. Það er ýmis- legt sem væri fróðlegt að fá svör við en má bíða þar til lokið hefur verið við að koma Sigmundsbún- aðinum á íslenzka flotann. Skyldi vera mikið um það að kaupendur skipa velji sér skoðun- armenn? Skyldi það vera víða að menn sem hafa hagsmuna að gæta séu skoðunarmenn fyrir Siglinga- málastofnun. Nærtæk eru dæmi við Faxaflóa. Iðulega eru skoðunarskýrslur skrifaðar upp án þess að skoðun fari fram og mætti nefna þar dæmi um bæði stór og smá skip. Er engin dagleg stjórn á skoðun skipa hjá Siglingamálastofnun? Úndanþágur eru gefnar út ár eftir ár án þess að eftir því sé gengið að úr sé bætt. Af hverju er engin olíustöð búin settum varnarbúnaði þrátt fyrir 20 ára mengunarforystu siglinga- málastjóra? Slíkt er samkvæmt alþjóðalögum og þótt stundum sé eðlilegt að hliðrað sé til um ákveðna þætti í búnaði skipa vegna fjárskorts útgerðar, þá ættu að vera til einhverjir aurar hjá olíufélögunum til að gera það sem þeim ber. Hvar fá þeir menn starfsþjálfun sem siglingamálastjóri kallar sér- fræðinga Siglingamálastofnunar. Fyrir nokkrum árum tók skipa- skoðunarmaður haffærisskírteini af nýbyggðum bát í Reykjavík, en annar skipaskoðunarmaður lét at- hugasemdalaust vélrita annað og fá umráðamanni bátsins, en hann stundaði aukavinnu hjá þeim sem byggði bátinn. Hversu margir starfsmenn Sigl- ingamálastofnunar vinna hjá þeim aðilum sem síðan á að hafa eftirlit með? Er það eðlilegt að starfsmenn Siglingamálastofnunar séu að teikna fyrir viðskiptavini og fá síðan samstarfsmenn sina til þess að skrifa undir teikningar til sam- þykktar? Þannig má velta mörgu fyrir sér og það er til dæmis undarlegt að fiskimálastjóri skuli ekkert hafa þakkað siglingamálastjóra í sam- bandi við útgáfu Sjómannaalman- aks Fiskifélagsins, sem er í öllum bátum landsins, en hins vegar gef- ur Siglingamálastofnunin út Skipaskrá sem sést óvíða þótt vönduð sé og aðgengileg. Ráðlegast að þegja? Það skyldi þó ekki vera að á Siglingamálastofnun væru of margir sem leggja of lítið til mál- anna vegna þess að það þykir ráð- legast að þegja um svo margt sem betur mætti fara. „Eða einhver annar?“ Hjálmar segist efast um að til- gangurinn með grein minni hafi verið að stuðla að auknu öryggi sjómanna, en hann ætti ekki að undra að menn skuli hafa áhuga á skjótum framgangi mála þegar um er að ræða stórkostlegar fram- farir í öryggismálum sem varða líf sjómanna. Hjálmari var fagnað á fundi með sjómönnum í Eyjum í byrjun janúar, hann gat ekki dregið leng- ur vegna gagnrýnisradda frammá- manna sjómanna í Eyjum að koma og kynna sér málin. Þegar honum voru kynntar staðreyndir málsins sá hann það svart á hvítu hve merk uppfynding er hér til umræðu. Á fundinum með sjó- mönnum var hann spurður um það hvernig Siglingamálastofnun ætl- aði að koma Sigmundsbúnaðinum í reglur og hvað það tæki langan tíma, hálft ár, eitt ár, tvö eða þrjú. Hann kvað ógerlegt að segja nokk- uð um það og það svar gaf ekki góða von. Það segir ef til vill sína sögu að á umræddum fundi var siglingamálastjóri spurður hver hefði skrifað greinargerðina um Sigmundsbúnaðinn í Siglingamál, en þar gætti ónákvæmni. Þá svar- aði Hjálmar: „Ég gerði það, eða varst það þú Páll? (Sneri máli sínu til Páls Guðmundssonar skipaskoðunarmanns.) Eða gerð- um við það báðir, eða einhver ann- ar á stofnuninni?" „Ég gerði það,“ svaraði Páll, „en þú leist víst yfir það.“ Sigmundsbúnadinn í flotann, möglunarlaust Markmiðið er ekki að standa í ritdeilum við siglingamálastjóra, en hafa skal það sem sannara reynist. Markmiðið er að öryggi sjómanna sé sem mest og þar veldur búnaður Sigmunds straumhvörfum varðandi gúmmí- björgunarbáta. Siglingamálastjóri á næsta leik. Hann er yfirburða- maður á sinn hátt og kunnur fyrir að sýna jákvæð tilþrif þar sem hann vill það við hafa. Allt í kring um hann eru menn sem vilja ljá honum liðsinni. Það er ef til vill meira en sagt verður um fjárveit- ingavaldið, en þeir sem í áratugi hafa barist fyrir öryggismálum sjómanna og sannað að hug- myndir til bóta standast, þola ekki að sá aðilinn, sem á að koma mál- um fram, skuli vera dragbítur þegar um mannslíf er að ræða. Það er siglingamálastjóra að lægja öldurnar sem hafa risið í öryggismálum sjómanna að und- anförnu, eins og Sigurgeir Ólafs- son skipstjóri hefur sagt í blaða- grein, en fyrst verða verkin að tala, skjótt og ákveðið, áður en hægt er að semja frið. Sjónarmið um vinnuhraða geta verið mis- munandi, en það er ekkert sem mælir gegn því að siglingamála- stjóri sigli þessu máli í heila höfn á þessu ári, að reglur verði settar og framkvæmdin drifin áfram, fortíðin er að baki, framtíðin skiptir mestu. Megi allar góðar vættir fylgja siglingamálastjóra í því verki. Það eru ófá slysin sem hafa orðið í spilum fiskibátanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.